Morgunblaðið - 09.03.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 09.03.2004, Síða 23
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 23 Í átta ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum árum hefur námskeiðið þróast mikið og áherslur þess breyst í takti við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. Námið er 258 stundir og skiptist í fjóra flokka: Þetta er síðasta Skrifstofu- og tölvunámskeiðið á þessari önn. Kennt er alla virka daga frá kl. 8:15-12:15. Námskeiðið byrjar 22. mars. - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur Tölvunám - 96 stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Viðskiptagreinar - 108 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Sjálfsstyrking - 30 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Lokaverkefni - 24 stundir „Með náminu öðlaðist ég hugrekki til að gera það sem mig langaði til!“ Eftir að hafa unnið í matvöru- verslun í 15 ár ákvað Elín að fara í skóla og reyna fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. Hún starfar í dag sem skrifstofu- stjóri hjá BabySam á Íslandi. Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem er mest notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi SKRIFSTOFU- & TÖLVUNÁM Egilsstaðir | Menningarráð Aust- urlands vinnur nú að mótun hug- mynda um samstarf við norska sveitarfélagið Vesterålen um menn- ingarmál. „Hugmyndin er að taka upp menningarsamstarf á milli Vester- ålen eyjaklasans í Norður-Noregi og Austurlands“ segir Gísli Sverrir Árnason, formaður Menningarráðs. Verkefnið var kynnt á fundi Menn- ingarráðsins á Djúpavogi í síðustu viku. „Þetta eru að mörgu leyti áþekk svæði hvað varðar íbúafjölda, fjar- lægðir innan héraða o.s.frv.“ heldur Árni Sverrir áfram. „Hugmyndin um samstarf Austfirðinga og Vesterålen hefur verið að gerjast undanfarin tvö ár og grunnur henn- ar kemur að mestu leyti frá Ves- terålen. Rætt er um að stuðla að, eða ýta undir tækifæri fyrir ungt fólk að koma til baka í sína heima- byggð, eftir að það hefur stundað listnám utan hennar. Að skapa tækifæri þannig að þetta unga fólk geti komið til styttri eða lengri dvalar í héraði. Byrjað er að vinna að undirbúningi þessa verkefnis í Vesterålen og við hér á Austurlandi erum að hefjast handa.“ Afmörkuð menningarverkefni fyrir ungt fólk Fyrir skömmu stóð Signý Orm- arsdóttir, menningarfulltrúi Aust- urlands, fyrir fundi með yfir tutt- ugu austfirskum ungmennum í Reykjavík, ungmennum sem eru í listnámi eða hafa lokið því, leggja stund á ritlist eða annað menning- artengt. Þar kynnti hún hugmynd- ina um samstarf við Vesterålen. Hugsanlegur vinkill á samstarfinu væri að árlega færu fram n .k. ung- mennaskipti milli svæðanna. Gísli Sverrir segir fyrst og fremst verið að tala um að koma á fót afmörkuðum verkefnum heima í héraði, sem ungt fólk geti fengið vinnu við eða lagt hönd á plóginn. Hann segir jafnframt að hægt verði farið af stað og nánar þurfi að ræða umfang og tilhögun innan Menningarráðs Austurlands. Ekki sé ljóst hvenær verkefninu verði hleypt af stokkunum, en það muni fá að þróast í rólegheitum í góðri samvinnu við fólk í Vesterålen. Menningarsam- starf norður fyrir heimskautsbaug Reyðarfjörður | Bikarglíma Ís- lands 2004 var haldin á Reyð- arfirði á hlaupársdag. Þátttak- endur voru um 40 frá fjórum héraðssamböndum, HSK, HSÞ, GFD og UÍA. Keppt var í fjórum flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Bikarmeistarar urðu Kristbjörg Guðmundsdóttir, HSK, Elisabeth Patriaraca, HSK, Ívar Örn Baldursson, HSK, Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, Þór Kárason HSÞ, Ólafur Gunnarsson, UÍA, og Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK. Glíman efld Ársþing Glímusambands Íslands verður haldið í Reykjavík 12. mars nk. Stjórn GLÍ vill auka áhuga fólks á glímu og leitar leiða til að gera glímuna og alla umgjörð móta sem skemmtilegasta fyrir þátttakendur og áhorfendur. Unn- ið hefur verið öflugt kynning- arstarf í skólum landsins. GLÍ mun senda 23 glímumenn til Kan- ada í sumar til að taka þátt í hátíð þar sem þjóðlegar íþróttir og leik- ir eru í hávegum höfð. Ólafur Haukur Ólafsson hefur verið ráð- inn þjálfari liðsins en hann hefur oftast allra sigrað í Bikarglímunni eða alls átta sinnum. Í þessum hópi eru flestir þátttakendur frá UÍA en einnig frá HSK, HSÞ og KR. Konur hafa aukið þátttöku sína í glímunni og fyrsti kvendómarinn Sabína S. Halldórsdóttir dæmdi á glímumóti í fullorðinsflokki 14. febrúar sl. Löng hefð er fyrir þessari fornu íþrótt á Reyðarfirði eða allt frá árinu 1957 þegar Aðalsteinn Ei- ríksson byrjar að kenna glímu en hann hafði æft með KR. Hafa Reyðfirðingar átt marga glímu- menn í fremstu röð. Þjálfari þeirra er Þóroddur Helgason, nú- verandi öldungameistari. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sigursæl í Bikarglímunni: Fremri röð f.v. Kristbjörg Guðmundsdóttir, El- isabeth Patriaraca og Ívar Örn Baldursson. Aftari röð f.v. Inga Gerða Pét- ursdóttir, Þór Kárason, Ólafur Gunnarsson og Ólafur Oddur Sigurðsson. Bikarglíman á Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.