Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Jakob-ína Sigurgeirs- dóttir fæddist á Hóli í Kelduhverfi 26. september 1913. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Seljahlíð aðfaranótt laugar- dagsins 6. mars síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Sigur- geir Ísaksson, bóndi á Hóli, f. 23. nóvem- ber 1860, d. 16. októ- ber 1949, og kona hans Ólöf Jakobína Sigurbjörnsdóttir, f. 20. nóvember 1874, d. 28. júní 1955. Sigríður var yngst barna þeirra en systkini hennar eru Þur- íður, f. 1900, d. 1976, Óli Þor- steinn, f. 1905, d. 1962, Birna, f. 1907, d. 2002, Indriði, f. 1909, d. ir, f. 1979, og María Erla, f. 1983. 2) Sigurgeir, f. 8. ágúst 1947, maki Elísabet Jónsdóttir, f. 2. apríl 1959. Börn Sigurgeirs eru Andri Þór, f. 1976, móðir hans er Auður Edda Karlsdóttir, Hallveig, f. 1984, unnusti Jón Grétarsson, f. 1977, Brynjar, f. 1990, d. 1991, Brynja, f. 1992, og Freyja, f. 1993. 3) Kári, f. 31. desember 1956, maki Margrét Jóhannsdóttir, f. 26. des- ember 1960, og eiga þau þrjú börn, þau eru Kolbrún Íris, f. 1982, sam- býlismaður Haraldur Freyr Har- aldsson, f. 1976, Vignir Rúnar, f. 1985, og Kári Már, f. 1991. Sigríður ólst upp á Hóli í Keldu- hverfi og dvaldi þar til þrjátíu ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur og stofnaði heimili með eigin- manni sínum, Ólafi Tryggvasyni bókbindara. Fyrsta heimili sitt stofnuðu þau á Rauðarárstíg 13 í Reykjavík. Sigríður dvaldist síð- ustu fimm æviár sín á dvalarheim- ili aldraðra í Seljahlíð í Reykjavík. Útför Sigríðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1962, og Ísak, f. 1910. Sigríður giftist 30. júní 1944 Ólafi Tryggvasyni, f. á Haugsstöðum í Vopnafirði, 28. ágúst 1902, d. 22. ágúst 1983. Foreldrar hans voru Tryggvi Helga- son, f. 29. febrúar 1872, d. 30. desember 1963, og Kristrún Sig- valdadóttir, f. 25. mars 1872, d. 1. októ- ber 1931. Börn þeirra eru: 1) Kristrún, f. 2. júlí 1945, maki Sig- urður Guðmundsson, f. 27. ágúst 1938, og eiga þau þrjú börn, þau eru Sigríður Katrín, f. 1972, sam- býlismaður Ingvar Magnússon, f. 1974, Guðmundur Ólafur, f. 1975, sambýliskona Bryndís Guðnadótt- Elsku amma, það er svo skrýtið að hugsa til þess að þú skulir vera farin frá okkur. Þegar við kvödd- um þig síðast grunaði okkur ekki að við værum að kveðja þig í hinsta sinn. Að vísu voru árin hjá þér orðin æði mörg en okkur fannst þú bara vera það hress að við bjuggumst ekki við að þú værir á leið yfir móðuna miklu á fund afa svona fljótt. Við vitum að afi mun taka vel á móti þér og það verða fagnaðarfundir hjá ykkur. Það verður skrýtið að koma heim til Íslands og geta ekki heim- sótt þig í Seljahlíðina. Það var allt- af gaman að koma til þín og sjá hvernig þú ljómaðir öll þegar við birtumst. Vegna búsetu okkar urðu þessar heimsóknir ekki marg- ar seinustu árin. Okkur er það minnisstæðast þegar við gátum bæði komið í september til að vera með þér á þeim merku tímamótum þegar þú varðst níræð. Það var svo gaman að sjá hvernig þú ljómaðir öll þegar við komum án þess að gera boð á undan okkur. Þú faðm- aðir okkur svo innilega og trúðir því varla að við hefðum komið alla þessa leið bara til að hitta þig. Það gleður okkur mikið núna að við skyldum fara heim til að hitta þig og eiga með þér góðan dag. Þú lékst líka á als oddi á afmælisdag- inn sjálfan, endurtókst fyrir okkur afmælissönginn sem vistmenn Seljahlíðarinnar sungu fyrir þig, nema þú söngst: „… hún er áttatíu ára hún Sigríður, hún er áttatíu ára í dag …“ Við leiðréttum þig og sögðum að þú værir víst orðin ní- ræð en þú sagðir að þér liði eins og þú værir bara áttræð. Svona kom- um við til með að muna eftir þér amma, unglegri, kátri og hressri. En elsku amma, hvíldu í friði, okkur þykir vænt um þig og við munum sakna þín en við vitum að þú kemur alltaf til með að vera hjá okkur hvar sem við erum. Takk fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín elskandi barnabörn, Guðmundur Ólafur og Sigríður Katrín. Elsku besta amma mín. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því að þú ert dáin, þetta er allt svo óraunverulegt. Ég ímynda mér að þegar ég komi aftur heim til Íslands þá komi ég í heimsókn til þín í Seljahlíðina, þú bjóðir mér uppá súkkulaði og biðjir mig um að fylla litlu vatnskrúsina þína. Það var svo gaman að koma til þín og sjá hvað þú varst stolt yfir þeim fjölda póstkorta sem þér hafa borist í gegnum árin. Hvert sem við systkinin fórum þá mundum við alltaf eftir þér og smáræði eins og póstkort gladdi þitt litla hjarta alveg óskaplega, það sýndi að við hugsuðum til þín. Þegar ég fór til Englands síð- asta haust þá lástu veik á spít- alanum, ég grét og mér leið svo illa því ég hélt að þetta yrði síðasta skipti sem ég sæi þig, þú lást svo veikburða í rúminu. Ég man þú teygðir þig í skúffuna, náðir í hár- bursta og baðst mig um að kemba þér. Þú varst svo krúttleg. En þú lést sko ekki deigan síga og náðir þér uppúr þessu, og hélst upp á 90 ára afmælið þitt í faðmi fjölskyld- unnar samkvæmt pöntun um veislusal (Flúðaselið) árið áður. Leiðinlegt að geta ekki eytt þess- um degi með þér en ég er svo þakklát fyrir að við gátum eytt að- fangadegi saman. Það er skrýtið að hugsa til þess að næsta að- fangadagskvöld verður engin amma við annan enda matarborðs- ins... Elsku amma mín, þú varst hörkukona, góður spilafélagi og yndisleg amma! Ég á eftir að sakna þín og þú munt alltaf eiga stóran sess í mínu hjarta. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín María. SIGRÍÐUR J. SIGURGEIRSDÓTTIR ✝ Veturliði Gunn-arsson listmálari fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 15. október 1926. Hann lézt á Hrafn- istu í Reykjavík 9. marz síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigrún Benedikts- dóttir og Gunnar Halldórsson. Veturliði kvæntist 25. desember 1956 Unni Aðalheiði Baldvinsdóttur, f. 5. desember 1912. Hún lézt af slysförum 1. júlí 1977. Dóttir hennar er Regína Hanna Gísladóttir. Börn Veturliða eru Valgarður Stefánsson, Guð- mundur Þorsteinn og Ingunn Susie. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin eru fjögur. Veturliði stundaði nám í Handíðaskólanum og í kvöldskóla KFUM. Á haustdögum 1945 hélt hann til náms hjá Det kongelige kunstakademi í Kaupmannahöfn og síðar í Statens mus- eum for kunst. Hann var stundakennari í myndlist í Vest- mannaeyjum, á Norð- firði, í Myndlistar- skólanum við Freyju- götu og Kvenna- skólanum. Veturliði hélt fjöl- margar myndlistarsýningar hér- lendis og erlendis og tók einnig þátt í allmörgum samsýningum. Útför Veturliða verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi Vetur. Skrítið að vera að skrifa þér bréf við þessar aðstæður. Fyrir um mánuði baðstu mig um að senda þér nýjar myndir af okkur … fyrirgefðu að ég er ekki ennþá búin að því. En núna getur þú fylgst með okkur í beinni. Þú varst alveg sérstakur afi. Það var alltaf gaman að heimsækja þig. Heimilin sem þú hefur átt í gegnum tíðina hafa verið einstök. Þú safnaðir allskonar furðuhlutum, þar á meðal hvalbeinum, steinum, sem þú mund- ir upp á hár hvar þú hafðir fundið, og bara allskonar skrítnum hlutum. Þú gast breytt hinu mesta drasli í dýrgripi. Þú settir hluti saman sem engum öðrum hefði dottið í hug að setja saman og gerðir snilldarupp- stillingu. Þú kenndir mér að elska þessar gersemar og ég safna í dag öllu mögulegu og elska að raða dóti. Ég held að enginn af afkomend- um þínum hafi sloppið við þessa söfnunarbakteríu, sem er bara gott mál, hehe, meira að segja hún Viðja litla hendir engu, allt getur orðið að gulli. Þú hefur sagt mér svo margar skemmtilegar sögur af þér, fólki, út- löndum og listum. Ég man þegar ég fékk mér lokk í augabrúnina þá glottir þú og spurðir hvort að þetta væri „móðens“ í dag og hvort þetta væri til þess að heilla strákana. Þú varst engum líkur afi. Mér er minnisstæð sumarbústað- arferðin sem við fórum með Stellu og Stellu yngri í Munaðarnes. Við löbbuðum upp á Grábrók sem er bara snilldarnafn á fjalli, það vorum við sammála um. Ásta og Kári, litlu systkini mín, færðu þér jólakortið frá okkur í Sví- þjóð. Þau sögðu að þú hefðir ekki getað hætt að dást að skriftinni minni, og þú hefur alltaf gert það, sem mér finnst alveg einstakt vegna þess að þú ert sá eini sem hefur gert það, aðrir hafa hingað til kvartað yf- ir því hversu ólæsileg hún sé, hehe. Takk afi fyrir að vera sá eini sem fíl- ar skriftina mína. Síðustu ár hefur þig dreymt um að halda yfirlitssýningu og að ferðast til Frakklands, þú varst meira að segja búinn að segja mér nokkrum sinnum ferðaplanið, lest- irnar sem þú ætlaðir að taka og hvar þú ætlaðir að gista. Veistu, elsku afi, ég skal fara einn daginn til Frakklands og láta drauminn um sýninguna rætast. Ég kom líka með stein frá Svíþjóð í safnið þitt. Ég elska þig afi og minning þín lifir. Eins og stóð uppi á vegg hjá þér: Ars longa vita brevis est = Líf- ið er stutt en listin eilíf. Guð varðveiti þig. Þín Irma Þöll. Nú er maðurinn allur, listamað- urinn, sem skók heiminn, markaði spor í samtíð sína. Hann opnaði nýjar víddir, olli fjaðrafoki og deilum. „Listfræðing- ur“ óð elginn við opnun sýningar – og sá Veturliði sig knúinn til að vísa honum á dyr. Þetta var við opnun í Listamannaskálanum góða. Næm- leiki er ekki alltaf mikill hjá þeim sem gagnrýna. Oft grásýnir? Og hafa ekki næmi sem þarf. Tjáning verður oft ekki greind við fyrstu sýn. Hugljómun er oft æðri en margir finna og greina. Gleggsta dæmi um rotinn huga er að fallast á niðurbrot eins sérstakasta lista- verks síðustu aldar. Sumir berjast við neikvæðar hugsanir, gera um- hverfið svart og neikvætt. Veturliði lagði ekki illt til nokkurs manns. Ná- vist hans fyllti gleði og birtu. Vanda- mál hans voru ekki á torgum. Hlýja og vinsemd var efst og geislaði frá honum. Veturliði var frjór í hugsun, skap- andi og fór eigin leiðir. Það sagði honum enginn fyrir verkum. Hann tjáði sig af innblæstri og sterkri túlkun. Veturliði lifði með þjóð sinni og á eftir að gera það um aldir. Verð- mætin er ekki hægt að meta – það skýrist með tímanum. Tíminn vinnur með snillingum en svæfir hina. Jörðin snýst og það varpar ljóma af sumum verkum, fylla rýmið gleði. Lífið verður bjart- ara. Það er guðs gjöf að fæðast með eiginleika sem hann fær, það er mjög ríkt í hans ætt; ætt hans er nánast einsdæmi, allir gagnteknir af þörf fyrir listsköpun. Veturliða verður minnst sem inn- blásins hvatamanns. Náttúran í um- hverfinu og í minningu ljóðræns inn- blásturs. Veturliði var vinamargur, sá það góða í lífinu, deildi ekki á aðra, gaf af sér hlýju og vinskap. Þeir sem hafa deilt á hann fyrir veikleika fyrir víni eða draumgjörnu lífi þekkja ekki gæfu næmleika fyrir gleðinni. Guð blessi minningu Vet- urliða og veiti honum skjól í faðmi sínum. Grímur M. Steindórsson. En þessar grænu. Utan úr buskanum utan úr bláum buskanum líða þær fram bogmeyjar úr horfnum heimi – speglandi augu við langdreginn silfurseim hinna djúpu vatna. Baldur Óskarsson. VETURLIÐI GUNNARSSON Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓAKIMS GUÐLAUGSSONAR, Túngötu 18, Grenivík. Guð blessi ykkur öll. Júlíus Unnar Jóakimsson, Sigurlaug Svava Kristjánsdóttir, Rósa Jóna Jóakimsdóttir, Þórsteinn Arnar Jóhannesson, Guðlaugur Emil Jóakimsson, Elsý Sigurðardóttir, Jenný Jóakimsdóttir, Árni Dan Ármannsson, Rúnar Jóakim Jóakimsson, Þórunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HERBORGAR JÓNASDÓTTUR. Guðjón Ármann Jónsson, Jónas Eysteinn Guðjónsson, Leianne Clements, Jón Ármann Guðjónsson, Edda Björk Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, PÁLS MARTEINSSONAR verslunarstjóra, Borgarholtsbraut 32, Kópavogi. Stuðningur ykkar hefur verið okkur öllum mikill styrkur. Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki á deild L3 Landspítal- anum Landakoti fyrir einstaka umönnun og vináttu. Bergþóra Karen Pálsdóttir, Stefán Þór Pálsson, Páll Ævar Pálsson, Guðrún Tómasdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.