Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR ✝ Bryndís Björns-dóttir Birnir fæddist í Reykjavík 11. júní 1951. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Björn Birnir, f. 22.7. 1932 og Mar- grét Snæbjörnsdótt- ir, f. 2.3. 1933. Systkini hennar eru Snæbjörn, f. 31.10. 1953, Björn, f. 15.7. 1955, Ólafur, f. 7.10. 1958 og Sigríður, f. 9.1. 1961. Bryndís giftist 1. desember 1973, Guðmundi H. Helgasyni, f. 22.9. 1950. Bryndís og Guðmundur skildu. Börn þeirra eru Helgi Björn, f. 12.11. 1974, Mar- grét Þóra, f. 12.5. 1976, Davíð Örn, f. 26.9. 1980, maki Brynja Lúthersdótt- ir, og Brynjar Óli, f. 29.12. 1985. Barna- börn Bryndísar eru Dagur Gíslason, Anna Lísa Brynj- udóttir og Högni Snær Davíðsson. Útför Bryndísar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg systurdóttir mín er lát- in. Hún barðist hetjulega í mörg ár við illvígan sjúkdóm. Alltaf var hún glöð og bjartsýn á að tækist að lækna hana. En svo skeði það mjög hratt, að hún varð að láta undan. Mér er það í fersku minni er hún kom í heiminn. Fyrsta barn foreldra sinna og annað barnabarn ömmu og afa á Túngötunni. Hún hlaut nafn ömmu sinnar í Graf- arholti og mér er það minnisstætt, hvað amman var stolt af því og þótti ávallt vænt um þessa son- ardóttur sína, sem var bæði fallegt og skemmtilegt barn. Árin liðu og Bryndís dafnaði vel og var foreldrum sínum til sóma. Systkinin urðu fimm, tvær systur og þrír bræður. Ung gekk hún í hjónaband með Guðmundi Helgasyni prentara og barnauppeldi tók við. Þau reistu sér einbýlishús í Lambhaga á Álftanesi. Þau fundu sig ekki þar og fluttu til Reykjavíkur. Eins og hent hefur marga Íslendinga, þá greip þau ævintýraþrá og þau fluttu til Svíþjóðar með börnin sín. Dvölin þar varð ekki svo ýkja löng, ef til vill vegna þess, að þá veiktist Bryndís af þeim sjúkdómi, sem hefur tekið hana frá okkur. Fljót- lega eftir þetta slitnaði hjónaband- ið. Hún var búin að ganga undir fjölmargar lyfjameðferðir auk skurðaðgerða. Hún hafði óvenju góða lund og var dugleg þrátt fyr- ir þessa erfiðleika. Hún var söng- elsk og söng til margra ára með Álftaneskórnum. Mun kórinn sýna henni virðingu sína og þökk með því að syngja við útför hennar. Þar eignaðist hún góða vini, bæði úr frændgarði og utan hans. Hún átti von á að flytjast í nýja íbúð á Álftanesinu í vor og hún var mjög glöð yfir því. En svo bregð- ast krosstré sem önnur tré. Ég bið almáttugan Guð að vernda og geyma börnin hennar og litlu barnabörnin. Elsku systir og mágur, systkini hennar og aðrir nánir ættingjar, hafíð öll samúð mína og minna. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Snæbjörnsdóttir. Bryndís átti sólarblóm, perlur sem einungis finnast hjá þeim sem sólin elskar. Bryndís fléttaði sól- arblóm úr hverri flækju, saumaði sér stakk eftir vexti, stóð stöð- ugum fótum þó að oft á móti blési á lífsins göngu. Hún gaf öðrum byr undir vængi, perlur til að gleðja, ósérhlífin, einlæg, góð og falleg. Konur eins og Bryndís skilja eftir sig spor sem enginn getur máð. Í sporunum munu sól- arblómin halda áfram að vaxa, þau lifa í minningu um konuna, móð- urina, dótturina, systurina og frænkuna sem fegraði heiminn á sinn heillandi hátt. Sólarblómin lifa í augum barna og barnabarna og í fjölskyldunni allri. Sólarblóm blómgast á vorin. Í okkar huga var Bryndís hið bjarta vor og vorin gefa fyrirheit um bjartari stundir og léttari daga. Við kveðjum frænku okkar og þökkum fyrir öll sólarblómin sem halda áfram að blómgast í björtu vori minninganna. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vinna þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirra yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Þórunn, Jórunn, Björn, Auðunn, Bryndís Malla og Helga. Kær frænka og vinkona er farin eftir mikla þrautagöngu. Þessi kjarkaða og jákvæða kona sá alltaf björtu hliðarnar á öllu, þrátt fyrir þrautir og endalausar meðferðir. Það er ekki spurt að leikslokum, þessi vágestur sem krabbameinið er hafði að lokum betur í barátt- unni. Ég vil þakka henni frænku minni fyrir allar þær góðu stundir hér heima og erlendis sem við átt- um á kórferðalögum okkar með Álftaneskórnum. Ekki síst vil ég þakka henni fyrir síðustu ferðina okkar til Stokkhólms síðastliðið vor. Þar var hún nokkurn veginn á heimaslóðum eftir að hafa búið þar í nágrenni um tíma. Þarna í Stokk- hólmi deildum við tvær saman svítu með stórum svölu. Þar sátum við í sólinni með vinum og spjöll- uðum saman og horfðum yfir borg- ina. Í kringum hana var alltaf hlát- ur, glens og gaman. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, elsku frænka mín. Takk fyrir allt. Börnum, barnabörnum, foreldr- um og systkinum sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigríður Birgisdóttir (Siddý). Lífsins hinsti dvínar dagur daggir sorgar falla á brá, genginn er nú geisli fagur góðum drottni hvílir hjá. Æsku man ég okkar saman, yndislegt var lífið þá, ótal margt við gerðum gaman gæðin sömu vildum fá. Okkur lífið eins og gengur ójöfn vildi skaffa laun, en vináttunnar sterki strengur staðist hefur hverja raun. Gleði og tryggðar bundin böndum blessuð æ sé minning þín, geymi þig í góðum höndum Guð um eilífð, frænka mín. (F.S., Grímsstöðum.) Guðrún frænka. Elsku Bryndís. Við munum ávallt varðveita góðu minning- arnar sem við eigum um þig og þær samverustundir sem við átt- um saman. Við erum þakklát BRYNDÍS B. BIRNIR TETRA Ísland hefur átt í nauða- samningaviðræðum í hálft ár eða frá því í september 2003. Fyrirtækið skuldar 750 milljónir og því hafa margir lánardrottnar fyrirtækisins beðið lengi eftir að eig- endur Tetra Ísland endurskipuleggi rekst- ur fyrirtækisins. Í ágúst 2003 voru lögð fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur svör við fyrirspurnum sjálf- stæðismanna um stöðu Tetra Ísland og þar sagði orðrétt: ,,Engin ástæða er til annars en að ætla að félagið [Tetra Ísland] muni rétta við nú þegar frið- ur hefur komist á um starfsemina og stjórn- endur félagsins geta einbeitt sér að uppbyggingu þess markaðslega.“ Á sama tíma hafði tvívegis verið gert fjárnám í Tetra-Ísland hjá Sýslu- manninum í Kópavogi, skýrsla um fjárhagslega endurskipulagningu var í vinnslu og fyrirtækið átti ekkert handbært fé. Í fyrrgreindri skýrslu segir orðrétt samkvæmt frétt Morg- unblaðsins: ,,Tetra Ísland er í dag greiðsluþrota og eigendur félagsins munu ekki að óbreyttum rekstrarfor- sendum leggja því til meira fé.“ Stjórn Orkuveitunnar var því augljóslega ekki sagt rétt frá stöðu mála. Friður um starfsemi Tetra Ísland var ekki til staðar og engar forsendur fyrir mark- aðslegri uppbyggingu félagsins. Ábyrgð stjórnar Orkuveitunnar Tetra Ísland er 45% í eign Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk stjórn- armanna Orkuveitunnar er tvíþætt eins og lög um hlutafélög kveða á um. Annars vegar að vera stefnumótandi í málefnum fyrirtækisins og hins vegar að stunda eftirlit með fjárfestingum og rekstri félagins. Í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag kemur skýrt fram að Alfreð Þorsteinsson, stjórn- arformaður Orkuveitunnar, skilur hlutverk stjórnarmanna á annan veg því hann telur „að Orkuveitan fari ekki með nokkra stjórn á málefnum Tetra Ísland ... það sé því alfarið stjórnenda Tetra Ísland að svara fyrir um hvort og þá hvers vegna for- sendur um fjárhagsstöð- una hafa breyst“. Sjálf- stæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafa, eins og oft hefur komið fram, gagnrýnt fjárfestingar Orkuveit- unnar á fjarskiptafyr- irtækjum og ítrekað beð- ið um upplýsingar um þau fyrirtæki á stjórn- arfundum. Viðbrögðin hafa jafnan verið á þann veg að sjálfstæðismenn séu haldnir þráhyggju. Svar Alfreðs staðfestir afstöðu hans til fjárfestinga Orkuveitunnar og ábyrgðarlausa meðferð á fjármagni Reykvíkinga. Persónulegar árásir Alfreðs Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur lögðu fram ítarlega bók- un á síðasta stjórnarfundi um þá farsakenndu sögu sem kaup Orkuveit- unnar á Irju eru. Að auki var lögð fram tillaga um að óháðir aðilar myndu gera sérstaka úttekt á mál- efnum Tetra Ísland. Viðbrögð stjórn- arformanns Orkuveitunnar voru með ólíkindum. Í fyrsta lagi neitar hann að þörf sé á því að óháður aðili kanni hvernig fjármunum Reykvíkinga hafi verið ráðstafað. Í öðru lagi hefur hann persónulegar árásir á stjórnarmann í Orkuveitunni sem eru með öllu ótengdar málefnalegri umræðu um skuldastöðu Tetra Ísland. Í þriðja lagi vísar hann máli sínu til stuðnings til yfirlýsingar starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur í síðasta mánuði þar sem starfsmenn lýsa yfir óánægju sinni með að stjórnarmenn ræði málefni Orkuveitu Reykjavíkur í fjölmiðlum. Alfreð sjálfur tekur ábendingu starfs- manna greinilega ekki ýkja alvarlega miðað við ómálefnaleg ummæli hans í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag. Viðbrögð sem þessi ýta undir tor- tryggni og skort á trúverðugleika þeirra pólitísku afla sem fara með málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Tvær tækar leiðir Tetra Ísland er gjaldþrota rekstr- arlega og sú staða breytist ekki fyrr en að R-listinn tekur pólitíska ákvörð- un um að annaðhvort lýsa fyrirtækið gjaldþrota eða setja töluvert meira fjármagn inn í rekstur þess. Fimmtíu milljóna króna hlutafjáraukning Orkuveitunnar til Tetra Ísland dugir ekki til að reksturinn gangi upp. Fyr- irtækið getur ekki staðið við gerða samninga um tvö ólík fjarskiptakerfi, greitt niður áhvílandi lán og greitt starfsmönnum laun til framtíðar nema að eigendur fyrirtækisins leggi fyrirtækinu til verulegar upphæðir, sem skipta hundruðum milljóna króna. Núverandi lánardrottnar þurfa að sjá ástæðu til að breyta lán- um sínum í hlutafé til að réttlæta fjár- festingu sína áfram. Orkuveita Reykjavíkur hefur nú þegar lagt um 3500 milljónir til fjarskiptareksturs og þarf að ákveða hvort þeirri stefnu skuli haldið áfram eða hvort Tetra Ís- land verði gjaldþrota. Látalæti Al- freðs Þorsteinssonar í fjölmiðlum stækkar vandamálið og þyrlar ryki í augu skattgreiðenda í Reykjavík. Af hverju þarf óháða rannsókn? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um Tetra Ísland ’Látalæti Alfreðs Þor-steinssonar í fjölmiðlum stækka vandamálið og þyrla ryki í augu skatt- greiðenda í Reykjavík.‘ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Orkuveitu Reykjavíkur. MIKIL breyting hefur orðið á lífs- venjum fólks á seinni árum. Breytt mataræði og minnkuð líkamshreyf- ing skipta þar mestu máli. Regluleg líkamshreyfing er mikilvæg fyrir þá sem ætla að grenna sig og breyta um lífsstíl. Rannsóknir á sviði forvarna, sér- staklega gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sýna stöðugt betur fram á mikilvægi reglu- bundinnar líkams- hreyfingar. Fram til þessa hafa þrír stærstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma verið taldir reykingar, blóðfi- tutraskanir og hækk- aður blóðþrýstingur. Erfðir skipta greini- lega einnig miklu og fleiri þættir koma til. Þannig er nú orðið ljóst að hreyfing- arleysi eða kyrrsetulíf valda sjúk- dómum. Við erum komin með fjöldann all- an af lyfjum sem eiga að verja okkur gegn lífsstílssjúkdómum – en er eitt- hvert gagn að þeim og hvað kosta þau okkur öll? Væri þeim peningum ekki betur varið í að fræða unga fólk- ið okkar og hjálpa þeim sem þurfa að breyta um lífsstíl. Við getum ekki með breyttum lifn- aðarháttum komið í veg fyrir arf- bundna veikleika í líkamanum. Fólk sem lifir í alla staði heilsusamlegu lífi, hreyfir sig reglulega, reykir ekki og borðar hollan mat fær stundum alvarlega og lífshættulega sjúkdóma. Með heilbrigðu líferni getum við hins vegar dregið mjög úr áhættunni og með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við breytt miklu. Við höfum mikil áhrif með því að hætta að reykja. Þar sem kyrrsetufólki er margfalt hættara við að blóðþrýstingur hækki en þeim sem hreyfa sig reglulega hefur reglu- bundin hreyfing úr- slitaáhrif á að koma í veg fyrir blóðþrýstings- hækkun og á að lækka hann ef hann er orðinn of hár. Hún vinnur einnig gegn offitu og bætir almenna líðan. Margt ungt fólk í dag þekkir ekki neitt annað en að ferðast um í strætó eða bíl, stundar ekki útivist, neytir skyndibita í öll mál og kann ekki að elda mat, hvað þá hollan mat. Þetta er furðu algengt ef við lítum í kring- um okkur. Mikil ofneysla kolvetna og fitu ásamt hreyfingarleysi valda mestu um þá þyngdaraukningu sem hrjáir margt ungt fólk í dag. Þegar fólk byrjar heilsurækt er það oft meðvituð ákvörðun um að breyta um lífsstíl og skilar því oft ár- angri á öðrum sviðum. Reynslan sýn- ir t.d. að reykingamenn sem æfa sig reglulega eru líklegri en aðrir til að fylgja þeirri ákvörðun eftir að hætta að reykja. Reglubundin líkamshreyfing hef- ur meðal annars áhrif á blóðþrýsting, blóðfituna og hækkar hlutfall „góða kólesterólsins“, HDL. Hún hjálpar einnig í baráttunni við aukakílóin. Offita ein og sér sé verulegur áhættuþáttur varðandi hjarta- og æðasjúkdóma og það er enginn vafi á því að hún hefur margvísleg óbein áhrif á heilsuna. Hún hefur áhrif á blóðþrýsting, blóðfitu og sykurþol, auk þess sem hún veldur augljóslega álagi á stoðkerfi líkamans. Þá fylgir því mikil heilsubót að grenna sig og vellíðan að reyna á sig eða hreyfa sig reglulega. Hvað er til ráða? Jú – við verðum að leggja áherslu á breyttan lífsstíl í stað þess að vera alltaf að berjast við afleiðingar óhollustu. Vissulega eru nútíma lækningar og lyf kraftaverk á sinn hátt en of lítil áhersla hefur hef- ur verið lögð á heilsufarseftirlit, for- varnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir sjúkdóma, Við verðum að til- einka okkur slökun í amstri hvers- dagsins og leggja áherslu á þau gildi sem í raun skipta öllu máli. Erum við ekki með rangar áherslur í heilbrigð- ismálum, er það kannski vandi kerf- isins? – því betra er heilt en vel gró- ið! Heilbrigðiskerfi á villigötum Guðmundur Björnsson skrifar um heilbrigðiskerfið ’Erum við ekki meðrangar áherslur í heilbrigðismálum …?‘ Guðmundur Björnsson Höfundur er læknir. UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.