Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2004, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Andstæðingarnir segja aðhann sé litlaus, heldurleiðinlegur og hafi fáttnýtt fram að færa. Enfylgismenn spænska Þjóðarflokksins (Partido Popular, PP) trúa því að leiðtoginn nýi, Mar- iano Rajoy, geti séð til þess að tök hægrimanna um valdataumana í landinu linist hvergi. Skoðanakann- anir gefa enda til kynna að hann eigi ágæta möguleika á að tryggja Þjóð- arflokknum forsætisráðherraemb- ættið þriðja kjörtímabilið í röð í þing- kosningunum í dag, sunnudag. „Þeir munu aldrei knésetja okk- ur,“ sagði Mariano Rajoy, leiðtogi PP og forsætisráðherraefni, þegar ljóst varð á fimmtudag að hryðjuverka- menn hefðu framið fjöldamorð í Madríd. Rajoy hafði enda klifað á því í kosningabaráttunni að eftirgjöf gagnvart hryðjuverkamönnum kæmi aldrei til greina. Hann hefur líkt og forveri sinn heitið því að uppræta ETA-hreyfinguna sem sökuð er um að bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Madríd þótt ekki hafi verið útilokað að íslamskir hryðjuverkamenn hafi tengst illvirkinu. Líklegt má telja að ódæðið í Madr- íd verði til þess að auka enn sigurlík- ur Þjóðarflokksins í kosningunum í dag. Í fótspor Aznars Sterk staða flokksins verður alltjent tæpast rakin til persónutöfra nýja leiðtogans. Spænskir hægri- menn eru að vísu orðnir því ágætlega vanir að því sé haldið á lofti að leið- togi þeirra sé óspennandi og lítt til forustu fallinn. Hið sama sögðu menn fyrir átta árum áður en José María Aznar náði að tryggja flokknum sig- ur í þingkosningum og húsbónda- valdið í Moncloa-höllinni í Madríd. Aznar þótti lítt „spennandi“ stjórn- málamaður, hæðst var að því að hann hefði áður unnið hjá skattinum og ólíklegt þótti mörgum að þar væri fundinn framtíðarleiðtogi. Og því er ekki að neita að spænska þjóðin er æði klofin í afstöðu sinni til Aznar; þeir eru auðfundnir sem bókstaflega þola ekki manninn. Það hlutskipti þurfa stjórnmála- menn vísast að sætta sig við og Aznar verður seint vændur um að hafa verið leiðtogi sem vildi vingast við og gleðja sem flesta. Á þeim átta árum sem liðin eru frá því að hann varð for- sætisráðherra hefur Spánn gengið í gegnum mikið umbreytingaskeið. At- vinnuleysið sem var skelfilegt og mældist oftar en ekki vel yfir 20% er nú komið niður að evrópsku meðaltali eða um 11%. Verðbólgan er lítil og hagvöxtur hefur þótt mjög viðunandi. Á traustum grundvelli? Markaðsfrelsis- og einkavæðing- arstefna Aznars hefur því skilað um- talsverðum árangri. Aznar reyndist snjall samningamaður, einkum á fyrra kjörtímabili sínu. Í upphafi valdaferils síns lagði hann höfuð- áherslu á að ná samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Vinnulöggjöf var breytt og auknum sveigjanleika komið á í þeim tilgangi að auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk og segja því upp þegar nauðsyn krefðist. Þessar breytingar eru vissulega enn umdeildar því margir halda því fram að störfin sem til hafi orðið eigi það einkum sameiginlegt að vera lé- leg og illa launuð. Og þessi greining er vísast rétt, að hluta til hið minnsta. Algengt er á Spáni að yngra fólk sinni hlutastörfum sem ekki nægja því til framfærslu og gera að verkum að enn eru margir háðir foreldrum sínum og ættmennum þótt þrítugsaldri sé náð. Því er enda oft haldið fram á Spáni að grundvöllur framfara síðustu ára á sviði efnahags- og atvinnumála risti ekki djúpt. Og velferðarkerfið telst frumstætt borið saman við það sem tíðkast norðar í álfunni. Á Spáni segja menn gjarnan að velferðarkerfi sé ekki til – fjölskyldunni hafi verið falið að sjá um þá hlið mála. Afrek Aznars Eftir kosningarnar árið 1996, sem bundu enda á 14 ára valdatíð spænska Sósíalistaflokksins (PSOE), þurfti Aznar á stuðningi þjóðernis- sinna í Katalóníu, Baskalandi og á Kanarí-eyjum að halda. Fjórum ár- um síðar náði hann þeim einstaka ár- angri að tryggja Þjóðarflokknum hreinan meirihluta á þinginu í Madr- íd. Í neðri deild þingsins sem er mið- stöð hins pólitíska valds sitja 350 þingmenn og tryggja 176 því hreinan meirihluta. Flokkurinn hlaut 183 menn kjörna í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur Aznars, Þjóðarflokkurinn, hefur sögulega tengingu við einræð- isstjórn Francisco Franco. Einn af stofnendum flokksins, Manuel Fraga, sem enn er virkur í stjórnmál- unum og er forseti sjálfsstjórnarinn- ar í Galisíu, var um skeið ráðherra í stjórn Francos. Aznar afrekaði því ekki eingöngu að gera Þjóðarflokk- inn „kjósanlegan“ í spænskum stjórnmálum heldur tryggði hann honum forystuhlutverk með því að ná að höfða til hinnar breiðu miðju. Og vinstrihreyfingin er sundruð. Aznar lýsti yfir því að hann hygðist aðeins sinna forsætisráðherraemb- ættinu tvö kjörtímabil og því sest hann í helgan stein í landsmálunum nú eftir kosningarnar á sunnudag að- eins 51 árs gamall. Sjálfur sagði hann í blaðaviðtali í liðinni viku að allt ætti sér sinn tíma í mannlífinu og það ætti einnig við um forustustörf í stjórn- málunum. Þeir sem reyndu að halda í hið pólitíska vald kæmust að því að því fylgdu fleiri vandamál en kostir. Margir telja að Aznar hyggi á frekari frama á vettvangi Evrópusambands- ins eða alþjóðlegra stofnana. Aznar valdi eftirmann sinn og kemur það nú í hlut Mariano Rajoy að tryggja spænskum hægrimönnum „þrennuna“. Rajoy tók við embætti flokksformanns síðasta haust og er forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum nú. Aznar hefur sagt að Rajoy sé „besti kostur Spánverja og Þjóðarflokksins“. Áhersla á „samstöðu“ og „framfarir“ Rajoy sem verður 49 ára síðar í mánuðinum hefur heitið því að fylgja stefnu forvera síns í hvívetna. Slag- orð flokksins í kosningabaráttunni vísar og til þessa, „Saman til meiri hagsældar“, mætti ef til vill þýða það („Juntos vamos a más“ á spænskri tungu). Rajoy og undirsátar hans þreytast seint á að endurtaka hag- tölur sem þeir segja að endurspegli framfarir þær sem markaðsvæðingin og efnahagsfrelsið hafi fært þjóðinni. Jafnframt leggja Þjóðarflokks- menn jafnan þunga áherslu á einingu spænska ríkisins og segja ekki koma til álita að látið verði undan kröfum eindregnustu þjóðernissinnanna í Katalóníu, Baskalandi og víðar sem dreymir um að stofna eigin ríki. Flokkar þjóðernissinna hafa tvívegis komist í lykilstöðu í spænskum stjórnmálum á undanliðnum árum þ.e. 1993 og 1996. Einkum hafa kata- lónskir og baskneskir þjóðernissinn- ar náð að nýta sér þá stöðu en Spánn skiptist í 17 sjálfsstjórnarsvæði sem þó njóta mismunandi stöðu hvað stjórn eigin mála varðar. Öflugust er sjálfsstjórnin í Katalóníu, Baskalandi og Galisíu. Margir telja þessa héraðshyggju („regionalismo“) viðvarandi ógnun við einingu spænska ríkisins enda má segja að samband miðstjórnarinnar í Madríd og héraðsstjórnanna 17 sé ei- líft átakamál í spænskum stjórnmál- um. Það á ekki síst við um Katalóníu og Baskaland en kröfur um aukna sjálfsstjórn hljóma nú af umtalsverð- um krafti víðar en þar. Vart þarf að taka fram að þetta átakamál hefur nú öðlast annað og enn meira vægi eftir fjöldamorðið í Madríd á fimmtudag sem spænskir ráðamenn segja að ETA hafi borið ábyrgð á þótt ekki hafi verið útilokað að íslamskir hryðjuverkamenn teng- ist ódæðinu. Fullyrða má að hryðju- verkin í Madríd komi til með að valda þáttaskilum í spænskum stjórnmál- um og áhrifa þeirra muni gæta næstu árin ef ekki áratugina. Líkt og Aznar boðar Rajoy óbreytta utanríkisstefnu og áfram- haldandi stuðning við Bandaríkja- menn í Írak og í „stríðinu hnattræna gegn hryðjuverkaógninni“. Stuðn- ingur Aznars við George Bush Bandaríkjaforseta hefur mælst afar illa fyrir á Spáni en svo virðist sem Sósíalistaflokknum hafi ekki tekist að nýta sér óánægju almennings í kosn- ingabaráttunni. Og síðustu þrjá daga hefur Spánn breyst í vígvöll þessa hnattræna stríðs. Vélrænn atvinnumaður Marino Rajoy Brey er fæddur 27. mars 1955 í borginni Santiago de Compostela í Galisíu. Hann hóf stjórnmálafskipti sín á vettvangi Þjóðfylkingarinnar („Alianza Popul- ar“) sem var forveri Þjóðarflokksins. Hann stundaði nám í lögum við há- skólann þar í borg og vann sæti á hér- aðsþingi Galisíu árið 1981 þegar fyrst var kosið til þess. Árið 1986 var hann kjörinn til setu á þingi Spánar í Madríd en nokkrum mánuðum síðar sagði hann af sér þingmennsku til að gerast varaforseti sjálfsstjórnarinn- ar í Galisíu. Rajoy sneri aftur til Madríd 1990 þegar Aznar hafði tekið við leiðtoga- hlutverkinu af Manuel Fraga og Þjóðarflokkurinn hafði verið form- lega stofnaður. Hann stýrði baráttu flokksins fyrir kosningarnar 1996 og aftur árið 2000. Þá var hann orðinn einn nánasti samstarfsmaður José María Aznars sem treysti honum fyr- ir ráðuneytum stjórnsýslu, mennta og menningar og innanríkismála. Þá hefur Rajoy verið varaforsætisráð- herra og talsmaður stjórnarinnar. Síðast en ekki síst kom það í hlut Rajoy að bregðast við þeirri hörðu gagnrýni sem ríkisstjórnin varð fyrir eftir Prestige-olíuslysið mikla við strendur Galisíu í nóvembermánuði 2002. Þótti hann standa sig afar vel við sérlega erfiðar aðstæður. Sú reynsla átti eftir að koma honum til góða þegar það kom í hlut hans að halda uppi vörnum fyrir Aznar og stjórn hans vegna stuðningsins við innrásina í Írak Rajoy þykir vera heldur þurr á manninn og vélrænn þegar hann ryð- ur út úr sér hagtölum og vel undir- búnum röksemdum. Rajoy er at- vinnustjórnmálamaður fram í fingurgóma og þykir aldrei sýna nokkur merki efa í löngum og ströng- um umræðum á þingi. Meiri reynsla, annað viðhorf? Þeir stjórnmálaskýrendur eru til á Spáni sem halda því fram að Rajoy muni reynast sveigjanlegri í embætti forsætisráðherra en Aznar fari Þjóð- arflokkurinn með sigur af hólmi í kosningunum í dag. Þótt maðurinn virðist óhagganleg- ur muni víðtæk reynsla hans úr hin- um ýmsu ráðuneytum gera að verk- um að hann mæti til starfans með öðru hugarfari en Aznar sem ekki bjó yfir viðlíka reynslu úr stjórnmálun- um á landsvísu þegar hann hófst til valda. Skoðanakannanir, sem birtust áð- ur en hryllingurinn reið yfir í Madríd gáfu til kynna að Þjóðarflokkurinn nái eða verði nærri því að halda hreinum meirihluta á þingi. Sjálfur lýsti Rajoy ítrekað yfir því í liðinni viku að ekki kæmi til greina að leita eftir samningum við smáflokka þjóð- ernissinna næðist 176 manna markið ekki. Sú yfirlýsing kann að endur- spegla sigurvissu hans og jafnframt vísa til sundrungarinnar sem ein- kennir vinstri vænginn. Vanti lítið upp á hreinan meirihluta gæti Rajoy vísast farið fyrir minni- hlutastjórn og samið við flokksbrot og einstaka þingmenn til að koma málum sínum fram. Þurfi Rajoy að leita eftir stuðningi staðbundinna flokka þjóðernissinna til að tryggja hægrimönnum völdin þriðja kjör- tímabilið í röð mun reyna á hæfileika hans til að ná samningum. Vera kann að fjöldamorðið í Madr- íd hafi á þremur dögum gjörbreytt stöðunni í spænskum stjórnmálum. „Okkar 11. september“ sögðu spænsku dagblöðin í fyrirsögnum sínum eftir árásirnar. Ósagt skal látið hvernig spænska þjóðin bregst við þeim hörmungum sem riðið hafa yfir en vart kæmi á óvart að hún þjappi sér að baki valdhafa. Slíkir atburðir kalla á endurskoðun flestra viðmiða og jafnvel lífssýnar. „Þrenna“ Þjóðarflokksins? Reuters Mariano Rajoy, leiðtogi og forsætisráðherraefni Þjóðarflokksins, á kosningafundi í Madríd í liðinni viku. Rajoy gæti goldið fyrir það að standa í skugga forvera síns. Rajoy þykir þurr á manninn og vélrænn, en hann hefur sýnt að þar fer slyngur og fylginn stjórnmálamaður sem aldrei sýnir merki vafa í pólitískum þrætum.  ! "  ’ Því er enda ofthaldið fram á Spáni að grundvöllur fram- fara síðustu ára á sviði efnahags- og atvinnumála risti ekki djúpt. ‘ Fréttaskýring | Þingkosn- ingar fara í dag fram á Spáni í skugga fjölda- morðs og hryðjuverka- ógnar. Ásgeir Sverrisson segir frá spænskum hægrimönnum og hinum nýja leiðtoga þeirra, Mariano Rajoy. asv@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.