Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 47
við systurnar eyddum hjá ykkur í
Grundargötunni. Afi niðri í kjallara
að bauka í rafmagninu og þú uppi
að taka til mat eða baka eitthvert
góðgæti, ef það voru ekki kleinur þá
voru það ferningslagaðar vöfflur.
Á haustin fórum við í berjamó út
á Karlsá þar sem þú vissir um allar
bestu berjabrekkurnar og berja-
bláar hendurnar þínar sýndu vel
hvað þú varst iðin við að tína. Berin
þín voru líka best, berjasulturnar og
saftið.
Handlagnari manneskju var ekki
hægt að finna og allt sem þú snertir
varð að snilldarverki. Að erfa aðeins
helming af handlagni þinni er dýr-
mætara en gull. Það var erfitt að
horfa á þig veikjast og þrátt fyrir að
lífið yrði erfiðara fyrir þig þá varstu
alltaf glöð og það var alltaf stutt í
brosið þitt og hláturinn. Þú vannst
öll verk þín í hljóði, baðst ekki um
neitt og kvartaðir aldrei yfir neinu,
sama á hverju gekk. Því miður fáum
við ekki fleiri stundir með þér,
amma, þar sem þú dundar þér við
spilakapal eða stóru púslin meðan
við mölum út í eitt, en þær stundir
voru okkur kærar því þú varst svo
góð að hlusta. Betri ömmu er ekki
hægt að hugsa sér.
Elsku amma. Nú ertu komin úr
dulargervinu og þín verður sárt
saknað en að vita að þú vakir yfir
okkur gerir sorgina auðveldari.
Góður engill Guðs oss leiðir
gegnum jarðneskt böl og stríð,
léttir byrðar, angist eyðir,
engill sá er vonin blíð.
Mitt á hryggðar dimmum degi
dýrðlegt oss hún kveikir ljós,
mitt í neyð á vorum vegi
vaxa lætur gleðirós.
(Helgi Hálfdánarson.)
Dagný, Ingibjörg og Jóhanna.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 47
Bróðir okkar,
HREINN BJARNASON
stýrimaður,
Barmahlíð 7,
áður til heimilis
á Skólavörðustíg 40,
lést þriðjudaginn 2. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Örn Bjarnason,
Gréta María Bjarnadóttir,
Sigríður Bjarnadóttir,
Jón Bjartmar Bjarnason,
Broddi Bjarni Bjarnason,
Ingibjörg Bjarnadóttir
og aðrir aðstandendur.
✝ Guðmundur IngiÓlafsson fæddist
á Syðri-Brúnavöllum
á Skeiðum í Árnes-
sýslu 6. okt. 1915.
Hann lést á Garð-
vangi í Garði 7. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Ólafur
Einarsson bóndi, f. á
Butru í Fljótshlíð í
Rang. 18. apríl 1872,
d. 6. mars 1951, og
Guðrún Magnúsdótt-
ir húsfreyja, f. á
Brjánsstöðum í
Grímsnesi 22. apríl
1874, d. 23. júlí 1945. Systkini
Guðmundar voru Magnús, f. 2.8.
1901, d. 12.5. 1973, Óskar Matt-
hías, f. 22.11. 1907, d. 7.3. 1952,
Guðlaug, f. 13.1. 1906, d. 17.4.
1982, og Guðmann, f. 13.11. 1909,
d. 12.5. 1993.
Guðmundur kvæntist í Kefla-
vík 21. janúar 1943 Maríu Dó-
róthe Júlíusdóttur, f. í Keflavík
24. jan. 1915, d. 2. jan. 1999. For-
eldrar hennar voru Júlíus Björns-
son, f. 25.6. 1853, d. 5.9. 1928, og
Margrét Sveinsdóttir, f. 2.9. 1884,
d. 19.3. 1967. Fósturmóðir henn-
ar var Sigríður Sverrína Sveins-
dóttir, f. 2.12. 1882, d. 21.11.
1963.
Börn Guðmundar
og Maríu eru: 1)
Margrét Guðrún
iðjuþjálfi í Kaliforn-
íu í Bandaríkjunum,
f. 19. sept. 1942, gift
William G. Lange.
Eiga þau fjögur
börn og tvö barna-
börn. 2) Einar Sig-
urbjörn húsasmiður
í Keflavík, f. 10. des.
1946. Hann á fjögur
börn og níu barna-
börn. 3) Ólafur
Hreinn verkamaður
í Keflavík, f. 22. apr-
íl 1949. 4) Ósk Matthildur hús-
móðir, f. 20. des. 1952, gift Páli
Gíslasyni byggingaverktaka í
Sandgerði. Þau eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn. Bonnie María
Colvin dvaldi hjá Maríu og Guð-
mundi frá eins og hálfs árs aldri
og fram undir unglingsár. Hún er
búsett í Bandaríkjunum og á tvö
börn og eitt barnabarn.
Guðmundur var bóndi í Haga-
vík og sinnti ýmsum verka-
mannastörfum, vann lengi við
múrverk. Síðustu árin vann hann
hjá Keflavíkurbæ.
Guðmundur verður jarðsung-
inn í Keflavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Nú er lífsins ganga á enda hjá hon-
um afa mínum sem af sinni hógværð
og hugprýði var ávallt til staðar fyrir
mig. Þetta erindi úr Hávamálum á
vel við hann þar sem góður orðstír er
það eina sem aldrei deyr. Það er ein-
mitt það sem situr eftir nú þegar
hann er farinn yfir til hennar ömmu.
Minningin um einstakan afa og heil-
steyptan mann er það sem á hug og
hjarta mitt allt. Þakklæti fyrir sam-
vistina, söknuður og sorg togast á
innra með mér um leið og ég hugsa
um hvað verk okkar í þessu jarð-
neska lífi skipta miklu máli fyrir
samferðafólkið. Orðstír er það eina
sem eftir situr þegar lokastundin
hefur runnið upp. Það sem við segj-
um, gerum og skiljum eftir í hjörtum
og hugum annarra er það eina sem
við skiljum eftir okkur.
Afi minn var mér einstakur og
kærari en orð geta lýst. Hann sáði
mörgum fræjum í hug og hjarta mitt
þar sem hann tók þátt í uppeldi mínu
af mikilli alúð og innileik. Ég á hon-
um svo margt að þakka því hann hef-
ur ávallt leitt mig í gegnum gleði og
sorgir lífsins. Sem lítil afastelpa var
hann eina föðurímynd mín og gekk
hann mér að mörgu leyti í föðurstað
þegar við mamma vorum bara einar.
Hann studdi mig og hvatti í gegnum
mína skólagöngu og fáir voru jafn
stoltir og ánægðir þegar ég útskrif-
aðist sem stúdent og seinna úr há-
skóla. Enda átti hann stóran hlut í
því að ég gekk þann veg, þar sem
hann kynnti fyrir mér heim bók-
menntanna, las fyrir mig úr þjóðsög-
unum og sagði mér sögur af köppum
og hetjum fornsagnanna. Hann hafði
mikinn áhuga á lestri, kveðskap og á
að yrkja. Auk þess var aldrei langt í
hrósið, hvatninguna og áhugann fyr-
ir því sem maður var að gera. Í hörð-
um heimi æsku- og unglingsáranna
er gott að vita að tekið sé eftir verk-
um manns, að hlustað sé á hugsanir
og vangaveltur, að tekið sé mark á
skoðunum og að spurningum sé
svarað af heilum hug.
Ferðalög og gönguferðir voru
helstu áhugamál afa enda fór hann í
reglulegar gönguferðir allt fram á
síðustu ár ævi sinnar. Ófáar göngu-
ferðirnar voru farnar í Keflavík, á
Þingvöllum að ógleymdri Hagavík-
inni sem honum var svo kær. Þar
voru farnir margir langir og
skemmtilegir göngutúrar í góðra
vina hópi. Hann naut þess að segja
börnum sínum og barnabörnum frá
staðháttum, náttúrunni og lífinu þar
í gamla daga. Auk þess sem hann
fylgdist grannt með íþróttum og
þjóðmálum. Hann var trúrækinn og
heiðarlegur, hlédrægur og hreinskil-
inn með góðan húmor, háa réttlæt-
iskennd, þægilegur og ljúfur í alla
staði. Hann var reglusamur og ró-
legur maður og oft sjálfum sér nóg-
ur. Hafðu þökk fyrir allt elsku afi
minn.
Þakka þér afi
fyrir hamingju og fegurð lífsins
sem fékkstu mig til að sjá,
gleði og gjafir heimsins
sem bentir þú mér á
fyrir hrósið, trúna og lífið
sem gefið hefurðu mér
knús og heitan lófa
þegar þurfti ég á því
fyrir þrautseigju og þolinmæði
sem þú gafst mér alla tíð
þetta gáfuð þið mér bæði
þegar þurfti ég á því.
Þín afastelpa
Fanney Dóróthea.
GUÐMUNDUR
INGI ÓLAFSSON
✝ Bragi Jónssonfæddist í Vest-
mannaeyjum 30.
ágúst 1931. Hann lést
á Hrafnistu í Reykja-
vík 11. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
Braga voru Jón Tóm-
asson, f. 3. desember
1896, d. 28. septem-
ber 1953, og Stein-
unn Árnadóttir, f. 5.
júlí 1893, d. 6. sept-
ember 1971. Systkini
Braga eru Trausti, f.
11. janúar 1917, d. 2.
janúar 1994, Ása
Guðrún, f. 25. september 1922,
Margrét, f. 6. febrúar 1924, d. 25.
desember 1992, Tryggvi, f. 11.
mars 1925 og Tómas, f. 13. júní
1933, d. 6. ágúst 1947.
Bragi kvæntist Herborgu Jóns-
dóttur 7. október 1961, þau skildu.
Foreldrar hennar voru Jón Jóns-
son, f. 1. febrúar 1897, d. 3. októ-
ber 1970 og Rósa Runólfsdóttir, f.
8. febrúar 1908, d. 12. júlí 1987.
Börn Braga og Herborgar eru: 1)
Sigríður, f. 4. júlí 1960, gift Kjart-
ani Lilliendahl, f. 8. október 1961.
Dætur þeirra eru Kristín Björk, f.
2. júlí 1992 og Helga Björt, f. 29.
maí 1994. 2) Jón Trausti, f. 21.
ágúst 1961, kvæntur Kristínu
Laufeyju Reynisdóttur, f. 10. júlí
1963. Synir þeirra eru Bjarki Þór,
f. 2. júlí 2000 og Hannes Örn, f. 20.
september 2001. 3)
Tómas, f. 14.júní
1964, sambýliskona
hans er Sigrún Edda
Sigurðardóttir, f. 27.
júní 1972, hennar
dóttir er Sandra
Birna Ragnarsdótt-
ir, f. 5. janúar 1992.
4) Hermann Krist-
inn, f. 21. nóvember
1965, kvæntur Jó-
hönnu Þorsteins-
dóttur, f. 6. febrúar
1967. Börn þeirra
eru Ásdís Birna, f.
24. október 1992 og
Kristinn Freyr, f. 20. júní 1995.
Bragi fæddist í Mörk í Vest-
mannaeyjum og var kenndur við
þann stað. Hann stundaði sjó-
mennsku í skamman tíma en lærði
til smiðs og varð húsgagna- og
húsasmíðameistari. Bragi vann
við húsasmíðar og starfaði aðal-
lega við þá iðn í Vestmannaeyjum
en einnig víðar, hann kom m.a. að
smíði Steingrímsstöðvar. Eftir al-
varleg veikindi starfaði Bragi
nokkurn tíma hjá Áhaldahúsi
Vestmannaeyja. Bragi var lengst
af búsettur í Vestmannaeyjum en
flutti til Reykjavíkur 1994 og
dvaldi síðustu ár sín á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Braga verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Þegar við systkinin minnumst
föður okkar er margt sem kemur
upp í hugann. Í bernsku stundaði
pabbi það að fara með okkur í
gönguferð á sunnudagsmorgnum. Í
þessum gönguferðum var víða kom-
ið við, oft var gengið um bryggj-
urnar í Vestmannaeyjum, en það
var einnig farið á Skansinn, gengið
vestur í bæ, út á Eiði og víðar. Þá
var gaman að fylgjast með um-
hverfinu, minnistætt er hve gaman
var að horfa á bátana. Einnig var
gaman að taka með sér skeljar,
steina, netakúlur og hvers konar
áhugaverða hluti þegar gengið var
um á Eiðinu. Þegar heim kom úr
þessum gönguferðum mætti okkur
steikarilmur og í útvarpinu hljóm-
aði messan. Þessi áhugi pabba á
öllu því sem tengdist sjónum fylgdi
honum alltaf og þegar hann eltist
þá hafði hann gaman af því að fara
á rúntinn og skoða bryggjurnar
hvort sem hann var í Vestmanna-
eyjum eða Reykjavík. Þegar við
vorum ung fóru allir í bað á laug-
ardögum, það var mikil vinna í
tengslum við það. Hita þurfti allt
baðvatn í stórum potti í þvottahús-
inu og vorum við böðuð í stórum
þvottabala þar sem ekkert baðkar
var á heimili okkar á Hásteinsveg-
inum. Þegar mamma hafði lokið við
að baða okkur, kom það í hlut
pabba að þurrka okkur hverju á
fætur öðru í stofunni. Í sjónvarpinu
var fótboltinn og við stóðum uppi á
stofuborði. Þegar búið var að
þurrka okkur var hárið greitt vel
og vandlega.
Lífið var í frekar föstum skorð-
um og mikið um útileiki á okkur
börnunum í kringum heimili okkar.
Þegar pabbi vann að því að byggja
efri hæðina á Vélsmiðjuna Völund
þá fengum við systkinin stundum
að ganga niður eftir og heilsa upp á
hann í vinnuna. Þegar þangað var
komið tók pabbi á móti okkur og
bauð upp á kók og malta. Seinna
þegar við skoðuðum gamla pappíra
kom í ljós að einu úttektirnar í Völ-
undi var langur listi af þessu sama
kók og malta.
Sameiginlega byggðu pabbi og
mamma heimili að Hrauntúni 19
sem við fluttum í árið 1970. Þar var
góð vinnuaðstaða í kjallara hússins
þar sem pabbi hafði hannað góða
smíðaaðstöðu fyrir sig. Þar fengum
við bræðurnir að ganga í öll verk-
færi hans að því tilskildu að við
gengjum frá að verki loknu og sóp-
uðum upp eftir okkur. Við vorum
oft með pabba þegar hann var að
vinna hin ýmsu verk við smíðar og
lærðum þannig til verka, en einnig
áttum við greiðan aðgang að hjálp
frá honum þegar við vorum að
smíða það sem við höfðum áhuga
fyrir.
Í gosinu 1973 vorum við fjöl-
skyldan vakin upp með símhring-
ingu. Þegar allir voru klæddir var
gengið upp fyrir byggðina að áeggj-
an pabba og í átt að gossprungunni,
við fórum í könnunarferð. Það er
enn eftirminnilegt hve jörðin nötr-
aði undir fótum okkar. Það var eins
og þessi mikli náttúrukraftur sem
þarna minnti á sig væri fyrirbrigði
sem hægt væri að undrast yfir og
hemja, en svo varð ekki. Þegar við
komum til baka úr gönguferðinni
var okkur tjáð að allir ættu að fara
niður að höfn. Þegar þangað var
komið fórum við fjölskyldan í
Danska Pétur VE en pabbi ætlaði
að verða eftir en hann lét undan
þrábeiðni okkar um að koma með.
Það var ekki formlega búið að af-
lýsa gosinu í Vestmannaeyjum þeg-
ar pabbi og mamma fluttu aftur til
Eyja. Við systkinin komum síðar
um sumarið þegar við höfðum dval-
ið sumarlangt hjá ömmu okkar á
Herru.
Það var haustið 1974 sem pabbi
fór í afdrifaríka mjaðmaaðgerð sem
færði honum ekki þá heilsubót sem
hann hafði vonað. Hann átti í kjöl-
far þess við langvarandi veikindi að
etja. Hann dvaldi langdvölum á
sjúkrastofnunum og fór nokkrum
sinnum í endurhæfingu á Reykja-
lund.
Það var pabba gleðiefni þegar við
systkinin eignuðumst börnin okkar,
að fylgjast með þeim og sjá þau
vaxa úr grasi. Þrátt fyrir skilnað
pabba og mömmu árið 1990 áttum
við góðar stundir öll saman þegar
kallað var til fjölskyldustunda. Það
var gaman að hittast hvort sem það
var í tengslum við hátíðir eða bara
til að fá sér kakó í Perlunni þar
sem barnabörnin gátu notið þess að
hreyfa sig um að vild. Það vekur
góðar minningar að skoða ljós-
myndir frá þessum fjölskyldustund-
um. Minning um ástkæran föður
mun lifa í hjörtum okkar.
Sigríður, Jón Trausti, Tóm-
as og Hermann Kristinn.
BRAGI
JÓNSSON Vertu yfir og allt um kringmeð eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku afi takk fyrir allar
góðu stundirnar okkar saman.
Hvíl í friði.
Kveðja.
Ásdís Birna og
Kristinn Freyr.
Þegar þú varst hér hjá mér
leið mér vel.
En nú dvelur þú í huga mér.
Þú er mér bestur í heimi hér.
Helga Björt.
Lífið er erfið þraut og nú
ertu liðinn á braut frá sorg og
sárum gamall að árum.
Í himnaríki dvelur þú nú hjá
drottni guði ert þú engill drott-
ins ertu nú og björt er minning
sú.
Sem engill drottins lýsir mér
og þó ég hafi þig ekki hér sé ég
veginn í huga mér eftir leið-
beiningum frá þér.
Og allar stundir þínar hér
brenna djúpt í huga mér er ég
hugsa nú um þig þá finnst mér
eins og þú sjáir mig.
Kristín Björk.
Sjórinn er blár og grár þegar
veður er vont en spegill þegar
honum líður vel eins og þér líð-
ur núna uppi á himninum hjá
öllu hinu fólkinu sem leið illa
hér niðri á jörðinni en líður nú
vel uppi á himninum hjá Guði.
Sandra Birna.
HINSTA KVEÐJA