Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 04.03.2004, Qupperneq 41
Byrjið á að brúna kjötið við frekar mikinn hita á pönnu. Kryddið vel með sjávarsalti og svörtum, grófmöluðum pipar og pakkið kjötinu inn í álfilmu. Setjið kjötið í ísskáp eftir að mesti hitinn hefur rokið úr því. Kjötið geymist í 2 daga í kæli. Sjóðið kartöflurnar og skerið þær í sneiðar. Leggið salatblöð á fat. Skerið kjötið í sneiðar og raðið því yfir ásamt kartöflusneiðum, tómatsneiðum og lauksneiðum. Dreifið rifinni piparrót og kapers yfir og berið salatið fram með sinnepssósunni. Matarmikið salat með hunangssinnepssósu Fyrir 10 800 g nautalund eða filé 400 g klettasalat eða spínatblöð 1 kg kartöflur 12-15 tómatar, skornir í sneiðar 2 rauðlaukar, skornir í sneiðar 4-5 msk fersk, rifin piparrót 4-5 msk kapers Sjóðið vatnið (2 bolla) og setjið kornmjölið smátt og smátt út í ásamt saltinu og kalda vatninu. Hrærið var- lega og lækkið hitann þegar blandan nær suðumarki. Látið krauma við frekar lágan hita í 10-15 mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Bætið ostinum út í og hrærið á meðan hann bráðnar. Hellið polentumaukinu í ferkantað form og látið mesta hitann rjúka úr því. Kælið síðan í 30 mínútur. Takið formið úr kæli og bakið polentuna í 20 mínútur við 200°C eða þar til yfirborðið er ljósbrúnt að lit. Útbúið sósuna. Hitið olíuna á pönnu og látið sveppina, laukinn og hvítlaukinn krauma í henni í 10 mínútur. Setjið niðursoðnu tómatana í matvinnsluvél og hrærið þar til blandan verður að sléttu mauki. Bætið sykri, sólþurrkuðum tómötum, basil og salti út í og bragð- bætið með svörtum pipar. Bætið sveppa/laukblönd- unni út í og hitið sósuna vel. Skerið polentuna í u.þ.b. 20 ferkantaða bita og leggið smá sósu yfir hvern bita. Skreytið með basillaufum. Polenta með tómatmauki Fyrir 10 2 bollar vatn ¾ bolli maísmjöl ½ bolli kalt vatn ½ tsk salt 60 g eða ½ bolli ferskur, rifinn Parmigiano ostur 1 msk olía 2 bollar sveppir, skornir í sneiðar 1 laukur, saxaður 1 hvítlauksrif, pressað 1 ds niðursoðnir tómatar 1 tsk sykur 4-5 sólþurrkaðir tómatar skornir í bita 3 msk söxuð, fersk basillauf ½ tsk sjávarsalt svartur pipar eftir smekk Hunangssinnepssósa 7 msk fljótandi hunang 4 msk Dijon sinnep 2 msk sinnepsduft 6 msk hvítvínsedik 3-4 dl grænmetisolía Þeytið allt vel saman og látið standa í minnst 30- 40 mínútur fyrir fram- reiðslu. Þessa sósu er til- valið að gera 1-2 dögum fyrir notkun og geyma í kæli. Polentan og sósan geymast í 3 daga í kæli. Geymslutími: Kjötið má steikja með 1-2 sólarhringa fyrirvara og geyma í álfilmu í kæli. Salatið er best að setja saman sam- dægurs. Sósan geymist í 2-3 daga í kæli. Uppskriftir og matreiðsla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.