Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚSUNDIR af ritum gera sér árlega hreiður á burðarbita undir rúmlega 1250 langri steinbrú yfir Gjemnessund á Norð- urmæri í Noregi og eru þær eftirlæti íbú- anna. En dritið úr fuglunum er fullt af efn- um sem leysa smám saman upp steypuna. Norska vegamálastofnunin hefur nú ákveðið að verja sem svarar tugum millj- óna ísl. króna í að hreinsa bitann og í haust verður hann þakinn efni sem á að verja steypuna. Er þér alveg sama? STOFNUÐ hafa verið Samtök Bandaríkja- manna sem er alveg sama, CUA. „Stjórnmálamenn eru ekki í neinum tengslum við fólk sem er ekki í neinum tengslum við stjórnmál,“ segir annar stofn- andinn, Mark Berger. Wendy Christianson, sem annast almannatengsl, segir að „áróð- ur“ hafi verið sendur 100 þúsundum Kansasbúa sem hafi verið taldir líklegir til að kjósa ekki. Efnið er mest krossgátur, salatuppskriftir og felumyndir. „Við verð- um að virkja óþrjótandi uppsprettu sinnu- leysis í samfélaginu,“ segir Christianson. Þrír af forystumönnunum fengu að ræða við þingmenn í Washington fyrir nokkru en sýndu engin merki um ákafa sannfæringu fyrir málstaðnum. Nýlega gerðu CUA símakönnun meðal almennings og kom þar í ljós að af fjórum málum sem helst brunnu á aðspurðum var aðeins eitt rætt á þingi núna, leit að starfi. Hin voru „að ná í eitthvað að éta“, „finna mér eitthvað til dundurs“ og loks „kannski finna einhvern til að vera memm“. Skák ekki synd VÍKENTI, erkibiskup Rétttrúnaðarkirkj- unnar í Jekaterínbúrg í Rússlandi, hefur vísað á bug ósk um að skákiðkun verði úr- skurðuð synd. Ungur kirkjugestur efndi nýlega til undirskriftaherferðar þar sem skákin var sögð vera „verk djöfulsins“. Segir biskupinn að skák sé „þögull, greindarlegur leikur sem ýti undir að fólk hugsi. Hún er ekki syndsamleg.“ Lýst er eftir hönd ÞJÓFUR er talinn hafa á mánudag stolið uppþornaðri hönd sem fannst í Haunch of Venison-kránni í Salisbury í Bretlandi þeg- ar kráin var gerð upp árið 1911. Húsið er frá 1320. Höndin heldur á nokkrum spilum frá 18. öld og var geymd í sýningarkassa, talið er að hún hafi á sínum tíma verið höggvin af fjárhættuspilara fyrir að svindla. Spilarinn er sagður ganga aftur á kránni og angra stundum gestina. „Ef einhver veit eitthvað um málið hring- ið þá endilega í okkur,“ segir eigandinn, Arnaud Rochet. Hláturgen ekki til RANNSÓKNIR á eineggja tvíburum hafa oft sýnt fram á að genin hafi mikil áhrif á persónuleikann. En það virðist ekki eiga við um mótun kímnigáfunnar, uppeldi og umhverfi eru þar ráðandi og því hægt að kenna foreldrunum um ef maður er húm- orlaus. Sagt er frá könnun í ritinu Twin Research þar sem fram kemur að systkin hafa oft svipaða skoðun á því hvort skop- teikningar séu fyndnar. En eineggja tví- burar virðast ekkert líklegri til að vera sammála en venjuleg systkin sem ekki hafa sama genamengi, eins og tvíburarnir. ÞETTA GERÐIST LÍKA Dritið holar steininn Reuters Vegfarandi í borginni Primavera do Leste í Mato Grosso-héraði í Brasilíu notfærir sér nýja gerð af símaklefa. Klefarnir eru í líki dýra í héraðinu. Hringt úr jagúarnum SPÆNSKA lögreglan handtók fjóra menn til viðbótar í gær í tengslum við rannsóknina á hryðjuverkaárásunum í Madríd í síðustu viku. Er fjöldi handtekinna þar með kominn í tíu. Fimm sakborningar komu fyrir dómara í fyrsta sinn í gær og yfirvöld í Marokkó hand- tóku meinta samverkamenn aðalsakbornings- ins. Spænska lögreglan staðfesti að einn þeirra fjögurra sem síðastir voru handteknir væri eft- irlýstur af lögreglunni í Marokkó í tengslum við sjálfsmorðssprengjutilræðin í Casablanca í fyrravor. Að minnsta kosti þrír fjórmenninganna eru marokkóskir ríkisborgarar, eftir því sem mar- okkóskur rannsóknarlögreglumaður upplýsti. Handtökurnar áttu sér hins vegar stað á spænskri grund aðfaranótt fimmtudags. Þrír mannanna voru handteknir í bænum Alcala de Henares, en þaðan lögðu upp þrjár af þeim fjórum lestum sem sprengjur hryðjuverka- mannanna sprungu í, að morgni fimmtudagsins 11. marz. Fjórða handtakan fór fram í Gijon, að sögn spænskra embættismanna sem ekki vildu láta nafns síns getið. Lögregluna grunar að síðastnefndi sakborn- ingurinn hafi átt beina aðild að sprengjutilræð- unum og kunni ennfremur að hafa verið viðrið- inn sjálfsmorðssprengjuárásirnar sem bönuðu 33 manns auk tólf tilræðismanna í miðbæ mar- okkósku hafnarborgarinnar Casablanca í maí í fyrra. Hópur tengdur al-Qaeda ítrekar ábyrgð Angel Acebes, innanríkisráðherra fráfarandi Spánarstjórnar, sagði rannsókninni miða vel, en vildi ekki segja neitt frekar um nýjustu handtökurnar. „Nú er svo komið að sýna verð- ur gætni,“ sagði ráðherrann á blaðamanna- fundi. Til hans var annars boðað aðallega til að birta leyniþjónustugögn um árásirnar, sem eiga að sanna það sem stjórnarliðar halda fram um að fullyrðingar um að basknesku aðskiln- aðarsamtökin ETA hefðu sennilega staðið að árásunum í Madríd væru frá leyniþjónustunni komnar. Talsmenn hægristjórnarinnar fráfar- andi sæta nú ásökunum um að hafa látið póli- tíska stundarhagsmuni stýra því að þeir skyldu hafa verið svo snöggir til að skella skuldinni á ETA, þegar svo í ljós kom að íslamskir öfga- menn voru að verki. Birting leyniþjónustu- gagnanna er liður í að verjast þessum ásök- unum. Arabíska dagblaðið Al-Quds al-Arabi, sem gefið er út í Lundúnum, birti á fréttavef sínum í gær yfirlýsingu sem því hafði borizt frá „Her- sveit Abu Hafs al-Masri (al-Qaida)“. Í yfirlýs- ingunni endurtekur þessi hópur með tengsl við al-Qaeda-samtökin að hann beri ábyrgð á árás- unum í Madríd. Í yfirlýsingunni eru tilgreind lönd sem eru næst á skotmarkalista samtak- anna. „Hersveitir okkar eru að búa sig undir næstu árás,“ segir þar. „Hver verður næstur? Verður það Japan, Bandaríkin, Ítalía, Bret- land, Sádi-Arabía eða Ástralía?“ Til þessara landa er beint viðvöruninni að „hersveitir dauðans eru við dyr ykkar“. Ritstjóri Al-Quds al-Arabi sagðist sannfærð- ur um að yfirlýsingin, sem barst blaðinu í tölvupósti, væri ósvikin. Skeyti sem sent var í nafni Abu Hafs al-Masri, þar sem ábyrgð var lýst á Madríd-tilræðinu, barst fyrst strax að kvöldi tilræðisdagsins. Spænsk yfirvöld eru þó að rannsaka fleiri möguleika. Fjórir menn til viðbótar handteknir á Spáni Tengsl eins sakborninganna við sprengjutilræði í Casablanca staðfest Madríd. AP, AFP. MIKHAIL Saakashvili, forseta Georgíu, tókst að binda enda á upp- reisn í Svartahafshéraðinu Adjara á þriggja klukkustunda samn- ingafundi með leiðtoga héraðsins, Aslan Abashidze, í gær. Saakashvili veifar hér til stuðningsmanna sinna á leiðinni á fundinn sem var haldinn í höfuðstað Adjara, Batumi. Á fundinum lofaði Abashidze að viðurkenna vald stjórnar Saak- ashvilis yfir Adjara og forsetinn samþykkti að aflétta viðskiptabanni á héraðið. Deilan um Adjara magn- aðist um helgina þegar Abashidze meinaði forsetanum að fara til hér- aðsins og Saakashvili sakaði hann um að hafa hafið vopnaða uppreisn gegn stjórninni. Áður hafði Abash- idze neitað að láta af hendi skatt- tekjur stjórnarinnar í héraðinu og komið á fót eigin hersveitum. Reuters Uppreisnar- hérað beygir sig undir vald forsetans SPÆNSKI Þjóðarflokkurinn, sem hefur verið við stjórnvölinn á Spáni, hefur hótað að lögsækja kvik- myndaleikstjórann heimskunna Pedro Almodovar vegna þess að hann hafi sakað flokkinn um að hafa lagt á ráðin um „valdarán“ í kjölfar hryðjuverkaárás- anna í Madríd í síðustu viku. Almodovar reitti forsvarsmenn Þjóðarflokksins (Partido popular, PP) til reiði með því að bera á torg ásakanir um að þeir hefðu lagt á ráðin um að fresta þingkosningunum sem fram fóru sl. sunnudag, í því skyni að ríghalda í völdin. „Við vorum hársbreidd frá því að PP rændi völd- um,“ sagði Almodovar sl. þiðjudag á blaðamanna- fundi þar sem hann var að kynna nýjustu kvikmynd sína, „Slæm menntun“. Með þessum ummælum var hann að vísa til orðróms þess efnis, að fráfarandi for- sætisráðherrann Jose Maria Aznar hefði áformað að fresta kosningunum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Madríd sem framdar voru þremur dögum fyrir kosn- ingarnar. Aznar hefur haft hægt um sig frá því flokkur hans beið lægri hlut í kosningunum. En talsmenn PP þustu fram fyrir skjöldu í gær og hótuðu því að stefna Almodovar fyrir rétt. „Kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodovar sagði í gær (þriðjudag) í ummælum sem höfð voru eftir honum í fjölmiðlum að Þjóðarflokk- urinn hefði „verið að æsa til valdaráns á laugardags- kvöldið,“ daginn fyrir kosningarnar. Um 4.000 stuðningsmenn Þjóðarflokksins söfnuð- ust saman fyrir utan höfuðstöðvar hans í miðborg Madrídar í gær og létu í ljósi vanþóknun á nýrri kvik- mynd Almodovars, en í henni er fjallað um kynferð- islega áreitni í kaþólskum kirkjuskóla. Hóta að lögsækja Almodovar Kvikmyndaleikstjórinn Pedro Almodovar. Madríd. AFP. NÁMSSTYRKIR til einstæðra foreldra í Danmörku munu hækka um helming, en nú standa yfir endurbætur á náms- styrkjakerfi Dana að því er fram kemur í frétt Berlingske Tid- ende. „Ég er mjög ánægð með að það skuli hafa tekist að ná pólitísku samkomulagi um að styðja betur við einstæða for- eldra í námi og tel það löngu tímabært,“ sagði Ulla Tørnæs, menntamálaráðherra Dana. Samkvæmt samkomulaginu verður framlag til einstæðra for- eldra frá ríkinu í gegnum náms- styrkjakerfið aukið um helming, en í dag fá þeir um 4.500 dansk- ar krónur, sem samsvarar um 52.000 íslenskum, í mánaðarleg- an námsstyrk. Nemendur sem búa heima hjá foreldrum sínum tapa hins vegar á samþykktinni, því þeirra styrkur skerðist um 400 danskar krónur, eða 4.600 ís- lenskar, á mánuði. Danmörk Námsstyrk- ir hækka og lækka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.