Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Það var kvöld eitt fyrir rúmum tuttugu árum. Við hjónin sát- um í stofunni okkar á Ljósvallagötu 32. Ný- lokið var útvarpsflutningi á erindi mannsins míns, Jóns Óskars, um náttúruvernd. Þá hringdi síminn. Í símanum var góðvinur Jóns frá fyrri tíð, Veturliði Gunnarsson listmálari. VETURLIÐI GUNNARSSON ✝ Veturliði Gunn-arsson listmálari fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 15. október 1926. Hann lézt á Hrafnistu í Reykjavík 9. marz síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 19. marz. „Jón minn, ég var að hlusta á erindið þitt um náttúruvernd og ætla að gefa þér mynd í þakklætisskyni. Ég sendi mann með mynd- ina nú á eftir.“ Jón brást glaður við, en sagði að ekkert lægi á myndinni, hvort Vetur- liði vildi ekki koma í kaffi til okkar einhvern tíma á næstunni og taka þá myndina með. „Nei, þú átt að fá myndina strax!“ sagði Veturliði ákveðinn. Eftir stutta stund var dyrabjöllunni hringt og mikil var undrun okkar Jóns þegar tveir fílefldir karlmenn roguðust upp stigann með stærðar málverk, svo stórt að við komum því ekki með góðu móti í stofuna. Það var því hengt upp í anddyrinu þar sem hátt er til lofts og þar hefur það glatt augu okkar húsbúa og gesta og gangandi æ síðan. Þetta atvik finnst mér lýsa Veturliða vel. Hann var ör í lund, stórhuga, örlátur og tryggur vinum sínum. Veturliði var af þeirri kynslóð listamanna sem stundaði nám í Handíðaskólanum á fimmta ára- tugnum. Í þeim hópi voru líka Bene- dikt bróðir hans, Eiríkur Smith, Karl Kvaran, Jóhannes Geir, Gerður Helgadóttir, Sverrir Haraldsson og ýmsir fleiri sem urðu meðal þekkt- ustu myndlistarmanna þjóðarinnar. Allt þetta fólk var farið að láta til sín taka í myndlist og vekja athygli fyrir nýjungar upp úr 1950. Það var á þeim tíma sem ég var í Handíðaskól- anum og við skólasystkinin litum mjög upp til þessara listamanna sem sumir urðu kennarar okkar og vinir. Veturliði var þá þegar búinn að til- einka sér persónulegan stíl, einkum í myndum sem stundum voru kall- aðar þorpsmyndir þó að sumar þeirra væru býsna abstrakt. Þessar myndir eru víða til á söfnum og í einkaeign hérlendis. Á þessum árum var stóra sýningin hans í Lista- mannaskálanum, líklega sú stærsta sem hann hélt á ferli sínum. Það var engin lognmolla í kring- um Veturliða og hvar sem hann fór vakti hann athygli, glæsilegur á velli, hávaxinn, fríður, með hrafn- svart liðað hár og dökkbrún augu. Hann var mikið kvennagull. Oftar en ekki var hann með spaugsyrði á vörum og lá hátt rómur. Hann gat líka verið skemmtilega sérvitur, kallaði mig til dæmis oft Sigrúnu, og þegar ég leiðrétti hann eitt sinn glettnislega sagði hann: „Já, ég veit vel, Sigrún mín, að þú heitir Kristín, en ég geri þetta þér til heiðurs, mér þykir svo vænt um Sigrúnar-nafn- ið.“ Síðustu áratugina átti Veturliði við heilsubrest að stríða sem gerði honum oft erfitt fyrir. Um nokkurt skeið bjó hann í litlu húsi uppi við Rauðavatn. Einn sólskinsdag í júlí fyrir nokkrum árum fórum við fjór- ar konur úr stjórn og sýningarnefnd FÍM þangað uppeftir til að hitta hann og ræða við hann um litla sýn- ingu sem fyrirhuguð var á verkum hans í boði félagsins. Það var erfitt að finna hús Veturliða eftir götuheit- um eða númerum sem hvergi sáust, en allt í einu vorum við komnar á staðinn. Það leyndi sér ekki, þarna var heimur Veturliða. Litfagrir skúlptúrar og fleiri sérkennilegir hlutir með sterk höfundareinkenni listamannsins blöstu við augum utan dyra. En enginn kom til dyra. Vet- urliði var ekki heima. Við urðum því að snúa aftur vonsviknar við svo bú- ið. Daginn eftir hringdi hann til mín. Hafði hann þá veikst og orðið að leita sér læknis í skyndi. Vegna þessara veikinda varð því miður ekkert úr fyrirhugaðri sýningu. Í eitt síðasta skiptið sem ég hitti Veturliða var hann glaður og hlýleg- ur að vanda, en að baki gleðinni bryddi á einhverjum trega, að mér fannst. Hann var þá kominn á Hrafnistu. Þegar ég fór kallaði hann á eftir mér: „Bíddu svolítið“, brá sér út í horn og skrifaði eitthvað á gamla sýningarskrá og rétti mér. Á skránni, sem ég geymi, stendur skrifað með stórgerðri og fallegri rithönd hans: „Velkomin á opnun sýningar minnar á Kjarvalsstöðum.“ Ég tók við blaðinu, en vissi jafnvel og hann sjálfur að þessi sýning var ekki á döfinni. Nú þegar hann er all- ur finnst mér þessi miði gefa fyr- irheit um að áður en langt um líður verði haldin yfirlitssýning á ævi- starfi þessa fjölhæfa og ógleyman- lega listamanns. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. ✝ Solveig Búadótt-ir fæddist í Borg- arnesi 17. nóvember 1910. Hún lést á Droplaugarstöðum 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Teitsdóttir og Búi Ásgeirsson. Tvö systkini hennar, Al- freð og Þórunn, eru látin en eftir lifa syst- urnar Ásgerður Est- er og Inga Hrefna. Solveig var ógift en eignaðist dótt- urina Ingibjörgu Eddu 7. janúar 1945. Faðir hennar var Edmund O. Gates læknir. Ingibjörg Edda vann að meistaraprófsritgerð í listasögu er hún lést af völdum blóðrásartruflana 8. febrúar 1978. Hún var gift Jóni Óttari Ragnars- syni og dóttir þeirra er Solveig Erna sálfræðingur, f. 20.7. 1972. Hún er gift Þorsteini Gunn- arssyni tölvunar- fræðingi og eiga þau soninn Jón Bjart. Solveig lauk versl- unarprófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1929 og kenn- araprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1947. Árið 1950 stundaði hún fram- haldsnám í Svíþjóð. Hún vann við versl- unarstörf, m.a. hjá Olíuverslun Íslands, en að kenn- araprófi loknu annaðist hún handavinnukennslu við barna- og gagnfræðaskóla, lengst af við Réttarholtsskóla. Útför Solveigar fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey, að ein- dreginni ósk hennar. Löngu áður en Solveig Búadóttir fékk langþráða hvíld hafði hún gert ráðstafanir um brottför sína og lagt ríka áherslu á að hún yrði kvödd í kyrrþey. Þvert ofan í fyrri fyrirmæli orðaði hún síðar við mig að ég mætti skrifa um sig eftirmæli ef mig langaði til. Og vissulega er mér ljúft að kveðja þessa vinkonu mína með nokkrum orðum, þakka henni trygga vináttu og ógleymanleg kynni. Þótt ég kynntist Solveigu á menntaskólaárunum þegar ég bast vinaböndum við Ingibjörgu Eddu, einkadóttur hennar, urðu kynni okk- ar ekki náin fyrr en allmörgum árum síðar. Það sem tengdi okkur saman var trú og von en síðan nístandi sorg og loks innilegur kærleikur sem streymdi frá henni til mín og fjöl- skyldu minnar. Til marks um hann sendi hún mér af sjúkrabeði blómstr- andi ástareld við sviplegt fráfall mannsins míns og honum fylgdi við- eigandi ljóðlína eftir Davíð Stefáns- son. Það var í sjúkdómsstríði Eddu að hausti 1977 sem ég heillaðist af þess- ari stórbrotnu konu. Læknavísindin voru ráðþrota en móðirin stóð óhagg- anleg, lét vonleysið aldrei ná tökum á sér en leitaði allra leiða sem að gagni mættu koma, jafnt veraldlegra sem himneskra. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði lítt iðkað bænargjörð á fullorðinsárum en nú beygði hún kné sín fyrir Guði og bað hann heitt og innilega um lækningu sinnar ást- kæru dóttur. Um hríð virtist sem hún hlyti bænheyrslu því að smám saman óx Eddu þróttur og hún stóð á von- artindinum þegar reiðarslagið dundi skyndilega 8. febrúar 1978. Við vin- konur hennar fylltumst máttvana reiði en móðirin stóð keik sem fyrr og trúarneistinn, sem tendrast hafði með henni, glæddist svo að hún var reiðubúin að fela anda dóttur sinnar og eigin örlög Guði á hönd. Edda eftirlét móður sinni lítinn sólargeisla, Solveigu Ernu, sem að- eins var fimm ára gömul. Til allrar hamingju fyrir þær báðar hafði amm- an nægan tíma til að þerra tár barns- ins því að hún var komin á eftirlaun eftir langan og farsælan starfsferil. Solveig sinnti þörfum nöfnu sinnar í hvívetna og bætti henni upp móður- missinn með hollu uppeldi og dægra- dvöl en á hverju sumri dvöldust þær í litlum sumarbústað í Borgarfirði sem Solveig átti og kallaði kofann sinn. Þegar Solveig Erna óx upp og lagði land undir fót, voru fregnir af henni ævinlega það fyrsta sem amma henn- ar sagði okkur vinkonunum þegar við heimsóttum hana. Þótt Solveig væri jafnan stillt kona og léti tilfinningar aldrei bera sig ofurliði ljómaði hún af einskærri hamingju í brúðkaups- veislu nöfnu sinnar og Þorsteins Gunnarssonar á Hótel Borg fyrir nokkrum árum. Og enda þótt hún væri orðin södd lífdaga og þráði hvíldina í faðmi Guðs síns var það henni innilegt gleðiefni af fá að lifa fæðingu og fyrstu ár Jóns Bjarts Þorsteinssonar. Afkomendurnir þrír, Ingibjörg Edda, Solveig Erna og Jón Bjartur, voru að sönnu þungamiðjan í lífi Sol- veigar Búadóttur en því fer samt fjarri að með þeim sé saga hennar öll. Hún stóð að mörgu leyti skör framar jafnöldrum sínum, var sjálfstæð til orðs og æðis, aflaði sér ung haldgóðr- ar menntunar við Verslunarskóla Ís- lands og lagðist í ferðalög innan lands og utan á unga aldri sem var fá- títt á þeim árum. Til að mynda fór hún með flutningaskipi til Spánar snemma á fjórða áratug aldarinnar og átti þar í ýmsum skemmtilegum ævintýrum. Hún dvaldist um skeið í Kaupmannahöfn og kynntist þar meðal annarra Jóni Helgasyni prófessor sem hún átti í orðaskaki við og hafði gaman af. Hún kallaði til lands í Borgarfirði og sýndi þar svo góða málafylgju að kunnur lögfræð- ingur sagði við hana með aðdáun: ,,Þér hefðuð átt að leggja stund á lög.“ Solveig giftist aldrei en á stríðs- árunum kynntist hún bandarískum lækni, Edmund O. Gates að nafni. Hann vildi fá hana með sér vestur um haf en hún fór hvergi og ól ein upp dóttur þeirra, sem frá unga aldri var afbragð annarra stúlkna, gáfuð og forkunnarfögur. Fyrir fæðingu hennar hafði Solveig starfað hjá Olíu- verslun Íslands en nú söðlaði hún um, fór í Kennaraskólann og lagði síðan stund á hannyrðakennslu. Hún reisti sér og dótturinni hús af eigin ramm- leik, ferðaðist víða um lönd og hvatti Eddu til að afla sér víðtækrar mennt- unar svo að hún gæti staðið á eigin fótum og notið menningar og lista eins og hún sjálf. Og drjúgt reyndist Eddu veganestið á skammri ævi. Solveig var dverghög í höndum, stundaði hannyrðir og bókband og á efri árum lærði hún að gera undur- fallegt kökuskraut sem hún seldi til að drýgja eftirlaunin. Meðan henni entist heilsa sat hún sjaldan auðum höndum og andi hennar var sífrjór. Hún fylgdist grannt með þjóðmálum, var afdráttarlaus í skoðunum, fylgin sér en jafnan háttprúð og á hverju kvöldi bað hún innilega fyrir ættingj- um sínum og vinum. Mannkostafólk eins og Solveig Búadóttir verður sjaldan einmana en mesta gæfa hennar síðustu árin var vinátta Ragnhildar Valdimarsdóttur, sem var jafnaldra Eddu þótt leiðir þeirra lægju ekki saman. Ragnhildur kom Solveigu að mörgu leyti í dóttur stað, einkum þegar ellin tók að fær- ast yfir og heilsan að bila. Hún var henni innan handar um stórt og smátt og sinnti henni af alúð og nær- gætni síðustu árin, enda hafði Solveig oft á orði að Ragnhildur væri sér bjargvættur og vart mun þar ofmælt. „Frá þínum ástareldi fá allir heim- ar ljós.“ Þannig hljóðaði ljóðlínan sem Solveig sendi mér til huggunar fyrir tæpu ári. Móðirin, sem öðlaðist trúarvissu við banabeð einkadóttur- innar, efaðist ekki um að handan hins jarðneska skugga logaði eilíf birta. Nú hefur hún verið lögð til hinstu hvílu við hlið Ingibjargar Eddu og sælir verða endurfundir í ríki ljóss- ins. Guðrún Egilson. Á friðsömum sunnudegi fékk Sol- veig, móðursystir mín, hvíldina eftir stutta banalegu. Hún andaðist í hárri elli í faðmi nánustu ættingja og vina. Hún hét Solveig, sem þýðir sú sem gengur um sali og ber mönnum veig- ar. Það sagði henni Jón Helgason prófessor. Nafnið bar hún með rentu, því að hún var góð heim að sækja alla tíð. Það var gaman að koma í Bakka- gerði 5, þegar ég var krakki, og fá að gista hjá Lollu. Hún var skemmtileg og hugmyndarík og var alltaf að búa til eitthvað fallegt, flíkur úr vönduð- um efnum eða gleraugnahulstur úr selskinni. Þegar hún var ung gerði hún hluti úr gifsi, jólaskraut og gínur fyrir hattaverslun. Hún var góður hönnuður. Lolla var alla ævi sjálfstæð og atorkumikil kona. Hún var forkur til vinnu og átti góða vini. Ingibjörg Edda var sólargeislinn í lífi Lollu og það var hart að henni vegið þegar Edda dó í blóma lífsins. „Litla“ Sol- veig var miðdepill tilveru hennar ætíð síðan. Hugur okkar allra er hjá henni. Ingibjörg Eir. SOLVEIG BÚADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.