Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 31
„Við fengum vinkonu okkar, Margréti Eir, til að syngja ítalska lagið „Roma cap- occia“ við athöfnina og hún náði fram- burðinum alveg upp á tíu og söng eins og engill. Í laginu kemur fyrir lína um „tvo útlendinga sem koma í hestvagni til Rómar“ og okkur fannst þetta eins og um okkur því við kynntumst á Ítalíu. Ítalskir vinir okkar sem voru við gifting- una fannst sérlega skemmtilegt að heyra þetta lag, í fyrsta lagi þá tíðkast ekki svona söngur við ítölsk brúðkaup og í öðru lagi er þetta lag líka eins konar söngur Roma-fótboltaliðsins," segir Hild- ur. Þau Ingólfur ákváðu líka að biðja kór- inn um að syngja „Kanntu brauð að baka?“ og þegar kórinn hóf upp raust sína skelltu allir kirkjugestir upp úr, og þannig var brúðkaupið, skemmtilegt og leikandi. Kaffisamsætið á eftir var haldið í Skátasalnum við Víðistaðatún og parið var ákveðið í því að það yrði ekkert há- borð í veislunni, í takt við það að hafa hlutina ekki of hátíðlega. Brúðkaupstert- an var til dæmis hjónasæla fyrir utan hefðbundnar marens- og marsipankökur með öllu tilheyrandi. „Við vildum líka hafa stemmninguna eins og á ítölsku kaffiveitingahúsi í sveitinni og söfnuðum dúkum á borðin héðan og þaðan frá fjöl- skyldum okkar þannig að enginn dúkur var eins.“ Sykurhúðaðar möndlur og draumamakinn Ítölsk brúðkaup eru formföst og margir siðir sem þeim fylgja en einna sterkust er hefðin fyrir „confetti“, sykurhúðuðum möndlum eða konfekti sem haft er bæði sem skraut og fyrir gesti og er stundum afar skrautlegt og stundum jafnvel árit- að. „Confetti“ tíðkast líka við skírnir og fermingar og eru til sérstakar búðir sem sérhæfa sig í confetti og ýmsu skrauti og gjafavörum fyrir þessa stóru viðburði í lífi fólks. Annar siður er „Le bomboniere“, eða veislugjöfin. Gestir í ítölskum brúð- kaupum eru alltaf leystir út með gjöfum sem geta verið allt frá konfekti og ilm- vatnsglösum í fallegum umbúðum, upp í kristalsvasa eða þaðan af meira. Hildur þekkti t.d. til fólks þar sem amman var allt sumarið að bródera og hekla litla dúka utan um konfekt sem gefa átti í brúðkaupsveislu barnabarns síns. Hildur og Ingólfur sameinuðu þessa tvo siði í sinni veislu, skreyttu borðin með confetti - reyndar sykurhúðað súkkulaði í þeirra tilfelli en ekki möndlur þar sem brúðurin er lítið fyrir möndlur og hnetur - og við hvern disk var sykurhúðað konfekt í litl- um netpokum með krossi utan á og fyrir þá ógiftu var mælt með því að sofa með pokann undir koddanum sínum um nótt- ina og þá myndi væntanlegur ektamaki birtast þeim í draumi. Nýtískulegir eða hefðbundnir kjólar Hildur er lærður fatahönnuður frá Istitu- to Europo di Design, og hannaði og saumaði kjólinn sinn sjálf. Efnið í hann keypti hún á Ítalíu enda ódýrara að fljúga út og kaupa efnið heldur en að fjárfesta í því hér. Á Ítalíu er afar mikið lagt upp úr brúðarkjólnum og þeir eru þá yfirleitt í hefðbundnum stíl, hvítir og skrautlegir, með blúndum og pífum. Eitt af verkefn- um í skólanum sem Hildur var í, var að hanna brúðarkjól og þótti útgáfa Hildar afar framúrstefnuleg og „óbrúðarleg“, kjóllinn blár að lit og einfaldur í sniði. Hildur minnist þess að þegar hún var í Torrino að hafa heyrt sögu af fólki sem ætlaði að gifta sig en presturinn vildi ekki gefa þau saman þar sem konan ætlaði að klæðast rauðum kjól og þótti það fáheyrt. Mörg „alta moda“-tískuhús- in (hátískuhúsin) hafa lifibrauð sitt m.a af því að sérhanna brúðarkjóla og kjóla á mæður brúðarinnar og alla fylgihluti, fyrir þá sem hafa efni á því. Sinn kjól vildi Hildur hafa einfaldan og látlausan og í sínum uppáhaldslit, grænum. Brúðkaupið eina Á Ítalíu giftir fólk sig aðeins einu sinni í kirkju, skilnaðir eru litnir illu auga og ef fólk giftir sig aftur þá má það ekki gifta sig í kirkju. Það er því mikið lagt upp úr „brúðkaupinu eina“. Veislan er alltaf haldin á veitingastað og gestir eru leystir út með gjöfum eins og áður hefur verið nefnt og yfirleitt eru það foreldrarnir sem borga brúsann. Sá brúsi er víður og stór því það er algengt að foreldrarnir gefi parinu íbúð af þessu tilefni. Langflestir Ítalir búa í heimahúsum þar til þeir gifta sig og víða er enn litið hornauga á fólk sem býr saman ógift. Það er til dæmis ekki óalgengt að fólk hafi verið saman í 5-10 ár en aldrei búið saman. Hildur nefnir að vinum þeirra hafi þótt þau Hild- ur og Ingólfur mjög ung að fara að gifta sig þótt bæði væru um þrítugt. Hildur Hinriksdóttir og Ingólfur Níels Árnason giftu sig 29. september 2001 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Bæði höfðu þau búið á Ítalíu um árabil og kynntust þar, og það var því ekki aðeins ástin sem sameinaði þau heldur líka ástin á Ítalíu, tungumálinu, landinu og menningu. Þau vildu því hafa brúðkaupið með ítölsku ívafi og í léttum anda. Knús og confetti Hildur og Ingólfur vildu hafa hið ítalska "confetti" í sínu brúð- kaupi. Í lítilli verslun á Rimini, Ít- alíu, sem sérhæfði sig í hvers kyns skrauti fyrir brúðkaup, skírnir og fermingar, fengu þau það sem þau óskuðu sér. Con- fetti er yfirleitt sykurhúðaðar möndlur en Hildur og Ingólfur völdu sér sykurhúðaða, hjarta- laga súkkulaðimola, drifhvíta að lit. Þau notuðu þá bæði til að skreyta borð gestanna og settu einnig nokkra mola í tjullpoka og skreyttu með krossi og borða. Þetta var sett við hvern disk sem gjöf til gestanna, eins og tíðkast á Ítalíu, og vakti mikla lukku. Aldagamall siður Grikkir og Rómverjar til forna báru fram við stóra fjölskylduvið- burði eins og brúðkaup og skírn- ir, möndlur sem dýft hafði verið í hunang. Löngum hafa möndlur verið tengdar við frjósemi og ríki- dæmi og ekki spillir þegar þær eru sameinaðar með einhverju sætu. Um aldir hafa sykurhúðað- ar möndlur verið notaðar við brúðkaup, einkum í löndunum við Miðjarðarhafið og síðan hefur þessi siður breiðst út um allan heim. Sagan segir að við ítölsk brúð- kaup hafi gestir oft reynt að næla sér í borða eða eitthvert snifsi úr brúðkaupsklæðnaði brúðarinnar, þar sem því átti að fylgja mikil gæfa. Til að hindra að brúðurinn stæði uppi í rifnum lörfum, gáfu fjölskyldur brúðhjón- anna gestunum fimm möndlur, bundnar inn í tjull eða fagurlega bróderaða klúta og skreyttu með borða. Möndlurnar fimm áttu að tákna fimm gæfumerki hjóna- bandsins: heilsu, ríkidæmi, lang- lífi, hamingju og frjósemi. Ástin á Ítalíu sameinaði þau Hildur og Ingólfur á brúðkaupsdaginn. Kjólinn hannaði og saumaði Hildur sjálf og efnið í kjólinn keypti hún á Ítalíu. Ítölsk „amore“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.