Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 22
Brúðkaup, ferming- ar, skírnir, afmæli og aðrir stórviðburð- ir eiga það sameiginlegt að á þessum stundum skapast margar af okkar bestu minningum. Þessar minningar ber að varðveita og eru því myndaalbúm og gestabækur ómissandi þáttur sem ekki má gleyma. Vinkonunum Höllu Árnadóttur og Selmu Svavarsdóttur fannst vanta meiri fjölbreytni á markaðinn og höfðu lengi haft hug á að bæta úr þessum málum en lítill tími gefist til þess vegna anna því báðar starfa þær sem viðskiptafræðingar. „Við Selma eignuðumst börn okkar á svipuðum tíma og í fæðingarorlofinu fórum við að kynna okkur framleiðslu á ýmis konar myndaalbúmum. Ekki leið á löngu þar til við létum framleiða myndaalbúm, að okkar smekk, þó einungis fyrir okkur sjálfar. Fljótlega fóru vinkonur okkar að sýna albúmun- um áhuga og létum við því einnig framleiða fyrir þær,” segir Halla. Þær segjast ekki hafa átt von á að fleiri myndu sýna albúmunum áhuga en sú varð nú raunin og ákváðu þær því að þróa albúmin enn frekar og setja þau á markað. Þeim vinkonunum fannst einnig vanta á markaðinn að hægt væri að fá myndaalbúm og gestabæk- ur í stíl og ákváðu þær því að bæta gestabókum við framleiðsluna. Selma segir að þær Halla hafi viljað hafa albúmin stílhrein og falleg. Okk- ur finnst að brúðkaupsmyndir eigi að liggja frammi í stofu, en ekki upp í hillu þar sem enginn sér þær. Þá er skemmtilegra að albúmin séu einföld og passi vel við innbúið en stingi ekki í stúf við annað á heimilinu,” segir Selma. „Einnig vildum við halda ein- faldleikanum til að þau færu vel, sama hvaða lit fólk væri að nota í brúðkaupinu sínu eða öðrum veislum.” Þær vildu að fólk hefði möguleika á að gera albúmin persónu- legri og bjóða þess vegna upp á sér- merkingu. Eina útfærslan sem þær höfðu séð voru hefðbundnar gyllingar en til að halda þessum einfalda stíl eru sérmerkingarnar sem þær bjóða upp á þrykktar í albúmin en enginn lit- ur notaður. Hægt er að hafa ýmsar út- færslur á sérmerkingum, t.d. nöfn brúðhjóna, brúðkaupsdag, nafn barns, fermingardag eða fara aðra leið og láta þrykkja setningu eða orð sem fólki dettur í hug. Fyrir áhugasama er þeim bent á heimasíðuna www.minningarogmeira.is og netfangið mm@minningarogmeira.is. Þá er vert að minnast á að þær Halla og Selma verða með bás á brúðkaupssýningunni Já í Smáralind. Rómantískur rúmfatnaður í miklu úrvali Póstsendum á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Söngur í athöfn eða veislu Dægurlög – Klassík – Uppáhaldslögin ykkar Sólveig Samúelsdóttir, söngkona, tekur að sér að syngja við ýmis hátíðleg tækifæri. Fjölbreyttur lagalisti. Mikil reynsla af söng í brúðkaupum. Getur útvegað færa tónlistarmenn sér til stuðnings. Hafið samband í gegnum netfangið solla@mi.is eða í síma 695 3280. Frekari upplýsingar má fá á www.solla.is  Albúmin eru klædd með efni og textinn þrykktur í efnið. Minningar og meira

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.