Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@fiton.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Garðastræti 37 – Sími 511 2828 HÖRMUNGAR Í SÚDAN Darfur-hérað í vesturhluta Súd- ans er nú „vettvangur mestu stríðs- hörmunga og grimmdarverka heims“, að sögn Mukesh Kapila, sem stjórnar hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna í landinu. Átök hófust í Darfur fyrir rúmu ári og Kapila seg- ir að þau séu „hugsanlega skelfileg- asta stríð“ sem nú geisar í heim- inum. Hann lýsir árásum á þorp í héraðinu sem „þjóðernishreins- unum“ og líkir grimmdarverkunum við fjöldamorðin í Rúanda 1994 þeg- ar allt að milljón manna var myrt. Fékk nýtt hjarta Sigurður Þórarinn Sigurðsson, sem fékk grætt í sig nýtt hjarta á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í byrjun febrúar sl., kom til landsins á föstudagskvöld. Hann er tíundi ís- lenski hjartaþeginn og hefur náð ótrúlega góðum bata á skömmum tíma. Læknarnir töldu hann ekki geta lifað miklu lengur fengi hann ekki nýtt hjarta. Bætur fyrir tómar íbúðir Varasjóður húsnæðismála veitti 23 sveitarfélögum samtals 70 millj- ónir kr. í framlög vegna rekstrar fé- lagslegra íbúða sem staðið hafa auð- ar í lengri tíma og vegna rekstrarhalla félagslegra íbúða sem að staðaldri eru í útleigu. Þessi framlög voru veitt í fyrsta skipti á síðasta ári vegna ársins 2002 og bár- ust umsóknir frá 55 sveitarfélögum sem samtals áttu 1.965 félagslegar íbúðir. Hæsta framlagið fær Ólafs- fjarðarbær, 9,7 milljónir kr. Meira um átröskun Alvarlegum tilfellum átraskana hefur fjölgað hérlendis að und- anförnu. Stúlkum sem fara í megrun er átta sinnum hættara við að þróa átröskunarsjúkdóma en þeim sem fara ekki í megrun. Ásókn í meðferð hérlendis hefur aukist undanfarin ár og er talin þörf á meðferðarteymi í fullu starfi við meðhöndlun sjúklinga með þennan sjúkdóm. Danir óttast hryðjuverk Um 60% dönsku þjóðarinnar ótt- ast að þátttaka Dana í Íraksstríðinu leiði til hryðjuverka í Danmörku, ef marka má nýja skoðanakönnun. Um þriðjungur aðspurðra kvaðst vilja að dönsku hermennirnir í Írak yrðu kallaðir heim. Stríðinu var mótmælt víða um heim í gær þegar ár var liðið frá því að það hófst. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 64 Ummælin 14 Bréf 64/65 Listir 34/39 Dagbók 66/67 Af listum 34 Hugvekja 69 Forystugrein40/41 Þjónusta 69 Reykjavíkurbréf 40 Leikhús 70 Minningar 46/51 Fólk 70/77 Skoðun 52/57 Bíó 74/77 Umræðan 58/59 Sjónvarp 78 Veiðiþáttur 62 Veður 79 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SVEINN Andri Sveinsson, lögmað- ur prestsins sem er til rannsóknar hjá lögreglu fyrir meint kynferðisaf- brot gegn börnum, segir það alrangt sem fram hafi komið í fjölmiðlum að skjólstæðingur sinn hafi játað á sig refsiverðar sakir í yfirheyrslum hjá lögreglu. Sveinn segir að um meint brot sé fjallað í 202. gr. hegningarlaganna, þar sem segir að samræði eða önnur kynferðismök við börn yngri en 14 ára séu refsiverð og varði allt að fjögurra ára fangelsi. Skjólstæðing- ur sinn hafi viðurkennt að hafa átt „ákveðin kynferðisleg samskipti“ við ungling sem þá var 15 ára. Slíkt sé ekki refsivert samkvæmt lögum. Neitar sök en játar „kyn- ferðisleg samskipti“ MARGRÉT Tómasdóttir hjúkrunarfræðingur var kjörin skátahöfðingi á Skátaþingi Bandalags ís- lenskra skáta (BÍS) á föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti skátahöfðingja á Ís- landi, en skátahöfðingi er leiðtogi skátastarfs í landinu. Alls höfðu 110 fulltrúar frá öllum skátafélögum á landinu kosningarétt á Skátaþingi og hlaut Mar- grét 68 atkvæði. Næstur í kjörinu var Ólafur Proppé sem hlaut 42 atkvæði. Þriðji maður í fram- boði var Hjörtur Brynjólfsson. Þetta er í fyrsta sinn í 45 ár sem skátahöfðingi er kosinn, en forverar Margrétar í embætti hafa flest- ir verið sjálfkjörnir. Kosning skátahöfðingja fór síðast fram árið 1959 en þá hafði Jónas B. Jónsson fræðslustjóri betur gegn Agnari Kofoed-Hansen flugmálastjóra. Heiðarlegur slagur Margrét var á kafi í málefnavinnu með skátum þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. Hún segir BÍS líklega fyrsta skátabandalagið í heiminum með bæði kynin innanborðs. „Drengir og stúlkur hafa verið saman með skátabandalag hér á landi síðan 1944. Við vorum fyrst í Evrópu og sennilega í heiminum til að vera með sameiginlegt bandalag,“ segir Margrét. Hún segir kosninguna hafa verið afar spennandi og stemninguna á Skátaþingi góða. „Eins og alls staðar í félagsmálum þar sem karlar og konur eru þá hafa karlmennirnir oft verið sterkari. Þegar þeir vilja vera í forystu þá eru þeir það. Þetta var heiðarlegur slagur.“ Margrét hefur starfað innan skátahreyfing- arinnar í um fjóra áratugi. Hún segist þó aldrei fá leiða á skátastarfi. „Þetta er alltaf jafn skemmti- legt. Starfið hefur auðvitað breyst mikið þessi ár. En skátahreyfingin á mikið inni og á örugglega eft- ir að eflast mikið á næstu árum,“ segir Margrét. Meðal áherslumála Margrétar í embætti er að efla samskipti skátafélaga við sveitarfélögin. „Við eigum grunninn, við eigum dagskrána og aðstaða skátafélaganna er góð. Nú þurfum við að fara að framkvæma hlutina og reka skátahreyfinguna. Hún á svo sannarlega erindi við ungt fólk og þjóð- félagið. Þetta eru æskulýðssamtök sem kenna frumkvæði og sjálfstæði. Einstaklingnum er tekið eins og hann er, en jafnframt kennt að vinna í hóp með öðrum.“ Skátafélögin sem mynda Bandalag íslenskra skáta eru 28 talsins. „Ég tel að við þurfum að vera með meiri þjónustu við skátafélögin og skáta- starfið. Við þurfum að efla foringjaþjálfun og efla samskipti við sveitarfélögin, sums staðar styðja þau við skátafélög og annars staðar ekki. Það er nauðsynlegt að sinna framkvæmdinni þar sem skátastarfið fer fram,“ segir Margrét. Margét er hjúkrunarfræðingur að mennt og hef- ur starfað innan skátahreyfingarinnar í nær fjóra áratugi. Hún varð ljósálfur í Kvenskátafélagi Reykjavíkur árið 1965 og starfaði m.a. sem flokks- foringi og umsjónarmaður skátastarfs hjá Kópum á árunum 1968–1980. Margrét hefur aðeins misst úr eitt landsþing skáta frá árinu 1962 og gegnt ótal trúnaðarstörfum fyrir skátahreyfinguna á ferli sín- um. Gegndi embættinu í níu ár Um tíma starfaði Margrét sem stundakennari og lektor við Háskóla Íslands auk þess sem hún gegndi starfi forstöðumanns heilbrigðisdeildar Há- skólans á Akureyri í fjögur ár. Margrét gegnir starfi sviðsstjóra hjúkrunar á slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss. Fráfarandi skátahöfðingi er Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður en hann hefur gegnt embættinu sl. þrjú kjörtímabil eða í níu ár. Með Margréti í stjórn voru kjörin: Hallfríður Helgadóttir aðstoðarskátahöfðingi, Eva Bergþóra Guðbergsdóttir ritari, Sveinn Grétar Jónsson gjaldkeri og Bragi Björnsson meðstjórnandi. Fyrir í stjórn voru Helgi Grímsson aðstoðarskátahöfð- ingi og Sesselja G. Halldórsdóttir meðstjórnandi. Skátahreyfingin á mikið inni Margrét Tómasdóttir fyrst kvenna kosin skátahöfðingi á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýkjörinn skátahöfðingi, Margrét Tómasdóttir, hefur starfað innan skátahreyfingarinnar í fjóra áratugi og segir starfið alltaf jafn skemmtilegt. ÞAÐ tók Bandaríkjamanninn Cameron M. Smith 29 daga að ná markmiði sínu að ganga þvert yfir Vatnajökul. Þetta er í fjórða sinn sem hann gerir tilraun til að ganga yfir Vatnajökul að vetri og var að vonum mjög ánægður með árangurinn þó gangan hefði tekið á hann líkamlega. Hann kom aftur til Reykjavíkur á föstudags- kvöldið. „Mestur tíminn fór í að bíða af sér veðrið eða gera við búnað,“ segir Cameron og í raun hafi hann bara gengið í ellefu daga. „Ég eyddi fimm dögum í Grímsvötnum í óveðri,“ og segir vindhraðann þá hafa verið 35 m/s og ekkert skyggni. Biðin reyndi á hann and- lega því að hann þurfti sífellt að segja við sjálfan sig að hinkra að- eins lengur eftir að veðrið lægði. „Það reyndi mikið á mig lík- amlega síðustu dagana. Ég þurfti að ganga í mjög mjúkum snjó og jafnvel skíðin mín komu ekki að gagni. Ég óð snjóinn upp í mitti og komst aðeins nokkra kílómetra hvern dag. Tíu klukkutíma ganga skilaði mér aðeins átta kílómetra áfram,“ segir Cameron. Spurður hvort það hafi komið til greina að hætta á miðri leið segir hann það varla hafa hvarflað að sér. Hann hafi verið ákveðinn að komast á leiðarenda í þetta sinn eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. „Þetta er ein mesta áskorun sem ég get hugsað mér,“ segir hann og telur þetta hafa tekist nú þar sem hann hafði þolinmæði til að bíða af sér óveðrið. Einnig gerðu sprung- ur í jöklinum honum ekki erfitt fyrir eins og í fyrri leiðangri. Skrifar bók Nú er Cameron að skrifa bók um leiðangra sína síðustu fjögur árin þar sem mikið efni verður um Ís- land. Spurður um næstu áskorun segir hann það ekki ákveðið ennþá en það gæti tengst siglingum. Hann hafi líka rætt við Halldór Kvaran, formann Íslenska Alpa- klúbbsins, að ganga á norðurpól- inn eða þvert yfir Grænlandsjökul. Í augnablikinu liggi það ekki ljóst fyrir. Bandaríkjamanni tókst að ganga þvert yfir Vatnajökul í fjórðu tilraun Hafði þolinmæði til að bíða af sér óveðrið ELDUR kviknaði í mannlausum, tveggja ára bíl í lausagangi á Höfn í Hornafirði aðfaranótt laugardags. Ökumaður bílsins, sem er af gerðinni Hyundai coupé, skildi hann eftir í gangi stutta stund meðan hann brá sér út úr bílnum til að spjalla við gangandi vegfaranda. Lögregla var á leið í hús í ná- grenninu til að stöðva slagsmál þeg- ar hún keyrði fram á logandi bílinn. Bíllinn er mikið skemmdur. Eldur í bíl á Höfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.