Morgunblaðið - 12.03.2004, Qupperneq 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 12. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKI dansflokkurinn er þessa
dagana á sýningarferðalagi í Þýska-
landi.
Í gærkvöld var sýning í borginni
Saarlouis og á morgun verður sýning
í Ludwigshafen.
Flokkur-
inn sýnir
þrjú verk í
ferðinni,
Æfing í
paradís eft-
ir belgíska
danshöf-
undinn
Stijn Celis,
sem frum-
sýnt var á
Stóra sviði
Borgar-
leikhússins
hinn 27.
febrúar sl.,
Elsa eftir
Láru Stef-
ánsdóttur
en dans-
flokkurinn hefur sýnt það verk mjög
víða á undanförnum árum og fót-
boltaverkið The Match eftir Lon-
neke Van Leth sem frumsýnt var í
október sl., og var sýnt á dans-
listahátíðinni Hollands í Den Haag á
síðasta ári.
Ferðin er á vegum þýsku umboðs-
skrifstofunnar Norddeutsche Konz-
ertdirektion sem dansflokkurinn
gerði samstarfssamning við árið
2002.
Íslenski
dansflokk-
urinn í sýn-
ingarferð
Úr The Match eftir
Lonneke Van Leth.
Öfugu megin uppí
Síðustu sýningar á leikritinu Öf-
ugu megin uppí sem frumsýnt var á
Stóra sviði Borgarleikhússins á síð-
asta leikári verða á laugardagskvöld
og sunnudagskvöld.
Leikarar eru Eggert Þorleifsson,
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún
Edda Björnsdóttir, Björn Ingi Hilm-
arsson og Ellert A. Ingimundarson.
Leikstjóri er María Sigurðardóttir.
Síðustu
sýningar
ARNAR Jónsson leikari hefur frá því
í desember sýnt leikrit Þorvaldar
Þorsteinssonar, Sveinsstykki, í Loft-
kastalanum. Hann flytur sig nú um
set og sýnir Sveinsstykki í Gamla bíói
og verður fyrsta sýning í kvöld, föstu-
dagskvöld. Arnar deilir þar húsum
með Fígaró og hans fólki á næstunni.
Arnar minnist með leik sínum í
Sveinsstykki fjörutíu ára starfsaf-
mælis síns sem atvinnumaður í leik-
listinni og hlaut einróma lof gagnrýn-
enda fyrir. Leikstjóri er Þorleifur
Örn Arnarsson og leikmyndahönnuð-
ur er Stígur Steinþórsson. Lýsingu
hannaði Björn B. Guðmundsson.Sýn-
ingafjöldi er takmarkaður en önnur
sýning verður á laugardag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Arnar Jónsson í Sveinsstykki.
Sveinsstykki
í Gamla bíói
ORGELLEIKARARNIR Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir, Bjartur
Logi Guðnason, Jón Bjarnason,
Jónas Þórir Þór-
isson og Sigrún
Magna Þór-
steinsdóttir hafa
sótt námskeið á
vegum Tónskóla
Þjóðkirkjunnar
síðan í desem-
ber. Afrakstur-
inn af því er
hægt að heyra á
tónleikum í
Langholtskirkju
kl. 12 í dag. Þau
flytja verk eftir
Buxtehude, Bru-
hns,Weckmann
og Scheidemann
Námskeiðið
var í formi fyr-
irlestra með tón-
dæmum og hóp-
tíma í orgelleik
og var markmið
einkum að kynna þá barrokktón-
list sem kennd er við Norður-
Þýskaland og var samin á árunum
1630–1730 á svæðinu í kring um
Hamborg. Leiðbeinandi var Eyþór
Ingi Jónsson organisti á Akureyri.
Hann hefur verið í námi við Tón-
listarháskólanum í Piteå í Svíþjóð
og hefur sérhæft sig í flutningi
tónlistar barrokktímans.
Uppskera
orgelleikara
Sigrún Magna
Þórsteinsdóttir
Jón Bjarnason
LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir
í kvöld kl. 20 Smúrtsinn eftir Boris
Vian.
Hér segir frá duPont-fjölskyld-
unni sem hrekst úr einum stað í ann-
an á flótta undan óþekkri ógn og þarf
í hvert sinn að sætta sig við krappari
kjör, meiri þrengsli, minni gæði.
Einn af öðrum heltast fjölskyldu-
meðlimir úr lestinni og hvar sem þau
koma bíður smúrtsinn þeirra í ein-
hverju horninu.
Hlutverkin eru í höndum Helga
Róberts Þórissonar, Huldar Óskars-
dóttur, Lovísu Árnadóttur, Ágústu
Evu Erlendsdóttur, Gísla Björns
Heimissonar og Snorra Engilberts-
sonar. Skúli Rúnar Hilmarsson sá
um lýsingu, Sara Valný Sigurjóns-
dóttir og Þórunn Eva Hallsdóttir um
búninga. Leikstjóri er Hörður Sig-
urðarson en Friðrik Rafnsson þýddi
verkið.
Sýningar eru í Hjáleigunni, Fé-
lagsheimili Kópavogs. Önnur sýning
er sunnudag kl. 20.
Smúrtsinn frum-
sýndur í Kópavogi
Leikfélag Kópavogs frumsýnir leikritið Smúrtsinn.
Borgar-
skjalasafnið,
í samvinnu
við Sögu-
félag og
Sagnfræð-
ingafélag Ís-
lands efnir
til ráðstefnu
í Kornhlöð-
unni, Banka-
stræti, kl. 14
á morgun.
Ráðstefnan
hefur yfir-
skriftina „Skjölin lifna við“ og er
haldin í tilefni þess að í ár eru 50
ár liðin frá stofnun Borgarskjala-
safns Reykjavíkur.
Dagskráin byggist á sex fyr-
irlestrum sem tengjast Borgar-
skjalasafninu á einn eða annan
hátt. Þór Whitehead fjallar um
samskipti breska hernámsliðsins
og bæjaryfirvalda í síðari heims-
styrjöld. Fjallað verður um þátt
Bjarna Benediktssonar borgar-
stjóra, sem hafði forystu um
varnarsamstarf Íslendinga við
vesturveldin í utanríkisráðherrat-
íð sinni að styrjöld lokinni. Andr-
és Erlingsson fjallar um hvernig
hann nýtti í rannsóknum sínum
skjalasafn um byggingarsögu
Reykjavíkur sem Borgarskjala-
safn hefur að geyma, þá sérstak-
lega brunabótavirðingabækur frá
1874–1915.
Stefán Pálsson veltir upp
spurningunni hvert sé best að
flýja þegar heimsendir er yfirvof-
andi? Eggert Þór Bernharðsson
fjallar um æskufólk Reykjavíkur
eftir síðari heimsstyrjöld og tog-
streituna sem skapaðist milli
yngri og eldri kynslóðar þegar
höfuðstaðurinn var að vaxa.
Lýður Björnsson rifjar upp
minningar úr Borgarskjalasafn-
inu síðastliðin 37 ár, sem hann
hefur verið viðloðandi það. Að
lokum mun Svanhildur Bogadótt-
ir fjalla um hlutverk Borgar-
skjalasafns í gegnum árin og
stöðu þess á 50 ára afmæli. Að-
gangur er ókeypis að fyrirlestr-
unum.
Borgarskjalasafn 50 ára
Svanhildur
Bogadóttir
Lýður
Björnsson
Þór
Whitehead
Skjölin lifna við
♦♦♦
♦♦♦
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir opnar
sýninguna Íslensk málverk í
einkasöfnum í Danmörku á Norð-
urbryggju í Kaupmannahöfn kl.
14 á laugardag. Á sýningunni eru
m.a. verk eftir Savar Guðnason,
Jón Stefánsson, Júlíönu Sveins-
dóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jó-
hannes Kjarval, Ásgrím Jónsson,
Gunnlaug Scheving, Þórarin B.
Þorláksson, Guðmund Thor-
steinsson (Mugg), Gunnlaug Blön-
dal, Kristínu Jónsdóttur, Jón
Engilberts, Finn Jónsson, Eggert
Guðmundsson, Jóhann Briem, Jó-
hannes Geir, Braga Ásgeirsson og
Tryggva Ólafsson.
Fyrrverandi sendiherra Dana á
Íslandi, Klaus Otto Kappel, hafði
frumkvæði að sýningunni og var
unnið mikið starf við að hafa uppi
á verkum íslensku málaranna,
sem leyndust víða. Bera Nordal,
fyrrverandi forstöðumaður Lista-
safns Íslands, var fengin til að
hafa yfirumsjón með sýningunni
og valdi á hana 91 verk eftir 26
listamenn.
Við upphaf 20. aldar lærðu
margir hinna gömlu meistara ís-
lenskrar myndlistar við Kon-
unglega Listaháskólann í Kaup-
mannahöfn. Þar komust þeir í
kynni við evrópska samtímalist
og urðu fyrir varanlegum áhrif-
um sem þeir síðan heimfærðu yfir
á íslenskan veruleika. Danskt
myndlistarumhverfi hefur því
haft mikil áhrif á þróun íslenskr-
ar myndlistar og mörg lykilverk í
íslenskri myndlistarsögu voru
sköpuð, sýnd og keypt í Kaup-
mannahöfn. Flestir listamannanna
mörkuðu síðar djúp spor í ís-
lenska listvitund og eru fjölmörg
verk þeirra löngu orðin klassísk í
íslenskri listasögu. Fjöldi verka
var hins vegar keyptur í Dan-
mörku og hefur ekki komið fyrir
almannasjónir fyrr en nú.
Sýningin á Norðurbryggju
stendur til 18. apríl og verður svo
opnuð á ný 22. maí í Gerðarsafni
í Kópavogi.
Íslensk list á
Norðurbryggju
Verk eftir Jón Stefánsson má sjá á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
SÝNING á smíðisgripum eftir Pétur Tryggva Hjálm-
arsson verður opnuð í sal Hönnunarsafns Íslands við
Garðatorg kl. 18 í dag, föstudag.
Pétur Tryggvi er kunnur fyrir kirkjusilfur sitt, en
hann hefur sérsmíðað gripi, oblátubuðka, kaleika o.fl.,
fyrir Reynivallakirkju í Kjós, Þingvallakirkju, Áskirkju
í Reykjavík, Húsavíkurkirkju og Vídalínskirkju í Garða-
bæ. Einhverja þessara gripa getur að líta á sýningunni.
Í Danmörku er Pétur Tryggvi hins vegar þekktastur
fyrir stóra ,,korpus“ hluti úr silfri, sem formaðir eru al-
farið með handverkfærum að fornum sið. Hann er einn
af sextán meðlimum samtakanna Danske sölvsmede,
sem er eins konar akademía silfursmiða þar í landi, og
eini Íslendingurinn í hópnum. Með þessum samtökum
hefur Pétur Tryggvi sýnt bæði í Danmörku og annars
staðar í Evrópu.
Fyrir utan ,,korpus“ hluti og kirkjugripi verða á sýn-
ingunni í Garðabæ skartgripir sem Pétur Tryggvi hefur
nýverið gert. Þar notar hann ekki einasta góðmálma og
dýra steina, heldur einnig önnur og ,,óæðri“ efni til
áhersluauka. Flestir smíðisgripir Péturs Tryggva, jafnt
,,korpus“ hlutir sem skartgripir, verða til sölu.
Sýningin er opin kl. 14–18 alla daga nema mánudaga
og lýkur hinn 31. mars. Skólum og hópum áhugafólks
býðst að skoða sýningu Péturs Tryggva á öðrum tím-
um.
Smíðisgripir Péturs
Tryggva í Hönnunarsafninu
Morgunblaðið/jt
Pétur Tryggvi við vinnu sína.