Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 29
Ólík svör „Nýlega sendi faðir fyrirspurn til sýslu- mannsins í Reykjavík og dómsmálaráðuneytis- ins um rétt sinn til þess að vera áheyrandi á stöðufundum í skóla barns síns. Tilefnið var að móðir barnsins hafði ákveðið að meina föðurn- um að sitja umrædda fundi á þeim forsendum að það væri réttur hennar sem forsjárforeldris. Svörin sem hann fékk frá sýslumanni annars vegar og dómsmálaráðuneyti hins vegar voru mjög ólík. Fulltrúi sýslumanns kvað móður ráða í skjóli forsjár, en dómsmálaráðuneyti áleit að móðirin gæti ekki meinað föðurnum að sitja fundina á grundvelli greinar um upplýsingar til forsjárlausra foreldra í barnalögum. Þarna finnst mér á ferðinni ákveðin vankunnátta í lög- unum sjálfum hjá fulltrúa sýslumanns,“ segir hann. Garðar segir dómstóla því miður heldur ekki hæfa til þess að dæma í forsjármálum, eins og hann tekur til orða. „Nýlega missti til dæmis faðir, sem sinnt hefur börnum sínum mun meira en móðirin, forsjána til móðurinnar á þeirri meginforsendu að börnin þyrftu meira á móður að halda en föður. Félag ábyrgra feðra telur þetta stangast á við jafnréttislög og standa al- gerlega í vegi þess að konur geti öðlast jafnrétti á vinnumarkaði,“ segir hann. Sunnudagaskóli og fótbolti Þriðja athugasemdin sem Félag ábyrgra feðra gerir við meðferð forsjár- og umgengn- ismála hjá fulltrúum sýslumanna, er geðþótta- ákvarðanir, sem Garðar nefnir svo. „Dæmi um það er þessi umsögn sýslumanns- fulltrúa um fullkomlega heilbrigða og eðlilega hegðun umgengnisforeldris: Ég myndi heldur ekki leyfa þetta. En hegðunin sem um ræðir er að fara með barn í sunnudagaskóla. Svo klykkir hann út með því að ákveða að forsjárlausu for- eldri sé óheimilt að fara með börn á fótbolta- námskeið. Ég bara skil þetta ekki. Þarna er um að ræða geðþóttaákvarðanir sem byggjast svo sannarlega ekki á lagaheimildum og lúta fyrst og fremst að valdi og hagsmunum móðurinnar. Auk þess eru þær ekki í anda barnalaganna, þar sem hagsmunir barna eiga ávallt að vera í fyr- irrúmi,“ segir hann. Þegar kemur að skilgreiningum á rétti þess foreldris sem ekki hefur forsjá barns eða barna segir Garðar að sifjalaganefnd álíti að í um- gengni hafi umgengnisforeldrið forsjárvald, ekki forsjárforeldrið. Þetta þýðir að í umgengni við forsjárlausa foreldrið afsali forsjárforeldrið sér forsjárvaldinu tímabundið yfir barninu, það er á meðan á umgengni stendur. „Þannig að ef umgengnisforeldri stofnar lífi og heilsu barns- ins ekki í hættu getur forsjárforeldri ekki haft áhrif á hvernig það hagar tíma sínum með barninu. Eitt af því sem er mjög oft reynt að hafa áhrif á er heimsóknir til afa og ömmu og frændfólks, en forsjárforeldrið hefur einfald- lega ekki vald til þess að stjórna því. Þetta er sérstaklega tekið fram í greinargerð með barnalögum.“ Enginn lágmarksréttur Garðar segir aðspurður hversu oft umgengn- isforeldri hafi rétt á því að hitta barnið eftir skilnað, að enginn lágmarksumgengnisréttur sé til. „Við bentum á það vandamál fyrir tveimur árum og lögðum þá til breytingartillögu við frumvarp til barnalaga, að lágmarksumgengni yrði fest í lögin sem 118 dagar. Það er tiltekið í greinargerð með lögunum að ástæða þess að ekki hafi verið vilji fyrir því að lögfesta lág- marksumgengni sé sú að það hafi þótt of mikil afskipti af einkalífi fólks. Barnalögin fela engu að síður í sér slík afskipti af einkalífi fólks og hljóta einmitt að gera það. Við teljum þetta semsé bara tylliástæðu og skiljum ekki hverjum hún á að þjóna. Samkvæmt áliti sifjalaganefnd- ar er hið almenna viðhorf þannig að lágmarks- umgengni sé önnur hver helgi og um jól, ára- mót, páska og í sumarleyfi. Ef miðað er við fjórar vikur að sumri er lágmarksumgengni samkvæmt þessari losaralegu skilgreiningu 86 dagar á ári,“ segir hann. Sameiginleg forsjá meginregla Markmið Félags ábyrgra feðra er að sameig- inleg forsjá sé meginreglan eftir skilnað og að umgengni sé aldrei minna en 3 mánuðir á ári, hvernig sem því sé viðkomið. „Sameiginleg forsjá er meginreglan í að minnsta kosti 30 ríkjum í Bandaríkjunum og það þarf að færa rök fyrir því sérstaklega, sé ekki farið eftir henni við skilnað. Einnig er þar miðað við að umgengni sé ekki minni en 30% af árinu. Í Svíþjóð og Noregi er sameiginleg forsjá líka meginregla. Þessar viðmiðanir eru unnar út frá hugmyndinni um jafna umönnun („shared parenting“) þannig að báðir foreldrar sinni börnunum jafnmikið. Ástæðan er sú að þessi ráðstöfun er talin best fyrir börnin og ein mjög mikilvæg afleiðing hennar er sú að færri hörð ágreiningsmál rísa. Það er einfaldlega vegna þess að fólk hefur ramma til þess að fara eftir. Í nánast öllum öðrum samskiptum setur löggjaf- inn ramma en hann er ekki fyrir hendi í þessum málum. Þótt fyrirkomulagið sé svona í þessum löndum er að sjálfsögðu tekið á því ef um ofbeldi er að ræða, hvort heldur af hendi karlsins eða konunnar. En forsendan er ævinlega sú að sam- eiginleg forsjá komi börnunum best og stuðli jafnvel að því að draga úr ágreiningi og deilum foreldranna,“ segir hann. Harmar missi Í Tímariti Morgunblaðsins fyrir skömmu var umfjöllun um ofbeldi fyrrverandi maka og mæður sem misst hafa húsnæði vegna dag- sekta. „Ábyrgir feður hafa andúð á öllu ofbeldi. Auðvitað eru til ofbeldisfullir feður og sjálfsagt að takmarka eða jafnvel koma í veg fyrir um- gengni þeirra við börn sín með löglegum úrræð- um. Félag ábyrgra feðra harmar einnig að ein einasta móðir skuli missa hús sitt vegna dag- sekta, en minnir á að þær falla niður ef um- gengni er leyfð. Sýslumenn hafa ýmis úrræði til að úrskurða að umgengni skuli ekki eiga sér stað, einkum vegna ofbeldis. En umgengnis- tálmun hefur staðið í nokkur ár þegar til þess kemur að úrskurða dagsektir. Það er ekki fað- irinn sem innheimtir þær eða fær andvirði þeirra heldur ríkissjóður. Uppboð og síðan íbúð- armissir er ekki föðurnum að kenna. Spurning- in er í raun sú hvers vegna ekki tekst að forða dagsektarmálinu, fjárnáminu eða uppboðinu í slíkum málum. Það eru fjölmörg lögleg ráð til þess að hindra umgengni, jafnvel ráð sem sýslu- mönnum ber skylda til að beita. Skyldan til að láta umgengni fara fram er nefnilega alltaf, í lögunum, háð hagsmunum barnanna. Ef kona missir hús sitt af því að ofbeldisfullur faðir hefur fengið úrskurð um dagsektir á hana og síðan fjárnám og loks uppboð þá er eitthvað verulega óljóst í öllum málatilbúnaðinum, eða jafnvel eitt- hvað bogið við sjálft málið. Það er mikil nýlunda fyrir feður á Íslandi að sýslumenn séu svo hallir undir þá að mæður séu úrræðalausar. Eða að hjá barnaverndaryfirvöldum sé „samúðin öll með körlunum“ eins og einn viðmælandi Tíma- ritsins orðaði það. Þeir liðlega þúsund manns sem hringt hafa í undirritaðan síðustu árin hafa allt aðra sögu að segja,“ áréttar Garðar. Hægt er að þvinga umgengni við barn fram með dagsektum, hafi hún verið ákveðin með úr- skurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi staðfestum af sýslumanni, tálmi sá sem hefur forsjá barns hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt við barnið að neyta hans. „Í þessum málum erum við hins vegar alltaf að tala um venjulega, heilbrigða feður, ekki ofbeldis- menn,“ segir Garðar. Sýslumaður getur við rannsókn máls óskað liðsinnis barnaverndarnefndar eða tilnefnds umsjónarmanns í sambandi við framkvæmd umgengnisréttar. Gera má fjárnám fyrir dag- sektum, sem renna í ríkissjóð, og falla áfallnar dagsektir niður telji sýslumaður að látið hafi verið af tálmunum. Falskar ásakanir „Í flestum tilvikum þegar alvarlegur ágrein- ingur verður um umgengni koma alls kyns skrýtnir hlutir upp á yfirborðið. Þá er mjög al- gengt að forsjárforeldrið, eða foreldrið sem tek- ur börnin, sem er móðirin í yfir 90% tilvika, fari að hindra umgengni. Hún byrjar jafnvel að leggja fram tilhæfulausar ásakanir á hendur föðurnum, sem við köllum falskar ásakanir, til að mynda um ofbeldi á hendur fyrrverandi maka, ofbeldi gagnvart barninu, jafnvel kyn- ferðislegt ofbeldi. Ég hef þegar heyrt um þrjú slík mál, þar sem ásakanir um kynferðislegt of- beldi komu bara upp eftir skilnað og aldrei fund- ust nein merki um slíkt, hvorki líkamleg né sál- ræn, á barninu og engar kærur voru lagðar fram. Það virðist enginn sér meðvitandi um þessar fölsku ásakanir, hvorki hjá sýslumönn- um né sérfræðingum þeirra. Stundum átta sál- fræðingar sig á því að um falskar ásakanir geti verið að ræða og oft lýsa börnin ofbeldinu með orðalagi fullorðinna. Þá er eitthvað athugavert. Í sumum slíkum málum gengur móðir svo langt að hringja í lögreglu og tilkynna að faðir sé full- ur á tilteknum stað, jafnvel undir stýri. Síðan stöðvar lögregla viðkomandi og hann reynist allsgáður. Í svona tilvikum er augljóst að ástandið er langt frá því að vera heilbrigt. Slík- um ásökunum er beitt til þess að hindra um- gengni föðurins við barnið, en sýslumanns- fulltrúar taka slíkar ásakanir algerlega trúanlegar.“ – Eru þetta ekki undantekningar, líkt og til- vik þar sem dagsektum er beitt, eins og þú seg- ir? „Hlutfallið er ansi hátt í málum þar sem ágreiningur rís. Samkvæmt erlendri tölfræði geta slíkar ásakanir komið upp í allt að 30% til- vika þar sem ágreiningur er fyrir hendi. Ný ágreiningsmál hjá sýslumönnum eru um 3.000 talsins á hverju ári og því má gera ráð fyrir 500– 1.000 slíkum málum árlega,“ segir Garðar. Foreldrasvipting Rannsóknir benda til þess að foreldrasvipting („parental alienation syndrome“) eigi sér stað í um þriðjungi forsjármála, en það þýðir að barn er með ýmsum ráðum svipt foreldri sínu. Er það bæði svipt umgengni við foreldrið og jákvæðri mynd af því, segir Garðar ennfremur. „Hér á landi hafa 97% barna lögheimili hjá móður eftir skilnað foreldranna og því langal- gengast að börn séu svipt föður sínum. Við köll- um þessa foreldrasviptingu því gjarnan föður- sviptingu. Foreldrasvipting hefur mikil sálræn áhrif á börn sem fyrir henni verða, samkvæmt erlendum rannsóknum. Hluti vandans er talinn liggja í menningu okkar, þar sem móðirin fær forsjá eftir skilnað í yfirgnæfandi fjölda tilvika og því er langalgengast að börn séu svipt feðr- um sínum. Félag ábyrgra feðra telur nauðsyn- legt að forsjá fari álíka oft til föður og móður, eða að lögheimili sé álíka oft hjá föður og móður eftir skilnað. Fyrir utan sanngirnissjónarmið ætti það líka að vera réttlætismál fyrir konur sem gæfi þeim aukin tækifæri á vinnumarkaði. Það er líka réttlætismál fyrir karla og viður- kenning á því að þeir séu jafnmikilvægir í lífi barna sinna og móðirin.“ Garðar segir að falskar ásakanir sem áður er vikið að fylgi iðulega foreldrasviptingu. „Þær eru misalvarlegar, þær alvarlegustu varða kyn- ferðislega misnotkun. Enginn glæpur er alvar- legri og engan glæp er jafnerfitt að fyrirgefa og kynferðislega misnotkun á börnum. Hvað þá þegar foreldrar eiga í hlut. Félag ábyrgra feðra fyrirlítur hvers konar ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er því sérstakur þyrnir í augum, þar sem markmið félagsins er að bæta tengsl feðra við börn sín.“ Um 15% félagsmanna í Félagi ábyrgra feðra eru konur og eru sumar þeirra forsjárlausar mæður, sem fyrr segir. Garðar segir félagið eina vettvang forsjárlausra foreldra og er spurður að síðustu hvort nafninu verði ekki breytt innan tíðar. „Jú, en það er bara ekki tímabært sem stend- ur. Markmið okkar er sameiginleg forsjá og við viljum ekki breyta nafninu á meðan feður eru 97% forsjárlausra foreldra. Forsjárhlutfallið er um það bil 75% hjá konum og 25% hjá körlum. En börnin búa enn í 97% tilvika hjá móður sinni eftir skilnað, þótt um sameiginlega forsjá sé að ræða,“ segir hann að lokum. í ágreiningsmálum um forsjá og umgengni og leggur til sérstakan fjölskyldudómstól á héraðsdómsstigi una feðra og barna Morgunblaðið/Árni Torfason Félag ábyrgra feðra efndi til mótmælastöðu hjá sýslumanninum í Hafnarfirði í fyrrasumar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 29 helga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.