Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.2004, Blaðsíða 45
Hitið olíuna í potti og brúnið hakkið við frekar mikinn hita. Bætið hvítlauknum, hvítkálinu og engiferrótinni út í og látið krauma í 5 mínútur eða þar til hvítkálið fer að mýkjast. Bragð- bætið með sojasósu og pipar og bætið baunaspírunum út í. Hrærið öllu vel saman. Skiptið deigörkunum í 20 hluta (u.þ.b. 10x20) og leggið u.þ.b. 2 tsk af fyllingu á hverja örk. Rúllið örkunum upp og penslið kantana með egginu til að samskeytin loði saman. Steikið rúllurnar við frekar mikinn hita þar til þær eru brúnar og stökkar. Berið fram með sætri chilisósu (Thai chilisauce). Fyrir 10 - 20 stk. 1 msk olía 300 g svínahakk 2 hvítlauksrif, pressuð 100 g fínt rifið hvítkál eða kínakál 2 tsk rifin, fersk engiferrót 2 msk sojasósa ½ tsk svartur, nýmalaður pipar 50 g ferskar baunaspírur vorrúlludeigarkir eða fílódeigsarkir egg til að pensla með olía til steikingar Fyrir 10 1,5 kg kjúklingabringur 2 msk ólífuolía 5 msk balsamikedik 3 rauðlaukar, saxaðir 2 bakkar kastaníusveppir, smátt skornir 4 hvítlauksrif, pressuð 2-3 greinar ferskt rósmarín eða 2 tsk þurrkað 3 dl portvín, rauðvín eða þurrt sérrí sjávarsalt eftir smekk Fyrir 10 500 g kartöflur 500 g sætar kartöflur ólífuolía hlynsíróp Flysjið kartöflurnar og skerið í teninga. Skolið og þerrið kartöfluteningana og steikið í olíu þar til bit- arnir eru ljósbrúnir að lit. Dreypið sírópinu yfir þannig að kartöflurnar hjúpist. Kartöfluteningana má síðan geyma við lágan hita í ofni fram að fram- reiðslu. Einnig má forsteikja þær daginn fyrir fram- reiðslu, kæla og hita síðan aftur í ofninum og dreypa sírópinu yfir. Sírópsristaðir kartöfluteningar Geymslutími: Tveir sólarhringar í lokuðu íláti í kæli. Skerið bringurnar í bita eða strimla og brúnið í 1 msk af olíunni. Dreypið edik- inu yfir og látið krauma þar til það hefur gufað upp. Takið pönnuna af hitanum og hitið það sem eftir er af olíunni á annarri pönnu (djúpri). Brúnið rauðlauk- inn og sveppina í olíunni í 1 mínútu. Bætið hvítlauknum út í og látið krauma í 5 mínútur. Bætið kjúklingabitunum saman við ásamt rósmaríni, hellið víninu yfir og sjóðið í 30 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar og berið fram með sírópsristuðum kartöfluteningum. Vorrúllur með chilisósu Má frysta eða útbúa með tveggja daga fyrirvara og geyma í kæli. Uppskriftir og matreiðsla Balsamik kjúklingur m. sírópsristuðum kartöflum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.