Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 42

Morgunblaðið - 04.03.2004, Side 42
Plötusnúður fyrir brúðkaupið þitt Get einnig aðstoðað við skemmtiatriði s.s. myndasýningar. Margra ára reynsla í skemmtunum fyrir alla ald- urshópa. Sími 861 9899, Vigfús. Laugavegi og Smáralind Háir hælar og lágir kr. 6.600 Töskur frá kr. 2.500 Brúðarskór og brúðartöskur Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlan 4-12, sími 533 1322 Segðu já! Brúðhjón velkomin! Leggið inn gjafalista í DUKA og fáið inneign að andvirði 10% af öllu sem keypt er. Glæsibæ – Sími 562 5110 Glæsilegur fatnaður fyrir brúðkaupsveisluna Verið velkomin Veitingar í brúðkaupum geta verið mismunandi eftir smekk og efnahag brúðhjónanna og ættingja þeirra ef þeir taka þátt í kostnaðinum. Það er auðvitað mjög þægilegt að geta pantað veitingar utan úr bæ ásamt sal og mæta síðan í veisluna eins og hinir gestirnir. Hins vegar eru margir sem hafa ánægju af því að útbúa matinn sjálfir og halda veisluna þá gjarnan heima, sem getur verið mjög afslappandi og heimilislegt, þ.e.a.s. ef brúðhjónin þiggja hjálp við veiting- arnar og frágang. Ef útbúa á veitingarnar heima er gott aðskipuleggja matseldina með nokkurra vikna fyrirvara og deila út verkefnum til þeirra sem taka þátt í undirbúningnum. Ef um hlað- borð eða smáréttaborð er að ræða er hægt t.d. að baka brauð og bökur með tveggja vikna fyrirvara, einnig ef bjóða á upp á kaffi og tertur. Þá er best að baka venjulega botna, pakka inn í álfilmu og frysta. Marengs- botnar geymast í lokuðu íláti á þurrum stað í 2 vikur og tilbúnar samsettar tertur með kremi eða frómas á milli má einnig frysta og skreyta daginn sem þær eru bornar fram. Brauðtertur er best að útbúa kvöldið fyrirframreiðslu og skreyta samdægurs. Heita brauðrétti er hægt að gera með 5-6 tíma fyr- irvara og geyma í kæli. Það ber að hafa í huga að skinka, rækjur og majónes er við- kvæmur matur og skal alltaf geyma réttina í kæli fram að framreiðslu. Þetta á reyndar við um allt sem á að vera kalt, það skal geyma í góðum kæli og einnig ef hita á matinn að hita hann vel fyrir framreiðslu. Ef bera á fram smárétti eða pinnamat mágera ráð fyrir 12-15 bitum á mann. Pinnamatur hentar best í stuttar móttökur þar sem fólk stendur kringum borðið, dreypir á drykkjum og nartar í bita, oft þarf hvorki diska né hnífapör í slíkum boðum en þó er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar réttirnir eru ákveðnir, t.d. í sambandi við sósur og ídýfur. Smáréttir eða gaffalmatur henta í styttri eða lengri móttökur. Þá er gott að hafa kökudiska og gaffla. Einnig er bráðsnjallt að leigja sér glasaklemmur á diskana til að tylla glasinu á meðan maður fær sér bita því oft er gaffalmatur einnig borinn fram sem standandi borð. Hlaðborð er þægilegur máti að hafa í brúð-kaupum. Þá geta allir væntanlega fengið eitthvað við sitt hæfi. Reikna má með 50-100 g af fiski á mann, 50-100 g af grænmeti og 100-200 g af kjöti ef það er aðaluppistaðan. Ef pasta-, hrísgróna- eða grænmetisréttum er síðan bætt við má minnka kjötið eitthvað, þó fer það svolítið eftir því hversu matglaðir gestirnir eru. Ef um þrí- eða fjórrétta máltíð er að ræða er gott að hafa forréttina tilbúna í skömmtum á diskunum þannig að það passi t.d. ein góð sneið af laxapaté á mann en gera samt ráð fyrir að hafa smá afgang ef eitthvað skyldi ekki ganga upp. Í aðalrétt er best að reikna með 200-250 g af kjöti á mann, 75 g af kartöflum og 100 g alls af grænmeti. Stundum kemur fyrir að sósan eða kartöfl-urnar klárast á undan kjötinu, þó er minnstur kostnaður við það meðlæti. Til að vera öruggur er betra að hafa rúmlega af kartöflum og reikna með ½-1 dl af heitri sósu á mann. Af köldum sósum fer u.þ.b. 1-2 msk. á mann með forréttum. Eftirrétturinn getur verið terta eða kransakaka og kaffi og kon- fekt. Ekki gleyma að kaupa gott kaffi. Mikilvægt er að skipuleggja allt vel ogreikna allt magn út þannig að ekkert vanti og afgangar verði ekki of miklir. Einnig ber að taka tillit til þeirra sem þola illa reykt- an eða brasaðan mat og síðast en ekki síst þeirra sem eru af einhverjum orsökum á grænmetisfæði. Hafið gott úrval af grænmeti og minnst einn heitan grænmetisrétt ef ein- hverjir gestanna eru á grænmetisfæði, þá finnst viðkomandi hann ekki eins útundan og þarf ekki að sitja og narta í þrjár gulrætur og kínakál á meðan hinir háma í sig steikurnar. Matur í brúðkaupum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.