Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 43
Bræðið súkkulaðið og hrærið smjörinu sam- an við. Myljið kökuna í matvinnsluvél og blandið mylsnunni saman við súkkulaðið. Bragðbætið með líkjörnum (má sleppa) og þrýstið blöndunni í ferkantað form (gott að klæða formið fyrst með bökunarpappír eða álfilmu). Látið standa í kæli þar til súkku- laðiblandan hefur storknað. Skerið í bita og skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaði eða myntulaufum. 250 g suðusúkkulaði 90 g brætt smjör 400 g súkkulaðikaka (t.d. tilbúinn botn) 2-3 msk Baileys eða annar rjómalíkjör Súkkulaðisnittur (þarf ekki að baka) Snitturnar geymast í lokuðu íláti á köldum stað í 4-5 daga. Kljúfið vanillustangirnar og skrapið vanillu- kornin innan úr þeim með hníf og setjið kornin í skál ásamt olíunni. Bætið örlitlu sjávarsalti út í, hrærið með gaffli og látið olíuna standa í 1-2 tíma. Skerið skinku- sneiðarnar í tvennt. Skerið mangóávextina í litla báta og veltið þeim upp úr vanillu- olíunni. Leggið mangóbátana á fat og síðan skinkusneiðar yfir. Parmaskinka á vanilluilmandi mangóbátum Fyrir 10 300 g Parmaskinka eða önnur loftþurrkuð skinka 3 mangóávextir 2 vanillustangir 1½ dl góð ólífuolía fersk myntublöð Geymslutími: Marineraðir mangóbátar geymast í sólarhring í kæli. Kjötið er best að leggja yfir rétt áður en það er borið fram. Hentar ekki að frysta. Setjið hveitið í matvinnsluvél ásamt smjörinu og hrærið þar til blandan verður kornótt. Bætið flór- sykrinum og vatninu út í og hrærið þar til blandan verður að sléttri kúlu. Látið deigið standa í 30 mínút- ur. Fletjið deigið út og skerið út hringi sem passa í lít- il álform. Leggið deigið í formin og bakið í 10-12 mínútur við 180 gráður. Kælið kökubollana og fyllið eftir smekk t.d. með súkkulaðimús, ávöxtum eða ís. Hér er uppskrift að mascarponekremi. 20 stk. 160 g hveiti 185 g smjör 3 msk flórsykur 2 msk ísvatn 250 g mascarpone ostur 1 dl þeyttur rjómi 2 msk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða vanillukorn af einni vanillustöng Þeytið allt vel saman og látið standa í kæli fram að framreiðslu. Setjið ostakremið í kökubollana og dreifið berjablöndu yfir. Skreytið e.t.v. með myntulaufum. Mascarponekrem Kökubollar með mascarponekremi og berjum Uppskriftir og matreiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.