Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 32
Um síðustu helgi frumsýndi Íslenska óperan Brúðkaup Figarós eftir Mozart undir hljómsveitar- stjórn Christopher Fifield. Svo vill til að Hildur og Ingólf- ur eru ein af þeim mörgu sem koma að uppfærslu á þessari léttleikandi óperu, Ingólfur er leikstjóri og Hildur búningahönnuður. Brúðkaup Figarós er ein vinsælasta ópera allra tíma og fáar státa af jafn mörgum þekktum aríum. Söguþráðurinn er leikandi léttur eins og tónlistin sjálf, og gerist á brúðkaupsdegi þjónsins Figarós, og þjónustustúlkunnar Sús- önnu. Með hlutverk þeirra fara Ólafur Kjartan Sigurðarson og Hulda Björk Garðarsdóttir. Figaró er þjónn hins kvensama Alm- avíva greifa og Súsanna þjónar greifynj- unni sem er langþreytt á framferði bónda síns. Bergþór Pálsson og Auður Gunnarsdóttir fara með hlutverk greifa- hjónanna. Greifinn hefur í huga að nýta sér þann rétt aðalsins að sænga hjá brúði þjóns síns á brúðkaupsnóttinni þótt hann hafi áður afsalað sér þeim rétti. Greifynjan harmar að greifinn sé henni afhuga og leggur gildru fyrir hann með aðstoð þjónustufólksins. Einnig fléttast inn í söguna krafa Marcellinu nokkurrar sem krefst þess að Figaró efni heit sitt um að kvænast henni eða borgi annars til baka skuld við hana. Alls konar uppákomur, uppljóstranir og misskilningur fléttast inn í söguþráðinn en allir ná þó saman að lokum eftir ærslafullan dag. Búningarnir tala Búningarnir taka mið af 18. aldar klæðnaði en Hildur ákvað að hafa þá þó hóflega í sniði, pífur og púff í lág- marki og litir eru mildir og fáir. „Sviðið í Íslensku óperunni ber ekki mjög „frilly“ og stóra búninga,“ segir hún. Allt litaval er úthugsað og pör í sýning- unni eru í búningum úr sama efni og sömu litum, t.d. eru engir aðrir í hvít- um og kremuðum búningum nema brúðkaupsparið sjálft, Figaro og Sús- anna. Greifinn og greifynjan fá gyllingu í samræmi við stöðu sína og stétta- munur er einnig gefinn í skyn með ólík- um formum. Hefðarfólkið fær hringlaga form en þjónustufólk og almúgi ferhyrnd. Þetta má t.d. sjá í smáatriðum eins og töl- um. Nefna má að Hildur gerði sjálf allar tölur og ýmsa fylgihluti eins og skupl- ur, svuntur, slör og skart og einnig lit- aði hún sjálf efni í marga búningana. Brúðkaup Figarós Hjónin Hildur og Ingólfur vinna bæði að uppfærslu á Brúðkaupi Figarós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.