Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 8
„Könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó“
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HR kynnir MBA-námsleiðirnar
Veitir marg-
þætta innsýn
Í Háskólanum íReykjavík er nú ífullum gangi kynning
og móttaka umsókna fyrir
svokallað MBA-nám sem
hefst næstkomandi haust.
Þetta er í fimmta skipti
sem boðið verður upp á
slíkt nám í skólanum.
Þegar hefur einn kynn-
ingarfundur verið haldinn
fyrir fullu húsi, og næsti
fundur er á dagskrá í
næsta mánuði. Þórdís J.
Sigurðardóttir er for-
stöðumaður þessa MBA-
náms í Háskólanum í
Reykjavík og af því tilefni
lagði Morgunblaðið
nokkrar spurningar fyrir
hana og fara svör hennar
hér á eftir.
– Lýstu því aðeins fyrir
okkur hvað MBA-nám er, hverj-
um það nýtist það og hvernig það
fer fram.
„MBA-nám Háskólans í
Reykjavík er ætlað stjórnendum
og sérfræðingum fyrirtækja og
stofnana. Markmiðið með náminu
er að gefa margþætta innsýn í
rekstur og stjórnun fyrirtækja.
Námsefnið er byggt á nýjustu
kenningum í stjórnun og rekstri
sem eru síðan tengdar við raun-
hæf verkefni til að tryggja að
námið sé eins hagnýtt og kostur
er. Ein af aðaláherslum í MBA-
náminu hjá okkur er að þróa
hæfileika hvers og eins til að
stjórna og reka fyrirtæki í sí-
breytilegum heimi og búa ein-
staklingana undir aukna ábyrgð
og leiðtogahlutverk í fyrirtækjum
og stofnunum. Þar sem árangur
stjórnenda er ekki síður háður
persónulegum þroska og sam-
skiptahæfileikum er lögð áhersla
á að nemendur vinni með ólíkum
einstaklingum og þroski þannig
þá hæfileika sína.“
– Hvaða námsleiðir bjóðast í
MBA hjá Háskólanum í Reykja-
vík?
„Á fyrra ári eru kennd átta
námskeið þar sem nemendur öðl-
ast margþætta og breiða þekk-
ingu á stjórnun og rekstri fyr-
irtækja. Á seinna ári eru þrjú
skyldunámskeið, en að auki gefst
nemendum möguleiki á frekari
sérhæfingu með vali námskeiða
af þeim þremur sérfræðisviðum
sem í boði eru. Sérfræðisviðin eru
fjármálastjórnun, mannauðs-
stjórnun og alþjóðalína og er
þessi fjölbreytni einstök fyrir
MBA-nám hér á landi.“
Það er sagt að bryddað sé upp
á vissum nýjungum, segðu okkur
frá þeim nýjungum og í hverju
þær eru helst fólgnar?
„Við erum í nánum tengslum
við samstarfsskóla okkar og
fylgjumst mjög vel með því hvað
þeir eru að gera hverju sinni. Við
leggjum mikið upp úr alþjóðlegu
samstarfi og höfum verið að auka
þá áherslu. Það gerum við m.a.
með aukinni samvinnu og þjálfun
fyrir nemendur okkar sem eiga
að vera vel undirbúnir
fyrir vinnu í alþjóðleg-
um fyrirtækum og
vanir alþjóðlegum
samskiptum. Við reyn-
um að skapa ,,suðu-
pott“ við MBA-námið í
Háskólanum í Reykja-
vík; hræra saman ólíku fólki, við-
horfum og menningu með nánu
samstarfi við fjölda háskóla
beggja vegna Atlantshafsins. Það
gerum við m.a. með því að nota
mikið erlenda kennara og senda
nemendur okkar út til að vinna
með erlendum nemendum og
kynnast mismunandi aðstæðum.“
– Vinsældir MBA-náms virðast
vera óumdeildar, en af hverju
stafa þessar vinsældir?
„MBA-nám hjá okkur nýtur
mikilla vinsælda, námið er krefj-
andi, fjölbreytt og skemmtilegt,
en mikilvægast er þó að kenn-
ararnir eru hver öðrum betri.
Nemendahópurinn er fjölbreytt-
ur, sem tryggir skemmtilegar og
áhugaverðar umræður og nem-
endur deila sín á milli reynslu af
mismunandi störfum.
MBA-námið er mjög hagnýtt –
nemendur koma og eru í skól-
anum í tvo og hálfan dag í hvert
skipti. Síðan fá þeir tækifæri til
að heimfæra það sem þeir voru að
læra á eigin starfsumhverfi. Þetta
gefur náminu enn meiri dýpt. Að
námi loknu er hópurinn reiðubú-
inn að takast á við krefjandi
stjórnunarstörf, leiða breytingar
og finna ný tækifæri. Þessir kost-
ir eru eftirsóknaverðir.“
– Telurðu að MBA-námsleiðin
muni eflast í framtíðinni, eða er
hún að ná utan um aðsóknina sem
stendur?
„Það er lítil hefð fyrir stjórn-
endamenntun hérlendis. Háskól-
inn í Reykjavík hefur á undan-
förnum árum tekið þar
afgerandi forystu. Þeir
einstaklingar sem geta
tileinkað sér ný viðhorf
munu leiða framþróun
og breytingar innan
fyrirtækja, stofnana og
samfélagsins í heild.
Þessa einstaklinga köllum við
leiðtoga. MBA-nám í HR býr fólk
undir að komast í þennan hóp og
hafa áhrif á samfélagið. Fyrir-
tæki munu í auknum mæli leita
að fólki með þessa hæfileika og
því er ég fullviss að aðsóknin mun
aukast enn frekar í MBA-námið í
náinni framtíð.“
Þórdís J. Sigurðardóttir
Þórdís J. Sigurðardóttir er
forstöðumaður MBA-náms Há-
skólans í Reykjavík. Áður gegndi
hún stöðu fjármálastjóra Hugar
og starfsþróunarstjóra EJS. Þór-
dís er með MBA-gráðu frá Vler-
ick Management School í Belgíu
og MA-próf í rannsóknatengdu
námi í félagsfræði frá Háskóla
Íslands. Hefur verið í stjórn EJS
frá árinu 2002 og tók við stjórn-
arformennsku árið 2003. Einnig
situr hún í nefnd á vegum Við-
skipta- og iðnaðarráðuneytis um
stefnumótun íslensks við-
skiptaumhverfis.
Þórdís er fædd í Reykjavík 2.
febrúar 1968 og uppalin í Stykk-
ishólmi. Maki hennar er Kristján
Vigfússon, staðgengill siglinga-
málastjóra, börn þeirra eru Jök-
ull, 18 ára, Svanhildur Gréta, 10
ára, og Vigdís, 5 ára.
Við erum í
nánum
tengslum við
samstarfs-
skóla okkar
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands
hefur dæmt þrítugan karlmann í
fimm mánaða fangelsi fyrir tilraun
til fjársvika með því að hafa sett á
svið umferðarslys í Vattarnes-
skriðum í því skyni að svíkja út
tryggingabætur fyrir bifreið sína.
Atvikið átti sér stað 26. ágúst 2002
en bifreiðin rann út af þjóðvegi
niður fjallshlíð og endaði stór-
skemmd niðri í fjöru. Ákærði sagð-
ist hafa misst stjórn á bifreiðinni
og keyrt út af, en rannsókn, m.a. á
hjólförum og kastferli bifreiðarinn-
ar, sýndu að slysið hefði ekki orðið
eins og ákærði hélt fram. Auk þess
var framburður ákærða um atvikið
afar ótrúverðugur að mati dóms-
ins.
Málið dæmdu Þorgerður Er-
lendsdóttir dómstjóri og meðdóm-
endurnir Helgi Ómar Bragason
jarðeðlisfræðingur og Sigurjón
Hauksson verk- og eðlisfræðingur.
Verjandi ákærða var Stefán Geir
Þórisson hrl.
5 mánaða fangelsi
fyrir að sviðsetja slys
NÝ upplýsingasíða um lífræna
ræktun er nú að finna undir slóð-
inni http://lifraent.hvanneyri.is/.
Þar er að finna ýmsan fróðleik um
lífræna framleiðsluhætti, um
nokkra framleiðendur lífrænna af-
urða og margt annað er tengist líf-
rænum landbúnað og afurðum hér
á landi sem og ábendingar um er-
lendar vefslóðir.
Frá þessu er greint á vef
Bændasamtakanna.
Lífræn mið-
stöð opnar
heimasíðu
Glasgow
Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október.
Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
* M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku.
Ferðalag á bílaleigubíl um Skotland er ógleymanlegt
ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þar leggst allt á eitt,
náttúrufegurð, fjölbreytni í landslagi, heillandi
bæir og þorp, skemmtigarðar, kastalar, fornar
minjar, söfn og síðast en ekki síst gestrisnir
og vingjarnlegir Skotar.
5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð
Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta,
jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl.
Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100
(svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16).
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Flug og bíll
út í heim
Verð frá 31.600 kr. á mann*
Verð frá 40.630 kr. á mann**
London – Flug og bíll – SAMA VERÐ
Ofangreind verðdæmi og skilmálar fyrir pakkaferðir með flugi og bíl
til Glasgow gilda einnig fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til London.
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
23
82
9
3/
20
04
Í
SL
EN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
23
82
9
3/
20
04