Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestur um tölvunarfræði Ýmsar púslur að myndast Helga Waage tölv-unarfræðingurheldur erindi í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 29. mars. Morgunblaðið sló á þráð- inn til Helgu og spurði hana nánar út í fagið og fyrirlesturinn. „Ég á bara að mæta og láta á mér skilja hvað það er „kúl“ að vera tölvunarfræðingur, við skulum svo sjá til hvernig það tekst,“ sagði Helga fyrst, en bætti svo við: „Ég mun tala um námið og veruleikann. Hvað tölv- unarfræðingar gera, í hverju starf þeirra er fólg- ið, hvað er fyrirliggjandi og hvaða verkefni eru framundan fyrir stéttina.“ Hefur aðsókn í þetta nám minnkað verulega? „Já, það er að sjá. Svo virðist sem alveg frá því að .com bólan sprakk hafi verið heldur minni að- sókn í greinina, við getum sagt að það hafi verið fulllítil nýliðun í greininni. En það er ýmislegt að gerast þessa dagana, ýmsar púsl- ur að myndast sem er gaman að raða saman. Það eru því skemmti- legir tímar framundan og nauð- synlegt að fólk átti sig á því.“ Hvers vegna telur þú að það hafi dregið úr áhuga ungs fólks á jafn nýrri og spennandi grein? „Það er kannski engin ein góð skýring á því. Ekki eru það kjör- in, þau eru mjög góð, og atvinnu- tækifærin sömuleiðis, þó svo að ekki sé lengur beinlínis hringt í fólk og það grátbeðið að koma til starfa eins og við lá að væri hér um árið. Ég held kannski að fólk haldi að kjörin og atvinnutæki- færin séu verri en þau eru. Það var vissulega sprenging á árunum 1995 til 2000 sem var greininni kannski ekki til góða, en það ligg- ur við að þá hafi nær allir sem fengu tölvu í fermingargjöf verið álitnir hæfir til að starfa við upp- lýsingatækni. Þetta hefur sem betur fer breyst. Hins vegar er þetta tiltölulega ný grein og að- eins um tuttugu ár síðan byrjað var að kenna hana. Sveiflur í skráningum eru algengar og vel þekktar, kannski ekki hvað síst í nýjum greinum. Við eigum því kannski eftir að sjá breytingu til hins betra í þessum efnum í ná- inni framtíð.“ Geta allir lært tölvunarfræði? „Líklega er það nú ekki og að- sóknin endurspeglar það, líkt og með aðrar raunvísindagreinar. Það er talið að ekki séu nema um tuttugu prósent sem hafi rök- hugsunarhæfileika til að geta tek- ist á við umræddar greinar. Þessi tuttugu prósent dreifast síðan á margar greinar, en þarna getum við einnig nefnt greinar á borð við verkfræði, læknisfræði, efnafræði og stærðfræði. Sumir þessara hafa síðan meiri áhuga á öðrum hlutum eða hafa ekki hlotið nægi- lega góða þjálfun í stærðfræði og slíku í gegnum sitt nám og sækja þá í aðrar greinar. Við þurfum því kannski fyrst og fremst að tryggja það að við fáum þó sem flesta úr þessum hópi til að hugleiða hvort raunvísinda- legt eða tæknilegt nám henti þeim og í framhaldi af því fáum við fleira fólk í svona greinar, líka tölvunarfræði.“ Er fátt um konur í tölvunar- fræði? „Það er staðreynd, konur eru í miklum minnihluta í greininni. Konur hafa komist upp í að vera tuttugu prósent af árgangi, en al- gengara er að talan liggi á milli 10 og 20 prósenta. Ég var m.a. beðin að koma og tala um tölvunarfræði hjá HR af því að ég er kona í greininni, í þeirri von að ég geti glætt áhuga kvenna.“ Hvers vegna eru konur tregar í þetta nám? „Aftur komum við að því að það er kannski engin ein skýring. Hins vegar komum við einnig aft- ur að þessum tuttugu prósentum með réttu meðfæddu rökhugs- unina fyrir raunvísindagrein og við vitum að konur eru tíðum fjöl- mennar í öðrum raunvísinda- greinum á borð við líffræði og læknisfræði, svo dæmi séu tekin. Svo er ímyndarþátturinn örugg- lega sterkur. Fólk sér kannski fyrir sér strákafyrirtæki skipuð nördalegum strákum húkandi yfir tölvunum, sem er vissulega til, en flestir vinnustaðir eru ekki svo- leiðis, heldur skapandi umhverfi þar sem fólk vinnur við að búa til nýja hluti, saman. Flest tölvunar- fyrirtæki eru síðan ekki bara samsett af tæknimönnum heldur vinnur fólk með afar fjölbreyttan bakgrunn við upplýsingatækni. Ég hef unnið með kennurum, málfræðingum og listamönnum við hugbúnaðargerð.“ En hvers vegna ekki bara að láta konur ráða því í hvað þær fara? „Auðvitað gera þær það, en þetta fag hentar konum ekki síður en körlum, þær kannski bara vita það ekki allar. Svo væri líka gott að fá fleiri konur í tölvunarfræð- ina því að skoðun mín er sú að fyr- irtæki sem eru blönduð, þ.e.a.s. skipuð bæði konum og körlum, séu einfaldlega frjórri og skemmtilegri vinnustaðir. Þegar nemum í tölvunarfræði fækkar, sitja gjarnan eftir strákar sem hafa mikinn áhuga á tölvum sem slík- um, en minni áhuga á öðrum þátt- um, eins og hagnýtingu þeirra, samskiptum manns og tölvu, hug- búnaðarverkfræði og fleiri slíkum þáttum. Við viljum halda í það fólk sem hefur áhuga á hugbún- aðargerð og tækni út frá þessu sjónarmiði líka og þar eru konur miklu fjölmennari hópur.“ Helga Waage  Helga Waage er fædd í Reykjavík 5. mars 1965. Hún er BSc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1989 og MA í gervigreind frá Háskólanum í Pittsburgh í Pennsylvaniu, lauk því prófi 1993. Starfaði hjá Oz 1996 til 2002, en stofnaði þá Hex-hug- búnað ehf. og er þar tæknistjóri. Helga er í sambúð með Þórarni Stefánssyni og eiga þau samtals tvö börn. Strákafyrir- tæki skipuð nördalegum strákum VEGNA veikinda birtist ekki teikning eftir Sigmund Jó- hannsson í dag. Hann verður á sínum stað á morgun. Sigmund FULLTRÚAR fimm safnaða efndu í fyrrakvöld til nokkurs konar trú- boðs fyrir utan kvikmyndahús í Reykjavík sem tóku til sýningar myndina „The Passion of the Christ“. Þegar gestir komu út fengu þeir bæklinginn „Hvers vegna dó Jesús?“ með biblíuversi og stuttri bæn. Kirkjusöfnuðir sem tóku þátt í þessu voru Vegurinn, Krossinn, Fíladelfía, Íslenska Kristskirkjan og Kefas. Morgunblaðið/Árni Sæberg Trúboð fyrir utan bíóhúsin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.