Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 22
SUÐURNES 22 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Njarðvík | Miðbæjarsamtökin Betri bær stóð fyrir sýningu á vörum og þjónustu vegna ferm- inga í húsi Heklu á Fitjum í fyrra- dag. Fjöldi fyrirtækja tók þátt. Haldnar voru tísku- og hár- greiðslusýningar. Stúlkunum þótti við hæfi að setja á sig varalit áður en þær stigu á svið. Unga daman brosir breitt og vinkonurnar fylgjast með af áhuga. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Varalit fyrir sýninguna Grindavík | Björgunarsveitarmenn telja líklegt að björgunarskipið sem tók út af flutningaskipi og brotnaði í fjörunni austan við Selatanga fyrir helgi hafi staðið af sér brotsjóina og flotið að landi, nokkurn veginn í heilu lagi. Björgunarskipið tók út af flutn- ingaskipinu Skaftafelli á þriðju- dagskvöld þegar brotsjór reið yfir skipið þar sem það var á siglingu suður af Krísuvíkurbergi. Skipið fannst ekki við eftirgrennslan. Eftir að skipulögð leit hófst að reka úr skipinu síðastliðinn laugardag sást brak úr því úr leitarflugvél og björgunarsveitir fóru á vettvang við Selatanga. Aðalvélarnar sögðu til um hvar skipið hefði rekið á land og dreifðist brakið 300 til 400 metra til austurs frá þeim stað. Á vef Björgunarsveitarinnar Þor- björns í Grindavík kemur fram að skipið hafi staðið af sér stórsjói þegar það tók út af flutningaskipinu en brimið brotið það í spón þegar það rak upp í klettana örfáum klukkustundum síðar. Símon Hall- dórsson, félagi í Björgunarsveit Hafnarfjarðar, eru sömu skoðunar. Segir að vélarnar væru væntanlega á hafsbotni ef skipið hefði brotnað á sjónum. Símon segir að ekki hafi fundist neitt nýtilegt úr skipinu. Þá sé erf- itt að hreinsa brakið í burtu vegna aðstæðna. Þótt það sé í göngufæri frá veginum út á Selatanga er hraunið illt yfirferðar. Reynslan sýni að brimið muni vinna það verk með tímanum. Skipið átti að fara til Raufarhafn- ar og minna skip sem þar er fyrir átti í staðinn að fara til Patreks- fjarðar. Valgeir Elíasson, upplýs- ingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að þetta óhapp seinki þessari áætlun eitthvað því eldra skipið verði á Raufarhöfn þangað til nýtt kemur. Óvíst er hve- nær hægt verður að fá nýtt björg- unarskip, þau liggja ekki á lausu. Ekkert nýtilegt af braki björgunarskipsins við Selatanga Hefur flotið heil- legt að landi Ljósmynd/Símon Brak í fjöru: Þak stýrishúss björgunarskipsins rak á land. Við það stendur Kolbeinn Guðmundsson úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Keflavíkurflugvöllur | Fyrirhugað er að taka upp gjaldskyldu á öllum bílastæðum við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Skipulagi bílastæðanna við flug- stöðina, svokallaðra skammtíma- stæða, verður breytt við þær fram- kvæmdir sem hafnar eru við stækkun flugstöðvarbyggingarinn- ar. Merkingar verða bættar og byggðir skjólveggir á bílastæðun- um. Gjaldskylda er á langtímastæð- unum, sem eru fjær flugstöðvar- byggingunni. Höskuldur Ásgeirs- son, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, segir að erfitt sé að hafa gjaldskyldu á sumum stæð- anna en ekki öðrum. Oft sé mikið álag á stæðunum sem næst eru húsinu og gjaldskyldu sé ætlað að bæta nýtingu þeirra. Tekur hann fram að ekki sé búið að kaupa bún- aðinn og því hafi ekki verið end- anlega ákveðið að taka upp gjald- skyldu. Þá vekur hann athygli á að samhliða verði útbúnir betri staðir fyrir fólk að koma farþegum og far- angri af sér við flugstöðina og þeir verði gjaldfrjálsir. Ef menn eigi er- indi inn í flugstöðina sé þeim vísað á skammtímastæðin og gert sé ráð fyrir að gjaldskylda myndist eftir fimmtán mínútur. Sá búnaður sem fyrirhugað er að kaupa er að erlendri fyrirmynd og hefur ekki verið í notkun hér á landi, að sögn Höskuldar. Fólk mun geta greitt stöðugjaldið með greiðslukortum eða peningum, jafnt inni í flugstöðinni sem úti á stæð- unum. Gjaldið hefur ekki verið ákveðið en Höskuldur segir hug- myndina að hafa það um 100 krón- ur á klukkustund. Fyrirhugað að taka upp gjaldskyldu á öllum stæðum SAMKOMUHÚSIÐ á Akureyri var formlega opnað á laugardagskvöld eftir umfangsmiklar endurbætur og eins var reist við húsið 136 fermetra viðbygging. Af þessu tilefni var frumsýnt nýtt leikverk, Drauma- landið eftir Ingibjörgu Hjartardótt- ur. Heildarkostnaður við viðbygg- ingu, endurbætur og framkvæmdir á brekku að baki hússins nam um 130 milljónum króna. Samkomuhúsið var vígt árið 1906 og hefur alla tíð verið notað undir samkomur af ýmsu tagi, þar voru í eina tíð haldnir bæjarstjórnarfundir og þar var að- staða bæjarskrifstofu, póst- afgreiðsla var í húsinu, bókhlaða og þar voru gjarnan haldnir dansleikir. Leikfélag Akureyrar hefur haft að- stöðu um húsinu í áratuga skeið, en atvinnuleikhús hefur verið rekið í bænum í 30 ár. Húsið hefur verið friðað frá árinu 1978 og þykir í hópi glæsilegustu timurhúsa landsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Það var þétt setinn bekkurinn á frumsýningu í nýuppgerðu Samkomuhúsi, en fyrsta verkið var Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Endurbætt Samkomuhús Samkomuhúsið á Akureyri var opnað eftir umfangsmiklar endurbætur en meðal gesta voru Júlía Björnsdóttir, Elín Antonsdóttir, Anna Karólína Stefánsdóttir, Höskuldur Höskuldsson og Valgerður H. Bjarnadóttir Gaman í leikhúsinu: Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður leikhúsráðs, og Jón Björnsson sparisjóðsstjóri hlæja dátt að einhverju skemmtilegu sem ratað hefur af munni Árna Frið- rikssonar hjá Raftákni sem er lengst til vinstri á myndinni. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.