Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 43

Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 43 Hring utan hrings hefurðu vafist um mig umlukið allt vefur þinn væntumþykjan er allt sem í mig er spunnið. (Sigmundur Ernir Rúnarsson.) Anna, Jens og Brynhildur Jóna. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ég kynntist Ragnhildi tengda- móður minni fyrir rúmlega þrjátíu og þremur árum, þegar ég hitti eig- inmann minn Eyjólf, sem er elsta barn Rögnu eins og hún er oftast kölluð. Fyrsta skiptið sem ég sá hana var ég alveg hissa hversu ung hún Ragna var og glæsileg, því hún hafði misst mann sinn Hauk, fertug að aldri og sá nú ein um drengi sína tvo Eyjólf og Guðmund. Mér fannst hún bókstaflega alltaf vera að vinna. þeg- ar við unga fólkið komum heim af böllum, þá hafði hún ekki gleymt okkur, frekar en venjulega, okkar beið diskur af smurbrauði á eldhús- borðinu í Miðtúninu og það fannst okkur gott að fá. Það var alltaf vel hugsað um okkur þrátt fyrir mikla vinnu hjá Rögnu. Eftir eins árs kynningu okkar, flytjum við Eyjólfur til Luxemborg- ar, vorum við búin að gifta okkur og eignast okkar fyrsta barn Ragnhildi Eddu, reyndar var annað barn á leið- inni. Ragna kom til okkar að gæta nöfnu sinnar á meðan ég átti annað barn okkar, Hrafnhildi Mary. Ragn- hildur amma kom oft til okkar í heimsókn og fórum við saman í margar ferðir, akandi eða fljúgandi, nokkrum sinnum var hún hjá okkur um jól og áramót, það fannst börn- unum okkar sem nú eru orðin fimm sérstaklega gaman „það voru engin jól,“ nema amma væri hjá okkur. Það eru ótal skemmtilegar minn- ingar um þennan tíma okkar allra saman, til dæmis búðarferðir Rögnu, því hún elskað að vera fín til fara og skoðaði og valdi sér falleg föt, enda var hún glæsileg kona og klæddist vel og vissi alltaf hvað var í tísku hverju sinni. Svo var það fyrir tæpun þremur árum að hún Ragna okkar fékk slag og var föst við hjólastól og gat sig lít- ið hreyft, það var sárt að horfa uppá, en aldrei missti hún reisn sína, alltaf var hún fallega snyrt og vel til fara. Áslaug og Guðmundur fylgdust með að vel væri séð um Ragnhildi tengda- mömmu og eiga þau þökk fyrir. Ég kveð því Rögnu með góðum minningum og þakklæti fyrir sam- veruna. Þín tengdadóttir, Elsa María. Elsku amma Ragga, það verður skrítið að geta ekki heimsótt þig, þegar við komun næst til Íslands. En enn verra finnst okkur að þú skulir ekki hafa getað kynnst nýjustu lang- ömmubörnum þínum, þeim Lilju Rose og Elsu Lilly, en þinn tími var víst kominn til að fara frá okkur. Svo ótal margar minningar okkar af Íslandi tengjast þér, amma og heimili þínu í Miðtúninu. Á nær hverju ári komum við sem krakkar, með allri fjölskyldunni til Íslands á sumrin og gistum þá yfirleitt alltaf hjá þér eða Guðmundi frænda. Það var alltaf nóg að gera í Miðtúninu og margt sem við systur, Haukur bróðir og Ingibjörg frænka þurftum að rannsaka nánar. Eins og skóskápinn mikla, háaloftið og hin ýmsu leyni- hólf undir borðplötum. Við vorum alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Seinnipart sumarsins vorum við krakkarnir svo yfirleitt mjög upp- tekin af því borða rifsber úr garði þínum og búa til allskyns safa og mixtúrur úr þeim. Einnig munum við eftir því hvað okkur fannst rosalega gaman að sjá þig taka þig til áður en þú fórst í vinnuna á morgnanna. Þú fórst þá alltaf í svo flottar draktir og húsið fylltist af Christian Dior- og hár- spreyslykt, og biðum við alltaf spenntar eftir því að þú myndir setja ömmu Röggu hattinn á þig áður en þú fórst út úr húsinu. Þú varst alltaf svo glæsilega til fara og leist alltaf rosalega vel út en varst líka hörku- dugleg og ákveðin kona, hrein og bein sem var ekkert að leyna skoð- unum sínum. Þú ólst syni þína ein upp eftir andlát afa og svo tókstu það líka að þér að sjá um okkur systur þegar við komum til Íslands í fram- haldsskóla. Bjóst 6 mánuði hjá okkur í Neðstaleiti en bauðst okkur síðan alltaf reglulega í mat til þín til að sjá til þess að við fengjum nú eitthvað al- mennilegt að borða. Þú varst líka mikið fyrir það að ferðast, amma, og komst ótal sinnum til okkar til Lux- emborgar, aðallega um jólin, okkur til mikillar ánægju, með krústaði í farteskinu. Svo fórstu líka reglulega víða um heim með vinafólki þínu eða pabba og mömmu. Þú varst alltaf mikil athafnakona og mjög sjálfstæð og hraust. Þess vegna var það mikið áfall fyrir okkur að heyra að þú hefð- ir fengið slag og værir lömuð öðrum megin, en þegar við sáum þig svo á Sóltúni næsta sumar, sastu upprétt í hjólastólnum og hafðir ekkert misst reisn þína né glæsileika. Þrátt fyrir það að þú gast varla talað, náðir þú að fylgjast með öllu og koma þínum óskum á framfæri. Var það að miklu leyti sterkum vilja þínum að þakka, en einnig starfsfólki Sóltúns og auð- vitað Guðmundi og Áslaugu, sem sáu einstaklega vel um þig. Elsku amma Ragga, nú ertu farin í þína hinstu ferð, glæsileg að vanda. Við óskum þér góðrar ferðar og við hittumst síðar meir. Hrafnhildur og Ragnhildur. Elsku amma Ragnhildur. Garðurinn þinn í Miðtúninu var einstakur, skógi og blómum vaxinn og veðrið þar var líka alltaf betra en annarstaðar, hlýrra og að því virtist endalausir sólskinsdagar. Trén svignuðu undanberjum og húsið var fullt af spennandi leyndardómum og fjársjóðum sem við leituðum að og fundum. Þegar við frænkurnar urð- um eldri nutum við góðs af öllum rannsóknarleiðöngrunum um húsið og inn í fataskápa því að þar leyndist fjársjóður af kjólum sem við fengum lánaða þegar mikið lá við. Við kom- umst að því að þó að ólíkar værum pössuðum við allar sonardætur þínar í gömlu fötin þín sem þú hafðir vand- lega geymt í 40 ár og varst stolt af að lána okkur. Þú varst engin venjuleg amma í okkar huga heldur hörku kona sem keyrði bíl, vann fulla vinnu og var á ferð og flugi um allan heim. Elsku amma, við kveðjum þig nú, en minningar okkar úr Miðtúninu vara að eilífu. Þín barnabörn, Ingibjörg, Ragnhildur og Þröstur. Elsku Ragna frænka. Þá er komið að kveðjustund. Minningarnar streyma fram og það er af mörgu að taka því ég hef þekkt þig allt mitt líf. Barnæsku mína og unglingsár bjó ég með mömmu í sama húsi og þú og fjölskylda þín í Miðtúni 58. Heimili þitt var sem mitt annað heimili og Eyjó og Gummi eins og bræður mínir. Þar sem mamma var útivinnandi leitaði ég oft til þín og strákanna um aðstoð og stóð aldrei á því að hún væri veitt. Þótt við mamma flyttum var sam- gangurinn alltaf mikill. Við vorum líka vinnufélagar, því er ég kom heim frá Svíþjóð, eftir ársdvöl 1970, útveg- aðir þú mér mína fyrstu alvöru vinnu í Gjaldheimtunni í Reykjavík og störfuðum við þar saman í mörg ár. Eftir að ég stofnaði mitt eigið heimili hélst sambandið og oft lá leið- in niður í Miðtún, hvort sem ég átti þangað erindi eða ekki og var mamma oftast með í för. Sterk er minningin um „krústaðina“ þína sem þú bakaðir alltaf fyrir jólin. Tilbún- ingur þeirra jaðraði við að vera helgistund í þínum huga og ekki liðu jólin án þess að ég fengi að gæða mér á þeim. Það verður að segjast eins og er að því miður hef ég ekki komist upp á lagið með að búa þá til svo minningin um þá verður bara að fylgja mér um ókomin ár. Síðustu tvö árin hefur leiðin legið niður í Sóltún þar sem þú dvaldist þar til yfir lauk. Þú fórst ekki langt frá þínu gamla heimili og sást meira að segja heim til þín út um gluggann hjá þér. Að leiðarlokum viljum við mamma þakka þér samfylgdina og umhyggj- una í gegnum tíðina. Við vottum Eyjó, Gumma og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og biðjum þér guðs blessunar í ljósinu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín frænka Elfa. ✝ Gísli Þórðarsonloftskeytamaður fæddist í Hafnarfirði 22. desember 1926. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík að- faranótt 10. mars síðastliðins. Foreldr- ar hans voru hjónin Þórður Þórðarson trésmiður, f. á Neðra-Hálsi í Kjós 23. okt. 1884, d. 12. ágúst 1965, og kona hans Gíslanna Gísla- dóttir, f. í Sjóbúð í Garði í Gerðahreppi 24. júlí 1887, d. 19. maí 1982. Systkini Gísla eru öll látin en þau voru Ósk Jónasa (Jóna), f. 16. mars 1914, d. 16. febrúar 2000, Fanney, f. 17. ágúst 1915, d. 24. júní 1935, og Þórður, f. 16. október 1917, d. 2. september 2002, kvæntur Gyðu Jónsdóttur, f. 15. apríl 1918. Gísli kvæntist 4. mars árið 1950 Brynhildi Jensdóttur sjúkraliða, f. 8. desember 1928. Foreldrar henn- ar voru Jens Guðbjörnsson bók- bindari, f. 30. ágúst 1903, d. 1. maí 1978, og kona hans Þórveig Ax- fjörð, f. 8. júlí 1897, d. 4. október 1993. Gísli og Brynhildur skildu október 1972, þeirra börn eru Sindri Jens, f. 11. apríl 1994, Thelma Dögg, f. 13. júlí 1995, Hrafnhildur Ýr, f. 31. maí 1997, Freydís Rós, f. 26. desember 1998, og Laufey Ösp, f. 7. október 2002; b) Arnar Gísli, f. 16. júlí 1979, sam- býliskona Elfa Lind Berudóttir, f. 16. september 1978, þeirra dætur eru Aðalheiður Fanney, f. 14. mars 1999, og Kolbrún Helga, f. 1. janúar 2002; og c) Brynhildur, f. 16. júlí 1980. Sambýliskona Jens er Hafdís E. Jónsdóttir, f. 28. júlí 1949. 4) Brynhildur Jóna, f. 17. maí 1957, gift Guðjóni Þ. Arn- grímssyni, f. 13. september 1955, synir þeirra eru a) Vignir, f. 2. apríl 1982, b) Brynjar, f. 29. mars 1989, og c) Gísli, f. 2. júní 1997. Gísli ólst upp á Vesturgötunni í Reykjavík. Hann útskrifaðist úr Loftskeytaskólanum árið 1946, tók símritarapróf 1980 og yfirsím- ritarapróf 1985. Hann starfaði lengst af sem loftskeytamaður á sjó, fyrst átogurum á árunum 1946–53, hjá Jöklum hf. á árunum 1954–65, var í landi á árunum 1966–68 en fór þá aftur til sjós en nú hjá Eimskipafélagi Íslands árin 1969–75, lengst á Laxfossi. Hann var síðast símritari í Loftskeyta- stöðinni í Gufunesi þar til starfs- ævi lauk. Gísli var félagi í Odd- fellowreglunni. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. árið 1975. Börn þeirra eru: 1) Þórveig, f. 4. ágúst 1950, d. 19. maí 1994, maður hennar var Ómar Magnússon, f. 29. júní 1948, dætur þeirra eru a) Hildur, f. 11. ágúst 1970, maður hennar er Þorleifur Bjarnason, f. 24. októ- ber 1963, börn þeirra eru Bjarni, f. 23. sept- ember 1997, og Ómar Þór, f. 8. júlí 2000; og b) Ásta María, f. 19. janúar 1975. 2) Anna, f. 3. október 1952, gift Eiríki Þ. Einarssyni, f. 5. febrúar 1950, þeirra synir eru a) Einar Haukur, f. 22. janúar 1973, kvænt- ur Bryndísi Huld Ólafsdóttur, f. 12. apríl 1971, þeirra börn eru Sandra Sif, f. 3. september 1995, og Ólafur Þór, f. 12. maí 1999, áð- ur átti Einar Tinnu Rut, f. 12. apríl 1990, með Önnu Kristínu Tryggvadóttur, f. 1. maí 1973; og b) Finnur, f. 24. janúar 1983. 3) Jens, f. 7. apríl 1954, var kvæntur Hrafnhildi Kristinsdóttur, f. 7. maí 1951, þau skildu. Börn þeirra eru a) Rósa Kristín, f. 7. apríl 1974, í sambúð með Frey Karlssyni, f. 6. Við kveðjum í dag með söknuði Gísla Þórðarson, tengdaföður og góðan vin til margra ára. Hann lést á heimili sínu 10. mars sl. eftir lang- vinn og erfið veikindi. Gísli var yngstur fjögurra syst- kina og ólst upp í foreldrahúsum við Vesturgötuna í Reykjavík en átti móðurætt að rekja suður með sjó og föðurætt í Kjósina. Gísli komst til manns á árum heimsstyrjaldarinn- ar síðari og sá líkt og margir aðrir góða atvinnumöguleika felast í námi í Loftskeytaskólanum. Hann fór í framhaldi af náminu til sjós, var til að byrja með á togurum, en færði sig yfir á flutningaskip 1954 og sigldi um 20 ára skeið milli Íslands og annarra landa, fyrst á Jöklunum og síðan hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Árið 1975 kom hann í land og hóf störf í Loftskeytastöðinni í Gufunesi, þar sem honum leið vel, þótt hafið togaði alltaf í hann með sínum hætti eins og flesta gamla sjómenn. Gísli sá við því með því að kaupa sér á efri árum íbúð á Vest- urgötunni með útsýni beint yfir Reykjavíkurhöfn. Gísli kvæntist árið 1950 Brynhildi Jensdóttur og á sjö árum eignuðust þau fjögur börn, Þórveigu, Önnu Jens og Brynhildi. Þau byggðu sér hús að Grænuhlíð 8 með systur Brynhildar og þar varð sannkölluð fjölskyldumiðstöð í tvo áratugi, fullt hús af börnum og skyldmennum. Þessi stóra fjölskylda var ætíð kjöl- festan í lífi Gísla, þótt fjarvistir sjó- mannsins væru miklar á þeim tíma. Gísli og Brynhildur skildu 1975, en héldu góðu sambandi alla tíð, ferð- uðust saman og sinntu sístækkandi fjölskyldunni. Það var honum mikils virði. Gísli var hlédrægur maður og naut sín best innan um trausta vini og fjölskylduna. Hann kunni þó vel á fólk, enda snerist lífsstarf hans um að eiga samskipti í gegnum loft- skeytatækin við fólk um allan heim. Hann var skarpgreindur og fróður, hafði þægilega nærveru og góða kímnigáfu. Maður sem naut sín vel við eldhúsborð með svart kaffi og sígarettu að fylgjast með og fá fréttir af sínu fólki. Hann var félagslyndur á sinn hátt og gekk á unga aldri í skáta- flokk sem enn heldur saman um 60 árum síðar, og hann var félagi í Oddfellowreglunni. Fyrir nokkrum árum fór hann að spreyta sig á golfíþróttinni og við áttum saman margar góðar stundir á ýmsum völlum að leita að kúlum sem gjarnan flugu annað en ætlað var. Gísli glímdi lengi við heilsuleysi og það mótaði líf hans, einkum hin seinni ár. Undir lokin naut hann góðrar umönnunar fjölskyldu, vina, lækna og hjúkrunarfólks. Að leið- arlokum þökkum við samfylgdina og þá ást og ræktarsemi sem Gísli sýndi okkur og fjölskyldum okkar. Blessuð sé minning hans. Guðjón Arngrímsson, Eiríkur Þ. Einarsson. Við Gísli hittumst fyrst sem skát- ar á stríðsárunum, sennilega 1942 eða 3. Vorum við þá flestir í 6. deild undir handleiðslu Páls Gíslasonar ásamt mörgum öðrum ungum skát- um. Meðal þeirra voru allmargir strákar sem síðan þá hafa verið bundnir óslítanlegum vináttubönd- um. Níu strákar úr þessum hópi stofnuðu flokk eldri skáta árið 1945 og nefndust „Labbakútar“. Allir höfðum við náð þeim árangri í skátastarfi og aldri til að geta kall- ast „Rover-skátar“. Okkur þótti það mikil vegsemd að geta formlega stofnað okkar eigin flokk. Á fyrstu árum starfs okkar datt okkur í hug, að við þyrftum að byggja skíðaskála. Fengum við lóð undir skálann austan til í Skarðs- mýrarfjalli á Hengilssvæðinu. Byggðum við þar skála með eigin höndum og fluttum allt efni til verksins frá Smiðjulaut austan við skíðaskálann í Hveradölum. Notuð- um við til þess sleða, en stundum var bara borið á bakinu. Mikil var hrifning okkar og gleði, er smíðinni lauk. Markmið okkar í fyrstu var fyrst og fremst að stunda útivist og ferðalög. En á þessum tímum aukins þroska tekur alvara lífssins við. Þegar eiginkonur og börn komu til sögunnar og lífið fór að taka á sig nýja mynd alvöru og ábyrgðar. Eiginkonur stofnuðu saumaklúbb, og varð það okkar helsti vettvangur til að hittast. Það er augljóst að maður sem er langtímum fjarverandi á sjónum getur ekki stundað samskonar fé- lagslíf og við hinir. En Gísli hélt alltaf sambandi við okkur Labba- kúta og fjölskyldur okkar. Áttum við margar ánægjustundir á heimili þeirra Gísla og Brynhildar eða Lillu eins og hún vær ætíð kölluð í okkar hópi. Hvort sem það var í kjallaran- um á Auðarstræti eða í Grænuhlíð. Á sumrin fóru Labbakútar oft í einhver ferðalög með fjölskyldur sínar. Oftast voru tvær eða jafnvel þrjár fjölskyldur saman í bíl. Mikið var sungið og margt gert sér til gamans, stundum gerðar vísur og sendar yfir í hina bílana. Ferðir þessar voru oft í sambandi við ein- hver skátamót og held ég að við höf- um átt frumkvæði að stofnun fjöl- skyldutjaldbúða á slíkum mótum. Þótt Gísli hafi oft verið fjarri góðu gamni við slík tækifæri voru Brynhildur og börn þeirra oft með á þessum stundum og fannst okkur þá eins og hluti Gísla væri með þótt við söknuðum hans að sjálfsögðu. Samstaða og vinátta hefur alla tíð haldist þótt leiðir okkar hafi legið til ólíkra átta. Hann útskrifaðist úr Loftskeyta- skólanum 1946, tók símritarapróf 1980 og yfirsímritarapróf 1985. Starfaði lengst af sem loftskeyta- maður á sjó, fyrst á togurum árin 1946–53, hjá Jöklum h/f árin 1954– 65. Hann var í landi árin 1966–68 en fór aftur til sjós, þá hjá Eimskipa- félagi Íslands árin 1969–75, lengst á Laxfossi. Síðast vann hann sem símritari á Loftskeytastöðinni í Gufunesi þar til hann fór á eftir- laun. Gísli var félagi í Oddfellowregl- unni og var hann leiðtogi minn til inngöngu árið 1969. Nú er þriðji Labbakúturinn „far- inn heim“, en þannig orða skátar það þegar einhver yfirgefur þetta jarðlíf. Við Labbakútar kveðjum hann með söknuði og þökk fyrir sam- vistina. Brynhildi, börnum þeirra og fjölskyldum sendum við Labba- kútar og fjölskyldur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Labbakúta Bergur P. Jónsson. GÍSLI ÞÓRÐARSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.