Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 37
Ef ekki á að bjóða upp á fullkomna máltíð og sitjandi borðhald en þykir of lítið að bjóða upp á pinnamat má fara milliveginn og útbúa svokallaðan „gaffalmat” en hann samanstendur af réttum sem hægt er að bjóða án þess að það sé setið til borðs. Þá er æskilegt að hafa kökudiska eða forréttadiska og gaffal til að snæða með. Einnig er mjög gott að hafa glasafestingar á diskunum til að þurfa ekki að leita að borði til að leggja frá sér glasið í hvert sinn sem maður fær sér bita. Einnig ber að hafa í huga að bjóða ekki upp á of stóra bita og helst ekki mikla sósu því það er stór munur á því að þurfa að athafna sig til borðs með fullkomin hnífapör í hendi eða standandi með kökugaffal. Hér eru á ferð léttir réttir þar sem hollustan er í fyrirrúmi og fita í lágmarki. Brúðkaupsmaturinn Uppskriftir og matreiðsla: Rut Helgadóttir Matur á gaffli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.