Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 38
Uppskriftir og matreiðsla Grænmetisbögglar með jógúrtsósu 16 stk ¼ dl grænmetisolía ½ tsk svört sinnepsfræ 1 msk fersk, rifin engiferrót 1 laukur, saxaður ¼ tsk turmerik ¼ tsk chiliduft 1 tsk cuminduft 2 tsk kóríanderduft ½ tsk garam masala 1 tsk jurtasalt 4 meðalstórar gulrætur, fínt saxaðar 125 g frystar, grænar baunir hnefafylli af söxuðum kóríanderlaufum (u.þ.b. 1 búnt) ½ dl vatn eða grænmetiskraftur 8 fílódeigsarkir ½ dl grænmetisolía til að pensla með Hitið olíuna á djúpri pönnu og hitið sinnepsfræin þar til þau fara að springa. Bætið engiferrótinni á pönnuna ásamt lauknum og steikið við meðalhita þar til laukurinn fer að mýkjast. Bætið öllu krydd- inu á pönnuna og hrærið í 1-2 mínútur. Setjið gulræturnar, baunirnar, kóríanderlaufin og vatnið út í, hrærið og látið krauma í 20 mínútur. Kælið fyllinguna. Leggið fílódeigsarkirnar saman tvær og tvær og penslið með olíu á milli arkanna. Skerið síðan ark- irnar í tvennt þannig að úr verði 16 hlutar. Leggið 1 msk af fyllingu á hvern deighluta og brjótið saman í þríhyrninga og leggið bögglana á ofn- plötu sem klædd er með bökunarpappír. Penslið bögglana með olíu og bakið við 180-190 gráður þar til þær eru ljósbrúnar að lit. Berið fram með jógúrtsósu. Jógúrtsósa: 2 ds jógúrt án bragðefna 100 g mangósulta (mango chutney) 2 msk söxuð, fersk kóríanderlauf Setjið allt í matvinnsluvél og hrærið þar til allt blandast vel. Geymslutími: Fílóbögglana má léttbaka og geyma yfir nótt á köldum stað. Sósan geymist í 1-2 sólarhringa í kæli. SMÁRALIND - SÍMI 528 8900 www.bianco.com KRINGLUNNI - SÍMI 533 2130

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.