Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 35 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 52 03 /2 00 4 Nokia 3310 Einfaldur, ódýr og mjög góður sími. Verð 9.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda OPIÐ hús er í dag, sunnudag, í vinnustofum Klink og Bank í Braut- arholti 1 milli kl. 13–17 og gefst þar gestum tækifæri til að fylgjast með listafólki að störfum á vinnustofum sínum. Að auki verða þrír norrænir listahópar með innsetningar og hljóðverk, hóparnir eru Beeoff, Avcentralen og Grotto Tv. Opið hús hjá Klink og Bank ÞRIGGJA daga alþjóðleg ráðstefna um sköpunarkraft og tækni (Re- thinking the Interface Between Human Creativity and Technology) var sett í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöld kl. 19 og stendur fram á mánudagskvöld er henni verður slit- ið með viðhöfn í Bláa lóninu. Ráð- stefnan er haldin í tilefni af for- mennsku Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni og er styrkt af henni, menntamálaráðuneyti og einkaaðilum. Að sögn Ians Dents, frá félagsvísinda- og stjórnmáladeild Cambridge-háskóla, sem haft hefur veg og vanda af skipulagningu ráð- stefnunnar og þeim viðburðum sem henni tengjast, er markmiðið með ráðstefnunni að miðla þekkingu og skapa tengsl milli fræðimanna með því að leiða m.a. saman tölvunar- fræðinga, líffræðinga og unga skap- andi listamanna svo þeir geti skipst á hugmyndum um möguleika staf- rænnar tækni. Í því skyni verða þverfaglegir vinnuhópar að störfum víðs vegar um borgina, svo sem í Listaháskóla Íslands, listamiðstöð- inni Klink og Bank, Nýlistasafninu og Þjóðarbókhlöðunni. Í dag, sunnudag, verður uppá- koma með íbúum við Hlemm, sem verður fram haldið á mánudags- morgun milli kl. 7 og 10, en að sögn Ians Dents er stefnt að því að sýna afrakstur þeirrar vinnu við lokahátíð ráðstefnunnar í Bláa lóninu á mánu- dagskvöld. Í dag hefjast málstofur á Nordica-hóteli, sem fram verður haldið á ýmsum stöðum á mánudag- inn. Meðal fyrirlesara eru dr. Sarat Maharaj frá Háskólanum í Lundi, dr. Niels Ole Finnemann Nielsen frá háskólanum í Árósum, dr. Torben Nielsen frá háskólanum í Ósló og dr. Helena Wulff frá háskólanum í Stokkhólmi. Þess má geta að allir viðburðir ráðstefnunnar eru opnir almenningi, en allar nánari upplýs- ingar er að finna á slóðinni: www.creativityandtechnology.org. Alþjóðleg ráðstefna um sköpunarkraft og tækni ÞEGAR Rumon Gamba var ráð- inn aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sagði hann í viðtali að Mozart væri eitt þeirra tónskálda sem mikilvægt væri fyrir Sinfóníu- hljómsveitina að leika, en að auk hefði hann sjálfur sérstakan áhuga á breskri tónlist, enda Breti. Tónleikar hljómsveitarinnar í fyrrakvöld voru því augljóslega óskaverkefni aðal- hljómsveitarstjórans – tvö Mozart- verk og tvö bresk verk. Það var held- ur ekki um að villast að verkefnið yrði tekið föstum tökum strax í upp- hafi, því annan eins flutning á Div- ertimento Mozarts í D-dúr er vart hægt að hugsa sér. Rumon Gamba valdi tempó í hraðara lagi, en það gekk upp. Léttleikinn í fiðlunum var fjaðurmagnaður og selló og bassar sömuleiðis léttstíg í bassarödd, sem býður svosem ekki upp á mikil tilþrif af Mozarts hendi. Svona hratt, létt og leikandi hefði ekki verið hægt að leika þetta ef fiðludeildin hefði ekki verið í allra besta formi – allt hníf- skarpt og jafnt, og ekki ein nóta á skjön. Gamba stýrði þessu örugglega og afar músíkalskt. Hér var Sinfón- íuhljómsveit Íslands eins og hún best getur orðið. Það voru því talsverð vonbrigði, að Sjakkonna í g-moll eftir Purcell, í út- setningu Brittens, skyldi ekki takast betur. Stef sjakkonnunnar minnir óneitanlega á tónlist Purcells úr óp- eru hans Dido og Eneasi, harmræn og melankólísk. En þótt léttleikinn úr Mozart hefði ekki átt við hér, var einum of þungt stigið til jarðar, og þyngslin og hægagangurinn allt of íþyngjandi. Það er erfitt að ímynda sér að svona hafi Britten kosið að heyra þetta verk flutt. Sinfónía Moz- arts nr. 29 í A-dúr var fallega spiluð, en náði ekki sama flugi og Diverti- mentóið í upphafi. Bitastæðasta verkið á tónleikun- um var Serenaða fyrir tenór, horn og strengi eftir Benjamin Britten, þar sem Paul Agnew söng tenórhlut- verkið og Joseph Ognibene lék á horn. Paul Agnew hefur sérstaklega fal- lega og lýríska tenórrödd, og gæddi verkið blæbrigðaríkum litbrigðum söngraddarinnar. Joseph Ognibene var firnagóður og samspil hans og söngvarans gott. Þetta ómþýða verk Brittens hlýtur að teljast með feg- urri verkum síðustu aldar, og Rumon Gamba laðaði allt það besta fram hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Taktslag hans er nákvæmt og hver hreyfing hans hefur merkingu sem skilar sér í túlkun sveitarinnar. Hljómsveitin og nýi aðalhljómsveitarstjórinn hafa auðheyrilega náð góðum tengslum sín í milli. Það var líka áþreifanlegt hve mikla alúð Gamba hafði lagt í að vinna bæði Divertimento Mozarts og Serenöðu Brittens; þar náði leikur hljómsveitarinnar hæðum. Það var rétt hjá Gamba að leggja þyrfti áherslu á tónskáld eins og Mozart. Sinfóníuhljómveitin hefur á liðnum árum lagt meira upp úr rómantíkinni en verkum klassíska tímans, en sýndi hér að hún veldur þeim vel. Þetta voru fínir tónleikar, þótt bet- ur hefði mátt fara með Purcell. Vel spilaður Mozart TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands lék verk eftir Mozart, Britten og Purcell; einsöngvari: Paul Agnew, einleikari á horn: Joseph Ognibene og stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudagskvöld kl. 19.30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdóttir SÝNING Helgu Brögu, 100% hitt, sem sýnd hefur verið í tónlistarhús- inu Ými í vetur, er á förum til Kaup- mannahafnar í samvinnu við Íslend- ingafélagið þar. Tvær sýningar verða í Jónshúsi laugardaginn 27. mars og sunnudaginn 28. mars. Upplýsingar um sýninguna má sjá á vefsetrinu www.100hitt.com. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Braga fer utan með einleik ♦♦♦ FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.