Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 10

Morgunblaðið - 04.03.2004, Síða 10
steinninn er settur í. Það er líka algengt að steinar séu settir í hringinn þegar börnin fæðast. „Þetta er mjög sniðug hugmynd að gjöf - og leysir oft á tíðum vandamálið fyrir suma herrana sem eru á stundum ekki alltof hugmyndaríkir þeg- ar kemur að gjöfunum,“ segir Helga og hlær. Hún man eftir einu pari sem átti dreng saman. Maðurinn færði konu sinni hvítan demant í hringinn í morgungjöf og lítinn bláan demant fyrir soninn. Þegar þeim fæddist síðar dóttir gaf eiginmaður- inn konunni bleikan demant í hringinn. Þannig verður hringurinn enn dýrmætari fyrir vikið og Helga tekur fram að það er ekki stærðin endilega sem skipti máli heldur hvað steinarnir geti táknað fyrir fólk. Það er ekki algengt að karlmenn fái sér steina í hringinn, a.m.k. ekki hér á Vest- urlöndum. Par, sem bjó í Osló og hugðist gifta sig, lét kaupa fyrir sig hringa í Íran þar sem maðurinn var fæddur, enda gull mun ódýrara þar um slóðir. Parið vildi fá sér einfalda hringa, t.d. úr platínu eða hvítagulli og enga steina, en það þótti fjölskyldunni í Íran ákaflega lítilfjörlegt, svona eins og að skarta sig með hring af kókdós. Hún sendi þeim því fallega gull- hringa með steinum í báðum. Hjónin skiptu reyndar fljótlega um hringa því norskum vinnufélögum mannsins fannst mjög spaugilegt að hann bæri hring með steinum. Einn möguleiki fyrir morgungjöf er líka að láta smíða t.d. hálsmen í sama stíl og hringaparið og í það mætti einnig bæta við steinum ef þess er óskað. Hér fyrrum voru það aðeins konurnar sem fengu morgungjöf og er það aldagömul hefð sem á rætur í heimanmundarsiðn- um, en í dag verður æ algengara að kon- ur gefi eiginmönnum sínum einnig morg- ungjöf. Þá er t.d. sniðugt að láta smíða bindisskraut í sama stíl og hringaparið og fyrir glysgjörnu mennina má bæta steinum í, t.d. svörtum demöntum sem þykja „karlmannlegri“ en t.d. hvítir. Áletranir Flestir láta áletra hringa sína og algeng- ast er að það séu þá nöfn parsins eða dagsetning brúðkaupsins. Sumir vilja þó hafa eitthvað sérstakt og Helga man eftir áletrun sem henni þótti afar falleg en þá lét parið letra „Ást mín til þín“ inn í hring- inn. Einnig minnist hún þess að par lét í sitt hvoru lagi letra ákveðin orð sem það hafði valið fyrir hring makans, og síðan var það ekki fyrr en í brúðkaupinu sjálfu að það kom í ljós hvað hvor maki hafði látið grafa inn í hring hins makans og þetta er auðvitað eitthvað sem getur ver- ið mjög rómantískt og spennandi. Sumir vilja nota rúnaletur og nú þegar hringarn- ir eru orðnir nokkuð breiðir er t.d. hægt að greypa það með gullvír ofan á hring- inn. Það er greinilegt að möguleikarnir eru margir þegar kemur að vali á giftingar- hring og margar leiðir hægt að fara til að gefa þeim persónulegan svip og tákn sem tala beint til hjarta hjónanna. Helga Jónsdóttir, sem rekur gull- smíðaverkstæðið Gullkúnst á Laugavegi 43, hefur mikla reynslu í skartgripa- geiranum og má eiginlega segja að hún hafi þetta í blóðinu því bæði afabróðir hennar og móðurbróðir voru gullsmiðir, og einnig bróðir hennar, Leifur Jónsson sem rak Gullhöllina. Eins og flestir gullsmiðir þá sérsmíðar Helga ásamt starfsfé- lögunum sínum meðal annars giftingarhringi og þá eru fleiri möguleikar í boði en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Giftingarhringir og skartgripir almennt endurspegla efnahagsástandið ekki síð- ur en tískuna hverju sinni, og fyrir mörg- um árum voru 12 mm sléttir og kúptir hnullungar aðalmálið í giftingarhringum. Fyrir 6-8 árum eða svo voru mjóir, allt niður í 3 mm hringir helst í tísku en í dag tekur fólk varla minna en 4-5 mm hringa og þeir eru einnig orðnir efnismeiri og „skrautlegri“ ef svo má segja, heldur en áður tíðkaðist. Fólk er líka tilbúnara til að fara óhefðbundnar leiðir og vill gjarn- an bera giftingarhring sem hefur sér- stöðu. Fólk sem hefur verið trúlofað árum saman og giftir sig síðan, vill oft fá sér nýja hringa en vill þó ekki kasta gömlu hringunum algjörlega, og trúir því að þeim hafi fylgt gæfa fyrir sambandið. Þá er til dæmis hægt að nota þá með nýju efni til að smíða nýtt hringapar. Einnig hefur Helga notað gamla einbaugsparið frá fólki og smíðað efri baug í sömu þykkt sem leggst við þann eldri (sjá mynd af hliðarbaug hér að ofan). Þá er hægt að leika sér með efni, liti og áferð, nota t.d. hvítagull með ef gamli hringur- inn er úr gulli, setja demanta í eða nota aðra áferð og svo framvegis. Þá gæti gamli mjói hringurinn verið orðinn að glæsilegum 6 mm hring. Steinar sem tákn Það verður æ algengara að eiginmenn gefi konum sínum demant í hringinn í morgungjöf og eru ýmsar aðferðir hafðar til að „ná“ hringnum frá konunni meðan www.marthastewart.com - Á vefsetri hinnar ávallt smekklegu Mörtu er efnismikill brúðkaupsvefur. www.blissweddings.com - Hér er meðal annars að finna hjálplegan undirbúningslista á pdf-formi. www.ultimatewedding.com - Ýmsar greinar um brúðkaup og brúðkaupssiði víða um heim. www.bryllupsklar.dk - Mest heimsótta danska brúðkaupssíðan. www.bryllup.dk - Önnur dönsk brúðkaupssíða. www.kvindeguiden.no og www.dittbryllup.no - Hér má skoða norska vinkilinn á brúðkaup. www.hitched.co.uk - Bresk vefsíða þar sem má finna t.d. brandara fyrir þann sem þarf að halda ræðu í veislunni! www.brudkaup.is og www.giftingar.is - Íslenskar vefsíður. Brúðkaupsslóðir • Allt fram á tuttugustu öld voru það yfirleitt aðeins konur sem báru giftingarhring, sú hefð að karlmenn gangi með giftingar- hring er tiltölulega ný. Talið er að heimsstyrjöldin síðari hafi haft þar áhrif, því þegar hermennirnir sáu fram á langan aðskilnað frá konum sínum vildu þeir gjarnan bera hring til tákns um hjóna- bandið og uppörvandi minningu um konur sínar. • Það sem höfðingjarnir hafast að, apa hinir eftir og það hefur átt við um giftingarhringa eins og annað. Sú hefð að skreyta hringa með demöntum eða öðr- um eðalsteinum, t.d. rúbínum og safírum, fór að sjást á miðöldum hjá efnuðu fólki, og á 17. öld voru demantshringar sérlega vin- sælir við konunglegar trúlofanir og brúðkaup. • Egyptar báru giftingarhringinn á þriðja fingri vinstri handar - baugfingri. Trú manna var sú að æð lægi frá þeim fingri til hjart- ans. Þessu trúðu einnig Grikkir og Rómverjar og Rómverjar köll- uðu þessa æð „vena amoris“ eða æð ástarinnar. Enn í dag er baugfingur alltaf notaður fyrir giftingarhring þótt ýmist sé það baugfingur vinstri eða hægri handar. Af því tilefni má rifja upp gamlan brandara: Í veislu segir kona við aðra konu: „Ertu ekki með giftingarhringinn á vitlaus- um fingri?“ „Jú“, svarar hin kon- an, „en ég er líka gift vitlausum manni.“ • Í Englandi og Bandaríkjunum tíðkast víða að fólk beri trúlofun- arhringinn á hægri hönd en færi síðan hringinn yfir á vinstri hönd við giftingu. • Sums staðar á Norðurlöndum bera konur þrjá hringa, einn fyrir trúlofunina, einn fyrir giftinguna og einn fyrir móðurhlutverkið. Elstu skjalfestu heimildir um notkun giftingarhringa eru frá Egyptalandi til forna. Þar tengdu menn hringinn við hið yfirnátt- úrulega og táknaði það sem tengist að eilífu og endar aldrei. Hjá Rómverjum hafði giftingar- hringur lagalega merkingu - ef stúlka tók við slíkum hring var kominn á bindandi hjú- skaparsamningur. Rómverjar til forna notuðu járn í hringa til að tákna styrkleika en ryð var auðvitað vandamál og eftir því sem tímar liðu varð gull og silfur oftast fyrir valinu vegna fegurðar efnisins. Giftingar- hringur Með hring - á fingri Hvítagullshringapar með svörtum demanti. Hér er klassíski einbaug- urinn notaður sem meginþáttur en með nýstárlegri útfærslu. Á veraldarvefnum er að finna hafsjó af upplýsingum um brúðkaup og hér eru nokkrar slóðir: Breiðir hringir úr hvítagulli og gulu gulli með demanti. Hliðarbaugur sem leggst ofan á einbaug (t.d. eldri hring), á þríhyrnda stykkið má t.d. greypa í steina. Hér úr gulli. Hefur gullsmíðina í blóðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.