Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 12
Hulda kennir viðskipta- og raungreinar við Borgarholtsskóla en Einar starfar sem hljómborðsleikari í hljómsveitinni Í svörtum fötum og sér um allan rekstur hjómsveitarinnar, en Einar er viðskipta- fræðingur að mennt. „Við kynntumst ein- mitt í viðskiptafræðinni í Háskóla Ís- lands fyrir fjórum árum,” segir Hulda og brosir við tilhugsunina. „Við höfum eigin- lega verið óaðskiljanleg síðan, við vorum heldur ekkert að tvínóna við hlutina og höfum afrekað það að eignast tvö yndis- leg börn á þessum tíma og svo að láta pússa okkur saman núna í janúar til að fullkomna sambandið. Við verjum mest- um frítíma okkar saman, erum t.d. sam- an í fótbolta og spilum golf þegar færi gefst. Brúðkaupsferðin var t.d. golfferð til Flórída. Hann bað mín fyrst í útskriftinni minni í október 2002, ég sagði auðvitað já. Hann sá svo um að panta kirkjuna, sal- inn og prestinn og við tókum svo sam- eiginlega ákvörðun um matinn”. Var undirbúningurinn skemmti- legur? „Já, því við tókum þessu öllu frekar rólega og byrjuðum eigin- lega ekki á því að undirbúa at- höfnina eða veisluna fyrr en mán- uði fyrir brúðkaupið. Við vorum al- veg laus við stress og nutum jólanna með fjölskyldunni. Mér fannst ég ekkert þurfa að vera stressuð þar sem ég hef undan- farin tvö ár sett upp brúðkaups- sýninguna Já ásamt Elínu Maríu Björnsdóttur. Þar kennir ýmissa grasa og það er þægilegt fyrir þá sem eru að fara að gifta sig að hafa allar upplýsingar á sama stað. Það er til dæmis mjög þægilegt að geta leigt allan fatnaðinn á fjölskylduna, við fórum í Brúðarkjólaleigu Katrínar og þar var þessi frábæri kjóll og svo allt sem herrarnir þurftu á að halda. Mér fannst passa svo vel að hafa rautt í kjólnum, svona rétt eftir jólin og svo var ég með rauðan, einfaldan rósavönd sem Elísabet vinkona mín setti saman, með an Sússa vinkona á Solid greiddi mér.“ Kom þér eitthvað á óvart? „Já, Einari tókst til dæmis að koma mér á óvart í kirkjunni. Eftir að pabbi var búinn að leiða mig inn kirkjugólfið og séra Jón búinn að fara með bænina stóð Einar upp, gekk að flyglinum og fór að syngja „Loksins ég fann þig”, eftir að Hulda Birna Baldursdóttir og Einar Örn Jónsson voru gefin saman í Bústaðakirkju af séra Jóni Þorsteinssyni laugardaginn 3. janúar 2004 „Loksins ég fann þig“. Elín vinkona Huldu var veislustjóri. Baldur, faðir Huldu leiðir hana inn kirkjugólfið. Börn brúðhjónanna, Baldur og Margrét. Rómantískt vetrarbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.