Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 9 Ertu stúdent eða faglærður í fata-, málmtækni-,raf-, hönnunar- eða tölvugreinum ? Hefurðu íhugað að halda áfram námi í Danmörku? Á dönsku eða ensku? Lesið meira á: http://www.erhvervsakademierne.dk Frekari upplýsingar: Mogens Nielsen, námsráðgjafi, í síma: +45 74 12 42 42 Erhvervsakademi Syd í Sönderborg býður upp á iðnfræðinám á: • Hönnunarsviði • Framleiðslu- og rekstrarsviði • Upplýsinga- og rafeindasviði • Tölvutæknisviði Hefurðu áhuga? Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur í sal Verkfræðingafélagsins, Engjateigi 9, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 25. mars kl. 19.00. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur, Laugavegi 7, 101 Reykjavík, sími 552 8191. AÐALFUNDUR NLFR Aðalfundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 25. mars nk. kl. 20.00 í húsi Eddu-útgáfu Suðurlandsbraut 12, 7. hæð. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í boði félagsins. Stjórnin. Flott veisluföt í stærðum 46-56 Nýbýlavegi 12 • Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Afmælisþakkir Öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og heiðruðu mig á 90 ára afmæli mínu, sendi ég hjartans þakkir. Öll skeytin, blómin, viðtölin og myndirnar svo ekki sé tíundað meira, gerðu daginn svo ánægj- ulegan og voru mér sem sólargeislar á þessum degi. Þá má ekki gleyma minni indælu fjölskyldu, frændum og gömlum samstarfsmönnum sem lögðu sitt til að auka á ánægju dags míns 14. mars. Stykkishólmi, 16. mars 2004, Árni Helgason. AUGLÝSENDUR virðast í aukn- um mæli herja á stofnanir sem hafa með börn að gera, s.s. grunn- skóla, félagsmiðstöðvar og fleiri stofnanir. Nú er svo komið að fyr- irtæki, stofnanir og samtök líta á grunnskólann sem heppilegan vett- vang til að dreifa ýmiss konar aug- lýsingum. Þetta kemur fram í pistli Skarp- héðins Jónssonar skólastjóra á vef- síðu grunnskólans á Ísafirði. „Okkur er vandi á höndum í grunnskólunum, stöðug ásókn einkafyrirtækja varðandi auglýs- ingar er vaxandi. Fyrirtækin eru oft svo ósvífin að þau senda án leyfis tugi eða hundruð pésa til skólanna sem kennurum er svo ætlað að dreifa til nemenda,“ skrif- ar Skarphéðinn í pistlinum. Í fréttatilkynningu Umboðs- manns barna varðandi markaðs- setningu sem beint er að börnum og unglingum og áhrif fjölmiðla á sjálfsmynd ungs fólks segir að hann hafi í gegnum tíðina staðið í bréfaskiptum við iðnaðar- og við- skiptaráðherra, menntamálaráð- herra, útvarpsréttarnefnd, Sam- keppnisstofnun, dómsmálaráð- herra og ýmsa aðra opinbera sem einkaaðila og skorað á þá að huga að þessum málum. Ekki verið vilji til að taka málin nægilega föstum tökum Um leið hafi verið bent á mikil- vægi þess að vernda börnin gegn mögulegum skaðlegum áhrifum út- varpsefnis, sjónvarpsefnis, tölvu- leikja og auglýsinga, er sýna klám, tilefnislaust ofbeldi og bera boð- skap sem getur talist skaðlegur börnum. „Ekki hefur verið vilji hjá stjórn- völdum til að taka þessi mál nægi- lega föstum tökum í samræmi við augljósan vilja löggjafans, sem er að vernda börnin gegn óæskilegum áhrifum útvarps- og sjónvarpsefn- is, þ.á m. auglýsinga. Umboðsmaður hefur þó marg- ítrekað skorað á stjórnvöld að setja ítarlegri almennar reglur um lág- marksvernd barna yngri en 18 ára fyrir markaðssetningu og auglýs- ingum, sem beint er að þeim í æ ríkari mæli. Telur umboðsmaður slíkar reglur vera í samræmi við 17. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilkynningu Um- boðsmanns barna. Sótt í grunnskóla með auglýsingar Umboðsmaður barna hefur ítrekað skorað á stjórnvöld að setja ítarlegri reglur um lágmarksvernd ÞORSTEINN Gylfason prófessor við Háskóla Íslands hefur verið gerður að heiðursfélaga Félags áhugamanna um heimspeki. Félag- ið sýndi Þorsteini þennan virðing- arvott fyrir áralangt starf að vexti og viðgangi heimspekinnar með rit- störfum, þýðingum og kennslu. Á fundi í félaginu gerði Jón Ólafsson grein fyrir störfum Þor- steins Gylfasonar og Þorsteinn þakkaði félögum sínum veittan heiður. Fram að þessu hefur aðeins einn verið valinn heiðursfélagi í Félagi áhugamanna um heimspeki, en það var Brynjólfur Bjarnason (1898– 1989). Morgunblaðið/Jim Smart Gerður að heiðursfélaga fyrir heimspeki NÝLEGA tók Héðinn Unnsteinsson við starfi ráðgjafa hjá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni (WHO) í Genf. Héðinn er ráðinn tímabundið í eitt ár. Hans helsta verkefni er að und- irbúa ráðstefnu um geðheilbrigði sem haldin verður í Helsinki í upp- hafi næsta árs. Héðinn kemur til með að starfa í Kaupmannahöfn. Að sögn Héðins snýst starf hans mest um að ná þeim sem kallaðir eru notendur, þ.e. þeim sem hafa notað geðheilbrigðisþjónustu, og að- standendum þeirra inn á ráðstefn- una. „Þetta er í fyrsta sinn sem Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin ræður fyrrverandi notanda í vinnu,“ segir Héðinn en hann var sjálfur veikur fyrir um áratug síðan. Ráðstefnan í Helsinki er hluti af framkvæmdaáætlun WHO um bætta andlega heilsu á heimsvísu (Global Action Programme for Men- tal Health). Í tenglsum við verk- efnið hefur verið komið saman átta alþjóðlegum ráðum sem hafa ólíkar áherslur. Í aðdraganda ráðstefn- unnar eru haldnar minni ráðstefnur með þessum ráðum, sem ýmist eru samansett af notendum geðheil- brigðisþjónustu, læknum, þing- mönnum o.s.frv. Héðinn hefur lengi starfað að geðheilbrigðismálum hér á landi, stofnaði m.a. Geðrækt á sínum tíma og vann sem verkefnissstjóri hjá því félagi í nokkur ár. Hann lauk meist- aragráðu í alþjóða stefnugreiningu og stefnumótun nýlega og fjallaði lokaverkefni hans um geðheilbrigði. Alls taka 52 ríki þátt í ráðstefn- unni í Helsinki, sem ber yfirskrift- ina „Facing challanges, building sol- utions.“ Að sögn Héðins eru geð- heilbrigðismál misjafnlega langt á veg komin í ríkjunum. „Geðheilbrigðisþjónusta í Austur- Evrópu, t.d. Albaníu, er nánast eng- in. Þar er eitt geðsjúkrahús og búið. Þar þekkjast hugtök eins og for- varnir ekki. Það er himinn og haf á milli gömlu Sovétríkjanna, Austur- Evrópulanda, eins og t.d. Albaníu, og svo Vestur-Evrópulanda. Það þarf að brúa þetta bil í aðgerðaáætl- un sem heilbrigðisráðherrar allra þessara landa ætla að skrifa undir í lok fundarins,“ segir Héðinn. Fjallar um geðheilsu, ekki geðsjúkdóma Ráðstefnan á að standa yfir í fjóra daga og ætlunin er að taka á öllum þáttum geðheilbrigðisþjón- ustu í Evrópu. Héðinn leggur áherslu á að ráðstefnan á að fjalla um geðheilsu ekki geðsjúk- dóma. „Með því að efla geðheilsu viljum við meina að við getum dregið úr tíðni geðraskana,“ segir Héðinn. „Umfram allt þá er þetta ekki bara fundur um geðheilbrigðismál. Fyrir mér er þetta fundur um samfélagsleg mál. Það að móta samfélagið út frá ein- hverri ákveðinni pólitískri hug- myndafræði hefur mikið að segja um það hvernig fólki líður. Heilsa og vellíðan haldast mjög í hendur,“ segir Héðinn. Héðinn segir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina vilja hverfa frá miðstýr- ingu í heilbrigðiskerfinu, færa vald- ið frá stofnunum til samfélagsins. „WHO stefnir mikið að því varðandi geðheilbrigðisþjónustu að „dísentr- alisera“ hana. Koma henni út af stofnunum. Ég sé fyrir mér að hér heima muni það sama gerast, þjón- ustan færist út af stofnunum og til samfélagsins,“ segir Héðinn. „Fyrir mér hefur þessi málaflokk- ur mjög víða skírskotun í samfélag- inu. Hann snýst um það að hafa áhrif á breytni fólks,“ segir Héðinn. Geðheilsa er samfélagslegt mál Héðinn Unnsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.