Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 31
STOFNUN Sigurðar Nordals gengst
fyrir málþingi um útflutning á ís-
lenskri sögu(endur)skoðun í Þjóðar-
bókhlöðunni kl. 13.30 á morgun, laug-
ardag. Rætt verður hvernig nýjar
rannsóknir á sögu Íslands hafa náð
inn í yfirlits- eða kynningarrit, kvik-
myndir og sýningar um íslenska
sögu, sem einkum eru ætlaðar út-
lendingum. Hvað gerðist, hvernig er
þess minnst, hvað hefur komið fram í
rannsóknum, hvernig er það sett
fram hér á landi, ekki aðeins til „land-
kynningar“ heldur sem framlag til
upplýsingar og fræðslu? Leitast verð-
ur við að svara þessum spurningum.
Þingið er ætlað fræðimönnum,
kennurum, ferðamálafrömuðum og
öðrum sem hafa áhuga á efninu. Flutt
verða fjögur stutt framsöguerindi.
Fyrirlesarar verða sagnfræðingarnir
Hilma Gunnarsdóttir, Helgi Skúli
Kjartansson, Ólafur Rastrick og Þor-
steinn Helgason. Að framsöguerind-
um loknum verða almennar umræð-
ur.
Frekari upplýsingar um dag-
skrána er að finna á vefsetri Stofn-
unar Sigurðar Nordals: www.nor-
dals.hi.is.
Málþing um
útflutning á
íslenskri sögu
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina 23. mars til
Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug og
þú getur valið um eina eða tvær vikur í sólinni. Það er um 28 stiga hiti á
Kanarí um miðjan mars, og hér er auðvelt að njóta lífsins við frábærar
aðstæður. Þú bókar ferðina núna og
tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum
fyrir brottför, færðu að vita hvar þú
gistir. Á meðan á dvölinni stendur
nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra
okkar allan tímann.
Síðustu sætin
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar.
23. mars, 7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr.
1.800. Alm. verð kr. 52.450. Bókunargjald kr.
2.000. Val um 1 eða 2 vikur.
Stökktu til
Kanarí
23. mars
frá 39.995
Verð kr. 39.995
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2-
11 ára, flug, gisting og skattar. 23. mars,
7 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Alm. verð kr. 41.994. M.v. að bókað sé að
www.heimsferdir.is Bókunargjald kr. 2.000.
Málarinn Veturliði Gunnarsson semí dag verður kvaddur var af stórahópnum svonefnda við myndlist-arnám í Kaupmannahöfn fyrstu
árin eftir seinni heimsstyrjöldina. Flestir á
Konunglegu listakademíunni við Kongens Ny-
torv, aðrir við skóla Rostrup Boyesen í Rík-
islistasafninu.
Aldrei í sögunni munu jafn margir Íslend-
ingar hafa verið samtíða í hinni virðulegu og þá
nær 200 ára gömlu stofnun. Þótt umdeild væri
taldist drjúg upphefð að vera þar í náðinni,
margir kallaðir en fáir útvaldir og inntaka
nemenda mikið mál. Þetta segir nokkuð af
þeim stórhug, eldmóð og metnaði sem var
ríkjandi með nýfrjálsri þjóð, í stríðslok nokkra
stund fyrir skikkan óheppilegrar atburðarásar
í álfunni með þeim aflögufærustu um matföng
og eyðslueyri.
Þessi sókn framsækinna listnema til fyrri
höfuðborgar þjóðarinnar hafði fjarað út er mig
bar að haustið 1950, var eina nýliðunin það ár-
ið, örfáir enn viðloðandi og Ólöf Pálsdóttir á
fullu í höggmyndadeild. Nokkur spurn hví
bókmenntaþjóðin hefur ekki gert þessari
miklu sókn til náms í myndlist sem öðrum list-
greinum á fjórða áratugnum nein skil, útrásin
náði til fleiri átta, einkum Parísar og London.
Veturliði Gunnarsson var einn þessara hug-
umstóru og vonglöðu frjósprota, jafnframt um
skeið einn hinn aðsópsmesti í hópi framsæk-
inna myndlistarmanna á sjötta áratugnum.
Ennfremur með þeim umdeildustu sökum
þess að hann var einn fárra listamanna af
yngri kynslóð sem héldu tryggð við hið hlut-
vakta á árum holskeflu óhlutlægra viðhorfa er
enginn þótti maður með mönnum sem ekki var
hér meðvitaður og innvígður. Sjötti og sjöundi
áratugirnir eru mér afar minnisstæðir, skilj-
anlega einkum hinn fyrri, og þá voru samskipti
okkar Veturliða einmitt nánust. Í upphafi ára-
tugarins var ég einhvern tíma staddur í Engla-
borg, húsi Jóns Engilberts, okkar sameig-
inlega kennara og velunnara, er Veturliði kom
aðvífandi og vorum við snarlega kynntir. Gust-
aði af honum og lifnaði veggja á milli við komu
hans. Tove spúsa Jóns bar okkur fljótlega kaffi
og meðlæti, otaði brosandi að mér einhverju
sem hún nefndi Veturliðakökur, þó líkast til
fyrir það eitt að málarinn var sólginn í þær.
Næst skeður að ég var kominn í nám við
listakademíuna í Osló haustið 1950 ásamt með
Guðmundi Guðmundssyni (Erró), vorum þó
hvor hjá sínum prófessornum; Jean Heiberg
og Aage Storstein. Fengum þá óvænt orð frá
Veturliða, stöddum á einhverju fínu hóteli í
miðborginni ásamt róðu sinni Unni Aðalheiði,
um innlit og spjall, vildi líka sjá hvað við vær-
um að gera. Eftirminnileg og stormasöm sýn-
ing í Listamannaskálanum í Reykjavík að baki
og maðurinn nánast heimsfrægur í höfuðborg
unga lýðveldisins á norðurhjaranum. Heim-
sóknin í hótelsvítu listamannsins afar upplífg-
andi og minnisstæð, er fullviss um að Erró
muni hana jafn vel og ég. Mikill hugur í Vet-
urliða sem var á upphafsreit ferðalags til fleiri
borga Evrópu. Eins og persónugervingur
metnaðar og mikilleika stóð voldug ferðakista
á miðju gólfi, þannig að líkast var sem rúss-
neskur stórfursti úr fortíð eða sjálfur Einar
Benediktsson væri á ferð. Hér ungur og vilja-
fastur listamaður á flakki, á meintri leið með
að takast á við dýpri lífæðar verundarinnar,
sigra heiminn. Innlitið hafði mikil áhrif á okk-
ur Guðmund, lítilsigldar og óþekktar listspír-
urnar, ýmislegt vænlegt til upplits og eft-
irsóknar, bjuggum enda við aðrar og
frumstæðari aðstæður sem og sparlegan kost,
hleypti kappi í kinn, var sem þotueldsneyti til
átaka. Eitthvað hefur Veturliða hugnast við
okkur, minni spámennina, því á ferð með aka-
demíunni á leið til Spánar með stuttri viðkomu
í París vorið 1953, hvar listamaðurinn var þá
staddur, vakkaði hann okkur eina dagstund
milli safna og listhúsa. Var hvergi banginn við
stórmenni þar sem við óðum yfir, vorum til að
mynda um stund í miðri upphengingu verka
Victors Vasarelys á einhverri mikilsháttar vor-
sýningu Nútímalistasafnsins með sjálfan
meistarann í snertifjarlægð. Alls óvelkomnir
en sluppum um horn fyrir bragðvísi æskunnar.
Nokkrum árum seinna vildi svo til að við
Veturliði voru samtímis teknir inn í Félag ís-
lenzkra myndlistarmanna, sem á þessum
löngu liðnu árum var ungum listamönnum
ígildi þess sem fálkaorðan var eldri kynslóð.
Tilviljanir réðu því svo rúmum áratug seinna,
að enn ein stórsýning Veturliða í Lista-
mannaskálanum í október 1966 reyndist fyrsta
verkefni mitt nýráðins listrýnis við blaðið. Þá
var ég löngum reglulegur gestur á heimili Vet-
urliða, en hann skipti oft um vistarverur, bjó
um skeið á Hverfisgötu rétt þar hjá sem
vatnsþró var áður staðsett. Í húsinu á mótum
Skólavörðustígs og Laugavegs þar sem Tóm-
asarkjötbúð var í kjallaranum. Loks lengi í
húsi Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar við
Borgartún eftir að þau fluttu þaðan en hann
var mikill vinur þeirra og hafði margoft ekið
þeim um landið. Minnist þess hve aðkoman var
hámenningarleg á öllum stöðunum, aðskilj-
anleg skilirí um alla veggi og hlaðar íslenzkra
fagurbókmennta á borðum, Veturliði hér með
á nótunum og ekki skorti heldur á ferskar
listaverkabækur né áhugann á að blaða í þeim
og ræða innihaldið. Viðveran jafnaðarlega
mikil upplyfting og aldrei neitt siðspilltara í
nágrenninu en kaffi og hnallþórur eins og
skáldið sem húsráðandi mat svo mikils orðaði
það löngu seinna á bók.
Svo þróuðust illu heilli hlutir á þessum árum
að Veturliði fékk mein sem gerði að verkum,
að burtnema þurfti þrjá fjórðu hluta magans,
sem gerði þennan tápmikla hugumstóra mann
að sjúklingi næstu árin, hafði djúpstæð áhrif á
líf hans og lífsviðhorf og kom róti á sálartetrið.
Allan tímann var Unnur Aðalheiður hans stóri
og sterki bakhjarl, hugsaði frábærlega um
heimilið og bæði úti- sem heimavinnandi. Um
skeið þerna á Gullfossi og naut ég þess árið
sem ég vann á grafíkverkstæði akademíunnar
1955–56, kallaði stundum í mig á landlegum og
bauð mér að heimsækja sig í skipið. Eftir að
Unnur hætti þernustörfum hafði hún að að-
alstarfi að sauma íslenzka fánann fyrir óska-
barn þjóðarinnar og var iðulega með nálina á
lofti er mig bar að í þeirra rann.
Ár liðu og menn og tímar breyttust, en þótt
margra hluta vegna strjálaðist á fundum okk-
ar Veturliða er leið á öldina var jafnan hlýtt
milli okkar, brúnir lyftust og brugðu í leik er
við hittumst. Síðast bar fundum okkar óvænt
saman í Listasafni ASÍ daginn eftir að opnuð
var minningarsýning á verkum Ragnars í
Smára og nú stendur yfir. Augljóst að mikið
var af honum dregið sem greindist einkum í
ásjónu hans og litarafti, átti þó ennþá til þetta
fjörlega blik í auga og kankvísa bros sem alla
tíð einkenndi hann á góðum stundum.
Málverk Veturliða Gunnarssonar áttu lítið
upp á pallborð hinna leiðandi á tímum strang-
flatalistarinnar, óformlegur, umbúðalaus og
hlutvakinn tjáferill fullkomlega utangarðs,
passé. Þó má allt eins halda því fram að lista-
maðurinn hafi verið á undan tímanum, því
vinnubrögðin voru ekki alls óskyld þeim sem
áratugum seinna þóttu algild á tímum nýja
málverksins. Styrkur og staða hins fljóthuga
og örgeðja listamanns verður þó áfram óskrif-
að blað þar til bjarmar af heilbrigðari við-
horfum, vel undirbúin og mótuð yfirlitssýning
á lífsverki hans sett upp, hið gildasta dregið í
ljós.
Veturliði Gunnarsson
eftir Braga Ásgeirsson
ALÞJÓÐLEGI barnaleikhúsdag-
urinn verður haldinn hátíðlegur á
laugardag í þriðja sinn. Af tilefn-
inu verður vefsvæði ASSITEJ-
samtakanna á Íslandi opnað í Nor-
ræna húsinu á laugardaginn kl.
16.30 þann dag. Flutt verða ávörp
í tilefni dagsins eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur rithöfund og
einnig frá alþjóðasamtökunum.
ASSITEJ eru alþjóðleg samtök
um barna- og unglingaleikhús sem
eiga sér fulltrúa í yfir sjötíu lönd-
um. Hinn 15.–19. maí næstkom-
andi verður haldin hér á landi
Norræn barnaleikhúshátíð í sam-
starfi við ASSITEJ sem ber yf-
irskriftina „Fyrir austan mána og
vestan sól“. Þar verða sýnd barna-
leikrit frá öllum Norðurlöndunum
auk þess sem ástralska listakonan
Tamara Kirby kemur og stendur
fyrir námskeiði sem mun ljúka
með gjörningi í Hljómskálagarð-
inum með þátttöku gesta hátíð-
arinnar og íslenskra barna. Gjörn-
ingurinn er samstarfsverkefni
hátíðarinnar og Listahátíðar í
Reykjavík.
Í stjórn ASSITEJ á Íslandi
sitja Hallveig Thorlacius, Helga
Arnalds, Eggert Kaaber og Pétur
Eggerz.
Frítt á sýningar
í Möguleikhúsinu
Í tilefni dagsins munu Mögu-
leikhúsið og Stoppleikhópurinn
bjóða börnum og fullorðnum frían
aðgang að tveimur leiksýningum í
Möguleikhúsinu við Hlemm þann
dag. Kl. 13 sýnir Möguleikhúsið
leiksýninguna Tveir menn og
kassi eftir Torkild Lindebjerg og
kl. 15 sýnir Stoppleikhópurinn
leikritið Landnámu eftir Valgeir
Skagfjörð.
Alþjóðlegi
barnaleik-
húsdagurinn
KÓRSTJÓRNARNÁMSKEIÐ á
vegum Tónskóla Þjóðkirkjunnar
hefst í Norðursal Hallgrímskirkju
kl. 17 í dag, föstudag. Tekinn verður
fyrir flutningur á
tveim kantötum
eftir J. S. Bach.
Leiðbeinandi er
Hörður Áskels-
son, organisti í
Hallgrímskirkju.
Námskeiðið er í
þrem lotum, í
mars apríl og
maí. Í síðustu lot-
unni verður einnig unnið með hljóm-
sveit og er áætlað að námskeiðinu
ljúki með flutningi verkanna með
kór og hljómsveit.
Meðal virkra þátttakenda í nám-
skeiðinu eru nemendur Tónskólans
sem eru á öðru ári í kórstjórn, en
kórstjórn er nú samkvæmt nýrri
námskrá skólans þriggja ára sam-
fellt nám. Kennari er Hákon Tumi
Leifsson, stjórnandi Háskólakórsins
og Vox Academica, en hann er um
það bil að ljúka doktorsnámi við
Washingtonháskólann í Seattle með
kórstjórn sem aðalfag.
Upplýsingar um námskeiðið má
sjá á vefsvæði Tónskólans, www.
tonskoli.is.
Kórstjórnar-
námskeið
Hörður Áskelsson
Menningarmálanefnd Reykjavík-
urborgar hefur úthlutað 8,2 milljón-
um af ráðstöfunarfé nefndarinnar en
áður var 45,2 milljónum úthlutað
vegna samstarfssamninga til þriggja
ára til 23 aðila.
500 þúsund krónur hlutu Annað
Svið, Gallerí Kling & Bang, Hugleik-
ur, Hugstolinn (The Raven Rhaps-
ody), Ólöf danskompaní, Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna og
Strengjaleikhúsið. 400 þúsund krón-
ur hlutu Blásarakvintett Reykjavík-
ur og Camerarctica.
Styrkir til menningarmála
350 þúsund krónur hlutu Gjörn-
ingaklúbburinn og Textílfélagið.
300 þúsund krónur hlutu Baman,
Blásarasveit Reykjavíkur, Gallerí
Hlemmur, Íslensk Grafík, Listvina-
félag Hallgrímskirkju, Samtökin 7́8
v/Hinsegin bíódaga og Söngsveitin
Fílharmónía. 200 þúsund krónur
hlutu Félag ísl. tónlistarmanna,
IBBY á Íslandi, Myndhöggvarafélag
Reykjavíkur, Ung Nordisk Musik –
Íslandsdeild og Poulenc-hópurinn.
100 þúsund krónur hlaut Agnar J.
Jónsson v/Kolosalt.
ATVINNA mbl.is