Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í UMRÆÐUNNI um og í gagnrýni á banka og fjármálafyrirtæki í land- inu verða menn að hafa í huga að ekki er nema rúmur áratugur síðan íslensku bankarnir voru fremur veikir í alþjóðlegu samhengi. Þeir stunduðu ekki lánveitingar erlendis eða voru með starfsemi utan Íslands. Flest meðalstór og stærri verkefni voru fjármögnuð af erlend- um bönkum en ekki íslenskum. Staðan nú er gerbreytt, atvinnugreinin hefur náð að dafna hratt samhliða ört vaxandi atvinnulífi og bankarnir hafa haslað sér völl á alveg nýj- um sviðum viðskipta og styrkt þannig tekju- grundvöll sinn á sama tíma og vaxtamunur hefur minnkað. Þetta segir Halldór J. Kristjánsson, for- maður Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja og bankastjóri Landsbanka Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Svara ört vaxandi og alþjóðlegum kröfum Íslendinga Hann minnir jafnframt á að á síðustu 5–7 árum hafi þessi atvinnnugrein skapað afar mörg ný og vellaunuð störf. „Fyrir fimm ár- um var vel innan við 10% af vinnuafli bank- anna með háskólamenntun en nú eru yfir 20% háskólamenntaðir einstaklingar og margir með erlent framhaldsskólanám hafa fengið góð störf í greininni, íslensku bank- arnir hafa boðið upp á spennandi störf bæði hér heima og í mjög vaxandi mæli erlendis í starfsstöðvum bankanna sem nú eru í helstu fjármálamiðstöðvum heimsins,“ segir Hall- dór. Hann segir einnig að full ástæðu sé til að minna á að fyrir fimm árum hafi vaxtamunur hér á landi verið um 4% en hann sé nú kom- inn vel undir 3%. „Bankakerfinu hefur tekist að aðlaga sig þessum tekjumissi sem er í raun ekki ósvipaður því og atvinnufyrirtæki þyrftu að aðlaga sig að 25% verðfalli á afurð- um þeirra. Þetta hefur þeim tekist með því að útvíkka þjónustuna og með því að hasla sér völl á alveg nýjum sviðum viðskipta. Ég held því fram að það sé lofsverður árangur íslenskra banka að hafa tekist að mæta ört vaxandi og alþjóðlegum kröfum íslenskra fyrirtækja og einstaklinga.“ Halldór segist telja að viðskiptavinum bankanna sé ljós sú lækkun sem orðið hafi á vaxtamun. Gagnrýni á bankana hafi hins vegar einnig beinst í þá átt að þeir innheimtu há þjónustugjöld af viðskiptavinum sínum. Þeim fullyrðingum hafnar Halldór hins veg- ar: „Vegna þessarar gagnrýni óskuðu Sam- tök banka og verðbréfafyrirtækja eftir því að óháður aðili gerði skýrslu um þessi gjöld á Norðurlöndunum. Skýrslan hefur alls ekki fengið þá athygli sem hún á skilið. Í henni voru teknir 27 þjónustuþættir, sem eru uppi- staðan í bankaþjónustu heimilanna, og þeir bornir saman við gjöld banka á Norðurlönd- unum. Þá kom í ljós að þjónustugjöld ís- lenskra banka eru að með- altali lægri en banka í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Í 23 þjónustuþáttum voru íslensku bankarnir lægri en meðaltalið í þessum löndum. Þannig að það sýnir sig að þjónustugjöld íslensku bankanna eru með þeim lægstu sem gerast á Norð- urlöndunum. Sem dæmi um mikilvæga þjón- ustuþætti sem eru ódýrari hér á landi má nefna að heildarútgjöld vegna notkunar deb- etkorta eru 20% ódýrari á Íslandi. Kostn- aður af netbanka hér er aðeins 1/3 af sam- bærilegum kostnaði á Norðurlöndunum og kostnaður af millifærslum og greiðsluseðl- um er aðeins um 1/20 af sambærilegum gjöldum á Norðurlöndunum. Að meðaltali kosta allir helstu þjónustuþættir sem bornir voru saman aðeins um þriðjung hér af því sem þeir kosta neytendur að meðaltali á Norðurlöndunum. Allir sem búið hafa er- lendis vita að þjónustustig íslenskra banka er með því besta sem þekkist og að flestu leyti mun betra, m.a. að því er varðar af- greiðsluhraða, aðgang að þjónustu og sjálf- virkni með eitt hæsta tæknistig sem þekkist. Við erum því að tala um atvinnugrein sem stendur ekki bara jafnfætis við það sem ger- ist í nágrannaríkjunum heldur gerir gott betur. Þetta hefur gerst með aukinni stærð- arhagkvæmni bankanna og eins vegna þess að bankarnir hafa lengi starfað saman á sviði greiðslumiðlunar en af því er mikið hagræði. Það hagræði og þær umbreytingar sem hafa orðið á rekstri bankanna hafa því skilað sér til neytenda og lagt grunninn að góðu banka- kerfi með mjög hátt tæknistig og einstak- lega fjölbreytt þjónustuframboð.“ Fyrirferð bankanna og afskipti þeirra af íslensku atvinnulífi hafa verið gagnrýnd. „Bankar á Íslandi hafa alltaf haft allnokk- ur afskipti af atvinnulífi. Með nýlegum lög- um um starfsemi fjármálafyrirtækja mörk- uðu stjórnvöld umgjörð um þátttöku banka í atvinnulífinu með beinum fjárfestingum í fyrirtækjum. Segja má að sú þáttaka hafi eflt hlutabréfamarkaðinn á Íslandi enda fáir aðilar aðrir en bankar sem hafa burði til að takast á við umfangsmikil umbreytingar- verkefni. En slíkar umbreytingar eru eðli- legar og nauðsynlegar á lifandi hlutabréfa- markaði,“ segir Halldór. „Hitt hafa bankarnir einnig bent á að heildarumfang þeirra fjármuna sem þeir sjálfir eru að binda í umbreytingarverkefn- um sem hlutfall af heildareignum hefur ekki breyst mjög mikið. Það hefur einnig verið sett mjög skýr eftirlitsumgjörð um þessa starfsemi fjárfestingabankanna og þeir til- kynna Fjármálaeftirlitinu um það fyrirfram þegar farið er í slíkar fjárfestingar. Þannig geta eftirlitsaðilar fylgst mjög vel með því að hvaða verkefnum bankarnir eru að vinna. Þær breytingar sem orðið hafa eru einkum þær að verkefni bankanna eru nú færri en áður og stærri.“ Halldór minnir á að Verslunarráðið, Kauphöllin og Samtök at- vinnulífsins hafi gengist fyrir setningu viðmiðunar- reglna um góða stjórnar- hætti. „Vitað er að á vett- vangi stærri fyrirtækja hefur verið unnið mjög öfl- uglega í að bæta allt innra eftirlit, stjórnun og aðskiln- að starfssviða sem hefur leitt til þess að fagmennska í störfum er hér á borð við það besta sem gerist á þróuðum mörkuðum. Gagnrýni á starfsemi fjármála- fyrirtækja hér á landi hefur ekki alltaf verið vel grunduð eða vel rökstudd og á köflum því ósanngjörn.“ Töluverð umræða spannst um hagnað bankakerfisins á síðasta ári. „Það eru vissulega háar tölur þegar litið er á hagnað bankanna eftir skatt. En á móti virðist einnig gleymast að það fjármagn sem bundið er í rekstri bankanna er ótrúlega mikið og þeir sem hafa lagt hlutafé í bank- ana, bæði almenningur, lífeyrisjóðir, al- menninghlutafélög og fagfjárfestar sem eru fulltrúar fyrir fjölmarga einstaklinga líka, verða að gera kröfu um að ávöxtun þeirra af þessari eign sé 6–8% hærri en áhættulaus ávöxtun á skuldabréfamarkaði sem er nú 7%. Þetta þý 14–15% arð legur fjárfes og sparsjóð arðar og því um kröfum a.m.k. 14-15 Halldór b menn setji s bankanna og þeirra til alm afkomubatin fremst í ann viðskiptaban „Afkoman og það er ek að aðlaðandi við forsvars halda á lofti á tíðum stæ efnum erlen ist að bæta þess að bank þjónustugjö markaði,“ se Eru mögu í bankakerfi „Það má æ skiptabanka um hefur no aukist gríða bankaútibúu sem ekkert bankaútibú 2002 þrátt fy bankaviðski um hætti en Úbúar á hv hér. Hvert ú manns en yf Hagræðingi viðskiptavin ið í útibúake Hægt að meira í ba Formaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og bankastjóri Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson, sagði Arnór Gísla Ólafsyni að gagnrýni á bankana hefði ekki alltaf verið vel rök- studd. Vaxtamunur hefði til að mynda minnkað og þjón- ustugjöld væru lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Halldór: „Frá sjónarhóli atvinnugreinarinnar verður það „Íslensk fyr hratt. Mark irtækjanna milljarðar k í 283 milljar 146%. Mark sama tíma v milljarðar k um 151%. Þ raun verið a alfarið í tak lán að bank því ella hefð um fyrirtæk þau hefðu þ lensku bank ishæfari í sa Vöx takt atvin „En ég tel mikilvægt að menn fari að líta á íslensku fyrirtækin í alþjóðlegu samhengi.“ HRYÐJUVERKAMENN OG NORÐURLÖND Danski forsætisráðherrann,Anders Fogh Rasmussen,lýsti því yfir í fyrradag, að ríkisstjórn hans mundi ekki kalla danskar hersveitir heim frá Írak. Slíkt væri sigur fyrir hryðjuverka- menn og örlagaríkt merki þess, að hryðjuverkamenn geti náð árangri með athöfnum sínum. Fram hefur komið, að íslenzkir sprengjusér- fræðingar hafa starfað innan sveita Dana í Írak. Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að Marokkóbúi, sem væri í haldi vegna árásanna í Madríd, hefði farið nokkrar ferðir til Nor- egs til þess að hitta þar múllann Krekar, stofnanda og fyrrverandi leiðtoga ofstækisfullra samtaka ísl- amskra Kúrda. Fram kom að í fréttum norskra blaða eru ýmiss konar vangaveltur um tengsl þess- ara manna og samband þeirra við hreyfingar hryðjuverkamanna. Þótt Norðurlöndin séu fjær aðal átakasvæðunum á milli alþjóðlegra hryðjuverkamanna og þeirra þjóða, sem þar koma mest við sögu, er þó ljóst, að íbúar Norðurlanda geta ekki litið svo á, að þeir séu óhultir fjarlægðarinnar vegna. Hryðjuverkamenn láta höggið ríða óvænt hvar sem er og hvenær sem er ef svo ber undir með hörmuleg- um afleiðingum fyrir saklaust fólk. Við Norðurlandabúar getum ekki litið svo á, að okkar heimshluti sé utan þessara átakasvæða. Ekki eru mörg misseri liðin frá því, að fram kom að Noregur væri á svörtum lista hjá bin Laden. Vafalaust finnst mörgum ólíklegt að eyju langt norður í Atlantshafi stafi ógn af hryðjuverkamönnum. Bæði Bandaríkjamenn og Evr- ópubúar kunna að líta svo á, að svo litlar líkur séu á því, að hryðju- verkamenn sjái sér hag í því að ráð- ast á Ísland að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af því. Bandaríkja- menn og Evrópubúar búa hins veg- ar ekki á Íslandi. Í augum okkar Ís- lendinga er sú ógn sem að okkur steðjar frá hryðjuverkamönnum jafn raunveruleg og hún getur ver- ið í augum Bandaríkjamanna, Evr- ópubúa eða frænda okkar á öðrum Norðurlöndum. Við lítum svo á, að alþjóðlegir hryðjuverkamenn gætu séð sér hag í því að hertaka Ísland, ef hér væru engar varnir og að til þess þyrfti ekki stærri hóp vopn- aðra manna en kæmist fyrir í einni flugvél. Í okkar augum er það raun- hæfur möguleiki, að alþjóðlegar hreyfingar hryðjuverkamanna gætu talið það málstað sínum til framdráttar að taka með vopna- valdi varnarlaust Nató-ríki. Vissu- lega gætu Bandaríkjamenn svarað því til að þeir kæmu þegar á vett- vang í krafti varnarsamningsins. En þá væri skaðinn skeður og blóðsúthellingar óhjákvæmilegar til þess að reka hinn óboðna gest á brott. Í því andrúmslofti, sem nú ríkir á alþjóðavettvangi, er það upplifun flestra þjóða, að hætta geti verið á ferðum fyrir þær sjálfar og í þeim efnum getur engin þjóð sagt við aðra að hún standi ekki frammi fyr- ir sömu ógn. Við Íslendingar getum ekki búizt við því, að aðrar þjóðir taki að sér að sjá um allt, sem að okkur snýr í þessum efnum. Við höfum byggt upp efnahagslega öflugt samfélag, sem býr yfir mikilli tækniþekkingu. Við höfum byggt upp sterka Land- helgisgæzlu, sem á að baki mikla reynslu í átökum á hafinu í kringum Ísland. Við höfum byggt upp vísi að vopnuðum lögreglusveitum. Það var rétt ákvörðun hjá Birni Bjarna- syni, dómsmálaráðherra, að beita sér fyrir fjölgun í þeim sveitum. Við höfum tekið á okkur alþjóðlegar skuldbindingar, sem fela í sér að við höfum sent sérfræðinga til starfa á átakasvæðum eins og í Kosovo og í Afganistan. Við öðl- umst stöðugt meiri reynslu í störf- um, sem snúa að öryggisvörzlu. Við hljótum að gera meiri kröfur til okkar sjálfra varðandi öryggi lands og þjóðar en við gátum gert fyrir hálfri öld. Aðrir gera meiri kröfur til okkar en fært var að gera fyrir nokkrum áratugum. Við höfum smátt og smátt byggt upp vísi að því að geta sjálfir átt nokkurn þátt í að tryggja okkar eigið öryggi. Í okkar samtíma og við þær aðstæður, sem nú ríkja, snúast slíkar aðgerðir um margt fleira en beinan varnarviðbúnað. Þær snúast m.a. um öflug upplýs- ingakerfi, sem byggð eru upp í samstarfi við aðrar þjóðir, eins og við höfum átt þátt í að gera á vett- vangi Interpol. Þær snúast um þjálfun sérfræðinga, sem eru ekki hermenn, þótt þeir starfi á átaka- svæðum eins og Kosovo og Kabúl. Hvað sem líður þróun öryggis- mála okkar að öðru leyti og hverju svo sem fram vindur í viðræðum við Bandaríkjamenn er ástæða til þess að efla þessa þætti í störfum Land- helgisgæzlu og lögreglu og ís- lenzku friðargæzlusveitanna. Í þeim efnum er augljóst, að auk- ið samstarf við aðrar Norðurlanda- þjóðir getur komið okkur að góðum notum. Vísi að slíku samstarfi er þegar að finna í samskiptum okkar við bæði Dani og Norðmenn. Ástæða er til að þróa það samstarf áfram. Norðurlandaþjóðirnar hafa ára- tugum saman átt margvíslegt sam- starf á sviði öryggis- og varnar- mála. Átti það ekki sízt við um okkur Íslendinga og Norðmenn á tímum kalda stríðsins, þegar við áttum sameiginlegra hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi. Það getur verið ástæða til að skoða þá möguleika sem felast í auknu sam- starfi Norðurlandaþjóða á þessum sviðum við gjörbreyttar aðstæður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.