Morgunblaðið - 19.03.2004, Síða 26
LANDIÐ
26 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Ljósmyndasafn Aust-
urlands tók nýlega við einnar millj-
ónar króna styrk frá Landsbanka
Íslands. Á að verja fjárhæðinni til
að flokka og tölvuskrá myndasafn
vikublaðsins Austra. Aukinheldur
verður fénu varið til að skrá filmu-
safn Einars Vilhjálmssonar, fv. toll-
varðar.
Speglar athafna- og
mannlíf á Austurlandi
Þegar Austri hætti var mynda-
safn blaðsins falið Ljósmyndasafni
Austurlands til varðveislu og er um
að ræða þúsundir mynda úr aust-
firsku athafna- og mannlífi.
Einar Vilhjálmsson tollvörður frá
Seyðisfirði afhenti safninu um 500
eftirtökur og 2.800 filmur sem
tengjast athafna- og mannlífi á
Seyðisfirði og víðar, m.a. frá síld-
arárunum. Stefnir Héraðs-
skjalasafn Austurlands, sem Ljós-
myndasafnið heyrir undir, nú að því
að söfn Austra og Einars verði gerð
aðgengileg fyrir þá sem áhuga hafa
á austfirsku mannlífi.
Landsbankinn styrkir Ljósmyndasafn Austurlands: F.v. Magnús Stef-
ánsson, Héraðsskjalasafni Austurlands, Tryggvi Karelsson og Einar Kr.
Jónsson, báðir frá Landsbanka Íslands.
Styrkur til Ljósmynda-
safns Austurlands
Ljósmynd/Hrafnkell Jónsson
„ÞETTA sorglega slys er tekið
gríðarlega alvarlega af öllum að-
ilum verksins og öryggisráðstafan-
ir á þessum vinnustað verða yf-
irfarnar ofan í kjölinn og efldar
frekar.“ Þetta segir Sigurður Arn-
alds hjá Landsvirkjun í kjölfar
hörmulegs banaslyss í Kára-
hnjúkavirkjun fyrr í vikunni.
„Verktakinn, Impregilo, er að
vinna tillögur að útfærslu á frekari
öryggisráðstöfunum í og við gljúfr-
ið“ segir Sigurður jafnframt.
„Framkvæmdaeftirlit Landsvirkj-
unar mun svo fara yfir þær og loks
verður haft samráð við Vinnueft-
irlit ríkisins.
Sjálf vinnan við frekari örygg-
isráðstafanir ofan við gljúfrið kall-
ar sérstaklega á áhættumat, sem
Impregilo er að vinna að núna.
Það liggur ekki fyrir á þessu
stigi hvenær framkvæmdir við
þessar öryggisráðstafanir geta
hafist, það munu allavega líða
nokkrir dagar þar til svo getur
orðið.
Vinna við framkvæmdina sjálfa
ofan í gljúfrinu, bæði við slysstað-
inn og við stíflufyllingu neðar í
gljúfrinu dregst síðan enn frekar,
eða þar til allir aðilar verksins og
Vinnueftirlit ríkisins telja nægar
ráðstafanir gerðar.“
Vegna spurningar um hvort
starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun
hafi fengið sérstaka áfallahjálp í
kjölfar banaslyssins segir Sigurður
að eðli málsins samkvæmt hafi það
einkum verið starfsmenn Arnar-
fells sem veita þurfti áfallahjálp,
en maðurinn sem lést vann fyrir
það fyrirtæki. „Í fyrsta lagi komu
tveir prestar af Héraði á vinnu-
staðinn og hjúkrunarfræðingur frá
Egilsstöðum. Jafnframt kom aust-
ur reynt starfsfólk frá áfallateymi
Landspítalans.“
Öryggisráðstaf-
anir yfirfarnar
ofan í kjölinn
Kallar á nýtt áhættumat
Skorradal | Nú er að ljúka sam-
eiginlegu verkefni Listaháskóla Ís-
lands og LBH, nokkurra vikna
námskeiði sem nemendur beggja
skóla hafa tekið þátt í. Námskeiðið
hefur verið haldið til skiptis á
Hvanneyri og í Reykjavík og rúm-
lega 30 nemendur hafa tekið þátt.
Hin aldna en jafnframt sérstaka
Hreppslaug og umhverfi hennar
varð fyrir valinu sem megin verk-
efni og var annars vegar unnið
með aðferðir í landslagsgreiningu,
náttúra, menning, upplifun – og
síðan byggt áfram á því til að
koma með framtíðarsýn á skipulag
staðarins og baðmenningu nýrrar
aldar. Til stuðnings verkefnavinn-
unni voru haldnir nokkrir fyrir-
lestrar. Hólmfríður Jónsdóttir og
Hrefna Björg Þorsteinsdóttir,
arkitektar hjá Arkibúllunni, sögðu
frá baðhúsinu í Nauthólsvík og
Olga Guðrún Sigfúsdóttir arkitekt
sagði frá lokaverkefni sínu frá
Tækniháskólanum í Berlín, um
baðhús og baðlíf í Mývatnssveit,
allt mjög fróðleg og áhugaverð er-
indi. Ennfremur fóru nemendur í
nokkrar ferðir um svæðið, gengu
um og reyndu að draga til sín
,,anda staðarins“.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessir
tveir skólar eiga samstarf með
þessum hætti og er það mál þeirra
sem tóku þátt í þessu að þrátt fyr-
ir ýmislegt sem e.t.v. mætti betur
fara, væru kostirnir við sameig-
inlega vinnu þeim mun fleiri en
gallarnir og því verður tvímæla-
laust haldið áfram með sameig-
inleg verkefni og samstarf þessara
tveggja skóla sem eru að stíga sín
fyrstu skref á sviði skipulags– og
byggingarlistarmenntunar á Ís-
landi. Svokallaður ,,gegnumgang-
ur“, þ.e.a.s. þar sem verk nemenda
eru hengd upp og kynnta þau.
Voru þau kynnt í vinnusal um-
hverfisskipulagsbrautar (Nýja
skóla) á Hvanneyri í gær og verða
kynnt í húsnæði Listaháskólans í
Reykjavík í dag, föstudeginum 19.
mars kl. 10–15. Kynninginer öllum
opin og ættu þeir sem áhuga hafa
á þessum málum að koma við á
kynningarstað.
Landbúnaðarháskólinn og
Listaháskólinn í samstarfi
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
Þeir nemendur á umhverfisskipulagsbraut á Hvanneyri sem tóku þátt í verkefninu.
Fljót | „Meirihluti geitanna er bor-
inn. Þær byrja sífellt fyrr að bera,
núna komu fyrstu kiðin í janúar
en í fyrra fóru þau að fæðast í
byrjun febrúar,“ sagði Ásdís
Sveinbjörnsdóttir, bóndi á Ljóts-
stöðum í Skagafirði.
Ásdís hefur verið með geitur á
búi sínu í um tuttugu ár. Nú eru
þær um tuttugu talsins. Ásdís er
einnig með kindur en segir að
kindur og geitur séu gerólíkar
skepnur. Geiturnar halda sig yf-
irleitt í hóp yfir sumarið og ganga
í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þær
sækja ekki í túnið til að bíta eins
og kindur gera oft en eiga hins
vegar til að fara í heyrúllur á
túninu. Ekki til að éta heldur að
hnoða þær með hornunum og þá
koma oftast göt á plastið sem er
alveg afleitt.
„Það er gaman að þessu greyj-
um, sérstaklega kiðunum meðan
þau eru ung. Þó þetta virðist villt-
ar skepnur við fyrstu sýn hænast
þær auðveldlega að manninum,
ekki síst ef þeim er gefið eitthvað
sem þeim finnst gott, til dæmis
brauð. Ég get kallað á þær þegar
þær eru úti jafnvel þótt þær séu
uppi í fjalli og þá koma þær hing-
að heim til mín,“ sagði Ásdís
Sveinbjörnsdóttir.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Hluti geitanna á Ljótsstöðum í Skagafirði með kiðin sín.
Kiðin koma sífellt fyrr í heiminn
Grundarfjörður | Frá því sl. haust
hafa börnin í Grunnskólanum í
Grundarfirði átt þess kost að kaupa
heitan mat í hádeginu. Maturinn
kemur frá veitingahúsinu Kaffi 59
alla daga vikunnar nema föstudaga
en þann dag er skólinn hjá nem-
endum búinn um hádegisbil. Til þess
að hægt væri að fara af stað með slíka
þjónustu var gerð könnun meðal for-
eldra og þurftu 100 nemendur að vera
ákveðnir í að notfæra sér hana til
þess að þetta væri mögulegt. Að sögn
Birnu Guðbjartsdóttur, starfsmanns
á Kaffi 59, hefur börnunum líkað mat-
urinn vel og nú eru um 140 nemendur
af tæplega 200 sem eru áskrifendur
að matnum og flestir kennarar og
mest af starfsfólki skólans. Þegar
fréttaritara bar að garði um daginn
var nautagúllas í matinn og krakk-
arnir komu í röðum til að fá skammt-
inn sinn. „Svolítið meira af kjöti,“
sagði einn en annar bað um meiri
kartöflustöppu. Eftir að skammt-
urinn var kominn á diskinn fór hver
nemandi inn í sína heimastofu.
Fá heitan mat
í hádeginu
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson