Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 42

Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ T ÍMABÆRT er að leitað verði leiða til að setja niður þann skaðlega kryt, sem verið hefur með Ís- lendingum að undanförnu um forsetaembættið. Einingu ís- lenskrar þjóðar ber síst að spilla á þeim miklu óvissutím- um, sem við nú lifum. Við hæfi er að hugað verði að því á hvern veg sætta má sjónarmið er fram hafa komið um þetta mikla og mikilvæga embætti, eðli þess og verksvið. Nú hefur forseti lýðveldisins kunngjört að hann hyggist gefa kost á sér til að gegna embætt- inu áfram næstu fjögur árin. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson greindi frá þessari ákvörðun lýsti hann þeirri skoðun sinni að forsetinn ætti að auka þátt sinn í þjóð- málaumræðu á Íslandi, taka þátt í „samræðum um verkefni og framtíð þjóð- arinnar“. Yrði hann endurkjör- inn myndi hann hugleiða „að skapa greiðari aðgang að slíkri umræðu við forsetann“. Hugmyndin um „samræðu þjóðar og forseta“ er nútímaleg og í samræmi við þá alþýðlegu nálgun, sem löngum hefur ein- kennt forsetaembættið. Grein- ing Ólafs Ragnars Grímssonar er mikilvæg og getur orðið til þess að kalla fram fulla og við- varandi sátt um þetta mikilvæg- asta embætti þjóðarinnar, sem eðli málsins samkvæmt stendur henni svo nærri enda forsetinn í senn táknmynd fólksins í land- inu og trúnaðarvinur. Sú spurning er áleitin hvern- ig tryggja beri að forseta auðn- ist jafnan að skapa einingu um hver umræðuefnin skuli vera. Þegar forseti Íslands tjáir sig um álitamál, sem uppi eru, verður jafnan að gæta þess að sú samræða við þjóðina, sú fjöl- miðaða orðræða hins beinkjörna forustumanns um inntak og verkefni samtíma og menning- ar, verði á engan hátt til að rýra það virka og skapandi hlutverk, sem mikilvægasti fulltrúi Íslendinga leikur á hverjum tíma í mótandi og sí- kviku lífi fólks í þéttbýli og til sjávar og sveita. Umræðuefnið má aldrei verða til þess að skapa deilur um feril og per- sónu sameiningartákns alþýð- unnar á sama tíma og leita þarf leiða, sem fallnar eru til að auð- velda æðsta fulltrúa lýðveldisins að velja þau efni, er íslensk þjóð vill ræða við forseta sinn. Þann vanda má leysa með því að virkja sterkustu eðlisþætti íslenskrar þjóðar, sem þráir að fá áfram notið þess að eiga sér í senn sameiningartákn og full- trúa. Hér ræðir annars vegar um það háa tæknistig, sem Ís- lendingar standa á, og hins veg- ar hæfileika þess glæsilega listafólks, sem svo mjög lætur til sín taka nú um stundir. Í umræðu um forsetaemb- ættið hefur verið vikið að þeim möguleika að hið svonefnda beina lýðræði verði virkjað. Þannig hefur Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hug- myndir um milliliðalaust lýð- ræði og þjóðaratkvæðagreiðslur breyti ýmsu um embætti for- seta Íslands og stöðu þess. Þessa nálgun má nýta til að leiða til lykta deilur um forseta- embættið. Þannig gætu farið fram með reglulegu millibili at- kvæðagreiðslur á Netinu þar sem alþýða manna á Íslandi fengi ákveðið hvert vera ætti umræðuefni forseta og þjóðar. Þar með gæti lýðræðislegur meirihluti tryggt að umfjöll- unarefni sameiningartákns Ís- lendinga væri jafnan í samræmi við kröfur tímans og hugrenn- ingar fólksins í landinu, vonir þess og þrár. Með þessu móti gætu tæknin og lýðræðið runnið saman í forsetaembættinu og innsiglað stöðu þess sem „eitt af mikilvægustu tækjum Íslend- inga í breyttum heimi til að treysta stöðu þjóðarinnar, efla hana og styrkja í upphafi nýrr- ar aldar“, svo vísað sé til orða forseta lýðveldisins fyrr í vik- unni. Enn stæði þá óleystur sá vandi að persóna, ferill og fortíð forseta Íslands gæti með um- deilanlegum hætti tengst efni umræðu þegna og þjóðhöfð- ingja. Sá vandi yrði aðeins leystur með því að ljá samein- ingartákni þjóðarinnar breyti- legan persónuleika og ráða leik- ara til að sinna starfi forseta lýðveldisins. Kunnugt er að hér á landi starfa margir réttnefndir lista- menn sem fyrirhafnarlaust geta brugðið sér í líki mikilvægustu dætra og sona þjóðarinnar. Mætti ímynda sér að ein eft- irherma eða hópur leikara tæki embættið að sér að viðhöfðu út- boði. Fram færi atkvæða- greiðsla í gegnum Netið, t.a.m einu sinni í mánuði, þannig að fólkið í landinu gæti ákveðið í gervi hvers sameiningartáknið ætti að birtast á opinberum vettvangi og halda uppi sam- ræðu við þjóð sína. Með þessu móti fengju „allir að vera með og allir eitthvað við sitt hæfi“, sem er háværasta krafa sam- tímans og tryggt væri lýðræð- islegt jafnvægi í umræðu for- seta og þjóðar. Á hátíðarstundum gæti eft- irherman komið fram í gervi fyrrum forustumanna og þannig orðið til þess í senn að halda nafni þeirra á lofti meðal hinna yngri og draga úr söknuði upp- kominna þegna lýðveldisins eft- ir þeim. Með sívirkri og fjölþættri samnýtingu djúpstæðrar list- hneigðar og lýðræðishefðar gæti slík nýbreytni reynst mik- ilvæg á vegferð íslenskrar þjóð- ar í morgunskímu nýrrar aldar. Kosningar um umfjöllunar- efni og gervi sameiningartákns þjóðarinnar gætu gefið Íslend- ingum áður óþekkt tilefni til skoðanaskipta. Myndu margir vafalaust fagna því að umræðu- efnum kynni með þessu móti að fjölga í samfélaginu. Þá er ekki að efa að þetta fyrirkomulag myndi vekja tals- verða athygli erlendis og hefði því ótvírætt landkynningargildi. Samtal við forsetann Með því að nýta hæfileika listamanna og hátt tæknistig íslenskrar þjóðar má setja niður deilur um forsetaembættið. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ✝ Ragnhildur Guð-mundsdóttir fæddist á Steinsstöð- um á Djúpavogi 14. júní 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 15. mars síðastliðinn. Foreldrar Ragnhild- ar voru Ragnheiður Sigríður Kristjáns- dóttir, f. í Hvalnesi í Suður-Múlasýslu 28. apríl 1888, d. 22. júlí 1956 og Guðmundur Þorsteinsson, f. í Hamarsseli í Geit- hellnahreppi í Suður-Múlasýslu, 29. júlí 1895 d. 23. maí 1973. Syst- kini Ragnhildar eru: Þórhallur, f. 1921, Kristbjörg, f. 1924, Þorgerð- ur, f. 1925, Ólafur, f. 1927, Nanna Kristín, f. 1930, Hjörtur, f. 1934 og bróðir Ragnhildar sammæðra var Guðlaugur Jónsson, f. 1909, d. 1992. Eiginmaður Ragnhildar var Haukur Heiðdal Eyjólfsson skrif- stofustjóri, f. á Seyðisfirði 16. mars 1915, d. 7. nóvember 1963. Foreldrar hans voru Sigríður 1949, kvæntur Áslaugu Björgu Viggósdóttur skrifstofustjóra, f. 9. maí 1955. Þau eiga einn son, Guð- mund Hauk, f. 22. janúar 1990. Af fyrra hjónabandi á Guðmundur þrjú börn: a) Ingibjörgu, f. 15. jan- úar 1971, gift Árna Jóni Árnasyni, f. 15. maí 1966, þau eiga eina dótt- ur, b) Ragnhildi, f. 8. maí 1977, í sambúð með Inga Karli Ingólfs- syni, f. 10. janúar 1973, c) Þröstur Þór, f. 5. maí 1980. Af fyrra hjóna- bandi á Áslaug tvo syni: a) Valgarð Briem, f. 6. ágúst 1979, í sambúð með Brynju Brynjarsdóttur, f. 9. janúar 1980, b) Viggó Davíð Briem, f. 21. júní 1982. Haukur Eyjólfsson átti fyrir einn son, Atla, endurskoðanda, f. 26. nóvember 1934. Ragnhildur ólst upp og gekk í skóla á Djúpavogi. Heima fyrir gekk hún til allra starfa enda var hún elsta systirin í stórum syst- kinahópi. Um tvítugsaldur fluttist hún til Reykjavíkur og vann við ýmis störf, m.a. á lögfræðiskrif- stofu og síðar á skrifstofum Reykjavíkurborgar. Frá 1964 og allt til þess dags er hún hætti störf- um sökum aldurs vann hún hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík. Ragn- hildur og Haukur bjuggu lengst af í Miðtúni 58 í Reykjavík. Útför Ragnhildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jensdóttir, f. í Skógar- gerði á Fellum í Norð- ur-Múlasýslu 9. júní 1881, d. 4. maí 1956 og Eyjólfur Jónsson, f. á Parti í Sandvík, 31. október 1869, d. 29. júní 1944. Ragnhildur og Haukur eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1) Eyj- ólfur Örn flugstjóri, f. 6. febrúar 1947, kvæntur Elsu Maríu Walderhaug húsmóð- ur, f. 5. júlí 1951. Þau eiga fimm börn, þau eru: a) Ragnhildur Edda, f. 6. októ- ber 1970, maki Hafþór Þórarins- son, f. 16. júlí 1970, þau eiga eina dóttur, b) Hrafnhildur Mary, f. 3. október 1971, í sambúð með Pat- rick Jeanne, f. 17. apríl 1970, þau eiga tvö börn, c) Haukur Albert, f. 18. ágúst 1973, kvæntur Svein- björgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, f. 29. febrúar 1973, þau eiga tvær dætur, d) Elísabet Lillý, f. 30. ágúst 1987, e) Alexander Jakob, f. 19. október 1989. 2) Guðmundur Örn sparisjóðsstjóri, f. 2. ágúst Ragnhildur móðir okkar er dáin. Hún sem var hetjan í lífi okkar. Þeg- ar litið er til baka til bernskuára okk- ar og við rifjum upp minnisstæða at- burði er hún alltaf við hlið okkar í blíðu og stríðu því hún var alltaf heima og „passaði okkur sjálf“. Það að hún væri alltaf til staðar var ein- hvern veginn sjálfgefið því hún tók fósturhlutverkið eins alvarlega og alla aðra vinnu sem hún tók að sér um ævina. Minningarnar tengjast við Mið- túnið og Laugarnesið sem var mið- depillinn í heimi okkar. Fallegur staður með endalausum ævintýra- ljóma, sjórinn og fjaran fyrir neðan, mýrarnar og njólaskógurinn fyrir innan Laugarnesveginn. Sjómanna- skólinn með stóru klukkuna uppi á klettunum fyrir ofan túnin, líkur höll úr ævintýrum. Klukkan minnti okk- ur á að skila okkur heim á réttum tíma, því góður og hollur matur var alltaf á borðum hjá mömmu, þótt við bræðurnir hefðum ekki holdafar miðað við matinn sem við fengum, litlir og horaðir eins og við vorum þá. Hún mamma okkar hafði mikið yndi af ferðalögum og ofarlega í bernskuminningum eru ferðirnar sem við fórum saman til heimastöðva hennar við Djúpavog þar sem við kynntumst afa Guðmundi og ömmu Ragnheiði, einnig systkinum mömmu sem urðu okkur kær eins og öllum sem þeim hafa kynnst. Sævar frændi var þar líka og átti hann eftir að dvelja hjá okkur í Miðtúninu um skeið. Hann var svo líkur systkinum mömmu á mörgum sviðum að hann var eins og yngsti bróðirinn í þeirra hópi og var hjartfólginn afa Guð- mundi. Síðar, þegar við vorum fluttir að heiman og hún hafði rýmri tíma, ferðaðist hún mikið til útlanda og lagði oft leið sína til framandi landa. Faðir okkar var mjög félagslynd- ur maður, ásamt því að vinna langan vinnudag. Hann var mjög virkur í íþróttahreyfingunni og barðist ásamt félögum sínum í að endur- byggja Víking á Réttarholtinu, ár- angursríkt starf sem tók mikið af frí- tíma hans. Heimafyrir reyndi á sjálfstæði móður okkar og gekk hún þar í flest störf en auk þess tók hún stundum að sér aukastörf fyrir Reykjvíkur- borg sem hún hafði unnið fyrir áður en við fæddumst. Faðir okkar dó úr hjartasjúkdómi aðeins fjörutíu og átta ára að aldri. Þá varð móðir okkar, rétt fertug, fyrirvinna heimilisins ásamt hús- móðurhlutverkinu. Kom vel í ljós hversu einbeitt hún var og ósérhlífin. Hún vann fullan vinnudag á Gjald- heimtu Reykjavíkurborgar og tók að sér viðbótarvinnu til að auka tekj- urnar til að okkur skorti aldrei neitt. Þannig varð vinnudagurinn mjög langur hjá henni. Hún þreyttist aldr- ei á að brýna fyrir okkur mikilvægi þess að ná árangri í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur og hvatti okkur mjög til náms. Áhuga- mál okkar bræðra voru mörg á þess- um árum og því var full þörf á þess- ari hvatningu. Mamma var mjög vandvirk og kaus gæði umfram magn. Má segja að þetta hafi einkennt margt í henn- ar lífi. Fremur neitaði hún sér um hluti þar til hún gat gert þá vel en að velja ódýrar lausnir. Hún var sjálfri sér næg og leið aldrei illa einni þótt hún ætti góða og trausta vini. Nanna Kristín, systir hennar, eða Stína frænka eins og við köllum hana, var alla tíð við hlið hennar og ræktaði samband sitt við hana af einstakri natni. Stína og Elfa dóttir hennar áttu heima í Miðtúninu um langt ára- bil og var samgangur á milli heimila okkar svo mikill að við litum á þeirra heimili sem okkar og Elfu sem syst- ur okkar. Það var alltaf gaman að koma heim til þeirra því Stína gat komið öllum í gott skap á örfáum mínútum. Við kveðjum ástkæra móður okk- ar sem sannlega var íslensk hvunn- dagshetja. Hún tók veikindum sínum með reisn og viljum við þakka öllum þeim sem léttu henni lífið. Sérstak- lega viljum við þakka hjúkrunar- fólki, læknum og öðru starfsfólki í Sóltúni 2 sem sýndu henni einstakan hlýhug og nærgætni á síðustu æviár- um hennar. Eyjólfur og Guðmundur Haukssynir. Látin er í Reykjavík elskuleg tengdamóðir mín Ragnhildur Guð- mundsdóttir á áttugasta og fyrsta aldursári. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum og þakka henni fyrir árin sem við áttum samleið. Ragnhildur var fædd og uppalin á Djúpavogi. Æskustöðvanna minntist hún ætíð með hlýhug og kom það vel í ljós á ættarmótinu sem haldið var á Djúpavogi fyrir nokkrum árum. Þá sagði Ragnhildur okkur stolt frá átt- högum sínum og sýndi okkur staðina þar sem hún hafði ung leikið sér. Það var ljóst að Djúpivogur var henni enn hjartfólginn. Ragnhildur hleypti heimdragan- um ung að árum og kom til Reykja- víkur. Þar vann hún við hin ýmsu störf m.a. hjá Reykjavíkurborg. Fljótlega kynntist hún mannsefni sínu, glæsilegum Austfirðingi Hauki Eyjólfssyni frá Seyðisfirði, og felldu þau hugi saman. Þau eignuðust 2 syni, Eyjólf Örn og Guðmund Örn, en fyrir átti Haukur einn son, Atla. Eftir 17 ára hjónaband lést Haukur skyndilega og Ragnhildur stóð ein uppi með synina 14 og 16 ára. Þá sýndi Ragnhildur svo sannarlega hvað í henni bjó, hún fór út á vinnu- markaðinn og vann myrkranna á milli til að ná endum saman. Hennar markmið var að koma drengjunum sínum til manns. Mér hefur skilist að oft hafi reynt á langlundargeð og skapstillingu Ragnhildar yfir ótrú- legum uppátækjum þeirra bræðra. Enda tel ég vandfundna hæglátari og prúðari manneskju en Ragnhild- ur var. Ekkert virtist geta raskað ró hennar. En tengdamóðir mín bjó líka yfir ótrúlegri seiglu og áræði. Eftir að synirnir fóru að heiman ferðaðist hún töluvert og þá sérstaklega til út- landa og ef enginn var ferðafélaginn, þá fór hún ein síns liðs. Hún vílaði það ekkert fyrir sér jafnvel til fram- andi landa. Einnig dvaldi hún tíðum hjá Eyjólfi syni sínum og hans fjöl- skyldu í Luxemborg. Ragnhildur lagði áherslu á að vera ætíð vel til höfð. Hún var glæsileg kona alla tíð og vildi vera í fallegum og vönduðum fatnaði. Hún var ekkert fyrir prjál en vildi einfalt og vandað og má segja að það hafi verið einkennandi fyrir hana sjálfa og hennar líf. Hún var sjálfri sér nóg, fór allra sinna ferða í stræt- isvögnum og lét ekkert stöðva sig. Fyrir rúmum 2 árum fékk hún heilablóðfall og var frá þeim tíma bundin hjólastól. Hún naut einstakr- ar umönnunar starfsfólks Sóltúns og hafði við æfingar styrkst og leið eins vel og kostur var miðað við það áfall sem hún hafði orðið fyrir. Því kom það nokkuð á óvart þegar hún fékk annað áfall fyrir skömmu en eftir það var ljóst að hverju stefndi. Tilfinningarnar eru blendnar, létt- ir fyrir hennar hönd að þurfa ekki lengur að vera upp á aðra komin, sem var henni mjög andstætt og hins vegar söknuður yfir því að hafa hana ekki lengur hjá okkur sem þátttak- anda í okkar lífi. Ég trúi því að Ragn- hildur amma sé nú óheft og frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Það væri henni að skapi. Mér var hún einstaklega ljúf og góð tengdamamma. Hún lagði áherslu á það að hennar hlutverki sem uppalanda væri lokið og hún bú- in að sleppa hendi af sínum sonum. Fyrir mig var það lærdómsríkt og vonandi til eftirbreytni. Hún var tengdamamma sem gott var að hafa nálægt sér. Aldrei ágeng en alltaf til staðar. Kunni að gleðjast á góðum stundum og margar gleðistundirnar hefur fjölskyldan átt saman og þar lét Ragnhildur amma sig aldrei vanta. En nú er komið að kveðjustund. Það er margs að minnast og margs að sakna. Síðustu árin hafa sjálfsagt verið henni erfið en hún lét aldrei á neinu bera. Rólyndi hennar og prúð- mennska komu þá berlega í ljós. Að leiðarlokum vil ég þakka minni ljúfu tengdamóður fyrir okkar sam- leið. Þökk sé þér Ragnhildur mín fyrir að hafa auðgað mína lífssýn. Áslaug Björg Viggósdóttir. RAGNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.