Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 14
Sýningin var skipulögð í samvinnu við Brúðkaup.is. Yfirskrift sýningarinnar var „Hvaða þema hentar ykkar brúðkaupi?“ Hvert brúðkaup er einstakt og miklu skiptir að undirbúningurinn takist vel. Til að skapa heildarsvip er skemmtilegt að hafa allt í stíl; boðskortin, myndarammann, myndaalbúmin, borðskreytingarnar, skreytingar í sal, veitingarnar, tónlistina, auk brúðarkjóls og fatnaðar og brúðarvandar . Á brúðkaupssýningu Garðheima bauðst fólki að ganga inn á „Stílhreint þemasvæði“, „Ævintýra þemasvæði“, „Rómantískt þemasvæði“, „Úti í náttúrunni þemasvæði“, þar sem hægt var að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hin stórglæsilega hátíðartískusýning var einnig þematengd og gengu módelin í lok sýninga inn á þemasvæðin, þar sem fólki gafst kostur á að skoða kjólana og brúðarvendina betur. Brúðarkjólarnir og fatnaðurinn var frá Brúðarkjólaleigu Katrínar, brúðarvendir, skreytingar og uppsetning frá Blómadeild Garðheima. Stjórnandi tískusýninganna var Unnur Arngrímsdóttir, kynnir Bjarni Arason. Fjölbreytt söngatriði og danssýning var í boði. Dregið var úr lukkupotti í lok sýningarinnar og heppin verðandi brúðhjón hlutu veglega vinninga frá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í sýningunni; Ljósmyndastofan Svipmyndir, Veislan, Tjaldaleigan Skemmtilegt, Blaðra.is, Grand Hótel, Salka ehf., Kristall og Postulín, Iess járngallerý, Brúðhjónanámskeið Fjölskylduþjónustu kirkjunnar ásamt Brúðarkjólaleigu Katrínar og Blómadeild Garðheima.“ Rómantískur brúðarvöndur Náttúrulegur brúðarvöndur Stíllhreinn brúðarvöndur Ævintýra brúðarvöndur var haldin helgina 28. og 29. febrúar sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.