Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 35
Borðskreyting og brúðarkerti Falleg kerti skapa rómantíska og notalega stemmningu. Vaxandi er sérhæfð kertagerð til þjónustu fyrir brúðkaup. Hvít eða ljós kerti eru vinsælust fyrir brúðkaup en hægt er að panta nánast hvaða liti sem er eftir þema brúðkaupsins. Kertin eru í ýmsum stærðum og lögun, stærstu píramídakertin eru t.d. 150 cm há. Vaxandi hefur verið að þróa nýjung sem eru borðskreytingar úr vaxi, eins konar vasar sem hægt er að stilla upp með samlitum kertum og blómum. Einnig er hægt að panta handskrifaðar áletranir, prentaðan texta eða handmálaðar myndir og ljósmyndir á kertin, allt eftir óskum viðskiptavinarins. Janúarbrúður er hyggin húsmóðir og vel skapi farin. Febrúarbrúður er góðhjörtuð, ástrík eiginkona og blíð móðir. Marsbrúður er léttúðug skrafskjóða, gefin fyrir þrætur. Aprílbrúður er ósamkvæm sjálfri sér, ekki gefin fyrir að ræða alvarleg málefni, en fögur. Maíbrúður er fögur, vingjarnleg og líklega hamingjusöm. Júníbrúður er örlát en áköf. Júlíbrúður er fögur og hugguleg í sér, en ögn örgeðja. Ágústbrúður er vingjarnleg og hagsýn. Septemberbrúður er háttvís, alúðleg og mjög vinsæl. Októberbrúður er fögur og ástrík en bæði daðurgjörn og afbrýðisöm. Nóvemberbrúður er frjálslynd og umburðarlynd. Desemberbrúður er í góðu jafnvægi, skemmtileg og hefur þörf fyrir tilbreytingu en er eyðslusöm. Hvaða mánuður hentar þér best ? Mörg pör kjósa að láta gefa sig saman í hjónaband þegar sól er hæst á lofti á meðan öðrum finnst afar rómantískt að gifta sig í mesta skammdeginu. Samkvæmt þessum gömlu spádómum á að vera hægt að lesa í persónuleika brúðarinnar eftir því hvenær ársins hún gengur í hjónaband. Útlistun á skapferli brúðgumans var ekki að finna í þessari bók, enda var það sennilega aukaatriði á sínum tíma þegar þetta var ritað. frá Vaxandi 1 árs Pappírsbrúðkaup 2 ára Bómullarbrúðkaup 3 ára Leðurbrúðkaup 4 ára Blómabrúðkaup 5 ára Trébrúðkaup 6 ára Sykurbrúðkaup 7 ára Ullarbrúðkaup 8 ára Bronsbrúðkaup 9 ára Viðarbrúðkaup 10 ára Tinbrúðkaup 11 ára Stálbrúðkaup 12 ára Silkibrúðkaup 13 ára Kniplingabrúðkaup 14 ára Fílabeinsbrúðkaup 15 ára Kristalsbrúðkaup 20 ára Postulínsbrúðkaup 25 ára Silfurbrúðkaup 30 ára Perlubrúðkaup 35 ára Kóralbrúðkaup 40 ára Rúbínbrúðkaup 45 ára Safírbrúðkaup 50 ára Gullbrúðkaup 60 ára Demantsbrúðkaup 65 ára Kórónudemantsbrúðkaup 70 ára Járnbrúðkaup 75 ára Atómbrúðkaup brúðkaups- afmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.