Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 39
MARK Joyce starfar semsérfræðingur í varnar-málasamstarfinu yfirAtlantshaf hjá RUSI
(Royal United Services Institute) í
Lundúnum, stofnun sem sinnt hefur
rannsóknum og ráðgjöf í öryggis- og
varnarmálum frá því árið 1831 og er
til húsa undir sama þaki og brezka
stjórnarráðið við Whitehall. Hann
flytur í dag fyrirlestur í Odda, stofu
101, sem ber yfirskriftina „The Re-
turn to Pragmatism in Transatlantic
Relations“ í boði brezka sendiráðsins
og Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála við Háskóla Íslands.
Eins og titill fyrirlestrarins gefur
til kynna heldur Joyce því fram, að
kreppan sem upp kom í tengslunum
yfir Atlantshafið í kring um deilurnar
um Íraksstríðið – með Frakka, Þjóð-
verja og fleiri Evrópu-
þjóðir öðrum megin
„víglínunnar“ og Banda-
ríkjamenn, Breta og
fleiri hinum megin – sé
tímabundinn útúrdúr
frá þeirri uppbyggilegu
þróun sem samstarf
NATO-ríkjanna hefur
gengið í gegnum á síð-
ustu árum. Hann segir
að það sé engan veginn
óhjákvæmilegt að gjáin
á milli bandamanna
stækki. „Það sem ég er
að benda á er að slík
túlkun tekur ekki tillit til
þess að áður en titring-
urinn vegna Íraks-
stríðsins ágerðist í fyrra
hafði um langt skeið far-
ið fram mjög uppbyggi-
leg samvinna og samráð
bæði yfir Atlantshafið
og innan Evrópu og
þessi samvinna komst
mjög fljótt á góðan
bataveg eftir að æsing-
inn á síðasta ári lægði.“
Joyce segist þannig
ekki vilja að gert sé of
mikið úr ágreiningnum
sem upp kom milli
kjarnaríkja Atlants-
hafsbandalagsins í
fyrra. En til að samstarfið geti áfram
blómgazt verði sú staðreynd að við-
urkennast, að Evrópa og Bandaríkin
eru að þróast í tvær ólíkar áttir hvað
varðar áætlanir og fjárfestingar á
sviði varnarmála. Það sé eðlilegt að
Evrópuríkin hafi þar aðrar áherzlur
en Bandaríkin, það þurfi ekki að
hindra gott samstarf yfir Atlantshaf-
ið. Bezta ráðið til að stuðla að því sé að
raunsæi og hreinskiptni sé í fyrirrúmi
í samskiptunum.
Hvar passar ný varnar-
málastefna ESB inn?
„Ég held að það sé viðurkennt hjá
ráðamönnum allra hlutaðeigandi
landa, bæði austan hafs og vestan, að
Bandaríkjamenn haldi áfram að
draga úr hernaðarviðbúnaði sínum í
Evrópu,“ segir Joyce. „Það er ekkert
leyndarmál að bandarískir erindrek-
ar hafa verið á ferðinni í Austur- og
Suðaustur-Evrópu í því skyni að
kanna aðstæður fyrir nýjar herstöðv-
ar þar og eru að skipuleggja brott-
flutning herliðs frá gömlu kald-
astríðsherstöðvunum í Þýzkalandi.
Að bandarískir hermenn séu þetta
margir í þessum gömlu herstöðvum
þjónar augljóslega ekki áþreifanleg-
um hernaðarlegum tilgangi lengur og
kostnaðurinn er dragbítur á brýnni
verkefni sem Bandaríkjaher hefur að
sinna annars staðar í heiminum. Það
eru því allir að laga sig að þessu
breytta umhverfi og þegar litið er
fram á veginn er spurningin sú hvar
ný öryggis- og varnarmálastefna
Evrópusambandsins passar inn í
þetta,“ segir Joyce.
Sé sú nýja stefna í alvöru tilraun af
hálfu Evrópumanna til að taka varnir
sínar í eigin hendur segist hann telja
að Bandaríkjamenn fagni því al-
mennt, rétt eins og flestir aðrir. „Það
sem ýmsir í Washington óttast hins
vegar er að út úr þessari viðleitni
ESB gæti komið stefna sem beinlínis
storkaði stefnu Bandaríkjamanna í al-
þjóðamálum. Það sem forsvarsmenn
Evrópuríkjanna þurfa að gera er að
sannfæra bandaríska bandamenn
sína um að þetta sé ástæðulaus ótti,“
bætir hann við.
Spurður hvort hryðjuverkin og
stjórnarskipti á Spáni kunni að
breyta viðhorfi ráðamanna í Wash-
ington til þess hvaða
vægi Vestur-Evrópa
hafi í hnattrænum ör-
yggismálaáætlunum
þeirra, svo sem um
skipulag bandarískra
herstöðva erlendis,
segir Joyce að enn sé of
snemmt að hlaupa að
ályktunum um þetta.
Inntur eftir því hvort
hugsanlegt væri að nú,
þegar Vestur-Evrópa
væri augljóslega orðinn
„vígvöllur hins hnatt-
ræna hryðjuverka-
stríðs“ kunni spurning-
in um áframhaldandi
veru bandarísks her-
liðs í varnarstöðinni í
Keflavík að birtast í
nýju ljósi, segir Joyce
að viðræðurnar um
endurnýjun varnar-
samnings Íslands og
Bandaríkjanna tengist
augljóslega hinu víð-
tækara ferli endur-
skipulags á dreifingu
bandaríska heraflans
um heiminn, sem verið
hefur í gangi allt frá
lokum kalda stríðsins.
„Ég held að uppákom-
ur eins og hryðjuverkin
á Spáni muni litlu breyta um þetta
ferli; það er verið að loka fjölda
„kaldastríðs-herstöðva“ í Vestur-
Evrópu, bandarískir hermenn verða
sendir annað. Hvort hryðjuverkin og
stjórnarskiptin á Spáni muni verða
bandarískum ráðamönnum tilefni til
að endurskoða stefnu sína gagnvart
Vestur-Evrópu - ég myndi segja já;
en Evrópumenn hafa meiri reynslu af
að kljást við ógnina af hryðjuverkum
en Bandaríkjamenn – mér er því ekki
ljóst hver áhrif þetta kann að hafa á
tengslin yfir Atlantshafið. Það á eftir
að skýrast,“ segir Joyce. Hann segir
hins vegar athyglisvert, að í sömu
ræðunni og Zapatero, leiðtogi
spænskra sósíalista og verðandi for-
sætisráðherra, tilkynnti um fyrirhug-
aða heimköllun spænska herliðsins í
Írak tók hann skýrt fram að Spánn
myndi áfram beita sér af afli í stríðinu
gegn hryðjuverkum. Þetta sýni
glöggt hvernig í Evrópu sé almennt
litið á Íraksstríðið og stríðið gegn
hryðjuverkum sem tvö ólík stríð, en
ráðamenn í Washington vilji alls ekki
að þessi greinarmunur sé gerður. „Í
opinberri orðræðu í Bandaríkjunum
hefur Íraksstríðið verið réttlætt með
því að það væri nauðsynlegur þáttur í
stríðinu gegn hryðjuverkum. Evr-
ópubúar kyngdu þessari röksemd
hins vegar fæstir, alveg frá byrjun,“
segir Mark Joyce.
Tengslin yfir
Atlantshaf á
góðum batavegi
Brezki varnarmálasérfræðingurinn Mark Joyce
segir í samtali við Auðun Arnórsson að horfur séu
góðar á að bandamenn beggja vegna Atlantshafs-
ins finni aftur rétta taktinn í samskiptunum innan
NATO, en meiri hreinskilni sé þörf.
Mark Joyce
’Í Wash-ington óttast
ýmsir að ný
stefna ESB
kunni að
storka stefnu
Bandaríkj-
anna í al-
þjóðamálum.‘
auar@mbl.is
ýðir að bankarnir verða að skila
semi til þess að vera frambæri-
stingakostur. Eigið fé bankanna
ðanna er samtals um 100 millj-
í er ljóst að til þess að mæta þess-
þarf hagnaður þeirra að vera
milljarðar króna samtals á ári.“
bendir á að stundum virðist sem
samasemmerki á milli hagnaðar
g þjónustugjalda eða vaxtakjara
mennings. Það sé þó ekki rétt því
nn hjá bönkunum sé fyrst og
narri þjónustu en hinni almennu
nkaþjónustu.
n af henni hefur verið mjög jöfn
kki hún sem hefur gert bankana
i fjárfestingakosti. Þetta þurfum
smenn bankanna að skýra og
i, þ.e. að hagnaðurinn tengist oft
ærri fyrirtækjaverkefnum, verk-
ndis o.s.fr.v. en þannig hefur tek-
heildarafkomuna en ekki vegna
karnir starfi með óeðlilega háum
öldum eða vaxtamun á innlendum
egir Halldór.
uleikar á enn frekari hagræðingu
finu?
ætla að enn megi hagræða í við-
aþjónustunni. Á síðustu fimm ár-
otkun á rafrænum heimabönkum
arlega en á sama tíma hefur
um og afgreiðslustöðvum lítið
t fækkað. Árið 1997 voru 181
í landinu og þau voru 178 árið
yrir að helmingur allra daglegra
ipta eigi sér nú stað með rafræn-
n var innan við 10% árið 1997.
vert útibú eru einnig mjög fáir
útibú þjónar þannig aðeins 1.600
fir 3.000 í Danmörku og Svíþjóð.
in myndi ekki þurfa að bitna á
num enda hægt að hagræða mik-
erfinu án þess að það hefði áhrif á
aðgang landsmanna að fjármálaþjónustu.“
Hvers vegna hefur ekki orðið hraðari
þróun að þessu leyti?
„Þrátt fyrir allt hefur samruninn í banka-
kerfinu verið á milli banka og fjárfestinga-
banka,“ segir Halldór. „Á liðnum fimm árum
hefur ekki orðið samruni milli tveggja við-
skiptabanka þar sem hagræðingin væri
mest. Margir sáu fyrir sér að mikil hagræð-
ing myndi nást með því að auka samvinnu
sparisjóðanna og bankanna en það var gripið
inni í það ferli.“
Hver er afstaða samtakanna í því máli?
„Frá sjónarhóli atvinnugreinarinnar verð-
ur það að teljast nokkuð sérstakt að sjálfs-
forræði sparisjóðanna var minnkað og um
leið möguleikar þeirra til að hagræða.
Stjórnir sparisjóðanna voru bestu aðilarnir
til að meta hvort það myndi best tryggja
hagsmuni þeirra, stofnfjáreigenda og við-
skiptavina til lengri tíma að starfa með öðr-
um banka. Stjórn SPRON komst að þeirri
niðurstöðu og fyrst SPRON komst að þeirri
niðurstöðu er eðlilegt að spyrja hvort ekki
mætti ætla að miklu minni sparisjóðir ættu
þeim mun heldur að komast að slíkri nið-
urstöðu. Þess vegna tel ég að flestir sem
hafa skilning á mikilvægi og þörfum þess-
arar vaxandi atvinnugreinar, sem fjármála-
þjónustan er, harmi að möguleikar spari-
sjóðanna til að taka þátt í hagræðingu að
eigin frumkvæði og með ákvörðun eigin
stjórna hafi verið þrengdir. Í þessu efni tek
ég þó fram að ég er ekki að mæla fyrir ein-
hverjum öðrum leiðum en þeim að þetta ger-
ist með vilja sparisjóðanna sjálfra.“
Halldór segir atvinnugreinina hafa kallað
eftir því að hér verði sköpuð skilyrði fyrir
mjög sterk fyrirtæki á heimamarkaði. Það
hafi sýnt sig í allri útrás og alþjóðavæðingu
atvinnulífsins að fyrirtæki
með sterkan heimamarkað
séu þau fyrirtæki sem hafi
haft burði til þess að hasla
sér völl á erlendum mörkuð-
um. Af þessum sökum sé eitt
helsta hagsmunamál Sam-
taka banka og verðbréfafyr-
irtækja og viðskiptavina
þeirra að húsnæðislánakerf-
ið verði fært frá ríkinu og til bankanna enda
hnígi að því mörg veigamikil rök. Slík breyt-
ing myndi styrkja þjónustu bankanna heima
og efla þá og styrkja um leið alþjóðlega sam-
keppnishæfni þeirra. Halldór segir annað
baráttumál snúast um að herða enn ákvæði
um bankaleynd og að hér verði sköpuð sam-
bærileg skilyrði við það sem best gerist í
minni ríkjum sem hafi byggt upp öfluga fjár-
málaþjónustu, t.d. Lúxemborg.
Hvernig fer saman að búa til stór og öflug
fjármálafyrirtæki, sem hafa forsendur til að
hasla sér völl erlendis, og tryggja um leið
samkeppni á heimamarkaði?
„Fyrirtækin sem starfa alþjóðlega hafa
stækkað og eflst, m.a. með fjölþættara
tekjustreymi frá útlöndum, og hafa orðið
enn öflugri þjónustufyrirtæki á innanlands-
markaði. Og ég tel að íslenskir neytendur
njóti mjög góðs af bættri afkomu bankanna
og af þeirri nýju starfsemi sem þeir hafa ver-
ið að fara út í. Aðilar sem starfa eingöngu á
heimamarkaði hafa takmarkaða möguleika.“
Nú hafa verið sett lög um sparisjóðina og
félagsmálaráðherra virðist ekki mjög fús að
færa íbúðalánin til bankanna. Hverjir eru þá
möguleikarnir til að hagræða á innlendum
markaði?
„Þeir verða eftir sem áður einkum þrenns
konar. Í fyrsta lagi hlýtur sparisjóðalöggjöf-
in að kalla á að bankarnir endurskoði sam-
starfs- og samrunamöguleika sinna eininga.
Þetta hefur auðvitað komið fram hjá fleiri en
einum af forsvarsmönnum bankanna. Ef ég
tala fyrir hönd Landsbankans þá teljum við
að þetta hljóti að gerast. Það þarf ekki endi-
lega að þýða að menn séu að horfa á fullan
samruna viðskiptabanka sem einhverjir
kynnu að hafa efasemdir um og ef til vill
mætti deila um út frá samkeppnissjónarmið-
um. En ég tel mikilvægt að menn fara að líta
á íslensku fyrirtækin í alþjóðlegu samhengi
að þessu leyti. Smám saman endurskilgreina
menn væntanlega hluta af þessum markaði
sem samevrópskan markað. Það gæfi bönk-
unum væntanlega kost á því að horfa á nýja
möguleika í samvinnu sín á milli eða með
samruna einstakra eininga. Í öðru lagi má
reikna með auknum þrýstingi af hálfu neyt-
enda um bætt framboð og vöruþróun í íbúða-
lánum og að bankarnir taki þá lánaþjónustu
að sér. Í þriðja lagi hafa bankar og verð-
bréfafyrirtæki bent á að koma mætti á betri
verkaskiptingu milli þeirra, lífeyrissjóða og
tryggingafélaga. Við höfum bent á það að líf-
eyrissjóðir og tryggingafélög lúta ekki sömu
reglum í lánastarfsemi og bankarnir og það
má vel hugsa sér að ná mætti fram meiri sér-
hæfingu með því að hver aðili á þessum
markaði einbeitti sér að því sem hann vænt-
anlega hefur sérþekkingu á. Varðandi ofan-
greind áhersluatriði eru fjármálafyrirtækin
að leggja höfuðáherslu á að leikreglurnar
hér verði þær sömu og í Evrópu og að ekki
sé verið að þrengja að þeirri atvinnugrein
sem fjármálaþjónustan er. Við vörum við því
í lengstu lög að menn breyti leikreglunum og
setji í lög séríslensk ákvæði. Það er það sem
atvinnugreininni mun koma verst og
framþróun í samfélaginu öllu enda beint
samband á milli vaxtar og þróunar fjármála-
þjónustu og atvinnulífsins í heild.“
Eru einingar hér of litlar ef horft er til er-
lendra markaða og þarf að hafa áhyggjur af
vaxandi erlendri skuldsetningu?
„Stærstu fjármálafyrirtækin eru núna að
verða í hópi þeirra tíu stærstu á Norðurlönd-
unum. Það eru tengsl á milli stærðar fyr-
irtækja og lánshæfismats þeirra. Þannig að
hluti af því að styrkja fjármálafyrirtækin
hér felst einfaldlega í því að leyfa þeim að ná
ákjósanlegri lágmarksstærð, þ.m.t. með yf-
irtöku íbúðalána. Það myndi bæta lánshæf-
ismat þeirra og aðgang að fjármagni og
lækka fjármögnunarkostnað íslenska
bankakerfisins sem aftur kæmi öllum neyt-
endum til góða. Bankarnir mæta eftirspurn
og eftirspurnin nú er í lán í erlendum mynt-
um vegna þess vaxtamunar sem er milli
krónunnar og helstu mynta. Að mínu mati
hafa bankarnir sýnt fyrirhyggju í erlendri
lántöku með útvíkkun á lántökuformum,
m.a. með bæði skammtíma og langtíma lána-
römmum og mun betri landfræðilegri dreif-
ingu en var t.d. fyrir aðeins 3–5 árum. Þá
hafa bankarnir verið að taka lengri lán á al-
þjóðlegum mörkuðum, til fimm ára og jafn-
vel lengur, og mætt með því þeim ábend-
ingum sem borist hafa frá Seðlabankanum
varðandi aukið öryggi.“
Geta menn sótt aukna stærð út fyrir Ís-
land, t.d. hugsanlega til Norðurlandanna?
„Hér er nægjanlegt fjármagn, hér er mik-
ið laust fé sem leitar að góðum fjárfestinga-
kostum. Ég tel að íslensku fjármálafyrir-
tækin muni í auknum mæli
verða fjárfestar erlendis og
að það sé orðnar minni líkur
á að erlendir aðilar fjárfesti
verulega í fjármálageiran-
um hér. Íslensku bankarnir
hafa fullkomlega burði til
þess að keppa á jafnréttis-
grundvelli við meðalstóra og
jafnvel stærri banka í ná-
grannaríkjunum. Miðað við rekstrarumfang
og afkomu þeirra er alveg eins líklegt að þeir
vaxi með fjárfestingum utan Íslands eins og
öfugt. Báðir kostirnir eru þó auðvitað fyrir
hendi.
Halldór segir atvinnulífið og samfélagið
allt njóta góðs af starfsemi öflugra fjármála-
fyrirtækja. „Þau eru auðvitað fullkomlega
meðvituð um það að fyrirtækin þurfa að lifa í
góðri sátt við samfélag sitt. Það er vand-
fundin sú atvinnugrein hér á landi sem sýnir
með eins skýrum hætti samfélagslega
ábyrgð. Bankar og fjármálastofnanir eru
helstu bakhjarlar íþróttafélaga, öflugir
stuðningsaðilar lista og menningarlífs auk
þess að styðja veglega fjölmörg góðgerðar-
samtök.“
ð hagræða
ankakerfinu
Morgunblaðið/Ásdís
ð að teljast nokkuð sérstakt að sjálfsforræði sparisjóðanna var minnkað.“
rirtæki hafa stækkað mjög
kaðsverðmæti tíu stærstu fyr-
á Verðbréfaþingi var um 115
króna árið 2000 en er nú komið
rða og hefur því aukist um
kaðsvirði bankanna hefur á
vaxið úr því að vera um 100
króna í um 250 milljarða nú eða
Þannig að bankakerfið hefur í
að vaxa hratt í umsvifum en þó
kt við atvinnulífið. Það er í raun
karnir hafa náð að stækka hratt
ðu þeir ekki getað veitt íslensk-
kjum nauðsynlega þjónustu og
þá væntanlega leitað annað. Ís-
karnir hafa orðið samkeppn-
amkeppni við erlenda banka.“
xtur í
t við
nnulífið
„Þetta þýðir að bank-
arnir verða að skila
14–15% arðsemi til
þess að vera fram-
bærilegur fjárfest-
ingakostur.“
arnorg@mbl.is