Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 13

Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 13 STOFNMÆLINGU botnfiska, tog- ararallinu svokallaða, er nú að ljúka en hún hófst 2. mars sl. Fjórir togarar taka þátt í verkefninu. Að sögn Jóns Sólmundssonar, verkefn- isstjóra, hefur Bjartur NS þegar lokið rallinu á fyrir Norðurlandi og gerir Jón ráð fyrir að hinir tog- ararnir, Páll Pálsson ÍS, Brettingur NS og Ljósafell SU, ljúki rallinu um og eftir helgi. Jón segir rallið hafa gengið vel en enn sé of snemmt að segja nokkuð til um niðurstöður þess. Togararallið, sem nú er farið í 20. sinn, beinist að því að meta með aukinni nákvæmni stærð og nýliðun botnlægra fiskistofna, einkum þorsks en einnig ýsu og gullkarfa. Með þessu móti er stefnt að traust- ari grunni fiskveiðiráðgjafar. Vægi þessa verkefnis hefur ennfremur farið vaxandi hvað varðar vísbend- ingar um stofnþróun ýmissa ann- arra smærri nytjastofna eins og steinbíts, löngu, keilu, skötusels, hrognkelsis, skarkola, sandkola, skrápflúru, þykkvalúru og lúðu. Við mælinguna eru notuð stöðluð veiðarfæri frá ári til árs og togað er á sömu togstöðvum, til að fá sem nákvæmastan samanburð. Togararallinu að ljúka HÓLMABORG SU, skip Eskju hf. á Eskifirði, er með mestan kolmunna- kvóta íslenskra skipa á þessu ári eða rúm 54 þúsund tonn. Sjávarútvegs- ráðherra ákvað á þriðjudag að kol- munnakvóti Íslendinga yrði í ár 493 þúsund tonn og hefur Fiskistofa út- hlutað kvótanum á skip á grundvelli aflahlutdeildar. Börkur NK frá Neskaupstað er með næstmestan kvóta íslensku skipanna eða rúm 52 þúsund tonn og þá kemur Ingunn AK frá Akranesi með rúm 47 þúsund tonn. Alls fær 31 skip úthlutað aflamarki í kolmunna á árinu en 11 þeirra eru með innan við 1.000 tonna kvóta. Eskja hf. er með mestan kolmunnakvóta einstakra fyrirtækja. Jón Kjartansson SU, sem einnig er gerður út af Eskju, er með nærri 41 þúsund tonna kvóta og sam- anlagt er Eskja því með nærri 95 þúsund tonna kolmunnakvóta á árinu. Elfar Aðalsteinsson, stjórnarfor- maður Eskju, segir kolmunnakvót- ann í samræmi við það sem búast mátti við og gerir ráð fyrir að skip fé- lagsins haldi senn til kolmunnaveiða, nú þegar loðnuvertíðin er að fjara út. Hann segir það skipta verulegu mál- ið fyrir Eskju, og reyndar útgerðina í heild, að fá að veiða þetta magn. „Það er mikilvægt að úthlutaðar heimildir okkar skerðist ekki hlutfallslega mið- að við aðrar þjóðir sem nýta þennan veiðistofn og við höldum okkar rétti þegar til alþjóðlegrar skiptingar kemur. Það styrkir okkar stöðu í því tilliti að sífellt meira hefur veiðst af kol- munna innan íslensku lögsögunnar og ekki þarf að sækja aflann eins langt og þegar veiðar hófust. Við er- um því jafnt og þétt að vinna okkur inn dýrmæta alþjóðlega veiðireynslu. Þó þurfa langtímasjónarmið að ríkja í veiðum á kolmunna líkt og í öðrum stofnum. Þess vegna er mik- ilvægt að við höldum áfram að reyna að ná samkomulagi við þær þjóðir sem nýta stofninn með okkur,“ segir Elfar. Málmey SK með mestan úthafskarfakvóta Fiskistofa hefur jafnframt úthlut- að aflamarki í úthafskarfa til ein- stakra skipa. Veiðiheimildir fyrir út- hafskarfa skiptast á tvö veiðisvæði og er heimilt að veiða 45 þúsund tonn á innra svæðinu en 10 þúsund tonn á því ytra, sem er sami kvóti og á síð- asta ári. Frystitogarinn Málmey SK er með mestan kvóta íslensku skip- anna eða samtals 4.524 tonn á báðum svæðum. Næst kemur Venus HF með 4.334 tonna kvóta og þá Höfr- ungur III AK með 3.749 tonn. Fiskistofa úthlutar kolmunna og úthafskarfa Hólmaborg með mestan kvóta                 !" # $ % &  '(  ' #   )"   * + , -  &   ((* . ,* " /.  '(  + *   0 ) 1* 2*  " &3  2*  "  13   )" . *  )" // 2*  2 04 * )" .    5   /6+.  6/0/ /+6/ /64/0 #6 4 46  6+. 64 6 . 06./. 06/.4 06  64 .64/ 46/ 6  604# #6.4 064  06..      EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst grípa til aðgerða til að bjarga lífi þús- unda höfrunga og annarra smáhvela sem árlega festast í fiskinetum. Til- lögur, sem skylda sjómenn til að setja sérstakar ýlur í skip sín til að fæla höfrunga og önnur smáhveli frá, verða lagðar fyrir fund sjávarút- vegsráðherra ESB sem hefst í Brussel í næstu viku. Aðgerðunum er sérstaklega beint að bátum sem taldir eru vera ógn við sjávarspendýr í Eystrasalti, Norð- ursjó og Ermarsundi. Búist er við að einhverjar þjóðir ESB fari fram á undanþágur fyrir minni skip og báta, enda séu höfrungafælurnar dýr bún- aður. Gert er ráð fyrir að búnaðurinn muni kosta um 520 þúsund krónur og að hann þurfi að endurnýja á 18 mánaða fresti. Talið er að ESB muni greiða niður kostnað útgerða við að setja búnaðinn í skipin og hafa ýmis fiskveiðisamtök stutt tillöguna, þar sem smáhvalir geti valdið miklum veiðarfæraskaða. Einnig segja for- svarsmenn sjómanna að margir sjó- menn beri mikla virðingu fyrir höfr- ungum en samkvæmt þjóðtrú eru höfrungar sálir drukknaðra sjó- manna. Um 300 þúsund höfrungar og smáhveli flækjast óvart í veiðarfær- um í heiminum á hverju ári. Höfr- ungafælur hafa þótt gefa góða raun þegar hvalir eru annars vegar en virðast hafa þveröfug áhrif á sumar selategundir. Þannig sækja vöðusel- ir í hljóðið sem búnaðurinn gefur frá sér. ESB til bjargar höfrungum ÚR VERINU NORÐURLJÓS voru rekin með 451 milljónar króna tapi á síðasta ári. Tekjur félagsins drógust saman um 1,7% milli ára. Afskriftir félagsins á síðasta ári námu alls rúmlega 1,4 milljörðum króna, þar af nema sér- stakar afskriftir óefnislegra eigna og fastafjármuna samtals 764 milljónum. Heildarhlutafé í árslok 2003 nam 1.047 milljónum króna. „Hlutafé fé- lagsins var á árinu fært niður um 80% til jöfnunar á tapi fyrri ára. Í árslok 2003 var skuldum að fjárhæð 803,6 milljónir króna breytt í hlutafé að nafnvirði 710,8 milljónir króna,“ segir í ársskýrslu Norðurljósa. Eftir fjárhagslega endurskipulagn- ingu félagsins í upphafi árs 2004 nema langtímaskuldir við lánastofnanir 5.270 milljónum króna. Eignir félagsins námu 7.716 millj- ónum króna í árslok 2003. Í ársbyrjun 2004 var hlutafé Norðurljósa aukið um einn milljarð króna auk þess sem félagið var sameinað Frétt ehf. Eignir Norðurljósa að meðtöldum þessum breytingum nema samtals 11.622 milljónum króna. Á aðalfundi Norðurljósa í gær kom Kári Stefánsson inn í stjórn félagsins í stað Kristins Bjarnasonar, sem kjör- inn var í stjórn við sameininguna í lok janúar sl. Aðrir í stjórn eru Skarphéð- inn Berg Steinarsson, Gunnar Smári Egilsson, Halldór Jóhannsson og Pálmi Haraldsson. Skuldir ÍÚ lækkuðu um 2,9 milljarða Í gær var ennfremur birt uppgjör dótturfélags Norðurljósa, Íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur nokkrar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, þ. á m. Stöð 2, Sýn og Bylgjuna. ÍÚ var rekið með 374 milljóna króna tapi árið 2003 en árið áður skilaði rekstur félagsins 46 milljóna króna tapi. Tekjur ÍÚ námu um 3,2 milljörðum króna sem er svipað og árið áður. Það á einnig við um rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA) sem var um 300 milljónir. Fjármunaliðir versnuðu hins vegar um 442 milljónir frá fyrra ári, mest vegna gengistaps, og voru 267 millj- ónir færðar til gjalda. Eigið fé og skuldastaða ÍÚ tók stakkaskiptum frá fyrra ári enda var hlutafé aukið um ríflega 2,5 milljarða króna í árslok 2003 þegar skuldum við móðurfélagið Norðurljós var breytt í hlutafé. Eigið fé var því um áramót 1,9 milljarðar og skuldir ÍÚ lækkuðu um 2,9 milljarða frá fyrra ári. Þar af lækkuðu langtímaskuldir um 2,1 milljarð við færslu langtímalána á móðurfélagið. Veltufé frá rekstri versnaði um 223 milljónir árið 2003 og var neikvætt um 12 milljónir. Hand- bært fé félagsins batnaði um 981 milljón, mest vegna breytinga á skuldastöðu, og var 704 milljónir. Norðurljós töpuðu 450 milljónum í fyrra    +                                             !  " #   $ # %   " &'         (  (! (  )# *+'    !  (  (                ,-. /,    0+&1/,       .)2       Í SKÝRSLU forstjóra Norðurljósa, Sigurðar G. Guð- jónssonar, um starfsemi Norðurljósasamstæðunnar á síðasta ári, sem hann lagði fram á aðalfundi félagsins í gær, er rakin atburðarás endurfjármögnunar samstæð- unnar. Sigurður segir að allt frá því í upphafi mars 2001 hafi viðræður um endurfjármögnun félagsins verið „afar ómarkvissar og í raun gengið út á það eitt að viðhalda yf- irráðum Jóns Ólafssonar yfir félaginu í gegnum NLC Holding S.A.“ „Engin markviss vinna átti sér stað af hálfu stjórnar Norðurljósa til að leysa félagið undan þeim skuldabagga sem á því hvíldi. Stjórnarformaður félagsins dvaldi að mestu erlendis, einkum í London og reyndi að hafa uppi á hugsanlegum aðilum til að koma með nýtt fé inn í Norðurljós og/eða ráðgjöf um framhald og framgang endurfjármögnunar Norðurljósa. Meðal þeirra félaga sem til greina komu var ECO3 Capital,“ segir Sigurður. Tálsýn og bull á stjórnarfundi Segir í skýrslunni að stjórnarformanninum, Jóni Ólafssyni, hafi verið veitt umboð stjórnar til að semja við ensk fjármálafyrirtæki um endurfjármögnun, þ.á m. við fyrrnefnt ECO3 Capital, en frá því hafi hins vegar aldrei heyrst múkk, eins og segir í skýrslunni. Sigurður segir frá því í skýrslunni að um miðjan júlí hafi ennfremur verið fundað með fulltrúum skuldabréfa- eigenda og þeim kynntar tillögur um meðferð krafnanna við endurfjármögnun sem fallið hafi í grýttan jarðveg. „Stjórnarformaður félagsins hélt sig sem mest utan við þær [umræður] og dvaldi bróðurpart þessa mánaðar eins og annarra utan íslenskrar lögsögu,“ segir í skýrslunni. Í september gerði stjórnarformaður Norðurljósa enn grein fyrir áhuga erlendra fjárfesta sem vildu festa fé í Norðurljósum, en einn þeirra er Marcus Evans sem síð- ar kom til Íslands og ræddi m.a. við forsætisráðherra, Davíð Oddsson, um aðkomu sína að Norðurljósum. „Það er skemmst frá því að segja að allt reyndist það sem fram hafði komið hjá stjórnarformanni Norðurljósa á stjórnarfundinum 9. september tálsýn ein og í raun bull,“ segir í skýrslu Sigurðar. Þegar á reyndi hafi tilboð Ev- ans til lánardrottna hérlendis verið í litlu samræmi við það sem áður hafði verið kynnt fyrir stjórn og kröfu- höfum. Ekki leyst með leik Þann 17. október 2003 ritar Sigurður G. Guðjónsson tölvupóst til Jóns Ólafssonar. „Ég hef sagt það við þig Jón oftar en einu sinni og það síðast í gær að endur- fjármögnun Norðurljósa verður ekki leyst með neinum leik heldur fundum eigenda og lánardrottna. Það sem Þórarinn Viðar [lögfræðingur Marcusar Evans] er að gera fyrir hvern sem það er svo sem og senda út á mánu- dag 20. október er leikur sem ég bið að verði stoppaður nú þegar, nema allt eigi til andskotans að fara. Bjarni Brynjólfs, Hallgrímur í Sparisjóði vélstjóra og Friðjón hjá Lífiðn kæra sig ekki um svona smánarboð eins og Þórarinn ætlar sér að senda.“ Aðeins töfrar geta bjargað Í lok október sendir Sigurður tölvupóst til stjórnar- manna Norðurljósa sem lagður var fram á stjórnarfundi 4. nóvember 2003: „Eftir að hafa fylgst með tilraunum stjórnenda og eigenda Norðurljósa til endurfjármögn- unar félagsins [...] eru það að mínu mati aðeins töfrar, sem nú geta bjargað Norðurljósum frá gjaldþroti, nema stjórnin taki sig saman í andlitinu og leggi fyrir lán- ardrottna raunhæfar tillögur um endurfjármögnun.“ Þá segir Sigurður í bréfinu að: „Allar aðgerðir stjórna eða stjórnenda félaganna sem leitt geta til rýrnunar hinna veðbundnu eigna sem leiða mundu til þess úr fullnustu möguleikum kröfuhafanna dragi getur leitt til persónulegra ábyrgða stjórnar og stjórnarmanna bæði bóta- og ekki síður refsiábyrgðar t.d. vegna veðsvika.“ Í lok bréfsins kemur svo áskorun til stjórnarmanna: „Ágætu stjórnarmenn, ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir því að ábyrgð ykkar er mikil í dag eins og fjárhag Norðurljósa er komið. Seta í stjórn þessa félags sem er með fast að þrjú hundruð stöðugildi starfsmanna og velt- ir nærri 6 milljörðum á ári en skuldar lánardrottnum öðrum en viðskiptamönnum 6,9 milljarða er ekki eitt- hvað sem afgreitt verður með þögn á stuttum mánaðar- legum stjórnarfundum heldur aktívu starfi.“ Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Sigurður að sér hafi þótt tímabært að gera grein fyrir þeirri atburðarás sem í byrjun þessa árs leiddi til endurskipulagningar Norðurljósa. „Þarna er bara verið að gera upp fortíðina,“ segir Sigurður. Hann segir að ekki sé um að ræða per- sónulegt uppgjör sitt við Jón Ólafsson. „Þetta er bara til að menn hafi það á hreinu hvers vegna það tók rúm tvö ár að endurfjármagna Norðurljós.“ Hann kveðst bjart- sýnn á framtíðina. „Nú erum við með félag sem er minna skuldsett og með meiri veltu. Við erum með strúktúr á lánum sem félagið á að geta staðið við ef ekkert óvænt gerist. Þetta er allt allt annað félag,“ segir Sigurður. Forstjóri Norðurljósa um tilraunir til endurfjármögnunar Ómarkvissar og gengu aðeins út á yfirráð Jóns Morgunblaðið/Ásdís Uppgjör við fortíðina Sigurður G. Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.