Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ TÓNSKÓLI Sigursveins heldur tón- leikahátíð í Háskólabíói á morgun, laugardag. Um er að ræða röð af stuttum tónleikum sem hefjast kl. 12.30, 13.30, 14.30 og 15.30. 350 nemendur í hljómsveitum og hópum koma fram á tónleikunum undir stjórn kennara sinna. Tón- leikarnir eru liður í hátíðarhöldum í tilefni af því að skólinn er 40 ára á þessu starfsári. Fyrst koma fram Forskólakór, Léttsveit og Blásara- sveit I. Þá Gítarsveitir, Blásarasveit II og nemendur í Tónsmiðju. Strengjasveitir 1, 2 og 3, og Stór- sveit strengjanemenda eru næstar og síðast verður Bach-hátíð þar sem píanónemendur og Strengja- sveit Tónskólans flytja þrjá kons- erta fyrir tvö og þrjú píanó undir stjórn Arnar Magnússonar. Morgunblaðið/Sverrir Strengjasveit Tónskóla Sigursveins ásamt stjórnanda sínum, Erni Magnússyni, á æfingu. 350 nemendur koma fram á afmælistónleikum í Háskólabíói Þetta bíókvöld byrjar ámat, því ég rataði loks-ins inn á einn prýðilegaljótan bíóstað, Le Re- flet. Hann er beint á móti Reflet Medicis bíói í rue Champollion, lítilli hliðargötu upp af rue des Ecoles, rétt við Boulevard Saint Michel. Le Reflet hefur alla kosti fyrir bíófólk, staðsetningu, stemmningu, verð og opnunar- tíma. Á matseðlinum er eitthvað fyr- ir alla, líka grænmetisætur. Gott úrval er af salötum og ég valdi mér Auvergne-salat, úr sveita- skinku, gráðosti og valhnetum. Úrvalið af víni í glösum er nokk- uð gott og ég fékk mér Cotes du Rhone. Það klikkar aldrei. Þar að auki er það við hæfi fyrir bíófólk því ef kjaftasagan er sönn þá drekkur Catherine Deneuve helst ekki annað. Salat, vín og kaffi kostar 13 evrur, og það var borgað með glöðu geði því þetta var gæða- snarl. Eini þjónninn sem gekk um beina stóð sig vel í annríkinu og lét sig líka hafa það að tala við gesti og spyrja tíðinda ofan af Ís- landi. Le Reflet er opinn til tvöá nóttunni og hægt aðfá að borða til klukkantólf. Þannig að sá sem fer svangur á tíubíó þarf ekki að fara í háttinn með garnagaul. Það er léttir að sitja þarna í hléi frá skarkalanum á St Michel og horfa á plakötin af Jean Gabin yfir götuna, en þar stendur yfir hrina af myndum þjóðleikarans þessar vikurnar, þar sem hann leikur allt frá Maigret lögreglu- foringja til rússnesks öreiga í Leiguhjalli (Les Bas-fond), meistaraverki Jean Renoir eftir skáldsögu Maxim Gorki. Þá mæli ég með Fritz Lang hátíð til 28. mars í einu skemmti- legasta listasafni Parísar, Musée d’Orsay, fyrrum járnbrautarstöð við Signu. Í því er mikil „optím- ísering“ að fara í bíó á safninu, því enginn endist til að stappa kringum listaverk nema klukku- tíma í einu, sama hvað þau eru heillandi. Upp úr því fara þau að renna ískyggilega saman. Og þá erum við komin að Perlustúlkunni, einu frægasta málverki allra tíma eftir Ver- meer, sautjándu aldar Hollend- inginn sem lét ekki eftir sig nema 30 þekkt verk. Þau spóla hins vegar endalaust í vitund lærðra og leikra, svo hæglát sem þau eru sjálf. Perlustúlkuna eða öllu heldur Stúlkuna með perlu- eyrnalokkinn hefur Tracy Chev- alier, höfundur bókarinnar, sem kvikmyndin er gerð eftir, séð í Mauritshuis í Haag og þrifið pennann. Hún er ekki ein um það, því ég held að flestir rithöf- undar sem þarna hafa komið hafi á einn eða annan hátt fundið sig knúna til þess að segja eitthvað eða nota áhrifin sem þeir urðu fyrir af þessari mynd, eða af Út- sýn yfir Delft, öðru meistara- verki Vermeers í Mauritshuis. Ekki einu sinni ég er þar undan- tekning. Ég er hins vegar í frekar vond- um málum að skrifa um þessa bíómynd sem ég sá í góðum og þægilegum sal með nóg pláss fyrir bífur í UCG Odéon (við samnefnda metróstöð) því hún er eitthvað svo froðukennd. Hún gleður augað og heldur athygli og það eru a.m.k. tvær áhuga- verðar persónur í henni, grimm- ur og gráðugur patrón málarans og svo konan hans. En sjálfur Vermeer er í engum fókus og eiginlega ekki heldur þjón- ustustúlkan (leikin af Scarlett Johansson) sem verður smám saman hjálparkokkur hans, og endar ódauðleg í myndinni, með perlueyrnalokkinn sem Tracy Chevalier lætur vera úr búi hús- freyjunnar. Það er út af fyrir sig snið-ug hugmynd að skrifaskáldsögu kringumþetta meistaraverk, en mér finnst grunsamlegt að höfundurinn hefur síðan varpað sér yfir eitt dásamlegasta vef- listaverk sem hefur verið snúið saman í okkar heimshluta, og skrifað skáldsögu um Konuna og einhyrninginn. Þeir sem vilja hins vegar skoða þessa dáfögru og einkennilegu veggtepparunu (La Dame a la Licorne) geta brugðið sér á Cluny safnið sem er næsti bær við veitingastaðinn frá í upphafi. Það helsta sem bíómyndin um Perlustúlkuna skildi eftir sig fyr- ir mig er umhugsunin um hvað það er lítið og skrýtið að hún var einhvern tímann til í alvörunni stúlkan sem myndin er af, og að þetta tiltekna andlit hverfur ekki sjónum meðan heimurinn er til í þeirri mynd sem við þekkjum hann núna. B í ó k v ö l d í P a r í s Perlustúlkan auðdauðlega Eftir Steinunni Sigurðardóttur Jan Vermeer (1632–1675). Stúlka með perlueyrnarlokk. Borgarleikhúsið – Þrjár Maríur Síðustu sýningar á einleiknum Þrjár Maríur eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur verða á Litla sviði Borgarleikhússins á laugardag og sunnudag. Að sýningunni stendur Strengja- leikhúsið í samvinnu við Borgar- leikhúsið. Iðnó – Einþáttungar Síðustu sýningar á tveimur einþáttungum Höfundaleikhúss Dramasmiðjunnar, Korter eftir Kristínu Elfu Guðnadóttur og Stóra Málið eftir Svan Gísla Þorkelsson verða á laugardag og sunnudag. Síðasta frumsýning í Höfundaleik- húsi er svo helgina 27. og 28. mars en þá verður sýndur gamanleikur- inn Yndislegt kvöld eftir Pál Her- steinsson. Borgarleikhúsið – Draugalestin Síðasta sýning á Draugalest Jóns Atla Jónassonar á Nýja sviði Borg- arleikhússins verður á sunnudag. Leiksýningum lýkur Ársfundur Séreignalífeyrissjó›sins ver›ur haldinn 29. mars 2004, kl. 17.15 í höfu›stö›vum KB banka a› Borgartúni 19, 4. hæ›. Stjórn sjó›sins vill hvetja sjó›félaga til a› mæta á fundinn.  1. Fundarsetning. 2. Sk‡rsla stjórnar. 3. Ársreikningur fyrir li›i› starfsár lag›ur fram. 4. Tryggingafræ›ileg úttekt. 5. Fjárfestingarstefna sjó›sins. 6. Sameining Séreignalífeyrissjó›sins og Frjálsa lífeyrissjó›sins. 7. Önnur mál. DAGSKRÁ ÁRSFUNDUR SÉREIGNALÍFEYRISSJÓ‹SINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.