Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 60
DAGBÓK
60 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Ör-
firisey kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og
jóga, kl. 14 bingó. Í
kaffinu eftir bingó
kemur Jón Kr. Ólafs-
son, söngvari frá
Bíldudal, og kynnir
nýjasta diskinn sinn
sem hefur að geyma
tónlist fyrir alla. Allir
velkomnir.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16.30 smíðar. Bingó,
spilað 2. og 4. föstudag
í mánuði.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
vefnaður og frjálst
spilað í sal.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðslustofan
opin, kl. 14 söngstund.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa kl. 9–16.30,
gönguhópur kl. 9.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið hús,
spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Fræðsla í
Garðabergi kl. 14, rætt
verður um slys í heima-
húsum. Fótaaðgerða-
stofan s. 899 4223.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, brids kl. 13, billj-
ard kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Snúður og
Snælda sýna „Rapp og
rennilása“ í dag kl. 14.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
bókband, kl. 10 létt
ganga, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 kóræfing. S.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 myndvefnaður,
kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bók-
band.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlist, kl. 10
ganga. Kl. 14 Gleði-
gjafarnir syngja.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurð-
ur, baðþjónusta, fóta-
aðgerð og hárgreiðsla,
kl. 11 spurt og spjallað,
kl. 14 bingó.
Hvassaleiti 58–60.
Fótaaðgerðir virka
daga, hársnyrting
þriðjudag til föstudags.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
17 hárgreiðsla, kl. 10–
11 boccia, kl. 14 leik-
fimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrídans. Kl. 13.30
sungið við flygilinn við
undirleik Sigurgeirs,
kl. 14.30–16 dansað í
kaffitímanum við laga-
val Halldóru. Terta
með kaffinu. Allir vel-
komnir.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morgun-
stund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
12.30 leir, kl. 13.30
bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Framsóknarfélag
Mosfellsbæjar. Fé-
lagsvist í kvöld í Fram-
sóknarsalnum í Mos-
fellsbæ í Háholti 14, 2.
hæð, kl. 20.30. Tekin
verða saman 5 efstu
kvöldin af 8 ( frá 13.
feb. til 2. apríl) og fyrir
þau veittur ferðavinn-
ingur.
Félag einhleypra.
Fundur á morgun kl.
21 í Konnakoti
Hverfisgötu 105. Nýir
félagar velkomnir.
Heitt á könnunni.
Munið gönguna mánu-
daga og fimmtudaga.
Minningarkort
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skóg-
um fást á eftirtöldum
stöðum: Í Byggðasafn-
inu hjá Þórði Tómas-
syni, s. 487 8842, í Mýr-
dal hjá Eyþóri Ólafs-
syni, Skeiðflöt, s.
487 1299, í Reykjavík
hjá Frímerkjahúsinu,
Laufásvegi 2, s.
551 1814 og hjá Jóni
Aðalsteini Jónssyni,
Geitastekk 9, s.
557 4977.
Í dag er föstudagur 19. mars, 79.
dagur ársins 2004. Orð
dagsins: Því að hver sá öðlast,
sem biður, sá finnur, sem leitar,
og fyrir þeim, sem á knýr,
mun upp lokið verða.
(Mt. 7, 8.)
Þegar saklausir borg-arar í Madríd eru
myrtir með hrottafengn-
um hætti standast Sverr-
ir og Ármann Jakobs-
synir ekki freistinguna
að klifra upp á sápukass-
ann og senda lesendum
sínum skilaboð um að
þeir hafi nú aldeilis haft
rétt fyrir sér, segir Jón
Einarsson á vef ungra
framsóknarmanna. „Það
er rauður þráður í grein-
um þeirra bræðra að ef
Spánn hefði ekki stutt
innrásina í Írak þá hefði
hann sloppið við þetta
hryðjuverk. Það er al-
deilis að menn eru orðnir
miklir að geta gefið út
vottorð um það hvaða
ríkjum verður þyrmt við
hryðjuverkum og hverj-
um ekki.“
Hann segir Spánverjavita að sífelld eftir-
gjöf fyrir ofríkismönnum
þýði ekki að þeir muni
snúast til betri vegar.
„Stundum þurfa menn að
taka ákvarðanir sem
menn vildu helst vera
lausir við að taka. Rétt
eins og alltaf þegar
menn taka ákvörðun um
það að standa uppi í
hárinu á ofbeldismönn-
um og ribböldum. Þá
reynir á það að maður
hafi kjark til að taka
sjálfstæða ákvörðun
þrátt fyrir hótanir um
„refsiaðgerðir og hefnd-
arráðstafanir“. Stuðning-
urinn við innrásina í Írak
er ein slík ákvörðun.
Og þó svo að mennhefðu viljað vera
lausir við að þurfa að
taka svo alvarlega
ákvörðun varð hún ekki
umflúin. Og sú ákvörðun
var tekin þrátt fyrir hót-
anir og ógnanir. Því þeg-
ar við erum hætt að taka
ákvarðanir sjálf þá höf-
um við orðið óttanum að
bráð. Þá hafa hryðju-
verkamennirnir í raun
sigrað. Þá erum við ekki
lengur frjáls í skoðunum
okkar, hugsunum og
hugmyndum heldur háð
eigin ótta og fordómum,“
segir Jón.
Illt sé þegar menn teljisig geta náð einhverju
fram með því að beita
voðaverkum. „Það að
sprengja sig að samn-
ingaborðinu getur aldrei
verið ásættanleg lausn.
Pólitískt vald á ekki að
koma úr byssuhlaupi. Og
ekki er það betra þegar
menn eru að nota hryðju-
verk til að slá sjálfa sig
til riddara.“
Í þessu samhengi bendirJón á að menn ættu að
sýna þeim sem misstu
lífið eða slösuðust í
sprengitilræðinu í Madr-
íd þá virðingu að slá sér
ekki upp á þessum harm-
leik. „Ekki hefði ég að
óreyndu átt von á að þeir
bræður Jakobssynir
myndu slá Íslandsmet í
ófyrirleitni og skeyting-
arleysi gagnvart mann-
legum harmleik í grein-
arskrifum sínum. En
lengi skal manninn
reyna. Eða öllu heldur
mennina. Báða.“
STAKSTEINAR
Pólitískt vald á ekki að
koma úr byssuhlaupi
Víkverji skrifar...
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Kefla-vík er eitt af andlitum Íslands
gagnvart umheiminum. Þar stendur
líka hér og þar „velkomin heim“ á ís-
lenzku á auglýsingaspjöldum. Eldri
hjónum, sem Víkverji hafði tal af,
fannst þau hins vegar ekki mjög vel-
komin í flugstöðinni þegar þau komu
heim úr fríi á dögunum. Konan hafði
orðið fyrir slysi í ferðalaginu, var
beinbrotin og tognuð, ófær til gangs
og veik af verkjalyfjunum sem henni
voru gefin fyrir heimferðina. Strax
ytra var því haft samband við Leifs-
stöð og beðið um að hjólastóll yrði til
reiðu þegar flugvélin kæmi að flug-
stöðinni.
x x x
Dágóð bið varð á því að nokkurhjólastóll léti sjá sig. Starfs-
maður kom með stólinn, skildi hann
eftir og aðstoðarlaust ýtti eiginmað-
urinn stólnum inn í stöð. Það var
ekki fyrr en komið var niður á neðri
hæð flugstöðvarinnar og hjónin á
leið út úr henni, að annar starfs-
maður spurði af hverju þau hefðu
ekki fengið aðstoðarmann með stól-
inn alla leið eins og þau ættu rétt á.
Enginn hafði sagt þeim það áður –
en hefði óneitanlega verið gott að
vita að þau ættu heimtingu á slíku.
x x x
Þegar komið var í farangurs-móttökuna voru engar
farangurskerrur lausar, enda hjónin
orðin á eftir ferðafélögum sínum.
Eiginmaðurinn spurði flugvall-
arstarfsmann hvort kerrurnar
kæmu ekki – konan hans væri í
hjólastól og hann kæmist illa af án
kerru fyrir töskurnar. Hann fékk
þau svör að kerrunum væri safnað
saman jafnóðum fyrir utan flugstöð-
ina og skilað inn í farangurssalinn
aftur. Það leið og beið og engar kerr-
ur komu inn. Í gegnum tollhliðin sá
maðurinn að rétt fyrir framan þau, í
svo sem tíu metra fjarlægð, stóð heil
þvaga af farangurskerrum, sem eng-
inn hirti um að koma inn fyrir aftur.
Hann bar sig upp við tollvörð í hlið-
inu, útskýrði aðstæður þeirra hjóna
og spurði hvort hann vildi vera svo
vænn að ná í eina kerru fyrir sig.
Nei, var svarið, það er verktaki í því.
Sama spurning var þá borin upp við
lögreglumann í salnum, sem brást
við á allt annan veg, sótti kerruna og
hjálpaði hjónunum í gegnum tollinn.
Fyrir utan flugstöðina tók ekkibetra við. Þar lokuðu gangveg-
inum út á bílastæðin, þar sem ætt-
ingi þeirra beið með bíl, tvær rútur
sem lagt var þétt saman. Eldriborg-
arinn, sem nú var orðinn nokkuð
brúnaþungur, spurði annan rútubíl-
stjórann hvort hann væri reiðubúinn
að bakka svo sem hálfan annan
metra svo hann gæti ýtt konunni
sinni í hjólastólnum fram fyrir rút-
una (um leið og hann drægi farang-
urskerruna á eftir sér). Nei, var enn
svarið. Kemur ekki til mála. Í því ók
hin rútan á brott og gamli maðurinn
sætti þá færis að biðja ættingjann að
koma með bílinn að gangstéttinni
svo koma mætti gömlu konunni upp í
hann. Þá ætluðu rútubílstjórinn og
aðstoðarkona hans endanlega að ær-
ast, af því að bílstjórinn hafði hugsað
sér að færa rútuna í stæði hinnar, og
vörðu dágóðri stund í að skamma
hjónin fyrir þetta tillitsleysi við
rútubílstjórastéttina – í stað þess að
nota tímann bara til að hjálpa þeim
að koma sjálfum sér og farangrinum
upp í bílinn.
Svona er nú tekið fallega á móti
gömlu og farlama fólki á flugvell-
inum í Keflavík.
LÁRÉTT
1 gleypir í sig, 4 afundn-
ar, 7 barin, 8 kynjuð,
9 lík, 11 mjög, 13 belti,
14 hirðuleysi, 15 hrósað,
17 ófús, 20 tónn, 22 káka,
23 votviðrið, 24 skyld-
mennið, 25 beiska.
LÓÐRÉTT
1 vígja, 2 móðir, 3 heim-
ili, 4 skordýr, 5 smá,
6 gler, 10 átölur, 12 upp-
tök, 13 títt, 15 lyfta,
16 girnd, 18 fuglum,
19 skræfa, 20 hafði upp á,
21 digur
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 Hofteigur, 8 góður, 9 iglan, 10 iðn, 22 afræð,
13 asnar, 15 hatta, 18 elgur, 21 ull, 22 götum, 23 detta,
24 flandraði.
Lóðrétt: 2 orðar, 3 tárið, 4 ilina, 5 uglan, 6 egna, 7 snýr,
12 æst, 14 sel, 15 hagl, 16 titil, 17 auman, 18 eldar, 19
getið, 20 róar.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
ÞESSI fríði og föngulegi
hópur var í Gaggó Vest vet-
urinn 1958–1959. Nokkrum
úr þessum hóp finnst kom-
inn tími til að koma saman
aftur og rifja upp góðar og
gamlar minningar frá þess-
um tíma. Hefur því verið
ákveðið að efna til sameig-
inlegrar kvöldmáltíðar um
miðjan maí. Aðal skemmti-
atriði kvöldsins verður:
„Gettu hver (ég er?)“
Því eru þeir sem bera
kennsl á sjálfa sig á mynd-
inni vinsamlega beðnir um
að hafa samband við eftir-
talda aðila: Guðjón Mar-
geirsson, sími 561 1088
(vinna); Kjartan Norðfjörð,
sími 561 9050 (vinna); Katr-
ínu Eymundsdóttur, sími
465 2271; Sigrúnu Odds-
dóttur, sími 554 3459.
Að versla mjólk
og nammi
Í ÖLLU auglýsingaflóðinu
fyrir síðustu jól mátti lesa
auglýsingar eins og: „Versl-
ið SONY“. Eða: „Verslið
jólagjafirnar hjá okkur.“
Í Gaggó í gamla daga var
kennt að sögnin „að versla“
væri ekki áhrifssögn heldur
væri hún sjálfstæð og þess
vegna verslum við ekki mat
eða bækur heldur kaupum
við mat eða bækur. Þess
vegna kaupa sumir SONY
og sumir kaupa jólagjafirn-
ar í næstu bókabúð.
Nú eru páskar framund-
an og við erum aftur hvött
til að „versla“ og nú eigum
við að „versla“ fermingar-
gjafirnar hjá ákveðinni
hljómtækjaverslun eða
ákveðinni heilsuræktar-
stöð.
Í fyrradag heyrði ég
unga móður segja við barn-
ið sitt sem sat í kerru inni í
matvöruverslun: „Bíddu
hérna, Kiddi minn, mamma
ætlar að versla mjólk.“ Þeg-
ar ég var á leið út úr um-
ræddri verslun kom ungur
drengur með móður sinni
inn í sömu verslun. Hann
sagði við mömmu sína:
„Mamma, viltu versla fyrir
mig nammi?“
Siggi.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
4. bekkur Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar 1958–1959