Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ M ikið virðist hún nú hafa verið lengi í gangi, umræðan um tónlist- arhús. Hafa ekki verið í gangi samtök, liðið áratugir, formenn komið og farið og ég veit ekki hvað og hvað, í að því er virðist ei- lífri baráttu fyrir því að það verði reist tón- listarhús? Þetta er nánast hjákátleg umræða þegar maður pælir í henni. Það eru sann- arlega til tónlistarhús á landinu, út um allt land meira að segja og af öllum stærðum sem gerðum. En það er ekki það sem við erum að tala um hér, ó nei! Við erum að tala um Tónlistar- húsið, íslensku útgáf- una af óperuhúsinu í Sydney, hvorki meira né minna, sem yrði við höfnina í höfuðborg- inni alveg eins og hið fróma hús andfætling- anna. Þessi mál hafa þó þokast afskaplega hægt hérlendis og raunverulegur áhugi stjórnvalda á að keyra þetta mál í gegn virð- ist satt að segja ekki vera fyrir hendi. Þegar litið er til annarra þátta í rekstri þessa sam- félags er það næstum því súrrealískt að þetta mál skuli ekki fyrir löngu vera komið í höfn … humm … eða réttara sagt við höfn- ina. Sérhannað hús fyrir umfangsmiklatónleika, hvort sem um er að ræðatónleika sígildrar ættar eða popp-kyns, er ekki til á Íslandi. Allir stór- ir popp- og rokktónleikar eru settir inn í Laugardalshöll þar sem hljómburðurinn er slakur að mati þeirra sem til þekkja. Sinfón- íutónleikar hafa farið fram þar en oftast fara þeir fram í Háskólabíói sem er, líkt og Laug- ardalshöll, ekki tónleikahús. Listamennirnir skrækja, kvarta og kveina – það réttilega – meðan fyrirmenn sýna þeim skilning með því að tala fjálglega um kraftinn sem býr í ís- lensku listafólki og þó aðallega hversu vel því gengur á erlendri grundu. Það er smáborg- aralegt að hlúa ekki að heimahögunum en rísa óðar á afturlappirnar þegar íslenskum tónlistarmönnum er boðið út að spila. Sem þeir í raun neyðast hvort eð er til að gera vilji þeir halda metnaðarfulla tónleika í al- vöru húsi! Húsið góða sem ekki er, húsið sem hefur verið talað um eiginlega frá því að ég man eftir mér (fæddur 1974), myndi að sjálfsögðu verða til mikilla hagsbóta fyrir lista- og menningarlíf landsins ef það væri til. Ekki bara að þessir margumtöluðu íslensku tón- listarmenn – hvort sem þeir eru rafgítarleik- arar, lúðurþeytarar eða söngvarar – fái þá boðlega aðstöðu heldur og þeir erlendu sem eru farnir að heimsækja þessa litlu en stoltu þjóð í sívaxandi mæli. Með tíðari heimsókn- um eykst svo um leið umtalið um hlálegu að- stöðuna. Það er hið versta mál. Í ár verður slegið nýtt met í innflutningiá stórum erlendum hljómsveitum efrætist úr því sem búið er að tilkynna.Korn, Incubus, Placebo, Sugababes, Pink, Kraftwerk, Pixies eru öll að koma. Og fleiri munu bætast við. Að ógleymdum minni og þess verðum listamönnum. Hið rómaða írska söngvaskáld Damien Rice lék hér á föstudaginn var og hin goðsagnakennda bandaríska nýrokksveit Violent Femmes er einnig væntanleg. Og það getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju. Sem blaðamaður upplifir maður algera skæðadrífu af hing- aðkomum erlendra stórsveita. En þolir hinn litli markaður á Íslandi þetta? Það er bókað mál að einhverjir tónleikar eiga eftir að bomba, því að nú standa unglingar landsins og tónlistaráhugamenn almennt frammi fyrir áður óþekktum möguleika. Þeir geta valið og hafnað til að metta tónleikaþörfina og sumir, fjárhagsins vegna, neyðast hreinlega til þess. Og alltaf er það blessuð Höllin. Í ein- hverjum tilfellum ætla menn að notast við Kaplakrika í Hafnarfirði og nú er farið að tala um Egilshöll í Grafarvogi sem fýsilegan kost fyrir tónleikahald. Það er merkilegt, og eiginlega frekar sorg- legt, að vegna húsavandræðanna eru húsin – eða öllur heldur húsleysið – farin að stýra tónleikahaldinu. Sú staða hefur komið upp að hljómsveitir hafa ekki séð sér fært að koma þar sem millistærð af húsi vantar. Hvar á t.d. að setja White Stripes, Sonic Youth eða heit bönd eins og Franz Ferdinand? Hér er- um við að tala um áhorfendur á bilinu 1.500 til 2.000. Og enginn er staðurinn. Og allir tapa. Stórslys hafa orðið vegna þessa. Elton John á Laugardalsvellinum!? Blonde Red- head í Laugardalshöll. Í báðum tilfellum hefði hugsanlega verið hægt að afstýra neyð- arlegum floppum með betra aðgengi að tón- leikastað. Svo virðist nefnilega sem menn þurfiannaðhvort að fylla Höllina og lokka5.000 manns á einhverja stór-tónleikana eða þá að fylla 500 manna stað eins og NASA eða Gauk á Stöng. Síðast í maí furðaði Vladimir Ashkenazy sig á tónlistarhússleysinu og voru kröftug mótmæli hans og hneykslan hressandi vatns- gusa. Maðurinn hitti að sjálfsögðu naglann beinustu leið á höfuðið. Það er mikið talað um ríkt tónlistarlíf á Íslandi, hvort sem um er að ræða klassík eða popp, en engu að síð- ur er þetta neyðarlega húsnæðisleysi farið að spyrjast út hjá erlendum aðilum. Þetta er skringilegt og ekki í hlutfalli við það líf og fjör sem er sannarlega í gangi í íslenskri tón- list. Þá er mikið talað um útrás íslenskrar tón- listar, sjóðir hafa verið stofnaðir til að létta þar undir og svo framvegis. Það er hið besta mál. En jarðvegurinn sem getur allt þetta hæfileikafólk af sér má ekki gleymast. Eitt er það líka, sem er afar mikilvægt, og þar má ekki klikka. Þegar þetta blessaða tónlistarhús okkar rís að lokum verður að samnýta það fyrir popp og klassík. Það verð- ur að vera á hreinu og menn mega ekki gleyma sér í barnalegu snobbi fyrir há- eða lágmenningu (hugtök sem eru úrelt). Þetta land er það lítið (munið þið, 280.000 hræður!) að við höfum ekki efni á neinu öðru hvort eð er. Tónlistarhúsið verður því að vera fyrir alla og allar tónlistarstefnur. Nú er tímabært að opinberir aðilar láti kné fylgja kviði og geri eitthvað í þessum málum í staðinn fyrir að vera með inn- antómt, klisjukennt tal um „kraftinn sem býr í þessari þjóð“. Þetta rugl er búið að vera okkur til skammar allt, allt of lengi. „Hústónlist“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Laugardalshöllin er mikið notuð fyrir stórtónleika hérlendis. Tónlistarmenn segja engu að síður að hljómburður þar sé ekki góður. Myndin er tekin á tónleikum þýsku rokksveitarinnar Rammstein sem fóru fram þar í júní 2001. AF LISTUM eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SKIPULAGT kaos er helsta höf- undareinkenni sýninga Agnars Jóns Egilssonar með áhugaleikfélögum landsins. Reyndar á óreiðan það til að taka yfir þannig að efni og skemmtunin hverfur á bak við fyr- irgang og hávaða. En þegar hann hittir á rétta jafnvægið milli skipu- lags og taumleysis þá er útkoman ansi mögnuð, og Lodd hjá Herra- nótt er að langmestu leyti á réttu róli hvað þetta varðar. Sagan er sótt í kvikmyndina The Impostors, sem ég þekki hvorki haus né sporð á en á því mun ég ráða bót hið bráðasta, því atburða- rásin er skemmtileg, persónugall- eríið skrautlegt, og svo er náttúru- lega mikil skemmtun fólgin í að bera saman aðferðir og árangur Agnars og hans fólks við frammi- stöðu Stanley Tucci og liðsmanna hans. Hér segir frá tveimur atvinnu- lausum leikurum í lauslega skil- greindri fortíð, sem lenda sem laumufarþegar á millilandaskipi eft- ir að hafa ranglega verið sakaðir um að reyna að nauðga frægri leikkonu, sem að sjálfsögðu er um borð ásamt með endalausu safni af furðufuglum sem flestir hafa eitthvað misjafnt á prjónunum. Leikararnir tveir hringsnúast síðan í iðuköstum þess- ara áforma, á stöðugum flótta und- an hinni illvígu dívu og áhöfninni sem helst vill skjóta þá á færi. Það gengur mikið á í Lodd eins og gefur að skilja, en umferðar- stjórn og sviðsetningin er afbragðs- vel skipulögð án þess að það setji of strangar hömlur á kraftinn og fjörið í leikhópnum. Það eina sem dregur úr ánægjunni er að hraðinn er eig- inlega of mikill og jafn, það er aldr- ei tími til að draga andann, hvorki fyrir leikhópinn né áhorfendur og því missum við svolítið sambandið við persónurnar, samúðin með leik- urunum tveimur myndast ekki, og við það glatast nokkuð af áhrifun- um. Leikhópurinn er afar vel skipaður þó fjölmennur sé og margir glansa. Hilmir Jensson og Sigurður Arent Jónsson eru hreint afbragð sem leikararnir tveir og Sunna María Schram dýrðleg í hlutverki stór- stjörnunnar. Aðrir sem lifa í minn- inu eru til dæmis Margrét Erla Mack sem leiklistarkennari frá hel- víti og ofdekruð prinsessa frá sömu slóðum. Þá var Ásgeir Pétur Þor- valdsson öflugur sem yfirþjónn með kvalalosta. Hljómsveitin Dixielanddvergarnir bjó sýningunni lifandi og skemmti- lega hljóðmynd. Lodd hjá Herranótt er mikið sjónarspil, framreitt af krafti leik- hópsins og skapað af hugmynda- auðgi hans og leikstjórans. Útkom- an er lifandi leikhús, og bráðskemmtilegt. Á sjó LEIKLIST Á Herranótt Sýning unnin af hópnum með hliðsjón af kvikmyndinni „The Impostors“. Leik- stjóri: Agnar Jón Egilsson. Frumsýnt í Tjarnarbíói föstudaginn 12. mars 2004. LODD Þorgeir Tryggvason Í HORNAFIRÐI er leiklistin í hávegum höfð, jafnvel svo mikið að sömu helgina voru tvær frumsýn- ingar. Aðalsprautan í leikstarfinu er Magnús J. Magnússon kennari sem er formaður Leikfélags Hornafjarð- ar og hefur stýrt Leikhópnum Lopa og sumarstarfi í leiklist í ellefu ár. Hann lætur sig ekki muna um að leikstýra hjá leikfélaginu um leið og hann setur upp með unglingunum en LH frumsýndi Bar Par 5. mars. Í sýningu leikfélagsins kom í ljós hvað unglingarnir hljóta góða þjálfun hjá Magnúsi, það er leitun að öðru eins öryggi ungs fólks á sviði en um Bar Par er fjallað í öðrum leikdómi. Sumir þeirra krakka sem leika í sýningunni Allt í plati hafa einnig hlotið nokkra reynslu og voru ör- yggið uppmálað. Einnig var áber- andi hvað framsögnin var skýr í hópnum. Allt í plati er verk sem hentar ágætlega til þess að sýna ungum börnum þar sem það er samsuða af persónum og söngvum úr þekktum barnaleikritum. Þar eru mest áber- andi persónur úr Dýrunum í Hálsa- skógi en einnig koma við sögu ræn- ingjarnir og Soffía frænka í Kardimommubænum, Karíus og Baktus og svo er það Lína Lang- sokkur með apann sinn sem heldur utan um allt saman. Hún bregður á leik til þess að skemmta sér og áhorfendum með því að kalla þessar persónur saman og athuga hvað gerist þegar þær hittast. Verkið þarf að leika á ærslakenndan hátt og byggist á því að tala og leika til barnanna sem horfa á. Börnin á frumsýningunni voru vel með á nót- unum og alveg sérstaklega þegar Mikki refur átti í hlut en Lína plat- aði hann illilega með hjálp Karíusar og Baktusar. Elvar B. Kristjónsson var skemmtilega kómískur og ná- kvæmur í hlutverki Mikka. Lilli klif- urmús var örugglega leikinn af Sól- veigu Sigurðardóttur sem söng einnig mjög fallega og leiddi hóp- söngva. Píanóundirleikur var leikinn af bandi en varð því miður oft ekki annað en brostnir hátalaratónar sem hljóta að hafa truflað hina ungu leikara. Búningarnir í verkinu voru vandaðir og litríkir og förðunin jafn- góð. Sviðsmyndin var haganleg og litrík og með ágætri lýsingu varð til ævintýralegt umhverfi. Krakkarnir í Leikhópnum Lopa mega vel við una og þökk sé Magnúsi J. Magnússyni fyrir hið mikla uppeldisstarf sem hann hefur unnið á Höfn. Ævintýrapottur LEIKLIST Leikhópurinn Lopi Höfundur: Þröstur Guðbjartsson. Leik- stjórn, lýsing og leikmynd: Magnús J. Magnússon. Búningar: Ágústa Bald- ursdóttir. Frumsýning í Mánagarði, 7. mars, 2004. ALLT Í PLATI Hrund Ólafsdóttir www.thumalina.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.