Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 1
Júlíana drottningarmóðir JÚLÍANA drottningarmóðir í Hollandi, fyrrverandi þjóðhöfð- ingi landsins, lést í gær, 94 ára að aldri. Júlíana var drottning Hol- lands í 32 ár, frá 1948 til 1980 þegar hún dró sig í hlé og vék fyrir dóttur sinni, Beatrix drottningu. Júlíana naut mik- illar hylli meðal landsmanna. Talsmaður hollensku kon- ungsfjölskyldunnar sagði að Júlíana hefði dáið af völdum lungnabólgu í höll sinni í bæn- um Soestdijk. Hún hafði verið heilsuveil í mörg ár og Bern- hard prins, eiginmaður hennar, viðurkenndi í viðtali árið 2001 að hún þekkti ekki lengur fjöl- skyldu sína. Júlíana drottningar- móðir í Hollandi látin Haag. AFP. STOFNAÐ 1913 80. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tónlistin er gleðigjafi Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi André Bachmann | 32 Tímaritið og Atvinna í dag TÍMARITIÐ | Ekki fatafrík en hugmyndarík Kornabörnin með í bíó Næt- urdrottning og vorsins blóm ATVINNA | Man vart eftir jafn slæmu ástandi Skipulagsbreytingar hjá Íbúðalánasjóði Hvað gerir eigandi prentsmiðju? 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 Kringlukast Lokadagur - Uppboð kl. 14 Nýtt kortatímabil SIGURÐUR Þórarinn Sigurðsson, 21 árs Fáskrúðsfirðingur sem fékk grætt í sig nýtt hjarta á Ríkisspít- alanum í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar sl., kom til landsins á föstudagskvöld ásamt móður sinni, Vilborgu Óskarsdóttur. Á móti þeim tóku vinir og vanda- menn með blómum og gjöfum en Sigurður er tíundi íslenski hjarta- þeginn frá árinu 1988. Sigurður hefur náð ótrúlega góðum bata á skömmum tíma og vikulegar hjartaþræðingar í Kaupmannahöfn undanfarið gáfu mjög jákvæða niðurstöðu. Hefur nýja hjartað sýnt 0% höfnun, eins og það er nefnt á fagmáli. Sigurður fer á næstunni í þræð- ingar og annað eftirlit á Landspít- alanum og við tekur ströng sjúkraþjálfun. Vonast hann þó til að geta skotist á heimaslóðir á Fá- skrúðsfirði til að heilsa upp á fjöl- skyldu og vini. „Mér líður bara ágætlega í dag, og miklu betur en áður en ég fór í aðgerðina. Þetta mátti ekki tæp- ara standa því læknarnir sögðu að ég hefði ekki getað lifað miklu lengur. Ég finn mikinn mun á mér núna enda sögðu læknarnir í Kaupmannahöfn að ég hefði feng- ið mjög gott hjarta og væri með fínar kransæðar,“ segir Sigurður við Morgunblaðið en fyrir aðgerð- ina var „gamla“ hjartað með að- eins 5–10% eðlilega starfsemi. Var hann hættur að geta hreyft sig og lá í raun rúmfastur síðustu mán- uðina fyrir aðgerðina. Núna segist hann vera að venjast því að finna yfirleitt einhvern hjartslátt og get- ur tekið nokkuð á án þess að lýj- ast. „Það liggur við að hjartað slái of mikið,“ segir Sigurður og bros- ir. Spurður hvað taki við hjá hon- um þegar fullum bata hefur verið náð segir Sigurður hiklaust að hann ætli á sjóinn. Áður en hann veiktist fyrir fjórum árum var hann í afleysingum á togara og fór í róðra á sumrin með föður sínum. Sigurður ætlar líka að stunda lík- amsræktina af kappi með elsta bróður sínum fyrir austan. Ómetanlegur stuðningur Vilborg, móðir hans, segir að síðustu mánuðir hafi verið mjög erfiðir fyrir Sigurð og alla í fjöl- skyldunni. Nú taki vonandi við bjartari tímar. Vildu þau koma á framfæri inni- legu þakklæti til allra þeirra sem hefðu stutt fjölskylduna, ekki síst heimamanna fyrir austan og burt- fluttra Fáskrúðsfirðinga og Stöð- firðinga. Þeir hefðu staðið fyrir fjársöfnun og margskonar stuðn- ingi, m.a. hefðu nokkrar konur efnt til sölu á föndurvörum í Smáralind. Þessi stuðningur hefði verið ómetanlegur. Sigurður Þórarinn, tíundi íslenski hjartaþeginn, er kominn heim „Ég fékk mjög gott hjarta“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Þórarinn Sigurðsson, 21 árs hjartaþegi frá Hvammi í Fá- skrúðsfirði, ásamt móður sinni, Vilborgu Óskarsdóttur. Danir óttast hryðjuverk MEIRIHLUTI dönsku þjóðarinnar óttast að þátttaka Dana í Íraksstríðinu leiði til hryðjuverka í Danmörku. Þetta er ein af niðurstöðum skoðana- könnunar sem rannsóknarstofnunin Vilst- rup gerði fyrir danska dagblaðið Politiken eftir hryðjuverkin í Madríd sem kostuðu um 200 manns lífið í vikunni sem leið. 60% aðspurðra sögðu að þátttaka Dana í stríð- inu hefði aukið hættuna á hryðjuverkum í Danmörku. Samkvæmt könnuninni er þriðjungur Dana hlynntur því að danska stjórnin fari að dæmi spænskra sósíalista og kalli her- menn sína í Írak heim gegni ekki Samein- uðu þjóðirnar auknu hlutverki þar.  Hryðjuverk/Tímarit DARFUR-hérað í vesturhluta Súdans er nú „vettvangur mestu stríðshörmunga og grimmdarverka heims“, að sögn Mukesh Kapila, sem stjórnar hjálparstarfi Samein- uðu þjóðanna í landinu. Kapila segir að átökin í Darfur, sem hóf- ust fyrir rúmu ári, séu „hugsanlega skelfi- legasta stríð“ sem nú geisar í heiminum. Hann lýsir árásum á þorp í héraðinu sem „þjóðernishreinsunum“ og segir að rúm milljón manna hafi orðið fyrir barðinu á vígamönnum. Kapila líkir grimmdarverkunum við fjöldamorðin í Rúanda 1994 þegar allt að milljón manna var myrt. Arabískir vígamenn, sem styðja stjórn- ina í Khartoum, berjast í Darfur við tvær hreyfingar sem hófu uppreisn gegn stjórn- inni fyrir rúmu ári. Vígamennirnir hafa hrakið hundruð þúsunda úr þorpum, sem styðja uppreisnarhreyfingarnar, og yfir 10.000 manns hafa fallið í átökunum. Vígamennirnir skilja eftir sig sviðna jörð, leggja þorp í rúst, nauðga konum og ræna börnum. Í einni árásinni var að minnsta kosti hundrað konum nauðgað á nokkrum klukkustundum, að sögn Kapila. „Mestu stríðs- hörmung- ar heims“ Skýrt frá grimmdar- verkum í Vestur-Súdan Nairobi. AFP. ÁSTRALI heldur á mótmæla- spjaldi fyrir framan stóra brúðu sem líkist John Howard, forsætis- ráðherra Ástralíu, á útifundi í Sydney þar sem þúsundir manna mótmæltu Íraksstríðinu í gær þeg- ar ár var liðið frá því að það hófst. Af því tilefni var stríðinu mótmælt víða um heim, meðal annars við stjórnarráðið í Reykjavík og í borgum í Bretlandi, á Ítalíu og Spáni, löndum sem studdu innrás- ina í Írak. Í Bretlandi hófust mótmælin með því að tveir menn klifruðu upp í klukkuturninn við þinghúsið í London og hengdu þar upp borða með áletruninni: Stund sannleik- ans. Andstæðingar stríðsins bjugg- ust við mikilli þátttöku í mótmæl- um í New York, Chicago, Los Angeles, San Francisco og fleiri bandarískum borgum. AP Stríðinu í Írak mótmælt víða um heim♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.