Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra sagði á Alþingi í vikunni að ráðuneytið hefði áform um að auka fjárveit- ingar til framleiðslu leikins sjónvarpsefnis, en deild innan Kvikmyndasjóðs úthlutar styrkj- um til slíks sjónvarpsefnis. Hefur þessi deild 15 milljónir til ráðstöfunar í ár. Ráðherra sagði að það lægi þó ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hvort fjárveitingin yrði aukin við undirbúning fjárlaga fyrir næsta ár eða hvort það yrði gert síðar. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyr- irspurn Ásgeirs Friðgeirssonar, Samfylkingu, en Ásgeir gerði að umtalsefni áform RÚV um að halda að sér höndum við kaup á íslensku dagskrárefni í ár – „eða þar til fjárhagsstaða þess verður skýrari“, eins og ráðherra ítrek- aði í umræðunni. Fram kom í máli Ásgeirs að Sjónvarpið hefði keypt íslenskt efni frá sjálf- stæðum framleiðendum fyrir samtals 58 millj- ónir á árinu 2003. Ráðherra tók fram að sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu væri búist við því að svipuð upphæð yrði veitt til innkaupa á yfirstandandi ári. „Fullyrðing um að Sjónvarpið hyggist draga verulega úr innkaupum virðast því ekki eiga við rök að styðjast.“ Ráðherra sagði síðan aðspurður að ráðuneytið hefði engin áform um að veita fé til þeirra fyrirtækja sem framleiða íslenskt sjónvarpsefni umfram það sem þegar hefði verið veitt í Kvikmyndasjóð „enda vandséð með hvaða hætti það ætti að vera“, sagði ráðherrann. Aukið fé til leikins sjón- varpsefnis JÓNÍNA Bjartmarz, þingmaður Framsókn- arflokksins, sagði í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær að markmiðið með tilkomu dóm- stólaráðs, sem var að tryggja sjálfstæði dóm- stólanna, hefði ekki gengið eftir. „Það hefur ekki gengið eftir heldur hefur þvert á móti sigið stöðugt á ógæfuhliðina síðan lögin voru sett árið 1998 eins og allar upplýsingar og tölulegar staðreyndir sýna.“ Var hún þarna á sama máli og ýmsir þingmenn stjórnarand- stöðunnar sem þátt tóku í umræðunni. „Ég vil taka eindregið undir efasemdir hátt- virts þingmanns Jónínu Bjarmarz um að hér sé sjálfstæði dómstólanna tryggt,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar. Atli Gísla- son, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði sömuleiðis að sjálf- stæði dómstólanna væri ekki nægilega tryggt í núverandi kerfi. „Framkvæmdarvaldið stýrir fjárveitingum og það skipar í dómarastöður,“ sagði hann. Þá sagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, að dómarar teldu að svo væri þrengt að fjárhag dómstóla að réttarvernd almennings væri í hættu. „Þeir telja afar brýnt að fjárveitingarvaldið auki nú þegar fjárveitingar til dómstóla.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem þátt tóku í umræðunni, vísuðu þessum fullyrðingum hins vegar á bug. „Ég verð enn að árétta þá skoðun mína að ég er algjörlega ósammála þeim sem telja að dómstólarnir séu ósjálf- stæðir og að sjálfstæði dómstólanna sé ekki tryggt,“ sagði ráðherra. „Það er mjög alvar- legt að heyra hvern þingmanninn á eftir öðr- um koma hér upp og efast um sjálfstæði dóm- stólanna við þá skipan sem nú er, og að það hafi síðan, eins og einn þingmaður orðaði það, sigið á ógæfuhliðina eftir að dómstólaráð kom til sögunnar árið 1998. Ég skil í raun og veru ekki þessar umræður og ég skil ekki hvernig þingmönnum dettur í hug að halda því fram að dómstólarnir séu ósjálfstæðir og að hér þurfi að gera einhverjar sérstakar stjórnskipulegar breytingar í þjóðfélaginu og á stjórnskipun ríkisins til að tryggja sjálfstæði dómstólanna. Mér finnst það vanvirðing við dómstólana að koma fram í ræðustól á Alþingi og tala þannig að dómstólarnir séu ekki sjálfstæðir og að í störfum þeirra komi fram eitthvert ósjálfstæði gagnvart framkvæmdarvaldinu eða ríkisvald- inu.“ Þurfa enn að skera niður Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar. Hann sagði að frá því ný lög um dómstóla tóku gildi árið 1998 hefðu dómsmál- um fjölgað geypilega í flestum málaflokkum. Á beint undir Alþingi til að tryggja sjálfstæði þeirra. Dómsmálaráðherra sagði í andsvari sínu að frá og með fjárlögum ársins 1999 hefðu fjár- veitingar til allra héraðsdómstóla hækkað var- anlega um rúmlega 300 milljónir króna. Sagði hann jafnframt að umtalsverð raunhækkun hefði orðið á fjárframlögum til héraðsdóm- stóla undanfarin ár. „Og allt tal um að þrengt hafi verið að fjárhag þeirra er úr lausu lofti gripið,“ sagði hann. sama tíma hefðu t.d. dómendum í héraði fækk- að úr fimmtíu í 38. Þingmaðurinn vitnaði í ályktun héraðsfundar Dómarafélags Íslands frá 23. febrúar sl. þar sem segir m.a. að dóm- arar telji afar brýnt að fjárveitingavaldið leið- rétti nú þegar fjárveitingar til héraðsdóm- stóla. „Héraðsdómstólarnir hafa nú verið skikkaðir til að skera enn frekar niður í starf- semi sinni á þessu ári,“ bætti Jón síðar við. Sagði hann ennfremur að huga þyrfti að því að færa dómstóla frá framkvæmdarvaldinu og Jónína Bjartmarz um sjálfstæði dómstóla Stöðugt hefur sigið á ógæfuhliðina Morgunblaðið/Sverrir Jónína Bjartmarz þingmaður ræðir við Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra vísar full- yrðingum um ósjálf- stæði dómstóla á bug ODDVITI Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir Reykjavíkur- listann hafa sprengt svöðusár í Geldinganes fyrir hafnarbakka sem aldrei verður. Hann vill að grjótnámi í eyjunni verði hætt taf- arlaust og segir leitt hvernig komið sé. „Ég hvet borgarfulltrúa og Reykvíkinga til að fara þarna upp- eftir og skoða þetta svöðusár sem komið er í þessa fallegu eyju,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á borgarstjórnarfundi í gær. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, mótmælti þessu og sagði þetta ekki eitthvert svöðusár þó þarna hefði verið grjótnám. „Það er fráleitt að komast þannig að orði. Ég vil hins vegar upplýsa það að Reykjavíkurhöfn, sem er framkvæmdaleyfishafi í grjótnám- unni, hefur nú þegar tilkynnt þeim tengingu við Sundabraut og því þurfi tímasetning og fjármögnun framkvæmda hennar að liggja fyr- ir áður. Lagði hún því til að tillögu sjálfstæðismanna yrði vísað frá, sem var samþykkt gegn atkvæðum sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa F- lista, sem sagði tillögu sjálfstæðis- manna samræmast vel stefnu F- listans í skipulags- og samgöngu- málum. „Þessi frávísunartillaga er dæmigerð fyrir R-listann og að- gerðir R-listans í skipulagsvinnu fyrr og síðar. Hér er lagt til að öllu sé slegið á frest,“ sagði Vilhjálmur og borgarfulltrúar vinstrimanna skýli sér m.a. á bak við fram- kvæmdir við Sundabraut. „R-list- inn getur hreinlega ekki unnið hratt og með markvissum hætti.“ tangahafnar, Akraneshafnar og Borgarneshafnar frá og með 1. jan- úar 2005. Sjálfstæðismenn í borg- arstjórn lögðu fram tillögu gær þess efnis að skipulags- og bygg- ingarnefnd Reykjavíkur yrði falið að hefja undirbúning að breytingu á aðalskipulagi Geldinganess með það að markmiði að svæðinu yrði breytt í blandaða byggð. Í tillög- unni fólst að hafist yrði handa þeg- ar í stað og við það miðað að út- hlutun lóða í fyrsta áfanga færi fram haustið 2005. Tillögunni vísað frá „Á þessum tímapunkti er alls ótímabært að tímasetja uppbygg- ingu svæðisins,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar. Meðal annars þyrfti að huga að sem eru að vinna í grjótnámi þar, að því skuli hætt. Því verður ekki haldið áfram, að minnsta kosti ekki á meðan skipulagsvinnan er í gangi,“ sagði hann. Hætt hefur verið við fyrirhugaða höfn í Geldinganesi eftir samþykkt viljayfirlýsingar um sameiningu Reykjavíkurhafnar, Grundar- Tillögu D-lista í borgarstjórn um uppbyggingu í Geldinganesi vísað frá Búið að sprengja svöðusár í eyna Í FRUMVARPI til laga um breytingar á lög- um um útlendinga er að finna nýmæli sem miðar að því að koma í veg fyrir að hjúskap- ur, sem er til þess eins ætlaður að útvega dvalarleyfi, geti þjónað tilgangi sínum. Dóms- málaráðherra, Björn Bjarnason, lagði frum- varpið fram á Alþingi í vikunni. Í frumvarpinu er lagt til að eftirfarandi grein komi inn í lögin: „Nú er rökstuddur grunur um að til hjúskapar hafi verið stofnað til að afla dvalarleyfis, og ekki er sýnt fram á annað með óyggjandi hætti, og veitir hann þá ekki rétt til dvalarleyfis. Sama gildir ef rök- studdur grunur er um að ekki hafi verið stofnað til hjúskapar með vilja beggja hjóna.“ Sama regla í dönskum lögum Í athugasemdum frumvarpsins segir að sams konar regla hafi verið í dönskum lögum um útlendinga frá árinu 1998. Þar segir enn- fremur að „glögg vísbending“ verði að vera um að til hjúskapar hafi verið stofnað til þess eins að sækja um dvalarleyfi. „Vísbendingar í þessa átt geta til dæmis verið að aðilar hafa ekki búið saman fyrir stofnun hjúskapar, hjónin skilja ekki tungu hvors annars, mikill aldursmunur er á þeim, þau þekkja ekki til einstakra atriða eða atvika úr lífi hvors ann- ars fyrir giftingu eða fyrri hjónabönd,“ segir m.a. í athugasemdunum. Í frumvarpinu er sömuleiðis lagt til að það varði sektum eða fangelsi allt að sex árum að standa að skipulagðri starfsemi til að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins eða til annars ríkis, hvort sem starfsemin er rekin í hagnaðarskyni eða ekki. Skv. núgild- andi lögum er refsing bundin við það að starf- semin sé rekin í hagnaðarskyni. Í athuga- semdum frumvarpsins er á hinn bóginn tekið fram að það geti oft reynst örðugt að sanna að hagnaður hafi orðið af skipulagðri starf- semi af þessu tagi. Þá sé ekki sjálfgefið að slík starfsemi sé rekin í hagnaðarskyni. Komi í veg fyrir gervihjónabönd TILLAGA til þingsályktunar um að þjóðfáni Íslendinga skipi veglegan sess í þingsal Al- þingis hefur verið lögð fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki, en meðflutn- ingsmenn eru þingmenn úr Framsókn- arflokki, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Í greinargerð tillögunnar er m.a. vitnað í ræðu Sigurðar Eggerz, sem gegndi störfum forsætisráðherra árið 1918. „Fáninn er tákn fullveldis vors. Fáninn er ímynd þeirra hug- sjóna sem þjóð vor á fegurstar,“ er m.a. haft eftir Sigurði. Í greinargerð segja flutningsmenn mjög við hæfi að þjóðfáni Íslendinga skipi vegleg- an sess í þingsal Alþingis. „Það yrði hinu háa Alþingi til sóma, sem og þjóðfána vorum til vegs og virðingar.“ Þjóðfáni í þingsal Alþingis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.