Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 18
„Það er skynsamlegast að brúðurin byrji á því að velja sér kjól og ganga síðan út frá honum í vali á herrafatn- aðinum,” að sögn Sólveigar hjá Brúðarkjólaleigu Dóru. „Brúðarkjólarnir hafa verið að breytast undanfarin ár og eru nú látlausari og mikið um ermalausa kjóla eða kjóla með hlýrum. Flestir kjólarnir sem ég hef í boði eru í svokölluðum náttúruhvítum lit, þ.e. þeir eru ekki skjannahvítir heldur í mildari hvítum lit. Svo eru einnig beinhvítir kjólar mikið notaðir núna. Mildari hvítur litur er oftast klæðilegri en skjannahvítur. Annars er regla númer eitt að verðandi brúði líði sem best í kjólnum, geti auðveldlega setið og staðið upp og fái svolítið að finna sig í kjólnum áður en stóra stundin renn- ur upp.” Hér áður fyrr þótti ekki við hæfi að brúður sem var búin að eignast barn, var í sambúð eða var að gifta sig í annað sinn gifti sig í hvítu, er það enn reglan? „Nei, sem betur fer er það af sem áður var og sjálfri finnst mér fólk eigi að fá að ráða því sjálft hverju það klæðist á einni hátíðlegustu stund lífs síns svo framar- lega að því líði vel. Herrann er auðvitað í sígildari fatnaði og eru svokölluð jacket- föt að verða vinsælustu brúðarföt herr- ans. Einnig höfum við svokallaðan ít- alskan búning sem er hálfsíður jakki, vesti og klútur, mjög klæðilegt. Kjólföt, smoking og íslenski búningurinn hefur einnig verið vinsæll fatnaður fyrir herr- ana. Einnig get ég sérpantað föt fyrir herrana t.d. ljós föt fyrir sumarbrúð- kaup og er einnig með föt til sölu hérna. Kjólarnir eru af mörgum gerð- Gifting er ein merkasta og eftirminnilegasta stund para sem kjósa að ganga saman á lífsins leið. Sumir kjósa að hafa allt sem einfaldast og látlausast á meðan aðrir leggja í mik- inn undirbúning og kostnað. Fatnaður brúðhjón- anna er einn af mikilvægari þáttum undirbún- ingsins. Þá er brúðarkjóllinn valinn af kost- gæfni með jafnvel margra mánaða fyrirvara en kannski ekki alltaf lögð jafn mikil áhersla á herrafatnaðinn sem er yfirleitt einfaldari og hefðbundnari. Hvað er skynsamlegt að hafa í huga við val á brúðarfatnaði? • Gefa nokkrar einnota myndavélar á borðin fyrir gestina til að taka myndir á, safna þeim saman, framkalla og raða í fallegt albúm með tilheyrandi texta, skemmtileg minning. • Ársmiði í leikhús, fá leikara í búning til að afhenda gjöfina. • Gjafakort á góðan veitingastað, „borið fram” á fallegum postulínsdiski. • Golfkennsla og -kylfur. • SPA-meðferð í Bláa lóninu, umslag í körfu ásamt ilmsápum. • Gjafakort á rómantíska helgi á hóteli ásamt nuddolíu, sett í fallega öskju. • Gönguskó og ferð í Þórsmörk ásamt fótakremi. • Barnapössun og helgarflug innanlands eða utan, umslag í „cabin”-tösku. • Veiðitúr í fallegri á ásamt fallegum flugum. • Helgarleiga í sumarbústað ásamt körfu með ostum og rauðvíni. • Hestaferð með leiðsögumanni og veitingum. Hugmyndir að öðruvísi gjöfum um og í flestum stærðum og þá er einnig hægt að kaupa hjá mér eða panta. Hingað koma heilu fjöl- skyldurnar og taka á leigu fatnað fyrir ömmurnar, afana, mömmurn- ar, pabbana, brúðhjónin og börnin, við erum yfirleitt með eitthvað við allra hæfi, ef ekki þá sérpöntum við það eftir óskum hvers og eins.“ Brúðarkjólaleiga Dóru, Suðurlandsbraut 50, (Bláu húsin v. Faxafen), sími 568 2560. Það getur verið erfitt að finna fallega og eigulega gjöf fyrir pör sem hafa búið saman í einhern tíma eða eru að ganga í hjónaband í annað sinn. Hér eru nokkrar hugmyndir að öðruvísi gjöfum sem gætu glatt brúðarparið jafn mikið og gjafavara eða heimilistæki, og skapað skemmtilegar minning- ar. Sumt er í dýrari kantinum og þá er tilvalið að fjölskyldan slái saman í gjöfina. Einnig er hægt að hafa umgjörðina eða umbúðirnar í takt við gjöfina. Ef þú giftist... ef þú bara giftist...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.