Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í LJÓS hefur komið að skotfæri höfðu tvívegis fundist í fórum drengsins sem var með Ásgeiri Jónsteinssyni, 11 ára dreng á Selfossi, þegar hann varð fyrir voðaskoti og lést sl. mánudag. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Sel- fossi, segir að við rannsókn á láti Ásgeirs hafi komið í ljós að foreldrar drengsins sem var með honum þegar hann varð fyrir voðaskotinu hafi fundið skot í fórum hans viku fyrir óhappið. Einn- ig hafði gangavörður í Grunnskóla Selfoss fundið skot á drengnum fyrr, sem komið var til lögreglu til eyðingar. Ólafur segir ljóst að lögregla hafi ekki kannað til hlítar hvernig skotin komust í hendur drengsins á þeim tíma, heldur hafi þeim einfaldlega verið eytt. Hann segir að í kjölfar atburðarins á mánudag verði vinnureglum hjá embættinu breytt á þann veg að alltaf verði kannaður uppruni vopna og hluta þeim tengdra sem berist lögreglu. Kallar á breytingu á vinnubrögðum „Þetta kallar á að við breytum innanhússvinnu- brögðum, að við skoðum það alveg sérstaklega hverju sinni þegar skilað er skotvopni hvaðan það kemur og hvort það þarfnast frekari rannsóknar,“ segir Ólafur. Hann bendir á að oftast þegar slíku er skilað til lögreglu sé ekkert athugavert við það, oft verði eitthvað eftir við hjónaskilnaði, fólk fái það í arf eða finni á víðavangi. „Ég skora á alla að skila inn óskráðum og óleyfi- legum vopnum og skotfærum,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að drengurinn sem var með Ásgeiri þegar hann lést fór til Hveragerðis og til baka eftir hádegi á mánudag, og ferðaðist hann á puttanum. Lögreglan á Selfossi biður ökumenn sem kunna að hafa veitt lágvöxnum dreng far aðra hvora leiðina að hafa samband. Ólafur vildi ekki skýra nánar hver tengsl málsins við Hveragerði væru á þessu stigi rannsóknarinnar. Ekki var kannað til hlítar hvern- ig drengurinn komst yfir skot INGIBJÖRG Georgsdóttir, læknir á Tryggingastofnun ríkisins, segir að stofnunin veiti fjárhagslega aðstoð vegna meðferðar barna og unglinga með áströskun auk margskonar ann- arrar aðstoðar. Segir hún að á hverj- um tíma fái að jafnaði um tíu börn og unglingar, sem greinst hafa með át- röskun, aðstoð frá TR. Ingibjörg segir að aðstoðin sem aðstandendum barna og unglinga með átröskun bjóðist sé margþætt. Í fyrsta lagi bjóðist fjárhagsleg aðstoð vegna meðferðar. Algengt sé að fólk fái skattfrjálsa umönnunargreiðslu, 20–30.000 krónur á mánuði, sem yf- irleitt sé ætlað að standa straum af kostnaði vegna sálfræðimeðferðar, en sálfræðingar standa í dag utan við kerfi TR. Þá taki TR aukinn þátt í kostnaði vegna læknishjálpar, lyfja eða vegna lífsnauðsynlegs sérfæðis. Eins taki stofnunin þátt í ferða- og gistikostnaði vegna ferða sjúklinga og aðstandenda. Foreldrar eða aðstandendur þurfa sjálfir að sækja um þessa aðstoð til stofnunarinnar og er farið fram á læknisvottvorð til staðfestingar á sjúkdómi barnsins og meðferðinni. TR veitir fjárhagslega aðstoð vegna átraskana EKKI hafa verið gefnar út sam- ræmdar reglur um hvernig byssu- skápar þurfi að vera til að lög- reglustjórar megi samþykkja þá, en Lögreglan í Reykjavík hefur markað sér ákveðnar vinnureglur um málið. Í reglugerð um skotvopn og skot- færi segir m.a. að eigi einstaklingur fleiri en þrjú skotvopn beri honum að geyma þau í sérútbúnum vopna- skáp sem samþykktur er af lög- reglustjóra. Ekki er því ljóst hvað þeir skápar þurfa að hafa til að bera til að fá samþykki. Snorri Sigurjónsson, lögreglu- fulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra, seg- ir að í raun séu ekki til neinar kröfur um hvernig skáparnir eigi að vera úr garði gerðir til að viðkomandi lög- reglustjórar megi gefa þeim sitt samþykki. Það er því á valdi hvers og eins lögreglustjóra að ákveða hvað honum þyki duga í hverju til- viki fyrir sig. Hugsanlegt að vinnureglur verði gefnar út Snorri segir dæmi um að vottun hafi fengist á sérstök herbergi þar sem vopnin séu geymd, sem eru þá með rammgerðri hurð sem sé höfð læst, og jafnvel rimlum fyrir glugg- um. Hann segir í raun ekkert at- hugavert við það, mestu skipti að vopnin og skotfærin séu læst niðri í aðskildum hirslum. Snorri segir hugsanlegt að gefnar verði út einhverjar vinnureglur til að lögreglustjórar hafi eitthvað til að miða við, en segir að nema reglunum verði breytt verði það áfram að vera mat hvers lögreglustjóra fyrir sig sem ræður úrslitum Morgunblaðið/Eggert Ekki sam- ræmdar reglur um byssuskápa Í VORVEÐRI sem ríkt hefur víða um land undanfarna daga hafa margir gripið tækifærið og notið þess að vera undir berum himni. Í gær tók þó að kólna, sér- staklega á Norðurlandi. Í dag er búist við snjókomu eða slyddu víðast hvar. Þeir sem voru komnir í vorskapið verða því að bíða aðeins lengur eftir raunverulegu vori. Morgunblaðið/Ásdís Snjókoma eftir hlýindi EMBÆTTI ríkislögreglustjóra er að kanna hvort það sé ástæða til að leita leiða til að leyfa fólki að skila lögreglu óskráðum vopnum sem það hefur undir höndum, hugsanlega með því að sækja ekki til saka þá sem skila slíkum vopnum innan ákveðins tíma, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Slíkt var gert í kjölfar morðs á leigu- bílstjóra í Reykjavík árið 1968. Barst lögreglunni þá fjöldi hvers kyns vopna. Lögreglan í Noregi hef- ur verið með átak af þessu tagi í gangi frá því 1. september 2003, og mun átakið standa til 31. ágúst nk. „Við erum ekki búnir að komast að niðurstöðu í málinu, en það kann að vera að við gerum tillögu til dómsmálaráðherra í þessa veru, en við erum ekki búnir að ákveða það á þessari stundu,“ segir Haraldur. Hann segir að svara þurfi ýmsum lögfræðilegum álitaefnum, hvort þetta sé mögulegt innan lagaramm- ans eða hvort breyta þyrfti lögunum. Hann segir vinnslu málsins nýhafna og ekki sé búið að ræða aðra mögu- leika til að nálgast ólögleg vopn sem hugsanlega eru í umferð hér á landi. Kemur til greina að leyfa skil á ólögleg- um vopnum TEYMI starfsmanna á geðdeild Landspítalans, sem frá árinu 2001 hefur unnið sérstaklega að með- höndlun þeirra sem þjást af átrösk- un, annar ekki fleiri sjúklingum og hefur lokað fyrir meðhöndlun nýrra sjúklinga. Þess í stað er þeim sem greinast með átröskunarsjúkdóma, lystarstol eða lotugræðgi beint á göngudeild geðdeildar. Það er einn hjúkrunarfræðingur sem er í átrösk- unarteyminu sem sinnir meðferð þar, en engin sérhæfð meðferð er í boði af hálfu hins opinbera fyrir þá sem þjást af átröskunum. Ekkert fjármagn frá hinu opinbera er sér- staklega eyrnamerkt meðferðarúr- ræðum við átröskunarsjúkdómum. Þetta segir Áslaug Ólafsdóttir, fé- lagsráðgjafi og ein þeirra sem skipa átröskunarteymið. „Við erum aðallega þrjár auk nær- ingarfræðings sem höfum sinnt þessari meðferð á geðdeild Land- spítalans. Við höfum gert það sam- hliða fullu starfi í þrjú ár en nú get- um við bara ekki tekið við fleirum. Við höfum ekki tekið við nýjum til- vísunum frá áramótum.“ Alls bárust átröskunarteyminu 70 tilvísanir á síðasta ári vegna með- höndlunar nýrra átröskunarsjúk- linga, 64 tilvísanir árið 2002 og 51 tilvísun árið 2001. Tæp 70% þeirra sem þjást af átröskunarsjúkdómum eru yngri en 25 ára. Geðdeild LSH tekur við einstaklingum yfir 18 ára aldri en barna- og unglingageðdeild við þeim sem eru yngri en 18 ára. Vantar framhaldsmeðferð „Það vantar endurhæfingardeild fyrir átröskunarsjúklinga, meðferð- arheimili sem væri sambland af sól- arhringsdeild og dagdeild,“ segir Ás- laug. Að jafnaði liggja 2–3 einstaklingar á geðdeild LSH vegna átröskunarsjúkdóma í einu, fyrir utan þá sem sækja þjónustu á göngudeild. Áslaug segir þá sem fara inn á legudeild vera þar lengur en þeir þyrftu þar sem engin sér- hæfð framhaldsmeðferð sé í boði sem henti þessum einstaklingum. „Margar eru inniliggjandi þarna vikum eða mánuðum saman,“ segir Áslaug. Lokað fyrir meðhöndlun nýrra tilvika átröskunar Í frásögn móður átröskunarsjúk- lings sem birt var í Morgunblaðinu á miðvikudag undir fyrirsögninni „Aðstandendur gleymast í um- ræðunni“ var rangt farið með töl- ur. Þar kom fram að kostnaður fjölskyldu vegna meðferðar stúlku sem þjáðist af anorexíu, eða lyst- arstoli, hafi farið upp í 50–100 þús- und krónur á viku þegar hún var sem veikust. Hið rétta er að upp- hæðirnar eiga við mánuð, þ.e. kostnaður fjölskyldunnar nam á tímabili 50-100 þúsund krónum á mánuði. Blaðamaður hafði rangt eftir móður stúlkunnar sem rætt var við. Beðist er velvirðingar á þessu. Leiðrétting
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.