Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ J ohnny Cash lést í september síðast- liðnum, 71 árs að aldri. Þrátt fyrir erfið veikindi var hann enn á fullu að taka upp og undirbúa útgáfur, þar á meðal fimm diska 79 laga kassa sem gefinn var út stuttu fyrir jól vestan hafs og berst nú hingað til lands, Johnny Cash Unearthed. Á sínum langa ferli hafði Johnny Cash reynt ýmislegt, verið í hæstu hæðum þegar best lét og í ræsinu þegar illa áraði. Hann var gangandi þversögn, annars vegar væminn föðurlands- vinur með biblíuna að vopni og hins vegar beitt- ur gagnrýnandi á stjórnvöld og þjóðfélags- skipan, svartklæddur útlagi. Hann var í fararbroddi í rokkabillíinu, undanfara rokksins, varð svo byltingarmaður í sveitasöngnum vest- an hafs, einn útlaganna sem breyttu tónlistinni úr hreinni gleðitónlist í glímu við sjálfið og ef- ann, síðan frægur sveitasöngvari og sjónvarps- stjarna og loks útlagi aftur. Í klóm markaðsfræðinga Cash byrjaði að syngja sem smápatti og tók upp rokkabillí fyrir Sun-útgáfuna um miðjan sjötta áratuginn. Sun vildi ekki að hann tæki upp gospel og því færði hann sig um set 1958, til Columbia, og var þar á samningi næstu áratug- ina með góðum árangri, gríðarlega vinsæll en brotlenti svo í sukki og svínaríi. Endurnærður varð hann vinsælli en nokkru sinni en svo dró verulega úr og 1985 sagði Columbia upp út- gáfusamningnum. Smekkur manna breyttist eins og gengur og gerist og Cash lenti í klónum á markaðs- fræðingum sem reyndu að breyta honum og tónlist hans, vildu að hann væri nútímalegri, höfðaði til nýs hóps hlustenda, spilaði fyrir unga fólkið/gamla fólkið – reyndu semsagt að fá hann til að hætta að vera Johnny Cash. Getur nærri að þetta hafi enn orðið til að draga úr áhuga manna á Cash, gamlir aðdáendur þekktu ekki sinn mann og nýir vildu ekkert plat og 1993 má segja að Cash hafi eiginlega verið bú- inn að vera, í það minnsta í augum plötufyr- irtækis síns, kántrýútvarpsstöðva og blaða- manna sem skrifuðu um slíka tónlist. Hann hefur lýst því að hann hafi verið búinn að átta sig á að ferli hans væri lokið, fyrst enginn vildi hlusta þá vildi enginn gefa út. Um þetta leyti lék hann á tónleikum í Kaliforníu og eftir tón- leikana kom umboðsmaður hans til hans og sagði að úti fyrir væri maður, plötuútgefandinn Rick Rubin, sem vildi taka upp tónlist með hon- um. „Til hvers?“ sagðist Cash hafa spurt en um- boðsmaðurinn lagði að honum að ræða við hann. Inn í búningsklefann kom maður með sítt grásprengt skegg og sítt að aftan. Eins og Rub- in rekur söguna þá náðu þeir strax saman Cash og hann, þó Cash hafi verið tregur til að taka upp, hafi greinilega fundist sem það gæti ekki verið nein alvara á bak við þá fyrirætlan. Hiphop og þungarokk Frederick Jay Rubin, sem gengur almennt undir nafninu Rick Rubin, stofnaði útgáfuna Def Jam 1984 með skólafélaga sínum Russell Simmons. Simmons var með eyra fyrir rappi en Rubin hrifnari af rokki, sem kom þó ekki að sök, því þeir náðu vel saman. Rubin var snjall upptökustjóri eins og sannaðist á Slayer- plötunni Hell Awaits sem kom út 1985, en hann var einnig við stjórnvölinn á milljónaskífunum Licensed to Ill með Beastie Boys og Raising Hell með Run- D.M.C. Ekki var Rubin aðeins við takkana á þeim merkisskífum heldur stýrði hann líka upptökum á einni veigamestu rapp- skífu sögunnar, Yo! Bum Rush the Show. Þegar fram leið slettist upp á vinskapinn hjá þeim Rubin og Simmons og þeir skildu óvinir; Simmons hélt áfram með Def Jam í New York en Rubin flutti til Kaliforníu og stofnaði útgáf- una Def American. Hann var ekki seinn á sér að gera samning við Slayer, en af öðrum sveitum sem hann gaf og gefur út má nefna Danzig, The Black Crowes, The Jayhawks, Dan Baird, Geto Boys, System of a Down, Frank Black og Sir Mix-A-Lot. Einnig hefur Rubin stýrt upp- tökum hjá mörgum hljómsveitum og tónlist- armönnum, til að mynda Red Hot Chili Pep- pers (Blood Sugar Sex Magik), AC/DC, Macy Gray, Jay-Z (svarta platan), LL Cool J, Aeros- mith, Limp Bizkit, Audioslave, The Cult, Nine Inch Nails, Tom Petty, The Mars Volta, Rage Against the Machine og meira að segja Mick Jagger þó ekki hafi honum tekist að bjarga þeirri plötu (Wandering Spirit). Meira tekið upp en gefið var út Í bæklingnum sem fylgir diskunum fimm segir Cash að Rubin hafi sagt honum að fyrir sér vekti aðeins það eitt að Cash syngi inn á band þau lög sem hann langaði til að syngja og þá með eigin undirleik. Það var það eina sem stóð verulega í Cash, að sjá einn um hljóðfæra- leikinn, enda hafði hann ekki gert það áður. Þeir Cash og Rubin tóku upp miklu meira af tónlist en gefið var út, sagan segir að fyrir fyrstu plötuna hafi þeir hljóðritað nærfellt 100 lög og þegar plöturnar á eftir voru teknar upp hafi lögin jafnan skipt nokkrum tugum í hverri upptökulotu. Það var því líkast sem báðir vildu þeir taka upp eins mikið og unnt væri á meðan Cash hafði heilsu til. Ekki var bara að Rubin fengi Cash til að taka upp þau lög sem hann hafði alltaf langað til að taka upp heldur lagði hann einnig áherslu á að Cash hlustaði á lög eftir yngri tónlistarmenn sem margir voru mótaðir af verkum Cash að miklu leyti. Jafnan var það þó svo að Cash vildi ekki endilega heyra lögin, hann vildi fá að lesa textann til að sjá hvort hann gæti sungið hann frá hjartanu, fundið samhljóm í honum. Þannig var því til að mynda varið með Depeche Mode-lagið Personal Jesus. Cash las textann yfir nokkrum sinnum en neitaði svo að syngja hann, fann sjálfan sig ekki í honum. Nokkrum dögum síðar, er hann var að lesa í biblíunni eins og hann gerði svo gjarnan, en Cash var heittrúarmaður sem bar ótakmarkaða virðingu fyrir almættinu en skreið ekki fyrir því, varð honum hugsað til textans og sá hann í nýju ljósi. Fyrir vikið gerði hann Personal Jes- us að sínu og einnig lög eins og U2-lagið One, sem maður heyrir ekki með U2 framar án þess að verða hugsað til Cash, Mercy Seat eftir Nick Cave, Hurt frá Nine Inch Nails og svo má telja. Myndbandið við síðasttalda lagið er ótrúlega áhrifamikið þar sem Johnny Cash, hrumur og helsjúkur, veltir fyrir sér æskunni og frægðinni sem skilað hafi honum engu nema keisaradæmi ryksins. Eftir að síðasta hljóðversplata Cash kom út 2002, American IV: The Man Comes Around, hófst vinna við að fara í gegnum lagasafnið til að velja úr á fimm diska kassa sem átti einnig að geyma safn bestu laga Cash. Þeir unnu báðir að verkinu, Rubin og Cash, en á síðasta ári hófst líka vinna við fimmtu American-plötuna sem átti að koma út á þessu ári. June Carter Cash lést 15. maí síðastliðinn og strax eftir andlát hennar var Johnny Cash kominn aftur í hljóðverið og tók upp mikið af lögum á næstu vikum og mánuðum. Rubin seg- ir að hann hafi beðið um að fá sem mest að gera, það væri eina leiðin fyrir hann til að lifa af að hafa misst lífsförunautinn. Það var og ekki langt á milli þeirra, sjálfur lést Cash 12. sept- ember. Vinnunni við Unearthed var lokið og af- rit af frumeintakinu á leið til Cash svo hann gæti lagt blessun sína yfir verkið þegar hann lést. 79 lög Eins og getið er eru fjórir diskanna fimm með ýmsu óútgefnu efni. Á fyrstu þremur disk- unum er úrval laga sem Cash tók upp til hugs- anlegra nota á einhverja af American-plötum sínum fjórum, þar á meðal margir dúettar. Til að mynda syngja þeir Redemption Song saman Joe Strummer sálugi og Cash og einnig syngur hann með Tom Petty, Carl Perkins, Willie Nel- son, Joe Strummer, Fiona Apple, Nick Cave og Glen Campbell. Cash tekur einnig fjölda laga eftir aðra tónlistarmenn, þar á meðal Neil Young sem hann hafði mikið dálæti á, en einnig Kris Kristofferson, Tom Waits, Dolly Parton og Roy Orbison svo dæmi séu tekin. Plöturnar eru flokkaðar eftir inntaki laganna sem gerir safnið enn sterkara fyrir vikið. Fyrsti diskurinn heitir Who’s Gonna Cry og lög á hon- um yfirleitt dapurleg, til að mynda lag eftir Cash sjálfan, Gæslumaðurinn, þar sem spurt er: Hver grætur John gamla? Diskur númer tvö ber yfirskriftina Trouble in Mind þar sem sungið er um öngstræti ævinnar. Þriðji disk- urinn er Redemption Songs þar sem meðal annars er að finna áðurnefndan dúett þeirra Strummers og Cash og svo er perlan fjórði diskurinn, My Mother’s Hymn Book þar sem Cash syngur lög úr sálmabók sem móðir hans átti. Vert er að geta þess að í einkar vandaðri bók sem fylgir útgáfunni eru hugleiðingar og minningar Cash með hverju lagi. Fimmti diskurinn er svo safn bestu laga af plötunum fjórum sem Cash var búinn að gefa út hjá American, enda var kassinn settur saman til að fagna tíu ára samstarfi þeirra Johnny Cash og Ricks Rubins. 15 áður útgefin lög eru í kassanum og 64 óút- gefin, en enn er sitthvað eftir. Fyrir sálmaplöt- una tók Cash þannig upp 25 lög en fimmtán eru á plötunni og þegar tínd eru til lög sem hann tók upp á þessum tíu árum er ljóst að til er efni í annað eins, fimm til sex plötur til viðbótar, og svo eru það lögin sem hann tók upp fyrir fimmtu American-plötuna, til að mynda John the Revelator og Ain’t No Grave Gonna Hold My Body Down, hvenær fáum við að heyra þau? Fyrir skemmstu kom út einskonar minningarútgáfa um Johnny Cash. Árni Matthíasson segir frá útgáfunni sem hefur meðal annars að geyma 64 óútgefin lög. Gangandi þversögn arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.