Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þann 1. mars síðastliðinn voru liðin 80 ár frá því að aðalbanki Landsbankans var byggður á ný eftir brunann mikla árið 1915. Í tilefni af afmælinu hefur verið sett upp ljósmyndasýning í Aðalbanka sem spannar sögu hússins og nánasta umhverfi þess frá aldamótum til dagsins í dag. Á sýningunni má sjá fyrsta Landsbankahúsið, myndir frá brunanum og endurreisn nýja hússins. Einnig verður sýnt stutt myndband með myndbrotum frá þessum tíma. Sýningin verður opin til 31. mars og hvetjum við alla áhuga- sama til að líta við. Myndasýning í tilefni af 80 ára afmæli Landsbankahússins Banki og hús í áttatíu ár www.landsbanki.is sími 560 6000 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 23 83 5 0 2/ 20 04 Magnús Ólafsson, 1910-1920 Atvinnuhúsnæði byggingar . Landsbankinn í Austurstræti ALVARLEGUM tilfellum átraskana hefur fjölgað hérlendis að undanförnu. Stúlkum sem fara í megrun er átta sinnum hættara við að þróa átröskunarsjúkdóma en þeim sem fara ekki í megrun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í álits- gerð sem vinnuhópur á vegum landlæknisemb- ættisins og heilbrigðisráðuneytis lagði fram í nóvember á síðasta ári. Átraskanir, lotugræðgi (búlimía) eða lystar- stol (anorexía) eru langvinnir og oft lífshættu- legir geðsjúkdómar. Ásókn í meðferð hérlendis hefur aukist undanfarin ár. Í álitsgerðinni eru lagðar fram tillögur að uppbyggingu á meðferð fyrir sjúklinga með át- raskanir. Þar segir m.a. að til að mæta þörfum átröskunarsjúklinga hérlendis ætti að setja á stofn meðferðarteymi með a.m.k. tólf manns í fullu starfi við meðhöndlun sjúklinga með át- röskun. „Það vantar sérhæfð meðferðarúrræði hér á landi fyrir þessa sjúklinga og við stöndum langt að baki öðrum Norðurlandaþjóðum hvað þetta varðar,“ segir í álitsgerðinni en þar kem- ur fram að í Svíþjóð eru starfræktar 40 sér- hæfðar meðferðarmiðstöðvar fyrir átröskunar- sjúklinga. Vinnuhópurinn, sem samanstendur af tveimur geðlæknum, geðhjúkrunarfræðingi og félagsráðgjafa, leggur til að komið verði á fót sjálfstæðri meðferðar-, fræðslu- og ráðgjaf- armiðstöð fyrir átraskanir þar sem fram færi meðferðarvinna, fræðsla og forvarnir, sem og ráðgjöf. Ekkert fjármagn frá geðsviði verið sett í átröskun Svonefnt átröskunarteymi var stofnað á geð- deild Landspítalans við Hringbraut í janúar 2001 til að kanna þörf á þjónustu fyrir átrösk- unarsjúklinga með lotugræðgi eða lystarstol. Í álitsgerðinni kemur fram að „ekkert stöðugildi eða fjármagn frá geðsviði var sett í þetta verk- efni“. Umsóknum um meðferð fyrir sjúklinga sem þjást af átröskunum hefur farið fjölgandi síðustu ár og eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins í vikunni hefur teymið ekki getað tekið við nýjum umsóknum frá því um áramót. Í álitsgerðinni er lagt til að átröskunarsjúk- lingar fái kost á því að sækja eftirmeðferð t.d. á heilsugæslustöðvum. Átraskanir séu langvinn- ir sjúkdómar þar sem bati er talinn í árum og eftirmeðferð því mikilvæg til að viðhalda bata sem næst í gegnum meðferð. Flestum fræðimönnum sem rannsakað hafa átröskunarsjúkdóma ber saman um að ekki eigi að upplýsa börn og unglinga beint um át- röskun, að því er fram kemur í álitsgerðinni. „Upplýsingarnar eiga að beinast að heilbrigðri líkamsstarfsemi og þörfum líkamans. Þörf fyr- ir næringu og mat á að tengja heilbrigðri lík- amsstarfsemi.“ Þá segir að mikilvægt sé að styrkja sjálfs- mynd og sjálfstraust unglinga til að gera þá hæfari til að taka eigin ákvarðanir. Margar rannsóknir benda til þess að stúlkur með lágt sjálfsmat og neikvætt viðhorf til líkama síns og gelgjuskeiðs séu í mestri hættu á að fá átrask- anir Meðalaldur þeirra sem hlutu meðhöndlun á geðdeild Landspítalans við átröskunum á síð- asta ári var 24,7 ár, en elsti einstaklingurinn var 52 ára. Álitsgerð vinnuhóps um meðferð fyrir sjúklinga með átraskanir Alvarlegum tilvikum fjölgað undanfarin ár SIGURÐUR Guðmundsson landlæknir segir tillögur vinnuhópsins miða að því að sýna hvernig þjónusta við átröskunarsjúklinga verði eins og best verður á kosið. Tillögurnar geri þannig ráð fyrir talsvert mikilli aukn- ingu þjónustunnar frá því sem nú er. Miðað við það fé sem nú er veitt til heilbrigðismála sé hins vegar óraunhæft að sögn landlæknis að ætla að það geti orðið að veruleika á næst- unni. Mikilvægast telur hann að efla það starf sem þegar hefur verið unnið á Landspít- alanum í meðferð átröskunarsjúklinga. Að sögn Sigurðar hafa rannsóknir sýnt fram á að árangur af meðferð við átrösk- unarsjúkdómum er góður. „Árangur með- ferðar við átröskunum, ef hún hefst snemma, er miklu betri en við öðrum áráttuvanda- málum eins og áfengisneyslu, að ég tali nú ekki um fíkniefnaneyslu. Það eru nú jákvæðu skilaboðin í málinu. Þarna erum við með vandamál sem er klassískt lífsstílsvandamál sem samfélagið orsakar. Við höfum vísbend- ingar um að með því að beita tilteknum íhlut- unum; meðferð, samtölum, stuðningi og fræðslu, bæði við sjúklinginn og umhverfið, geti dregið úr einkennum sjúkdómsins,“ seg- ir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Árangur af meðferð betri en við öðrum áráttuvanda VIRKJUN Skjálfandafljóts eða svonefnd Hrafnabjargavirkjun er talinn að mörgu leyti hagkvæmur virkjunarkostur bæði m.t.t. orku- vinnslu og umhverfisáhrifa skv. nið- urstöðum í skýrslu sem unnin var vegna rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í skýrslu um rammaáætlunina eru settir fram tveir kostir til virkj- unar með miðlun í Fljótsdal sunnan við Hrafnabjörg í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Annars vegar er eingöngu gert ráð fyrir miðlun við Hrafnabjörg og hins vegar með viðbótarmiðlun við Fljótshaga. Hefði áhrif á vatnsrennsli í Aldeyjarfossi Virkjunin yrði staðsett töluvert fyrir ofan byggð en stöðin sjálf yrði nálægt Mýri í Bárðardal. Gert er ráð fyrir að Hrafnabjargalón, allt að 27 ferkílómetra uppistöðulón, yrði myndað á grunni gamals lóns sem talið er að hafi stíflast upp af hrauni, sem talið er að hafi runnið skömmu eftir að ísaldarjökullinn hopaði úr dalnum. Frá lóni niður í Bárðardal fellur áin um Hrafnabjargagljúfur og í tveimur þekktum fossum, Hrafna- bjargafossi og Aldeyjarfossi, auk svonefnds Ingvarsfoss. Fram kom í Morgunblaðinu sl. sunnudag að ekki er talið að virkjunin hefði áhrif á Goðafoss, en að vatnsrennsli í Hrafnabjargafossi og Aldeyjarfossi, sem er vinsæll ferðamannastaður efst í Bárðardal, myndi minnka á veturna. Haft var eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að í rammaáætluninni sé gert ráð fyrir þeim möguleika að stýra rennsli fossanna á sumrin, svo þeir njóti sín yfir ferðamanna- tímann, en vatni yrði safnað á vet- urna. Í rammaáætluninni er gert ráð fyrir að uppsett afl Hrafnabjarga- virkjunar í Skjálfandafljóti yrði 88,5 MW. Hrafnabjargavirkjun í Skjálfandafljóti í athugun Virkjunin talin hagkvæm vegna umhverfisáhrifa Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Aldeyjarfoss er um 20 metra hár og fellur fram af stuðlabergshömrum efst í Bárðardal.                                Mögulegt að stýra rennsli fossa STARFSHÓPUR, sem sam- gönguráðherra fól að fjalla um samgöngur við Grímsey, telur ekki þörf á að endurnýja Gríms- eyjarferjuna Sæfara, 26 ára gam- alt skip sem Samskip gera út, fyrr en árið 2009 þegar ákvæði í reglu- gerð um búnað og gerð farþega- ferja taka gildi. Skipið geti, eins og aðstæður séu nú, siglt til 1. júlí árið 2009. Það siglir þrisvar í viku til Grímseyjar frá Dalvík. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti helstu niðurstöð- ur starfshópsins á ríkisstjórnar- fundi á föstudag. Í minnisblaði ráðherra segir, að starfshópurinn komist að þeirri niðurstöðu að kröfur reglugerðarinnar kalli á það dýrar breytingar að þær séu ekki forsvaranlegar fyrir svo gamalt skip. Hönnunar- og smíðatími nýs skips er um tvö ár og því þarf að minnsta kosti tveimur árum fyrir 1. júlí 2009 að taka ákvörðun um með hvaða hætti á að endurnýja Sæfara. Skýrsla um samgöngur við Grímsey Grímseyjarferj- an dugar til 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.