Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 16
Það ætti engin brúður að verða í vandræðum með að finna rétta brúðarvöndinn við hæfi því yfirleitt eru blómaverslanir mjög opnar fyrir tillögum og ábending- um varðandi stærð, liti, form eða blómategundir. Blómaskreytingarfólk hefur yfirleitt langa reynslu af gerð brúðarvanda og veitir ráðleggingar eftir óskum. Hafa ber t.d. í huga að á vorin er eðlilegast að notast við vorblóm, á sumrin sumarblóm o.s.frv. en allt er til og möguleikarnir nánast endalausir, allt eftir óskum og efnum brúðhjónanna. Blómagallerí, Hagamel 67 Þessi fallegi brúðarvöndur samanstendur af ljósum vorblómum. Uppistaðan er úr túlípönum og ranaculus ásamt passífloru, galaxblöðum og bergflétturönkum. Blómagallerí leggur einnig áherslu á að gera vendi í stíl við kjólinn sé þess óskað. Ráðhúsblóm, Bankastræti 4 Hér er rómantískur brúðarvöndur með ljúf- um vorblómum eins og ranaculus, viburnum og prunusgreinum. Tákn um hækkandi sól og bjarta tíma. Undirstrika fegurð dagsins. Garðheimar Þessi brúðarvöndur er unnin af Berglindi Rögnu Erlingsdóttur Berglind tók þátt í Íslandsmeistarakeppni blómaskreyta um helgina og lenti í 3. sæti. Brúðarvöndurinn er dæmigerður fyr- ir þá línu sem er í tísku í dag: Vírabindingarnar yfir rósunum í brúðarvendinum setja barokk- áherslur á vöndinn sem nýtur sín vel við stílhreinar línur brúðarkjólsins. Bleikur litur brúðar- vandarins er kvenlegur, rómantískur litur. Víravirkið á þessum vendi er handunnið net, bundið saman með perlum. Brúðarvendir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.