Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 44

Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Ómar Jó-hannsson fæddist á Seyðisfirði 31. des- ember 1951. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Anna Birna Björnsdóttir húsmóð- ir, f. 28.9. 1921 á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðaþinghá, d. 30.1. 1998, og Jó- hann Jónsson kenn- ari, f. 27.9. 1918 á Seyðisfirði, d. 1.4. 1994. Ómar var fjórði í röð sjö systkina. Systkini hans eru Ásta Borg, f. 5.7. 1940, búsett í Hvera- gerði, Björn Bergmann, f. 6.3. 1945, búsettur að Lyngási í Rang- árþingi, Margrét, f. 13.9. 1946, bú- sett í Keflavík, Guðný Helga, f. 18.9. 1947, búsett í Garði, Unnur, f. 7.6. 1953, búsett í Reykjavík, og Þórný, f. 9.11.1960, búsett í Kefla- vík. Ómar kvæntist 1. maí 1975 Ingu S. Stefánsdóttur banka- starfsmanni, þau skildu. Dóttir þeirra er Sesselja Sigurborg lyfja- fræðingur, f. 4.2. 1975, maki Hall- dór Eyjólfsson verkfræðingur, f. 15.8. 1972, sonur þeirra er Ómar Ingi, f. 5.8. 2003. Ómar kvæntist hinn 26. febrúar sl. eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Rann- veigu Reynisdóttur, f. 8.8. 1954. Foreldr- ar hennar eru Hjör- dís Pétursdóttir, f. 4.6.1934, og Reynir Haukur Hauksson, f. 23.7.1933. Guðný á tvö börn, þau eru: 1) Hjördís Erla Benón- ýsdóttir, f. 1.4.1974, maki Sveinn Helgi Geirsson, f. 28.7. 1962, og börn þeirra eru Sindri Geir, f. 15.11. 1996, og Sól- dís Guðný, f. 27.9. 2000. 2) Lúðvík Kjartan, f. 19.10. 1986, sem Ómar gekk í föður stað. Ómar lauk gagnfræðaprófi 1968 og starfaði síðan m.a. í fisk- vinnslu, hjá Verslunarbankanum, hjá Tré-X, sem framkvæmdar- stjóri Golfklúbbs Suðurnesja, í Fríhöfninni og rak myndbanda- leigurnar Heimabíó og Bónus- video í Funalind. Ómar tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum þ. á m. hjá Víði í Garði og Golf- sambandi Íslands. Jafnframt skrifaði hann fjórar revíur fyrir Leikfélag Keflavíkur og eina fyrir Litla leikfélagið í Garði ásamt ýmsum vísum, smásögum o.fl. Útför Ómars verður gerð frá Útskálakirkju í Garði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag fékk ég senda samúðar- kveðju frá frænku minni og fjöl- skyldu hennar. Þar stendur að heim- urinn er vissulega fátækari án hans Ómars en þó svo ríkur af því sem hann skilur eftir sig. Ég get sann- arlega tekið undir þessi orð og við lestur þeirra rifjast upp þær góðu stundir sem við feðginin áttum sam- an. Það eru margar minningar sem fljúga í gegnum hugann og þar á meðal eru það morgnarnir á Hafn- argötunni, mamma farin í vinnuna og við feðginin við eldhúsborðið að borða súrmjólk með miklum púður- sykri. Pabbi var mjög natinn við að greiða í gegnum síða hárið mitt sem síðan var sett í tagl því hann kunni ekki að flétta. Því næst fórum við með morgunbænirnar áður en lagt var af stað til Öldu dagmömmu sem tók alltaf jafn vel á móti okkur. Pabba var margt til lista lagt en matargerð var ekki hans sterkasta hlið. Mér er minnisstætt þegar mamma fór eitt sinn erlendis og pabbi tók við matseldinni á meðan. Þegar mamma kom heim spurði hún mig hvort pabbi hafi ekki verið dug- legur að elda og ég svaraði því stolt játandi að hann hefði eldað cheerios og skyr í öll mál. Ég á föður mínum margt að þakka. Hann kenndi mér að lesa og reikna áður en ég byrjaði í skóla og hvatti mig alltaf til náms og íþrótta. Eitt sinn þótti mér tilsögnin þó full- mikil. Við vorum keppa saman í parakeppni í golfi þegar ég var sex ára og átti ég að sjá um púttin. Hann var mikill keppnismaður og brýndi það fyrir mér að ég þyrfti að vanda mig en ég brást hin versta við og gerði það að leik mínum að hitta ekki í holuna. Þetta þótti honum fyndið og minntist hann oft á þetta atvik. Því miður tókst honum ekki að gera mig að kylfingi en þess í stað ,,hjálpaði“ ég honum oft við vinnuna í golfskál- anum þegar hann var framkvæmd- arstjóri hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mér þótti þó skemmtilegast á leið- inni út á golfvöll því þá vorum við pabbi vön að syngja saman í gulu Lödunni. Því miður voru samverustundir okkar í seinni tíð ekki nógu margar. Það helgaðist þó einkum af því að pabbi tók sér nánast aldrei frí þau ár sem hann rak Heimabíó. En við Dóri áttum þó reglulega erindi á leiguna og þá gafst oft tækifæri til að spjalla saman. Það var gaman verða vitni að því hversu vel hann þekkti þarfir við- skiptavina sinna sem voru margir hverjir í raun frekar vinir hans held- ur en kúnnar. Pabbi skrifaði margar vísur og nokkrar revíur og bað hann mig oft um að lesa eitt og annað yfir fyrir sig og þótti mér alltaf vænt um það traust sem hann sýndi mér með því. Um mánuði áður en hann lést bað hann mig um að skrifa niður vísur sem hann hafði samið og flutti svo á heiðurs- og styrktartónleikunum í Stapa. Einnig var hann með hug- mynd að einþáttungi sem hann sagði mér frá en því miður vannst ekki tími til þess að koma honum á blað. Hann var byrjaður að semja þennan sálm, sem hann náði þó ekki að klára: Ó Drottinn minn, í himins dýrðarríki. Ó Drottinn minn, sem vakir yfir jörð. Ó Drottinn minn, þó dagurinn hér víki. Ó Drottinn minn, þú stjórnar minni gjörð. Guð sem að gætir mín, Guð sem að gætir mín, þú gleymist stundum. Samt Guð þú gætir mín, samt Guð þú gætir mín, úr gullnum himnalundum. Elsku pabbi minn, ég hugsa til baka og rifja upp þá gleðilegu stund þegar við Dóri komum til þín á að- fangadagskvöld fyrir rúmu ári og sögðum þér frá því að þú ættir von á barnabarni. Ég gleymi ekki ánægj- unni sem skein úr augum þínum. En nokkrum dögum seinna greindist þú með magakrabbamein sem þú varst ákveðinn í að sigra til þess að sjá barnabörn þín vaxa úr grasi. Sem betur fer fékkstu að sjá litla afa- strákinn þinn sem við skírðum í höf- uðið á þér og mömmu. Þér þótti leið- inlegt að geta ekki haldið meira á honum og knúsað vegna veikinda þinna en það leyndi sér ekki að nafni þinn naut þess að fá að toga í skeggið þitt og sníkja af þér melónu eða perubát. Þakka þér, pabbi minn, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og sérstaklega þessar síðustu vikur lífs þíns þegar við Ómar Ingi komum daglega í heimsókn til þín á Grandann. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta mínu. Guð blessi þig, elsku karlinn minn. Þín dóttir, Sesselja. Elsku afi minn, það er skrítið að geta ekki lengur heimsótt þig á Grandann. Mamma og pabbi segja að þú sért fluttur til Guðs en ég skil það ekki því ég er svo lítill. Ég man bara hvað var gott að koma við skeggið þitt og hvað var gaman þeg- ar þú söngst fyrir mig. Best var þó þegar ég fékk að smakka hjá þér melónu eða peru. Þó svo við getum ekki leikið saman að sinni þá mun ég alltaf hugsa til þín. Sérstaklega þeg- ar ég fer með bænirnar mínar á kvöldin og þegar ég hlusta á afavís- una sem þú samdir handa mér. Þeg- ar liðið okkar, Chelsea, spilar mun ég hvetja þá fyrir okkur báða. Ég veit að þá verður þú hjá mér eins og alla aðra daga. Guð geymi þig afi minn. Ómar Ingi. Elsku Ómar minn. Með örfáum orðum langar litlu systur þína að minnast góðs bróður og ástvinar. Það var alltaf gaman að hitta þig og vera nálægt þér (ef þér þótti gam- an að láta stríða þér). Frá því að ég var lítil stríddir þú mér óspart og aldrei grunaði mig að ég ætti eftir að sakna þess, en nú er svo komið á daginn. Við höfum átt misgóðar stundir saman þótt flestar væru þær góðar eins og er algengt í samskipt- um mannanna, en ég hef alltaf elskað þig og fundist þú vera frábær vinur. Þú þurftir ekkert að segja, bara glotta út í annað og þá leið mér vel. Þú kenndir mér margt, t.d að meta ljóð, tónlist og bækur. Þegar þú varst að glamra á gítarinn fyrst eftir að þú fékkst hann fékk ég litla systir þín að hlusta á frumflutning á lög- unum þínum. Eitt laga þinna snart mína litlu sál mest, það var „Voða- skot í Palestínu“. Mikið grét ég eftir þann flutning þinn en þú tókst mig í fangið og huggaðir mig. Skoðanir þínar á heimsmálunum mótuðu mig og fannst mér mikið til þeirra koma. Síðan hef ég reynt að horfa á báðar hliðar á öllum heimsins málum. Þú varst vitur maður og fékkst mikla náðargáfu, það er að geta sett saman sögur og ljóð á skemmtilegan hátt. Einnig gast þú gert góðlátlegt grín að mönnum og málefnum án þess að særa tilfinningar annarra á einhvern hátt. Oft sat ég inni í herberginu þínu og þú varst að sannfæra mig um að Rolling Stones væru betri en Bítl- arnir og það væri ekki hægt og hall- ærislegt að halda upp á Ringo. Þú sagðir að ef einhver væri góður í Bítlunum væri það John Lennon og er hann í miklu uppáhaldi hjá mér í dag. En eitt tókst þér ekki, það var að snúa mér til þess að halda með Chelsea fótboltaliðinu þínu sem þú fylgdist með allt þar til yfir lauk. Nonni bað mig að minnast þess þegar þið voruð að spila Olsen Olsen og þú þóttist vera heimsmeistari í þeirri íþrótt. Mikið varð hann glaður þegar hann loksins hafði betur. Þegar þú veiktist fyrir næstum 30 árum hélt ég að þú ættir ekki mikið eftir en jú hetjan okkar stóð upp aft- ur og við fengum að hafa þig áfram hér. Núna lagði skyldur sjúkdómur þig að velli. Þú tókst fréttunum um veikindi þín með æðruleysi og heill- aðist ég af ró þinni. Þegar haldnir voru tónleikar þér til heiðurs í Stapa kom þetta æðru- leysi best fram, þú varst snortinn því þarna sást best hvílík áhrif vera þín og verk höfðu á samtíðarmenn þína. Þú áttir marga vini og komu þeir í heimsókn til þín og var margt um manninn á Skeljagrandanum síðustu dagana í lífi þínu. Víst eru gleðin og sorgin systur og þegar þið Guðný giftuð ykkur hinn 27. febrúar sl. var það mikill gleði- dagur, en aðeins 12 dögum síðar kvaddir þú þennan heim. Þótt jöklar og dalir skilji okkur að, þá skaltu ávallt muna það, að hvar sem ég er og hvert sem ég fer, hluta af þér tek ég ávallt með mér. (Höf. óþ.) Með þessum orðum langar mig að þakka þér fyrir samfylgdina í gegn- um súrt og sætt minn kæri. Elsku Guðný, Sella, Dóri, Lúlli, Hjördís og litlu börnin ykkar, megi góður Guð og englar hans vaka yfir ykkur og styrkja ykkur á þessari stundu. Þín systir, Þórný. Ástkær frændi minn og vinur Óm- ar Jóhannsson lést á heimili sínu 10. mars sl. eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Við þessi tímamót fara í gegnum huga minn tengingar lífshlaups míns og Ómars frænda míns og vinar og líðanin er góð því ég á svo margar góðar minningar. Þær fyrstu tengjast mynd sem tekin var á Seyðisfirði þegar við vor- um lítil börn. Þar sitjum við hlið við hlið uppá hól og höldum fast utanum hvort annað. Næsta minning tengist flutningi fjölskyldu Ómars frá Seyð- isfirði, fyrst í Silfurtúnið í Garðabæ, en stuttu síðar í Garðinn. Faðir Óm- ars var kennari við Gerðaskóla og fjölskyldan bjó í kennaraíbúð skól- ans til margra ára. Þaðan eru marg- ar góðar minningar, enda ekki á hverjum degi sem maður hefur heil- ann skóla til leikja. Mikil samskipti voru milli fjölskyldna okkar og má t.d. nefna að eitt sumarið fékk ég vinnu í fiski í Garðinum og bjó það sumar á heimili Önnu Birnu og Jóa, foreldra Ómars. Ómar bjó síðan á heimili foreldra minna í Keflavík meðan hann kláraði gagnfræðaskól- ann. Á þeim árum fékk ég fjölmarg- ar heimsóknir frá ýmsum vinkonum og hef grun um að vera Ómars á heimilinu hafi haft áhrif á það, því hann var mikill sjarmör og stelpurn- ar bálskotnar í honum. Lífshlaup okkar Ómars tengdist einnig í gegnum börnin okkar, en elsti sonur minn og einkadóttir Óm- ars eru jafnaldrar og voru um tíma skólasystkin og félagar. Bestu stundirnar áttum við saman í gegnum leiklistina, það starf tengdi okkur saman öðru fremur. Leikfélag Keflavíkur á Ómari mikið að þakka, en hann samdi alls fjórar revíur fyrir félagið, sem allar fengu góða aðsókn. Ómar var góður drengur, hann var ávallt tilbúinn að leggja öðrum lið og krafðist ekki neins á móti. Hann hafði að geyma fallega sál, sál sem býr enn í hjörtum okkar sem hann þekktum, þó líkaminn sé far- inn. Ég er mjög þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með Ómari, frænda mínum og vini síðustu mán- uði æfi hans. Ég lærði mikið um lífið, tilveruna og dauðann á þessum tíma og hef fyrir bragðið hlotið allt aðra sýn á þessi grundvallaratriði lífsins, ekki síst dauðann, sem ég lít á sem vin minn í dag. Vin sem ég er tilbúin að taka á móti þegar hann kemur í heimsókn, en vona samt að komi ekki of fljótt, hvorki til mín né ástvina minna. Ég vil þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að eiga Ómar Jó- hannsson sem frænda og góðan vin. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti Ómari og ég veit að hann á vís- an sess í himnaríki og getur nú snúið sér að því að semja revíur fyrir Guð og herskara himnanna. Ég bið líka góðan Guð að vaka yfir öllum ástvinum Ómars. Blessuð sé minning hans. Hjördís Árnadóttir. Við erum mörg sem höfum misst mikið við fráfall Ómars. Ég hef misst uppáhalds frænda minn, Omma frænda. Omma hef ég þekkt alla ævi en ég kynnist honum sérstaklega vel sumarið 1990 þegar við sátum dag- lega með afa við matarborðið hjá ömmu og afa í hádeginu og spjöll- uðum um allt milli himins og jarðar, þó aðallega fótbolta. Þessi hádegis- spjöll voru tvímælalaust hápunktur dagsins. Þetta ár var HM í fótbolta og ræddum við um hvern einasta leik og leikmann. Tékkinn Tomas Skuhr- avy var einn besti leikmaður þess- arar keppni og um haustið sama ár spilaði Tékkóslóvakía við Ísland. Ommi var þá að vinna í fríhöfninni og gaf þá Tomas þessi honum fána sem hann svo afhenti mér. Fyrir þrettán ára strák sem ekki hugsaði um ann- að en fótbolta var þetta sem sent af himnum ofan. Ég man líka þegar Ommi spurði mig: Með hvaða liði heldur þú í spænska boltanum? Ég sagðist halda með Real Madrid. Hann sagðist halda með Barcelona og að það væri miklu meira vit í því. Eftir það hef ég alltaf haldið með Barcelona. Önnur spurning var: Hver er uppáhalds hljómsveitin þín? Ég sagðist ekki eiga uppáhalds hljómsveit. Hann var ekki sáttur við það og benti mér á að Rolling Stones væri aðalbandið. Ég ákvað þá að gera eitthvað í mínum málum og eignast uppáhalds hljómsveit. Orð Omma fengu mig oft til að skipta um skoðun en honum tókst þó ekki að fá mig til að gerast stuðningsmaður Chelsea, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir! Við áttum líka ánægjulegar stundir þegar Ommi kom í heimsókn til mín til Watford. Það fyrsta sem vakti athygli hans var geisladiska- safnið mitt en áhugi minn á tónlist er mikið til kominn frá honum. Ommi er þekktur húmoristi og í þessari heim- sókn veltumst við um af hlátri yfir Flying Circus með Monty Python. Eftir það sá ég Monty Python í nýju ljósi. Ommi var mikill viskubrunnur og í öllum fjölskylduboðum var hann vin- sælasti samræðufélaginn því hann hafði skoðanir á öllu. Ef þú færð Moggann til himna Ommi minn, þá langar mig að þakka þér fyrir öll þessi samtöl. Þakka þér líka fyrir að hafa alltaf stutt mig í öllu og þá sér- staklega fótboltanum. Þitt álit skipti mig alltaf miklu máli; það réð stund- um úrslitum. Við náðum aldrei að spila saman golf en við höldum bara áfram að stefna á það. Á meðan ræð- ið þið afi um fótbolta án mín. Guð geymi þig Ommi minn og ég treysti því að þú sért nú loksins laus við þjáningarnar. Guðný, Sella, Dóri, Lúlli og Hjör- dís. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum sorgartímum. Jóhann Birnir. „Hæ frænka. Kíktu í kaffi við tækifæri. Ég er með vídeóleigu á Njálsgötunni,“ var hrópað á mig úr bíl á Laugaveginum fyrir fáum ár- um. Þetta var Ómar frændi, sem ég hafði þá ekki rekist á í allmörg ár. Aldrei fór ég, þó ég hafi margoft ver- ið á leiðinni en í bæjarferðum mínum var ég oftast í ákveðnum erinda- gjörðum, tíminn knappur og litlar hendur í báðum mínum. Þegar ljóst var hvert stefndi fékk ég mig aldrei til að banka á dyrnar, enda verð ég seint talin sterk á svelli þegar kemur að þessum kafla lífsins. Ég vona að mér sé fyrirgefið en það kemur að því að ég drep á dyr. Við Ómar getum þá tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, haldið áfram að ræða um gamla tíma og nýja og sameiginleg áhugamál. Vertu sæll frændi. Svanhildur. Kveðja frá Chelseaklúbbnum á Íslandi Ómar Jóhannsson, sannur og gegnum blár Chelsea-aðdáandi, er genginn á vit feðra sinna eftir erfið veikindi. Nánast samfellt frá stofnun Chelsea-klúbbsins á Íslandi árið 1997 var Ómar félagi í klúbbnum enda mikill og einlægur stuðnings- maður Chelsea, „True Blue“ eins og þeir best geta orðið. Það var oft fróð- legt að heyra Ómar láta í ljósi skoð- anir sínar á sínu heittelskaða liði, Chelsea, frammistöðu þess, jafnt innan vallar sem utan, á leikmönn- um, framkvæmdastjóra, þjálfurum og stjórnendum félagsins og fór hann ekki dult með þær, talaði tæpi- tungulaust, bæði í gagnrýni sinni á það sem honum þótti betur mega fara svo og í lofi sínu er honum líkaði gangur mála. Já, það var gaman að hlusta á Ómar enda maður orðhepp- inn með afbrigðum og vel máli farinn eins og svo margir landsmenn geta vitnað um. Ógleymanleg er ferðin er hann fór í ásamt félögum sínum í Chelsea- klúbbnum til London í október 1999 og varð vitni að því er Chelsea kjöldró Manchester United 5:0 á Stamford Bridge, þá líkaði Ómari líf- ið svo sannarlega en samt var ekki laust við að hann vorkenndi Rauðu djöflunum og fylgismönnum þeirra, gott dæmi um hlýtt hjartalag Ómars Jóhannssonar. Ekki mun Ómar mæta oftar í Öl- ver til að horfa á Chelsea „í beinni“ né fara í fleiri ferðir með félögum sínum í Chelsea-klúbbnum á Stam- ford Bridge að þessu sinni, það bíður betri tíma og annars tilverustigs. Andi hans mun hins vegar örugglega ÓMAR JÓHANNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.