Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 38
LISTIR 38 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUÐRÆN stemning var ríkjandi á tónleikum í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. Þar var flutt tónlist eftir Jón Sigurð Eyjólfsson sem lengi hefur dvalið í Miðjarð- arhafslöndum og hefur starfað með ljóðskáldum frá Spáni og Nik- aragva. Á efnisskránni voru lög við texta þessara skálda, en einnig var flutt tónlist við íslenskan kveðskap. Öll lög Jóns hafa suðrænt yfir- bragð, líka þau rammíslensku. Stundum var blandan full sterk; tryllingslegt trommusóló Cheick Bangoura í laginu Það mælti mín móðir við bernskuljóð Egils Skalla- grímssonar var heldur mikið af því góða og hefði passaði betur við vú- dúseremóníu. Magadansmeyjar, sem sýndu listir sínar við Krummi svaf í klettagjá, voru sömuleiðis ekki alveg á réttum stað. Flest hinna laganna voru meira sannfærandi; sum þeirra sem samin voru við ljóð Jóns úr Vör voru veru- lega falleg þó bestu lögin hafi án efa verið við texta suðrænu skáldanna. Flor de Melancholia var forkunn- arfagurt og ég hafði sérlega gaman af Amada y mi amor, ekki síst vegna skemmtilegrar sögu sem Jón sagði í tengslum við lagið, um örlög elsk- huga nokkurs sem lendir allsnakinn úti í rigningunni eftir að ofbeldis- hneigður eiginmaður kemur heim á versta tíma. Jón söng sjálfur allmörg laga sinna, en þess á milli söng Gísli Magnússon, sem er félagi í kórnum Schola cantorum. Ágætt var að fá Gísla því Jón er takmarkaður söngvari. Hann söng að vísu ekki falskt en rödd hans var engu að síð- ur lokuð og hljómlaus, eins og gítar með engum hljómbotni. Gísli var miklu betri, þó hann syngi bara í af- slöppuðum dægurlagastíl var rödd hans hljómmeiri, breiðari og hefði hann því átt að syngja öll lögin á efnisskránni. Með Jóni komu fram nokkrir hljóðfæraleikarar og var þar mest áberandi, fyrir utan Cheick Bang- oura, Pétur Valgarð Pétursson sem spilaði á spænskan gítar. Hann gerði það prýðilega í sjálfu sér en samleikur hans og Jóns (sem einnig spilaði á gítar) var hins vegar dálítið einkennilegur, það var eins og þeir væru ekki alveg á sömu bylgjulengd og var heildarhljómurinn á köflum óhreinn. Þrátt fyrir ýmsa agnúa var samt margt gott við þessa tónleika; greinilegt er að Jón er hæfileikarík- ur lagasmiður. Eins og áður sagði voru sum laganna afar grípandi og Jón bætti að nokkru upp fyrir radd- leysið með því að vera bráðfyndinn þegar hann kynnti hin ýmsu tón- leikaatriði. Ljóst er að hann hefur allt til að bera til að ná langt á tón- listarbrautinni; hann þarf bara að þjálfa í sér röddina. Galdramaðurinn Yeats Ekki er hægt að segja um Þór- unni Guðmundsdóttur sópran að hana skorti þjálfun, en hún flutti Spóann (The Curlew) eftir Peter Warlock (1894-1930) á tónleikum í 15:15 röðinni á Nýja sviði Borgar- leikhússins daginn eftir. Þórunn hefur sérdeilis glæsilega rödd, hljómmikla, skæra en jafnframt silkimjúka og söng hún af stakri innlifun. Var tónlistin við ljóð eftir William Butler Yeats. Warlock dregur fram töfra kveð- skaparins með því að beita einföld- um aðferðum, tónmálið er aðgengi- legt, stundum bara liggjandi hljómar sem eru skreyttir örstutt- um en markvissum hendingum. Tónlistin yfirgnæfir aldrei textann, þvert á móti er eins og hún rammi hann inn, vefji sig um hann og gefi honum líf. Ljóð Yeats eru seiðmögn- uð (enda lagði hann stund á galdur) og skapaðist mikil stemning á tón- leikunum. Flytjendur voru, auk Þórunnar, sex hljóðfæraleikarar og var leikur þeirra í senn nákvæmur og þróttmikill auk þess sem sam- spilið var í prýðilegu jafnvægi. Ekki er hægt að hrósa jafn mikið túlkuninni á Fantasíukvartett fyrir óbó og strengi sem Benjamin Britt- en samdi þegar hann var aðeins nítján ára gamall. Kvartettinn ein- kennist af fjölbreyttum blæbrigðum og dramatískum sviptingum, sem því miður skiluðu sér ekki nægilega vel í flutningi hljóðfæraleikaranna. Var spilamennskan of varfærnisleg en samt ekki laus við hnökra og komst tónlistin aldrei á almennilegt flug. Miklu betri var kvintett fyrir óbó og strengjakvartett eftir Arnold Bax (1883-1953). Þó ekki hafi verið sungið var tónlistin engu að síður skáldleg, enda taldi tónskáldið sig standa í mikilli þakkarskuld við fyrrnefndan Yeats, sem hann sagði hafa haft meiri áhrif á sig en allir aðrir. Verkið kom ágætlega út á tónleikunum, flutning- urinn var fókuseraður og vandaður og var þetta prýðilegur endir á tónleikunum. Bach og Búdrýgindi Síðustu tónleikarnir sem hér eru til um- fjöllunar voru haldnir í Salnum í Kópavogi, en þar komu fram KaSa hópurinn svo- nefndi og rokksveitin Búdrýgindi, sem hefur vakið mikla athygli und- anfarið. Liðsmenn hljómsveitarinn- ar, sem eru ungir að árum, eru allir í tónlistarnámi en hlutu þrátt fyrir það íslensku tónlistarverðlaunin sem Bjartasta vonin 2002. Búdrýgindi komu ekki fram strax í upphafi dagskrárinnar því leikinn var fyrsti þátturinn úr strengja- kvartett nr. 4 eftir Philip Glass (f. 1937). Tónlistin byggist á þrástefj- un; sömu hendingarnar eru endur- teknar aftur og aftur en á sama tíma á sér stað framvinda sem maður tekur eiginlega ekkert eftir. Ef þannig músík á ekki að svæfa mann þarf flutningurinn að vera litríkur og þrunginn snerpu, sem ekki var raunin hér. Þvert á móti var túlk- unin vélræn og flatneskjuleg, auk þess sem sumar hendingar og stróf- ur heppnuðust ekki nægilega vel. Næst á efnisskránni var ungur og efnilegur fiðlunemandi, Páll Palom- ares (f. 1987) sem lék fyrst Adagio úr sónötu nr. 1 eftir Bach og síðan sextándu kaprísu Paganinis. Páll spilaði að mörgu leyti ágætlega, sér- staklega Bach, þó hann hefði ekki alltaf fullt vald á tóninum. Kaprísan var síðri; hún var ekki fyllilega ná- kvæm þrátt fyrir að Páll sýndi víða töluverð tilþrif. Athyglisverðasta atriði tón- leikanna var frumflutningur á Skiss- um 2004 eftir Huga Guðmundsson, en þær voru sérstaklega samdar fyrir Búdrýgindi og KaSa hópinn. Ekki er hægt að segja að sjálfsagt mál sé að splæsa saman hefðbundn- um kammerhóp og ungæðislegri rokksveit og því kom útkoman svo sannarlega á óvart. Hóparnir tveir mynduðu ótrúlega sterka heild og var tónlistin í senn innhverf, dul- úðug, ljóðræn, þrungin spennu og „rosalega“ kúl. Annað á efnisskránni lét líka prýðilega í eyru; flutningur Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara á Techno Yaman 2002 eftir Robert Dick var heillandi og skemmtilegur, og frumsamin tónlist Búdrýginda, bæði með KaSa hópnum og án hans var stórglæsileg. Sérstaklega verð- ur að geta frammistöðu trommuleik- arans Axels Haraldssonar, en hann var svo öruggur og lamdi tromm- urnar af þvílíkum krafti og tækni- legri fullkomnun að maður hefði getað hlustað á hann einan í heilan klukkutíma. Þetta voru einstakir tónleikar fyrir utan fyrsta atriðið; alltaf er gaman að heyra í svona ungu og efnilegu tónlistarfólki sem á framtíðina fyrir sér. Rosalega kúl Jónas Sen TÓNLIST Salurinn í Kópavogi SÖNGTÓNLEIKAR Tónlist eftir Jón Sigurð Eyjólfsson við texta eftir Carlos Aguirre, Leon Salva- tierra, Jón úr Vör, Egil Skallagrímsson og úr Hávamálum. Einnig útsetning á Krummi svaf í klettagjá (þjóðlag). Jón Sigurður (söngur, gítar, slagverk), Gísli Magnason (söngur, harmóníka, slag- verk), Birgir Thorarensen (kontrabassi), Aðalheiður Þorsteinsdóttir (píanó og raddir) og Cheick Bangoura (slagverk). Fimmtudagur 11. mars. Nýja svið Borgarleikhússins KAMMER - OG SÖNGTÓNLEIKAR Tónlist eftir Britten, Warlock og Bax. Þór- unn Guðmundsdóttir (söngur), Hallfríður Ólafsdóttir (flauta), Eydís Franzdóttir (óbó), Zbigniew Dubik (fiðla), Bryndís Pálsdóttir (fiðla), Herdís Anna Jónsdóttir (víóla) og Bryndís Björgvinsdóttir (selló). Laugardagur 13. mars. Salurinn Kópavogi KAMMER- OG ROKKTÓNLEIKAR Tónlist eftir Huga Guðmundsson, Philip Glass, Bach, Paganini, Robert Dick og Búdrýgindi. Flytjendur voru Búdrýgindi (Axel Haraldsson, Magnús Ágústsson, Benedikt Smári Skúlason og Viktor Orri Árnason) og KaSa hópurinn (Sif Tulinius, Áshildur Haraldsdóttir, Helga Þórarins- dóttir, Sigurgeir Agnarsson og Nína Mar- grét Grímsdóttir. Sunnudagur 14. mars. Hugi Guðmundsson Þórunn Guðmundsdóttir HINN venjubundni afsláttar- bókamarkaður Bókavörðunnar á Vesturgötu 17 byrjar kl. 11 á morgun, mánudag, og stendur til sunnudagsins 29. mars. Allar bækur eru seldar með helmings afslætti. Um er að ræða allar tegundir, allt frá ævisögum til fagurbókmennta. Bóka- markaður á Vesturgötu Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 495 og 895 • 5 stærðir WWW.NORDUR.IS FYLGIST ME‹ PÁSKA- DAGSKRÁNNI FYRIR NOR‹AN PAPAR ÍRAFÁR EYFI & ÍSLANDS EINA VON NOR‹URBANDALAGI‹ SKÍTAMÓRALL ÚLFARNIR HLJÓMSVEITIRNAR ERU FYRIR NOR‹AN ROKKHLJÓMSVEIT RÚNARS JÚL SÉRSVEITIN A T H Y G L I Í SVÖRTUM FÖTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.