Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 28
Formaður Félags ábyrgra feðra, GarðarBaldvinsson, kveðst „ítrekað verða varvið þá skoðun meðal forsjárlausrafeðra sem leita til félagsins að sýslu-mannsembættin leggist á eitt með mæðrum við að tryggja hagsmuni þeirra, en líti síður til hagsmuna feðra og barnanna. Hagsmunir forsjármóður virðast ráða för, en þeir hagsmunir fara ekki alltaf saman við hags- muni barna og feðra þeirra. Um það má til dæm- is lesa í Áfangaskýrslu til dómsmálaráðherra frá forsjárnefnd árið 1999, en þar koma fram at- hugasemdir við framgöngu sýslumannsembætt- anna og starfshætti þar, sem ekki eru heldur til þess fallnar að auka tiltrú á málsmeðferð þeirra,“ segir Garðar. Félag ábyrgra feðra hefur sent frá sér álykt- un, þar sem feðrum er bent á að horfa til þess „að rík ástæða sé til þess að efast um hæfi sýslu- mannsembætta og ásetning“ við úrlausn erfiðra umgengnis-, meðlags-, eða forsjármála, sem beint er til þeirra. Misvísandi túlkun „Ágreiningur sýslumannsins í Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins gefur til kynna að túlk- un barnalaga sé misvísandi eftir embættum og stjórnsýslustigum. Því hlýtur félagið að óska út- tektar á starfsháttum sýslumanna eða dóms- málaráðuneytisins, ekki síst í ljósi krafna Félags ábyrgra feðra um fjölskyldudómstól á héraðs- dómsstigi. Hugmyndin með sérstökum fjöl- skyldudómstól er sú að bæta málsmeðferð með sérfróðum dómurum og faglegri umfjöllun,“ seg- ir Garðar ennfremur. Félag ábyrgra feðra berst sérstaklega fyrir eflingu samskipta feðra og barna. Félagsmenn eru liðlega 400 og 15% þeirra eru konur, bæði forsjármæður og forsjárlausar. „Sumar þeirra standa uppi úrræðalausar þegar óábyrgir feður sinna ekki börnum sínum, en þeir setja því miður ljótan blett á ábyrga feður. Forsjárlausar mæð- ur eiga þó erfiðast því almenn viðhorf stimpla þær geðveikar, dópista eða glæpamenn,“ segir Garðar. Fjöldi afgreiddra erinda er varða umgengn- ismál hjá sýslumanninum í Reykjavík voru 164 í fyrra, 144 árið þar áður og 155 árið 2001. Sam- kvæmt samantekt á heimasíðu Félags ábyrgra feðra komu 5.835 forsjár- og meðlagsmál til af- greiðslu hjá sýslumönnum á landinu öllu árin 1995–2001 og 1.766 umgengnismál, eða 7.601 mál samanlagt. Á sama tímabili kröfðust 26 manns dagsekta vegna hindrana á umgengni við börn sín. Rétt þjálfun? „Normið er auðvitað það að öll börn eiga föður og móður, það er óumdeilt, en þegar feður leita til fulltrúa sýslumanna með mál sem eru á skjön við þá hugmynd að móðirin eigi barnið nánast ein, er eins og þeir daufheyrist við. Við spyrjum okkur hvort fulltrúar sýslumanna hafi rétta þjálfun. Þeir eru lögfræðingar og eiga að úr- skurða eftir lögunum og gæta hagsmuna barnanna. En af fenginni reynslu þeirra sem leita til okkar og af fyrirspurnum sem hafa borist sýnist mér að sýslumannsfulltrúar viti í fyrsta lagi alls ekki hvað hagsmunir barns þýða. Fyrir þeim virðast þeir fyrst og fremst felast í því, að móðirin hafi barnið skilyrðislaust og að barnið þurfi ekki umgengni við föður sinn. Í öðru lagi höfum við orðið rækilega varir við þá tilhneig- ingu hjá sýslumannsfulltrúum að túlka lögin mjög þröngt, út frá hagsmunum móðurinnar, ekki barnsins. Þessi þrönga túlkun gengur með öðrum orðum gegn föðurnum,“ segir Garðar. Hann nefnir sem dæmi túlkun á rétti foreldra á upplýsingum um barn sitt, sem kveðið er á um í 52. grein nýrra barnalaga. Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, kveðst hafa litla tiltrú á málsmeðferð og starfsháttum sýslumannsembætta Líta síður til hagsm Félag ábyrgra feðra hefur sett fram kröfur um fjölskyldu- dómstól á héraðsdómsstigi til þess að bæta málsmeðferð í umgengnis- og forsjármálum. Einnig telur félagið að sam- eiginleg forsjá eigi að vera meginregla við skilnað, líkt og tíðkist víða erlendis. 28 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ umsömdum tímafjölda og hvers vegna hún væri að því. Einnig gerði ég grein fyrir öllum uppákomum. Dóttir mín átti afmæli á þessu tímabili svo ég fór á heimilið með aldraðri móð- ur minni. Þá standa fyrrverandi tengdafor- eldrar mínir í dyrunum og ausa yfir mig skömmum og því hvað ég sé slæmur maður. Börnin heyrðu þetta auðvitað og fyrir mér var þetta ekki annað en tilraun til þess að sverta mig í þeirra augum. Þetta er bara eitt dæmi um svipaða framkomu. Þegar bráðabirgðasamkomulagið rann út, klippti móðirin síðan á alla umgengni og ekki bara það. Hún klippti á öll símtöl, ef ég hringdi voru börnin aldrei við. Þau voru ýmist veik, eða úti. Þau voru þarna og þau voru hérna og svo framvegis. Síðan þá hef ég varla heyrt börnin eða séð. Dóttirin hefur að vísu hlaupist undan merkjum stöku sinnum og gefið færi á sér, þar sem hún er orðin það stór, en varla meira en 1-2 tíma á mánuði, ef það hefur náð því. Móðirin hefur hins vegar töglin og hagldirnar og kærir sig ekki um að ég hafi samskipti við börnin. Ég vísaði málinu til sýslumanns mánuði eftir skilnað og hann er búinn að vera að horfa ofan í pappírana í ein tvö ár. Niðurstaða hefur enn ekki fengist. Það eina sem virðist vera að ger- ast eru stöðugar bréfaskriftir og fyrirkallanir svona tvisvar í mánuði. Eftir að bráðabirgðasamkomulagið rann út fóru að berast ásakanir frá móðurinni um of- beldi af minni hálfu, til dæmis andlegt ofbeldi, sem aldrei hafði komið upp áður. Hún virðist senda slík bréf til sýslumanns um það leyti sem hún telur að eigi að fara að úrskurða í málinu. Þegar sonur minn var í umgengni hjá mér, sagði hann mér að móðir hans hefði látið skrifa bréf með vitnisburði systur sinnar þar sem mér er lýst á miður smekklegan hátt. Þar er ým- islegt tiltekið sem ég á að hafa gert. Stundum hafi ég öskrað á barnið fyrir að vilja ekki setja leirtau í uppþvottavél á heimilinu og fleira og fleira. Sonur minn játaði þetta fyrir mér og ég VIÐ eigum tvö börn saman, 13 og 11 ára, og vor- um í hjónabandi í 15 ár. Ég fékk smávegis um- gengni við drenginn í nokkra mánuði, rétt eftir skilnaðinn, en síðan klippti móðirin á hana, einn daginn. Þetta byrjaði með því að ég flutti af heimilinu. Ég tók af skarið, þar sem ég vildi skilnað. Konan var greinilega mjög ósátt við það og klippti því eiginlega strax á samskipti mín við börnin. Það náðist ekkert síma- samband við þau. Ef ég spurði um þau var mér tjáð að þau væru ekki heima og þess háttar. Ég fór þá leið að fara á heimilið og krefjast þess að fá að sjá börnin. Þá kom stundum fyrir að móð- irin tæki á móti mér í dyrunum og segði að börnin vildu hreinlega ekki hitta mig. Þau væru í hræðslukasti inni í íbúðinni. Svo málið fór strax í þennan farveg. Næsta skref var að leita til sýslumanns og tala við hann. Þar var gert bráðabirgða- samkomulag um umgengni til sex mánaða sem hljóðaði upp á 30 tíma umgengni hálfsmán- aðarlega. Ég fór fram á 2–3 sólarhringa hálfs- mánaðarlega, en sætti mig samt við þetta til bráðabirgða. Þetta gekk svona þokkalega, nema hvað barnaafmæli virtist bera nokkuð oft upp hjá móðurinni, þannig að ég gæti ekki séð börnin. Þau þurftu líka stundum að fara eitt og annað og þá fékk ég heldur ekki að sjá þau og þar frameftir götum. Ég beit hinsvegar bara á jaxlinn, þar sem ég var ekki viss um hvort þetta væri með ráðum gert eða ekki. En móðirin klippti í það minnsta talsvert af þessum tímum, að því er virtist eins mikið og hún gat. Á þess- um tíma sendi ég sýslumanni reglulega ná- kvæma skýrslu um samveru mína með börn- unum og hafði reyndar frá hjúskaparslitum sent honum tölvupóst hálfsmánaðarlega, um það að ég hefði ekki fengið að sjá börnin. Ég sendi honum líka skýrslu um það að ég hefði ekki fengið að sjá börnin þegar ég átti rétt á umgengni, svo öll mín samskipti á þessum tíma eru skjalfest hjá embættinu. Ég gerði honum líka grein fyrir því að móðirin væri að klippa af sendi sýslumanni þann vitnisburð og kærði málið til barnaverndarnefndar fyrir andlega misnotkun á börnum. Þetta er ein ástæða þess að móðirin klippir á alla umgengni. Eina svarið sem ég fékk var á þá leið að umgengni væri í verkahring sýslumanns, en bréfið fjallaði ekki um það. Þarna er verið að beita börnum í um- gengnistálmunum og ég sendi kæru líka til Barnastofu og fékk álíka loðið svar tilbaka það- an. Í mínu tilviki er verið að beita börnin and- legri misnotkun og það virðist ekkert úrræði í kerfinu til þess að taka á slíkum málum. Því miður. Það er hið minnsta mál að snúa barns- huga út og suður og gegn öðru foreldrinu og meðan á þessum umgengnistálmunum stend- ur er móðirin að treysta samband sitt við börn- in, í raun með fulltingi sýslumanns. Hnefaréttur hennar gildir. Hjá sýslumanni er til úrræði sem nefnist sáttameðferð, en sú leið hefur reynst mér al- gerlega gagnslaus. Því miður virðist ekki vera fagfólk starfandi hjá sýslumönnum til þess að meta mál eins og þessi, sérstaklega þessi erf- iðu mál. Oft er um að ræða nýútskrifaða unga lögfræðinga sem eiga að leggja mat á flóknar og alvarlegar aðstæður og hafa kannski lítið reynt á eigin skinni. Þetta fólk er störfum hlað- ið og þarf að afgreiða ein 5 eða 10 mál á dag og það virðist ekkert eyra vera þarna sem hlustar á karlmenn. Ég er búinn að skrifa sýslumanni linnulaust í tvö ár vegna tálmana á umgengni en fæ ekki betur séð en það sé bara blásið á það sem ég hef fram að færa. Hjá sýslumönnum þyrfti í raun að setja upp heila deild með félagsfræðingum og sálfræð- ingum. Faðir sem stendur í svona málum missir úr vinnu fleiri daga á ári, bæði líður honum ekki vel og svo þarf hann að eyða tíma, jafnvel dög- um í málarekstur. Það kostar sitt fyrir sam- félagið. Það er verið að hjálpa fólki út og suður til þess að hætta að reykja og hætta að drekka. Mér finnst einfaldlega komið að þessum mála- flokki. Klippti strax á samskipti mín við börnin ÉG SKILDI fyrir þremur árum og hef ekki um- gengist börnin mín svo heitið geti síðan. Við eigum tvö börn saman, strák og stelpu. Eldra barnið er að verða 15 ára og það yngra að verða tíu ára. Mér hefur liðið skelfilega illa á þessu tímabili. Ég hef orðið fyrir barðinu á for- eldrasviptingu, sem við viljum kalla föðursvipt- ingu, þar sem oftast er um karla að ræða. Mín saga er mjög dæmigerð. Það virðist því miður vera svo að þegar karlmenn yfirgefa konur eða flytja í burtu, eins og í mínu tilviki, og konan hefur verið sérstaklega ráðrík í sambandinu þá virðist hún ekki geta tekist á við höfnunina og tilfinningarnar snúast upp í hatur. Hún reynir þá að hefna sín á hinum aðilanum með öllum tiltækum ráðum og svo virðist sem hatrið auk- ist frekar með tímanum en hitt, ef málin fara í þennan farveg. Í farsælum skilnaði er þessu öf- ugt farið, en í svona málum virðist sem einskis sé svifist til þess að ná fram vilja sínum. Börnin mín eru alin upp við það að ég sé vondur mað- ur og hættulegur og þau neydd til þess að taka afstöðu með foreldrinu sem þau búa hjá, það er móðurinni. Ég hef hitt dóttur mína einu sinni, þannig að ég hafi getað talað við hana, þótt ég hafi séð hana nokkrum sinnum. Maður greinir á því hvernig hún talar, að hún er að fara með eitt- hvað sem annar hefur sagt. Hún notar fullorð- inslegri orð en við er að búast af barni. Ég hef ekki getað samið við mína fyrrver- andi um umgengni og þurfti því að leita eftir úrskurði hjá sýslumanni. Það tekur því miður allt of langan tíma og móðirin hefur notað að- ferð sem því miður virðist allt of algeng. Hún hleypur um og kallar ofbeldi, ofbeldi! Þetta er klassískt ferli í svona málum, að því er mér er sagt, en mér krossbrá á sínum tíma því ég þekkti ekki til þeirra áður. Við þetta tefst málið og það þarf að fara fyrir barnaverndarnefnd. Móðir barnanna hefur haldið sig við það alla tíð að ég hafi beitt hana ofbeldi. Á sama tíma og hún gerði það var hún að ónáða mig í vinnunni og heima hjá foreldrum mínum. Hún ónáðaði vinnuveitanda minn, sendi honum tölvupóst og föx og hringdi í hann til þess að láta víkja mér úr starfi. Eitt sinn réðst hún inn á heimili mitt og á konu sem þar var í heimsókn en það mál var kært. Lögreglukonan sem tók af mér skýrsluna sagðist hafa langa reynslu af heimilisofbeldi og tjáði mér að kona sem hefði verið beitt slíku myndi aldrei haga sér svona. Til þess væri hún of niðurbrotin. Málið fór fyrir barnaverndarnefnd en síðan fékk ég loksins úrskurð frá sýslumanni um um- gengni sem móðirin kærði til dómsmálaráðu- neytis. Úrskurður ráðuneytisins var svipaður, jafnvel mér meira í hag. En af því að málið var komið til barnaverndarnefndar þarf umgengni að fara fram undir eftirliti til þess að byrja með. Fulltrúar barnaverndarnefndar fara þá heim til móðurinnar og sækja börnin og umgengni fer síðan fram í húsnæði nefndarinnar. Síðan er hún aukin jafnt og þétt, þar sem um langan að- skilnað hefur verið að ræða. En þegar til kom harðneituðu börnin að koma og hitta mig, en það er líka sígilt í málum þar sem um illt umtal og foreldrasviptingu er að ræða. Foreldrið sem sviptir þykist síðan hissa á viðbrögðum barnanna fyrir framan full- trúa barnaverndarnefndar og reynir að hvetja barnið. Á endanum gafst barnaverndarnefnd upp á málinu og sendi það aftur til sýslumanns. Í framhaldi af því fór ég fram á dagsektir og fékk úrskurð um þær hjá sýslumanni. Þá var aftur reynt að koma umgengni á en það gekk ekki svo móðirin fékk á sig dagsektir. Mér er ekki vel við mína fyrrverandi en samt sem áður er ekkert gamanmál að þufa að óska eftir dagsektum og ég vil alls ekki að hún missi húsnæðið, komi til beiðni um fjárnám. Þetta er hins vegar eina úrræðið sem forsjárlausir for- eldrar hafa. Ríkissjóður innheimtir þessar sekt- ir, en margir virðast halda að feðurnir hagnist á þeim. Dagsektir eru ákvarðaðar til 100 daga í einu og ég er búinn með eitt slíkt tímabil, ef ég má orða það svo, og mér skilst að sú skuld sé komin í innheimtu. Síðan er ég búinn að fara fram á dagsektir öðru sinni, en þetta ferli tekur marga, marga mánuði. Það er einn aðili sem sér um skilnaðinn, annar aðili um börnin, sá þriðji sér um úrskurð og svo framvegis. Mér telst til að einir sex aðilar komi að mínu máli. Þegar ég sótti aftur um að dagsektum yrði beitt var ákveðið að reyna umgengni, sem var gert tvisvar sinnum, án árangurs, þar sem börnin segjast ekki vilja hitta mig. Í fyrrasumar rakst ég á móðurina fyrir til- viljun með yngra barnið. Mér krossbrá, þar sem við getum ekki talast við. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, en móðirin stoppaði á förnum vegi og benti barninu á mig og við fór- um að tala saman. Eftir þetta fæ ég þá flugu í höfuðið að við munum kannski geta átt eðlileg samskipti. Það endar með því að ég fæ að hafa barnið með mér í smátíma og það biður móður sína sjálft í votta viðurvist, þegar hún kemur til- baka, að fá að hitta mig næsta dag. Það varð úr. Ég fékk því að hitta son minn í hálftíma eða klukkutíma þar sem hann tjáði mér meðal ann- ars hvað hann elskaði mig mikið og saknaði mín. Ég hafði síðan samband við sýslumann og sagði honum frá þessu en ákvað að bakka ekki með dagsektarbeiðnina fyrr en í ljós kæmi hvort raunverulegur vilji fyrir umgengni væri fyrir hendi af hálfu móðurinnar. Enda varð raunin sú að ég heyrði aldrei frá henni meira. Með þessu sannaði hún hins vegar, að ef henni þóknast að leyfa börnunum að hitta mig vilja þau það. Nú er búið að láta reyna á umgengni tvisvar án árangurs vegna síðari dagsekt- arbeiðninnar og málið stendur í raun þannig að ég er að bíða eftir úrskurði sýslumanns. Fólk virðist beggja blands varðandi dagsekt- irnar og það hefur spurt mig hvað ég sé eig- inlega að hugsa. En hvað á maður að taka til bragðs? Það er ekkert gert fyrir feður í þessari aðstöðu og eins og enginn hlusti á okkur. Alin upp við það að ég sé vondur maður Vitnisburður feðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.