Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 13
hann var byrjaður bættist einn og einn úr hljómsveitinni í hópinn og síðan stóðu þarna allir strákarnir í Svörtum fötum ásamt Margréti Eir, Regínu Ósk og fleir- um og tóku undir með honum ... og ég bara táraðist! Það var líka gaman að fylgjast með krökkunum, Baldur sem er 1½ árs tók athöfnina ekki mjög alvarlega og veltist um á tröppunum við altarið, Margrét, stóra systir hans sem er 3 ára, var pen og prúð með rauðan rósavönd. Þetta var mjög falleg og jafnframt skemmtileg at- höfn sem við gleymum aldrei.“ Var þetta stórt brúðkaup? „Það má kannski segja það, en við buðum samt aðeins nánustu ættingjum og vinum þar sem við komum bæði frá stórum fjölskydum, endaði fjöldinn í 200 manns. Við vildum hafa matinn heimilislegan og góðan og buðum upp á humarsúpu í forrétt og svínakjöt með tilheyrandi í að- alrétt. Veitingarnar komu frá Veislunni á Seltjarnarnesi og veislan var svo haldin í félagsheimili Seltjarnarness. Brúðartert- una gerði Hafliði hjá Mosfellsbakaríi og vínið var frá Sölku. Tertan var skreytt með rauðum rósum og skreytingarnar í salnum voru rauðar og hvítar. Við sett- um upp borðin og skreyttum kvöldið áð- ur, fjölskyldur okkar hjálpuðu okkur með það.“ Dagurinn hefur staðið undir vænting- um? „Já, svo sannarlega, hann var stórkost- legur í alla staði og allt heppnaðist vel þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Ég held að margir eyði allt of miklum tíma í að velta hlutunum fyrir sér, það borgar sig ekki alltaf. Ég er vön að vinna undir pressu og það voru nú einhverjar konur sem tóku andköf þegar ég hljóp út í kuldann með greiðsluna til að skreyta bílinn sjálf rétt áður en við lögðum af stað, en allt fór þetta eins og best var á kosið. Brúð- kaupsnóttinni eyddum við síðan á Hótel Sögu á meðan tengdamamma og tengdapabbi voru heima hjá börnunum.“ Margrét með rauðan rósavönd eins og mamma. Gréta ljósmyndari tók myndir af fjölskyldunni. Orðin hjón og veislan hafin. l í t t u á w w w. t k . i s góð tilfinning Brúðhjónahjartað frá Swarovski 94 demantsslípaðir fletir. stærð 4,5 x 3,5 cm Með ártalinu 2004 Einstakur minjagripur. Flugmiði fyrir 2 til LONDON Al l i r sem heimsækja okkur á Brúðkaupssýningunni Já lenda í sængurfata lukkupott i K r i n g l u n n i S : 5 6 8 9 9 5 5 - F a x a f e n i S : 5 6 8 4 0 2 0 Öll brúðhjón sem skrá sína brúðhjónalista hjá okkur fá fallega gjöf, einnig verður dregið 8 sinnum úr öllum brúðhjónalistumTékk-Kristals sem borist hafa á árinu 2004 samtals 8 vinningar:Vinningarnir eru 12 manna hnífaparatöskur vönduð hnífapör 18/10 stál ásamt fylgihlutum. Fallegir ítalskir speglar. Síðast en ekki síst verður dreginn út aðalvinningur ársins sem er flugmiði fyrir tvo til LONDON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.