Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 29
Hvernig og hvar fór brúðkaupið fram? „Þetta var nú allt frekar óformlegt. Við fórum til Akureyrar og létum gefa okkur saman þar á bæjarskrifstofunni. Þá var nú hálf hlægileg athöfn vegna þess að bæjarritari, sem gaf okkur saman, var svo mikið að flýta sér, sennilega í mat, að hann mátti eiginlega ekkert vera að þessu og dreif bara í því að pússa okkur saman,” segir Anna Sigríður og brosir við tilhugsunina. Var stórveisla og brúðkaupsferð eins og tíðkast í dag? „Nei, biddu fyrir þér, en þetta var engu að síður mjög rómantískt. Við fórum eftir athöfnina í lystigarðinn á Akureyri og settum þar upp hringana. Síðan fórum við út að borða með vinum okkar og skemmtum okkur vel. Daginn eftir fórum við svo til Raufarhafnar að heimsækja föðurbróður Ólafs og má segja að það hafi verið brúðkaupsferðin. Við bjuggum fyrstu hjúskaparárin okkar á Sjafnargötu 11 hjá Soffíu og Sigríði Te- odorsdætrum og var það yndislegur tími. Síðan dvöldum við í Sviss í eitt ár þar sem við vorum bæði í námi. Ólafur lagði stund á framhaldsnám í verkfræði en ég píanóleik. Þegar heim kom bjuggum við hjá tengdaforeldrum mín- um á Vesturgötu 38 og þar var minn besti skóli enda manngæska höfð í fyrirrúmi á því heimili. Við eignuðumst síðan okkar eigin íbúð þegar við höfð- um búið saman í 5 ár og áttum 3 börn, Anna Sigríður Björnsdóttir og Ólafur Pálsson kynntust árið 1943 í Reykjavík. Þau hafa því átt samleið í rúm sextíu ár. Þau giftu sig 29. júní 1945. Það er alltaf ánægjulegt að heyra af fólki sem hefur haft því láni að fagna að geta varið svona mörgum hamingjuárum saman. Þau kynntust 1943 ólíkt því sem gerist í dag. Ólafur starfaði lengst af sem verk- fræðingur hjá Flug- málastjórn og hefur teiknað flesta flugvelli á landinu. Ég starfaði fyrstu þrjú árin sem pí- anókennari í Tónlistar- skóla Reykjavíkur og síðar svo við Tónlistar- skóla Kópavogs. Við er- um að sjálfsögðu bæði hætt að vinna en látum okkur aldrei leiðast, ég mála og sauma út og Ólafur les og skrifar mik- ið.“ Þetta hefur verið löng og farsæl lífs- ganga hjá ykkur? „Já, stundum finnst okkur við vera aft- an úr forneskju þegar við tölum við krakkana,” segir Anna og hlær, en „krakkarnir” eru börnin þeirra sjö, tutt- ugu og þrjú barnabörn og fimmtán lang- ömmubörn. „Við höfum verið mjög hepp- in með börnin, þau eru öll afskaplega vel gerð, hafa menntað sig vel og verið far- sæl. Það er mikils virði að eiga stóra fjöl- skyldu og svona marga góða að þegar maður fer að eldast. Við metum það mik- ils þegar ættingjar okkar gefa sér tíma til að líta við hjá okkur þó við björgum okkur nú alveg.“ Anna Sigríður hefur aldeilis ekki verið aðgerðarlaus í gegnum tíðina og senni- lega sjaldan fallið verk úr hendi. Hún málar með olíu, teiknar, saumar út og er þessa dagana að mála á postulín og auðvitað spilar hún svo á píanóið þegar færi gefst. „Ég fór á námskeið fyrir mörgum árum og fékk þá mikla hvatningu frá Ragnheiði Jónsdóttur grafíklistarkonu. Við máluðum saman hlið við hlið á myndlistarnám- skeiðum og ákváðum að senda inn myndir á sýningu hjá FÍM og fengum inn- göngu. Ég hef einnig stundað vatnslita- málun, módelteikningu og grafík. Núna er ég að klára þessa handmáluðu postul- ínsbolla,“ segir Anna Sigríður og sýnir blaðamanni heila seríu af listilega mál- uðum kaffibollum, en þeir eiga að fara á Brúðkaupssýninguna Já í Smáranum ásamt postulínsplöttum og útsaumuðum myndum. Þegar litið er yfir þetta mikla safn sést að breytileikinn er mikill. Hún segist vinna hlutina aðallega eftir hug- dettum sem hún fær jafn óðum og notar nánast aldrei skyssur eða fyrirmyndir. En þetta gerir verk hennar mjög lifandi og sérstök. Hvað teljið þið mikilvægast til að vera í farsælu hjónabandi svona lengi? „Númer eitt er heiðarleiki og einnig að fólk læri að umgangast hvort annað af virðingu, sérstaklega barnanna vegna. Eitt það mikilvægasta sem hægt er að gefa börnunum sínum er öryggi og rífast ekki að þeim sjáandi,” segja þessi lífs- glöðu hjón sem hamingjan hefur haldið í höndina á í sextíu ár. Starfsmenn eru 14 þúsund víðs vegar um heiminn en heildarvelta fyrirtækisins er 1,67 milljarðar evra árið 2002. Aðal- framleiðsluvara fyrirtækisins eru kristals- skrautsteinar sem eru notaðir í skart- gripi, ljósakrónur, innanhússkreytingar og snyrtivörur. Frá árinu 1970 hefur Swarovski fram- leitt safngripi og skrautmuni ásamt skartgripum og hefur fyrirtækið getið sér gott orð með þessari framleiðslu sinni. Framleiðsla fyrirtækisins hefur slegið í gegn vegna fágaðar hönnunar. Fyrirtækið er þekkt fyrir framleiðslu á sjónglerjum ásamt annarri iðnaðarvöru. Árið 1995 er Swarovski er leiðandi í skornum kristal. Fyrirtækið er stofnað árið 1895 í Wattens í Ausurríki og eru stjórnendur þess nú í fjórða og fimmta ættlið afkomend- ur stofnandans Daniels Swarovski. fyrirtækið hélt uppá aldarafmæli sitt opnað fyrirtækið undraveröld sem þeir nefna Kristal Heim í Wattens í Austur- ríki, hönnuður Kristal Heim er Andre Heller. Eru allir sammála um að Daniel Swar- ovski hafi verið á undan sinni samtíð í skurðartækni á kristal. Fram að þeim tíma var skurður á kristal mjög seinlegt handverk. Mikil fjölbreytni er í fram- leiðslu skartgipa frá Swarovski. 100 þús. mismunandi litir og afbrigði eru framleiddir af skartgripum. Kristall frá Swarovski hefur ætíð verið eftirsóttur af frægustu tískuhönnuðum heimsins. Snemma á síðustu öld fóru þær Elsa Scippiaparelli og Coco Channel að nota Swarovski kristal til að auka glamúr í sinni hönnun en seinna bættust við hönnuður eins og Christian Dior, Yves Saint Laurent, Roberto Cavalli, Emanuel Ungaro og Gianni Versage. Í upphafi not- uðu hönnuðirnir skartgripina aðeins til að auka á hina glitrandi fegurð en nú- tíma hönnuðirnir eru farnir að líta á það sem sjálfsagða hluti að hinn glitrandi kristall er orðinn ómissandi þáttur í tískuheimi nútímans og er því talinn ómissandi þáttur að brúður beri skart- grip frá Swarovski á brúðkaupsdaginn. Er hann einnig vinsæll sem morgungjöf. Mikið úrval af einstaklega fallegum Swarovski skartgripum er til hjá Tékk Kristal Kringlunni og Faxafeni. KRISTAL HEIM - undraveröldin sem þeir opnuðu 1995 Hjartað er einstakur minjagripur fyrir brúðhjón sem gifta sig á árinu 2004Velgengi Swarovski kristals Gift í tæp sextíu ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.